Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 27
 Fimmtudagur 11. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 27 Ríkislögreglumenn í Alabama ráðast að göngu blökkumanna, cr þeir freistuðu að fara frá Selma til Montgomery — höfuðborgar ríkisins á sunnudag. — Selma Framhald af bls. 1 Er göngumenn komu að brúnni var þar fyrir 100 manna lið úr ríkislögreglunni og tilkynnti að þar skyldi göngunni ljúka. Dr. King spurði hvort göngumenn mættu krjúpa og gera bæn sína og var það veitt. Ekkert varð til tíðinda annað og héldu igöngu- mennirnir, sem voru um 4000, aftur heim til Selma og fór Dr. King fyrir þeim sem áður. Sagði King seinna, að hann teldi gönguna mestu göngu og bezt heppnuðu sem farin hefði verið í Suðurríkjunum til þessa, en sagðist hafa vitað það fyrir, að göngumenn myndu ekki kom ast til Montgomery þessu sinni. En King sagði, að í næstu viku myndi aftur freistað að ganga til Montgomery og lét að því liggja að hann myndi þá hafa í höndum dómsúrskurð þess efn is að yfirvöldunum í Alabama væri óheimilt að banna slikar mótmælagöngur. Sagði King það aldrei hafa verið áform blökku- — íþróttir Framhald af bls. 26 að meta gestrisnina og hætt að ónáða íslenzku nýlenduna. — Það eru fáir, sem ónáða okkur hér úti í sveit á kvöld- in, sagði Þórólfur. Við lifum hér eins og munkar og þeir einu, sem koma óboðnir að músunum undanskildum, eru bréfberarnir með íslands- póstinn. -— Það eru nú meira en Is- landspóstur, sem þeir koma með, segir Eyleifur og glottir. Hann er alltaf að fá ástarbréf frá hinum og þessum aðdáend um Rangers, í hverri viku. Þórólfur játar og segir að það sé allt eðlilegt. Á Bret- landseyjum komist sumir knattspyrnumenn lengra en frægustu kvikmyndaleikarar hvað vinsældir snertir. Við förum þess á leit að hann sýni okkur eitthvað af pjstinum, einhver bréf, sem séu frá óþekktum aðdáendum og hann lætur til leiðast og dre^ur upp nokkur sýnishorn. Eitt kom frá Möltu. Ung stulka sendi honum meira en hlýjar kveðjur — og bað um ei^inhandaráritun á mynd. Onnur sendi haita ástarjárn- ingu og sú þriðja sendi ljóða- bréf. Niðurlag þess var svona: Apples grow in Egypt Oranges grow there too But it takes a place like Ice- land to grow a peach like YOU. Þetta var sent með ..True Love", frá einni óþekktri, en Eyleifur verður að láta sér næqia bréf af Skaganum. Það gæti þð staðið tíl bóta, þegar fram liðu stundir, því sagt er að mikið búl í Skagamannin- um. Þegar BBC kvaddi undir miðnættið kvöddum við líka og.héldum heimleiðis. Mýsl- urnar yoru þá enn ekki mætt- ar ' kvöldkaffið. en beir Þór- ólfur héldu heitu á könnunnL manna að brjótast gegnum varnir lögreglunnar, slíkt stríddi gegn grundvallarreglum þeim sem far ið væri eftir í baráttunni fyrir réttindum blökkumanna. Hvítur' prestur, James Reeb, 38 ára gamall, sem kom til Selma til að taka þátt í mótmælagöng- unni, varð fyrir árás nokkurra kynbræðra sinna er hann gekk út úr matsölustað blökkumanna í borginni í fylgd með tveim öðr um, og liggur nú á sjúkrahúsi í Birmingham, þungt haldinn. Var gerður á honum heilaskurður í morgun. Hinir prestarnir tveir særðust ekki alvarlega. Árásar- mennirnir verða sóttir til saka. Tugþúsundir manna, blakkra og hvítra hafa farið í mótmæla göngur víða í Bandaríkjunum til þess að mótmæla atburðun- um í Selma. í fjölda borga, allt frá Boston suður til Los Angeles var þess krafizt, að alríkísyfir- Féll úr 6 hæð AKUREYRI, 10. marz. — Nokkrir ungir drengir voru í morgun að leika á göngubrú þeirri, sem liggur þvert y.fir Grófargil, efst austan á Sundlauigarhúsinu, vestan við andapollinn. Gerðu þeir sér meðal annnars að leik að ganga yfir brúna utan við hið öfluga handrið, sem á henni er. Féll þá einn drengjanna, Hall- grímur Stefánsson, Byggðavegi 101 F, 7 ára að aldri, niður af brúnni, þar sem hæst er, á að giska 6 metra fall. Svo vel vildi til, að hann kom niður á mjúka jörð og meiddist ekkert að kalla, hjóst aðeins lítillega á höku. Hann var samt fluttur í skyndi í sjúkrahús til rannsóknar, en fór þaðan fljótlega heim. Eitt- hvað er hann þó miður sín í dag, vegna hræðslunnar, sem greip hann, þegar hann datt. — Sv. P. — Armstrong strong, sem virtist loks orð- inn efins um að hann gæti til frambúðar setið hjá í deilun- um um aukin réttindi blökku- manna, „en ég er með mínu fólki og legg því það lið, sem ég get. Tónlistin er allt mitt líf. En í Alabama myndu þeir berja mig í framan og þá gæti ég ekki lengur blásið í tromp- etinn minn. Hverju sæta þessi ósköp nú? Hitler er löngu dauður, eða er ekki svo?" — Armstrong sagði sitthvað fleira, en danskir blaðamenn sem á hlýddu undruðust sára gremju Satchmos gamla, sem aldrei þessu vant stökk ekki bros. Aðspurður hvert förinni væri heitið, sagði Louis sig og hljómsveitina að þessu sinni myndu halda hljómleika í Tékkóslóvakíu, Austur-Þýzka landi, Rúmeníu, Búlgariu og Júgóslavíu. „Mér er sama hvert ég fer", sagði Armstrong, „ef ég bara fæ að blása í trompetinn minn. Járntjaldið er tilbúningur dagblaðanna'V völd tækju málið í sínar hendur og veittu blökkumönnum í Ala- bama tilhlýðilega vernd gegn of beldi ríkislögreglunnar þar syðra. Lögreglan skarst í leiEinn vegna mótmælaaðgerða í Was- hington, New York, Chicago og Detroit og á annað þús. manna fóru í mótmælagöngu framhjá Ær ber tveimur hrútlömbum AKRANESI, 10. marz. — Það bar til nýlundu í fyrradag, að ær bar tveimur hrútlömbum hjá Eyjólfi Búasyni, Skagabraut 15 hér í bæ. Ærin er þriggja vetra gömul og er þetta í 3. sinn, sem hún ber. Litlu hvítu hrútarnir eru sprækir og fjölskyldan öll hin hressasta. Farmgjöld frystiafurð- anna I SAMNINGUM Eimskipafélags íslands og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna um flutninga hrað- frystra fiskafurða til útlanda voru farmgjöld ákveðin 28 doll- arar fyrir tonnið til Bandaríkj- anna, 150 shillingar pr. tonn af frystum flökum til Evrópu (21 dollar) og 90 shillingar fyrir tonn af frystri síld. Hvíta húsinu og bar þar mikið á kaþólskum prestum og nunn- um. Þeir sem að göngunni í Was hington stóðu, ræddu einnig við varaforsetann, Hubert Hump- rey, nokkra stund. í Montgomery, höfuðstað Alabama átti einnig að fara mótmælagöngu í dag, en hún var stöðvuð, eins og sú í Selma. Ekki kom til neinna óeirða af því tilefni. Þorsteini Ingólfssyni lagt iTOGARANUM Þorsteini Ing-| ólfssyni, eign Bæjarútgerðar i 1 Reykjavíkur hefur nú verið |Iagt. Samkvæmt upplýsingum' iÞorsteins Arnalds, forstjóra! útgerðarinnar, átti skipið að | ' fara á veiðar siðastliðið mánu- I dagskvöld, en tókst ekki að ] I manna það. Þar sem Þorsteinn Ingólfs- ' son hefur eins og kunnugt er, I verið settur á sölulista og ver- | ið að leita tilboða í hann, var' I horfið að því ráði að leggja | honum í Reykjavík. Togarinní I hefur að undanförnu verið á. I isfiskveiðum við ísland og' | siglt með aflann og selt á er- lendum markaði, þar til nú I síðast, að lagt var upp í ( I Reykjavík, vegna slæmra sölu- I horf a erlendis. — S-Vietnam - Framhald af bls' 1"'" ttm jg lofum eða því sem næst. Voru birgðir þessar og herlið, sem þær flutti, ætlað til aðstoðar umsetnu liði stjórnarinnar í Hoai, en þar höfðu skæruliðar Viet Cong rétt lokið við að ná á sitt vald bækistöð í út'aðri bæjaries. Skamm't frá Hoai missii Viet Cong 100 manna sinna á mánu- daginn var. VEGURINN OPINN EN ÓTRYGGUR Orrusta þassi var hín síðasta af mörgum, sem prðið hafa síðin í fyrra mánuði, .er Viet Cong náði á sitt vald hinum miki.lvæga þjóðvegi númer 19 og hluta þjóð- vegarins, sem liggur meðfram ströndinni og var það greinilega tilætlunin, að hluta S-Vietnam. í tvennt með þessum aðgerðum. Hermálaráðunautar Bandaríkja- manna sögðu í dag að vegurinn væri aftur opinn milli Pleiku og Qui Nhon, en talið er að Viet Cong eigi enn svo margt skæru- liða í skógunum, er að veginum liggja, að ekki muni óhætt neinni bílalest að fara um hann án her- liðs til verndar. TRÚABRAGÐAÓEIRHIR 1 Da Nang hefur komið til trúarbragðaóeirða, sem sagðár eru spunnar af því að hermenn sátu þar að spilum nú um helg- ina og sinnaðist eitthvað og stakk þá einn þeirra, kaþólskur, annan, Búddatrúar, til bana. Síðan hef- ur verið ókyrrt þar í bæ og í dag brenndu nokkrir ungir Búdda- trúarmenn til grunna fjögur heimili kaþólskra, en hermenn dreifðu mannfjölda á götum úti og hótuðu að beita skotvopnum. BÆTT HERNADARAÖSTABA Talsmenn Bandaríkjamanna í S-Vietnam líta bjartari augum á ástandið þar síðan hafnar vpru ioftárásirnar og sóknin hert gegn skæruliðum Viet Cong. „Auðvit- að vitum við ekkert fyrir víst ennþá", sagði einn hermálaráðu- nautanna og ástandið er enn ó- tryggt víða úti á landsbyggðinni, en hernaðarlega hefur þettá allt saman stórum batnað og áform Viet Cong um að hluta landið í tvennt mistekizt gjörsamlega." -, 10 ÞÚSUND TIL VIDBÓTAR? I Saigoh er mælt, að Banda-1 ríkjamenn hyggist senda austur þangað 10.000 sjóliða til viðbót- ar þeim sem þangað eru komnir, en ekki hefur fregn þessi feng- izt staðfest í Washington og sag'ði talsmaður varnarmálaráðuneytis ins bandaríska sér ekki kunnugt um neitt það er rennt gæti stoð- um undir þessa frétt að austan. Sjóliðar þeir, sem sendir voru austur til varnar flugstöðinni í Da Nang, hafa ekki tekið þátt í neinum hernaðaraðgerðum. U THANT REYNIR ENN Frá New York berast þær fregnir að enn reyni U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn mála í Vietnam, en bandaríska utan- ríkisráðuneytið hafi hafnað tít- lögum hans, þeim er hann lagði fram um miðjan sl. mánuð og sendar voru til umsagnar Banda- ríkjunum, Sovétríkiunum, Frakk landi, Bretlandi, Suður-Vietnam og Norður.Vietnam. í N-Vietnam eru menn sagðir efast um gagn- semi alþjóðlegrar ráðstefnu um Suður-Vietnam. Guðrún Tói""«-'óttir á æfingu með undirleikara sínum, Guðrúnu Kristinsdó. Söngs!iemmtun Guðrúnar Tomasdóttur í cfag í KVÖLD kl. 19,15 heldur Guð- rún Tómasúóttir söngskemmtun í Gamla bíói. Við hljóðfærið er Guðrún Kristinsdóttir. A söngskránni eru sönglög eftir Handel, Caldara, Mozart, Hugo Wolf, Strauss, Schubert, Ferdin- and Rauter, Markús Kristjánsson, Jón Nordal og Fjölni Stefánsson. AðgÖragumiðar að söngskemmt- uninni fást í Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar og Bókabúð Lárusar Blöndals á Skólavörðu- stíg og í VesturverL — Verkfræðingar Framh. af bls. 2 Stjórn sjóðsins skipa nú. Rögn- valdur Þorláksson, formaður, Páll Oiafsson, efnafræðingur, varaformaður; Haukur Pálmason ritari, Hinrik Guðmundsson gjald keri og Leifur Hannesson með- stjórnandi. Á vegum félagsins er starfandi gerðardómur til þess að skera úr ágreiningi manna um tæknileg mál. Dómsformaður er próf. Theodór B. Líndal en stjórn fé- lagsins skipar 2 meðdómendur eftir málavöxtum hverju sinni. Til dómsins var skotið 2 málum á starfsárinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.