Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. marz 1965 — MÁ ég kynna ykkur. Þetta er blaðamaður frá Morgunblaðinu í Reykja- vík og hér er William Mac Arthur, umboðsmaður Eim skipafélagsins í Leith. — Hann ætlar að skreppa með okkur heim til Islands ásamt konu sinni, svo að við fátirn hann sem ferða- félaga héðan og heim. Það er Kristján Aðalsteins- son, skipstjóri á Gullfossi, sem kynnir mig fyrir elzta starfsmanni Eimskipafélags fs lands, að starfsaldri til, og sennilega eru ekki margir sjö- tugir, sem vinna fyrir félag- ið, aðrir en hann. Við erum rétt nýkomnir inn í höfnina í Leith og að sjálfsögðu er Mac fyrstur manna um borð. Hann er raunar aldrei kallað- ur annað en Mac, og hvar sem McArthurshjónin í hófi vina á Hótel Borg: Frá v. Þorkell Ingvarsson, Hjördís Einarsdótt- ir, William McArthur og frú hans og loks Sigurður Jóhannsson. (Ljósm. Ól. K. M.) Glefsur úr Gullfossferð i Við alþjóðlegt miðdagsborð hjá Thor Jensen var töluð enska þú gengur með honum hér um Reykjavíkurborg heyrirðu kallað: Halló Mac!, því hér þekkir hann mikill fjöldi fólks. Þegar hin formlega kynning skipstjórans hafði farið fram í forsal reyksalsins á Gull- fossi, virti ég fyrir mér þenn- an lágvaxna fulltrúa Eim- skips í Skotlandi. Ég sá strax glettnina í fjörlegum aagun- um og bros lék um fíngert andlit hans. Ég haetti því á að segja við skipstjórann: — Það er ánægjulegt að fá hann með á heimssiglingunni. Við fáum þá nýjan mann í feg urðarsamkeppni ef við höld- um hana aftur um borð í þess- ari ferð. Skipstjóri hló við og ætlaði að fara að svara, en Mac tók af honum orðið og svaraði mér þegar í stað. — Auðvitað verð ég fyrsti maður til þess að taka þátt í fegurðarsamkeppni, certainly I will. Að þessu var hlegið ofur- litla stund og við sögðum Mac lítillega frá fegurðarsam- samkeppninni um borð. Síðan var rabbað um hve veðrið var fallegt í Leith og Edin- borg, en lengri urðu kynni okkar ekki að þessu sinni. Á siglingunni heim frá Leith gafst mér oft tækifæri til að rabba við Mac. Hann var þessi prúði og síkáti mað- ur, sem alltaf átti eitthvað skemmtilegt á takteinum. Hann sendi okkur miða við matborðið, skipstjóranum sendi hann atómkvæði á ensku, mér sendi hann teikn- ingu af bjarndýri, sem var að klifra upp tré. f rauninni sést ekkert nema tréð og fjór- ar skellur, tvær sitt hvorum megin á trénu og ég endur- sendi teikninguna með spurn- ingunni: Hvar er björninn? Og svarið kom að vörmu spori: Björninn er hinum meg in við tréð. Ég man ekki hvort það var f sama skiptið, sem þeir ræddu mjög ákaft um klukk- una, skipstjórinn og Pétur Eggerz Stefánsson, en það var í það minnsta yfir mat- borðinu eitt sinn. Eins og mönnum er kunnugt er stöð- ugt verið að breyta klukk- unni frá degi til dags, bæði á siglingu út og siglingu heim. Nú bar þeim eitthvað ekki saman skipstjóranum og Pétri og ræddu þeir þetta aftur og fram. Ég skaut þá fram þeirri spurningu, hvort þeir væru að karpa um jafn raunhæfan hlut og klukkuna. Arent Claessen, sem einnig sat við borðið var þá fljótur að grípa fram í og sagði: — Nei, nei, nei, þeir voru að tala um prjónaklukku. Þannig höfðum við brand- arasmiði á báðar hendur. Síðasta kvöldið um borð í Gullfossi var nokkur gleð- skapur og rétt í þann mund er honum lauk, sigldum við framhjá Surtsey. Surtsey var þannig eins og flugeldasýning á gamlárskvöld eða þrett- ánda-brenna að lokinni jóla- hátíð. Skipsmenn á Gullfossi sögðu, að aldrei hefði Surts- ey verið jafn tignarleg og stórfengleg á næturþeli eins og þessa nótt. Þetta kvöld sat Mac hjá okkur hjónum niðri í her- bérgi. Margt bar þar skemmti legt á góma, en minnistæðust er mér gamansaga Macs, sem hann teiknaði fyrir mig á blað. Ég læt þessa teiknigam- ansögu fljóta með þessari grein og reyni að skýra hana stig af stigi með teikningun- um, en lokateikningin er eftir Mac sjálfan, og vona ég að einhver geti hlegið að henni með okkur. Þótt raunar hefðum við Mac átt að hafa nógan tíma til þess um borð í Gullfossi, að rabba saman og ég að spyrja hann um fortíð hans og reynslu í samskiptum hans við Eimskipafélag íslands og íslendinga, þá fór nú svo, að botninn í þetta samtal var sleginn á Hótel Borg, þar sem Mac og frú hans sátu í boði íslenzkra vina. — Ég byrjaði hjá M. Ell- ingsen & Có. í Leith þegar ég var strákur, eða árið 1910. Þetta var norskt fyíirtæki, sem stundaði aðallega timb- urverzlun, skipamiðlun og siglingar. Þegar svo Eimskipa félagið var stofnað tók Ell- ingsen við afgreiðslu þess. Og það varð strax hlutverk mitt' að hugsa um skip Eimskips. Þessu hélt svo áfram þar til 1933 að fyrirtækið Ellingsen varð að taka saman föggur sínar og hætti starfseminni í Leith. Fyrirtækið hafði feng- ið sitt stærsta áfall með rúss- nesku stjórnarbyltingunni, en timbursala fyrirtækisins var að miklu leyti bundin við við- skipti við Rússland. Þá gerð- ist ég starfsmaður R. Cairns & Co. og hjá því fyrirtæki hef ég unnið síðan. Ég flutti skjöl mín og bókhald vegna Eimskipafélagsins yfir til hins nýja fyrirtækis og starf mitt var þar nákvæmlega það sama og verið hafði hjá Ell- ingsen, að annast íslenzku skipin. En hvað kemur til þess,, Mac, að þú kemur einmitt til' fslands nú, og það um hávet- ur? Hefði ekki verið ánægju- legra fyrir þig að koma hing- að að sumri til? ""*' — Ég kom hingað fyrst 1926. Næst kom ég 1928, þá 1931, 1938 og næst þar á eft- ir 1957. Síðan hef ég ekki komið hingað til íslands fyrr en nú. Þessi ferð er alveg af sérstöku tilefni. Ég varð sjötugur hinn 16. febrúar sl. og þess vegna bauð Óttarr Möller, forstjóri Eimskips, mér að skreppa hingað heim. Konan min hafði meiðzt á fæti og vissi ég ekki hverju ég átti að svara. En hún lét það ekki á sig fá ogsagði: Við skulum fara til fslands síðustu ferðina í febrúar. Þar með var það klappað og klárt og ég sé sannarlega ekki eftir því að hafa farið þessa ferð, og hvorugt okkar hjóna. Við eigum hér marga góða vini, sem hafa borið okkur á hönd- um sér þessa daga, sem við höfum dvalið hér í Reykja- vík. — Auðivtað er það erfið spurning, sem ég ætla nú að leggja fyrir þig, Mac. Það hljóta að vera þúsundir at- vika, sem þú gætir rifjað upp í sambandi við skipti þín við Eimskip og íslendinga. • Nú langar mig til þess að biðja þig að grípa svo sem eitt upp úr sjóði minninganna. — Já, þetta er sannarlega erfið spurning, segir Mac. Hann hugsar sig um, lítur síð- an út um suðurgluggann á turnherberginu á Hótel Borg, og segir þá allt í einu: — Ég má segja, að það hafi verið 1928, þegar ég var í heimsókn hér í Reykjavík. Ég átti því láni að fagna að vera boðinn til miðdegisverðar hjá Thor Jensen. Þetta var herra- miðdagur og einasta konan, sem við borðið sat, var frú Jensen, og sat við annan borðsendann, virðuleg og elskuleg. Við borðið sátu svo einn Norðmaður, einn Dani, tveir Spánverjar, einn ítali og þrír synir þeirra Jensens- hjóna, mig minnir að það væru Ríkharð, Ólafur og Kjartan, og svo ég sjálfur. Þetta mátti því telja alþjóð- legan miðdegisverð. Þar kom, að borðhaldinu lauk, og við settumst inn í aðra stofu til þess að fá okkur hressingu. Frú Jensen yfirgaf okkur og Framíhald á bls. 17 Og hér kemur svo mýnda- gamansagan hans Macs. Eins og sjá má er myndin teiknuð stig af stigi og lengst til hægri er hún fullgerð. Sagan, sem fylgir myndinni, er á þessa leið: Kennari teiknar stafinn T upp á töflu fyrir nemendur í bekk sinum og spyr þá síð- an hvort einhver geti bætt við myndina svo hún sýni eitt- hvað myndrænt. Strákhnokki kemur upp að töflunni og seg ist geta gert það. Fyrst teikn- ar hann mynd tvö frá v. og segir að þetta sé h.jálmur úr síðasta stríði, síðan mynd þrjú og segir að þetta sé skátastaf- ur til að halda hiálminum uppi. Síðan heldur hann á- fram og teiknar mynd fjög- ur og þá er komin ljósapera í lampastæði. Á síðustu mynd inni bætir hann enn ofurlitlu við og segir að þar sé komin vatnskanna með vaskafati, en segir um leið við kennarann: — En ef þér snúið myndinni við þá er þetta hún frænka yðar í fótabaði. Nú viljum viS benda les- endum á að snúa blaðinu við og vita hvort þeir sjá ekki frænkuna vera önnum kafna við að þvo sér um fæturna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.