Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1-1. marz 1 965 QZGUNBLAÐfÐ m$m endingum Fulltrúi frá Aer Lingus staddur hér — Eínt til laxveiðiferðar til „Grænu eyjunnar" í apríl VM þessar mundir er staddur hérlendis fulltrúi frá írska flugfélaginu Aer Lingus, Niels Gadegaard að nafni, og hefur hann átt viðræður við bæði islenzku flugfélögin. Aer L>in- gus, sem er ríkisflugfélag fra, hefur áhuga á því að örva ís- lenzka ferðamenn til þess að fara til frlands, og kemur þar hvorttveggja til að frland er Vænn lax, dreginn úr írskri á. Myndin er úr veiðimálahækl- ingi írska f erðamálaráðsins. verið bent á. Hln fyrsta raim- verulega hópferð til írlands meðal þeirra Ianda, sem næst liggja fslandi, og að margt er líkt - með fslendingum og fr- um, svo sem margoft hefur er fyrirhuguð nú um páskana, en þá hyggst ferðaskrifstofan Lönd og leiðir efna til ferðar fyrir laxveiðimenn. Verður flogið til Glasgow með Loft- leiðum, en síðan með Aer Lin gus til Dublin. Fréttamaður Mbl. átti í gær tal við Niels Gadegaard. Hann kvað aðalerindi • sitt hér vera að kynna þjónustu Aer Lin- gus. „Augu manna í Skandi- navíu eru um þessar mundir að opnast fyrir írlandi", sagði hann. „Eins og er fljúgum við aðeins frá Kaupmannahöfn af Norðurlöndunum, en skrif- stofa hefur verið opnuð í Stokkhólmi, og fyrir dyrum er að færa út kvíarnar þannig að við fljúgum frá Svíþjóð og Noregi jafnframt Danmörku. Við höfum einnig áhuga á því að kynna fslendingum írland, og þá kannske ekki sízt vegna þess, að ef litið er á landa- bréfið, þá er írland hvað næst íslandi af öðrum löndum". „Það er eftir mörgu að sækjast í frlandi. Þar er mikil veiði, bæði lax, sjóbirtingur og urriði. Ennfremur fara margir þangað til fuglaveiða. Veiðar á írlandi kosta ekki mikið, miðað við það sém víða gerist, og yfirleitt er öll dvöl á írlandi tiltölulega ódýr mið- að við það, sem gerist á meg- inlandi Evrópu, og er þá Skandinavia ekki undanskil- in". „Á sl. ári flutti Aer Lingus Ný dieselvélasamstæða h|á rafmagnsveitunni á Akureyri Annarri þarf að bæta við áður en viðbótar- virkjun Laxár er fuilgerð AKUREYRI, 8. marz. — Ný 2000 kw dísilvélasamstæða var tekin í notkun hér á Akureyr kl. 2 sd. á laugardaginn að viðstaddri etjórn Lavárvirkjunarinnar og nokkrum gestum, þ. á m. frétta- mönnum. Vélasamstæðan er í stöðvarhúsi við Laufásgótu, en þar voru fyrir tvær 1000 kw dísilvélar. Við það tækifæri flutti Knútur Otterstedt rafveitustjóri ræðu, þar sem hann lýsti framkvæmd- um, og fer hér á eftir meginefni þess, er þar kom fram: „Vegna sívaxandi rafmagns- notkunar og vegna kröfunnar um aukið rekstursöryggi var í marz 1963 sent út á vegum Laxárvirkj- unar útboð í 2000 kw díselvéla- samstæðu. Einnig var óskað eftir tilboðum í 3000 kw gastúrbínu. Alls bárust 48 tilboð í vélar frá 1000 kw til 3000 kw, og auk þess bárust 3 tilboð í gastúrbínur, en þau voru ekki samkeppnisfær hvað verð snerti. Tilboð frá enska firmanu Ruston & Horns- by var lægst, og varð endanlegt verð vélarinnar frá þessu firma 4,2 millj. kr. FOB. Rafali og raf- búnaður var keyptur frá As- sociated Electrial Industries, einnig í Englandi, frir um 1,8 millj. kr. FOB. Gengið var frá kaupum 28. ágúst 1963, og veittu seljendur 5 ára lán á 80% kaupverðsins með 5% vöxtum. SeíSlabankinn hefur lánað 2,5 millj. kr. og lánastofn- anir hér í bænum lánuðu 0,6 millj. kr. til skamms tíma, og eru þau lán nú að fullu greidd. Ann- að fé hefur Lavárvirkjun sjálf lagt fram, en kostnaður er nú kominn upp í um 9 millj. kr. og áætlast verða um 11—11,5 millj. kr. þegar tollur að upphæð 1,6 millj. kr. hefur verið greiddur. Vélin, sem nú hefur verið tek- in í notkun, er 12 cylindra og 2820 hö og snýst 500 sn/mín. Raf- alinn er 2500 KVA. Vélin er kæld með sjó og er kælivatnið fengið úr 3 holum, sem boraðar hafa verið norðan við stöðina. Kælivatnsþörf véiarinnar er all- mikil, eða um 20 lítr/sek. Olíu- notkun vélarinnar mun ekki fara Kastað fyrir Iax í irskri á. 1 milljón farþega. Félagið á 28 flugvélar, þar af 5 Boeing 707 þotur, 8 Viscountsvélar og 4 Corvairvélar, sem notaðar eru til þess að flytja bíla frá Bretlandi og meginlandinu til írlands. Þá er félagið að fá nýjar-vélar af gerðinni BAC 111, og loks á það nokkrar vél ar af Fokker Friendship-gerð, samskonar og þær sem Flug- félag íslands á nú í pöntun". „Um fiskveiðarnar er það að segja, að í þessum mánuði munu t.d. 130 Danir fara með Aer Lingus til laxveiða í ír- landi. Þar gengur laxinn mjög snemma í sumar ár, jafnvel í febrúar, en í snemmgengu án- um eru það mánuðirnir marz pg april, sem beztir eru. Veðr- ið í apríl er gott í S-írlandi, enda vorið þá komið". Veiðiferð fyrir 10.000 kr. Eins og fyrr getur efnir ferðaskrifstofan Lönd og leið- ir til viku laxveiðiferðar til fr lands um páskana, og mun all ur kostnaður við ferðina nema um 10,000 kr., en það jafngild ir kostnaði við ca. 3—4 daga veiðiferð-í góðar íslenzkar ár. Segja forráðamenn skrifstof- unnar að búizt sé við þátttökii 30—40 manna, en þetta verði þó alls ekki hópferð í venju- legum skilningi. Farið verður til Glasgow með Loftleiðum 15! apríl (skírdag) kl. 10 f.h., en síðan með Aer Lingus frá .Glasgow til Dublin. Á flugvellinum í Dublin bíða leigðir bílar. Þar skiptast menn í 3—4 manna hópa, og fær hver hópur sinn bíl til umráða og afnota á meðan á dvölinni stendur. Menn aka bílum þessum sjálfir, og geta notað þá til þess að aka á veiðistaði eða þá til þess að fara í kynnisferðir um landið, eftir hentugleikum. Bílarnir munu innifaldir í heildarverð inu. Þessir litlu hópar munu síðan halda hver til síns stað- ar, og til síns hótels. Verða leiðbeiningar að sjálfsögðu gefnar í Dublin. Að kvöldi 21. apríl er ráð- gert að hóparnir hittist í' Dublin. Daginn eftir geta menn ráðsta'fað tíma sínum að vild í Dublin, en eftir hádegi 23. april verður haldið heim- leiðis. Allar frekari upplýsing ar um ferð þessa veita Lönd og leiðir. Feðgarnir Knut Otterstedt, fyrrv. rafveitustjóri, og Knútur Ott- erstedt, rafveitustjóri, standa fyrir framan hina nýju 2000 kw díselvél, sem mun vera sú stæ rsta sinnar tegundar á landinu. fram úr 250 grömmum á kwst., þahnig að olíukostnaður á hverja framleidda kwst. fer ekki yfir 50 aura. Uppsetningu vélarinnar hefur Mr. Dench frá Ruston stjórnað, en uppsetningu og tengingu rafbúnaðar hefur Raf- veita Akureyrar séð um. Ýmsir aðrir hafa einnig unnið hér mik- ið og gott starf. Með tilkomu þessarar nýju vél ar er þessi stöð nú orðin 4000 kw eða rúm 30% af vatnsaflinu. — Hér hefur því rekstursöryggi kerfisins verið aukið verulega, Framhald á bls. 21 STAKSTEIMAH Mikilvægi iðnaðarins FuIItrúar frá Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík, Iðju á Akureyri og Iðju í Hafnarfirði, hafa komið saman til fundar til að ræða ástand og horfur í verk- smiðjuiðnaðinum. f ályktun fund arins er bent á mikilvægi iðna'ð- arins og þá staðreynd, að fleira fólk hefur nú framfæri sitt af hverskonar iðnaðarstarfsemi en nokkurri annarri einni atvinnu- grein hér á landi. Síðan segir: „Vill fundurinn vekja athygll á, að á undanförnum árum hafa verið gerðar þær ráðstafanir í tolla- og innflutningsmálum, sem leitt hafa til þess, aS islenzkur iðnaður á nú í vök að verjast vegna harðnandi samkeppni við erlenda framleiðslu og hefur jafnvel orðið að heyja sam- keppni við innfluttar iðnaðar- vörur, sem seldar eru undir eðli- legu kostnaðarverði. Er og svo komið, að vissar grein- ar iðnaðarins fara halloka vegna hinnar harðnandi samkeppni og er atvinnuöryggi þeirra, sem í þeim greinum starfa stefnt í hættu. Því skorar sameiginlegur fund ur iðnverkafólks á hæstvirta rík- isstjórn að staldra við á þeirri braut, sem farið hefur verið á síðustu árum á sviði tolla- og innflutningsmála og hefjast nú handa um aðgerðir, er miði að aukinni fyrirgreiðslu til styrktar samkeppnishæfni iðnaðarins." Hve háir tollar? Eins og kunnugt er, hefur það verið stefna Viðreisnarstjórnar- innar — eins og raunar flestra ríkisstjórna í hinum frjálsa hehni — að lækka tolla í áföngum, ekki sízt á ýmiskonar neyzluvörum. Tollar hér á landi hafa verið miklu hærri en í nágrannalönd- unum og eru það enn, þrátt fyrir verulega lækkun á ýmsum svið- um. Forustumenn iðnaðarins hafa ekki snúizt gegn tollalækk- unum almennt, þótt í einstökum tilfellum telji þeir ef til vill of langt gengið. Þeir hafa sýnt þann manndóm að vera reiðubúnír til að hefja samkeppni við erlenda iðnaðarframleiðslu, en þó að því áskildu, að þeir fengju eðlilegan aðlögunartíma og þá fyrir- greiðslu, sem nauðsynleg er til þess að breyta reksturinum og bæta hann. ToIIvernd er auðvitað ekki óeðlileg þegar verið er að hyggja upp nýjar iðngreinar, en henni verður þó að stilla í hóf, því að ella þróast í skjóli hennar iðnaður, sem aldrei getur orðið arðbær og þar af leiðandi ekki þjóðhagslega æskilegur, en auk þess skortir innlenda iðnaðar- framleiðslu þá eðlilegt aðhald, sem hún þarf að fá frá sam- keppni við erlendan varning. Að staldra við f ályktun sinni leggur iðn- verkafólk til, að staldrað verði við á braut tollalækkananna. Má vel vera að þetta sé eðlilegt, og athyglivert er að iðnverkafólkið tekur þá skynsamlegu afstöðu, að vilja ekki hverfa aftur til stor aukinnar tollverndar, heldur ein ungis „að staldra við". Á það hefur hins vegar verið bent, að á einstökum sviðum hafi verið um „dumping" að ræða hingað til lands, og auðvitað verður að gera sérstakar ráðstafanir í slíkum tilfellum. En erlendu samkeppn- ina má ekki hindra, enda er það því miður staðreynd, að sumar þær greinar iðnaðar, sem nú kvarta, hafa hvergi nærri fylgzt með tímanum og framleiðsla ekkert batnað áratugum saman. Nú er þessi iðnaður til neyddur að gera ráðstafanir til að bæta framleiðsluna vegna samkeppni erlendis frá, enda þótt raunar sé enn um mikla toUvernd að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.