Morgunblaðið - 11.03.1965, Side 6

Morgunblaðið - 11.03.1965, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. marz 1965 Fá þjálfun í vinnuhag- ræðingu á Norður- löndum Til starfa hjá hagsmunasam- tökum vínnumarkaðarins saekja okkur og komast í fyrstu snertingu við Sögueyjuna á hlaðinu framan við afgreiðslu Flugfélagsins — og síðan í aurn um á Njarðargötu, igera sér e.t.v. aðrar hugmyndir um borgina og landið en við ætlumst til. „ísland — dásemdaiand nátt úrunnar" auglýsir annað flug- félagið okkar erlendis. Hitt aug lýsir: „ísland — síðasta uppgötv un ferðamannsins" — og það er ekki ólíklegt, að ýmsir þurfi ekki að fara lengra en á Njarð- angötuna til að uppgötva eitt- hvað. • TAKA ÁSTFÓSTRI VIÐ BÍLINN Og það er heldur ekki laust við að maður finni til með bíln um, þegar hann hjakkar í djúp um holum eða atast aur. Það er. SJÖ ÍSLENDINGAR dveljast í vetur í Noregi, þar sem þeir fá þjálfun í vinnuhagræðingu. Seint í þessum mánuði fara þeir til Danmerkur, þar sem þeir sitja námskeið og kynnast samskonar málum þar í landi og e. t. v. einn ig til Svíþjóðar, áður en þeir koma heim, þar sem hver um sig tekur til starfa við ráðgefandi störf hjá vinnuveitenda- eða verkalýðssamtökum. Mbl. leitaði nánari upplýsinga um þetta hjá Sveini Björnssyni, framkvæmdastjóra Iðnaðarmála stofnunarinnar, en hann hefur komið á og annast skipulagningu á þessari þjálfun manna fyrir hagsmunasamtök vinnumarkaðs- ins, en ríkið hefur styrkt það með fjárframlögum. Sagði hann, að til þessa hefðu verið ráðnir ungir menn, sem mundu starfa á vegum 7 aðila að þjálfun lokinni, þ.e. hjá Vinnu- veitendasambandi íslands, Al- þýðusambandinu, Félagi ísl. iðn rekenda, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna í Reykjavík, Iðju félagi verksmiðjufólks og Verkamannasambandi íslands. Fóru þeir til Noregs í haust og hafa fengið þar þjálfun á vegum Statens technologisk Institut og notið hagnýtrar æfingar hjá fyrir tækjum. 26. marz munu piltarn- ir 7 koma til Danmerkur, þar sem þeir sækja 3 námskeið og kynn ast starfsemi á vinnumarkaðin- um, og hugsanlegt er að þeir fari einnig til Svíþjóðar og kynn ist því sama þar. Áformað er að piltarnir komi heim fyrri hluta maí og verði á námskeiði hér út maímánuð. Að því búnu taki þeir til starfa við vinnuhagræðingu hver hjá sínum samtökum, annist fræðslustarf- semi, vinni að kerfisbundnu starfsmati eða því sem bezt á við hjá hverjum aðila um sig. Voldimor Björnsson flylur uðol- ræðn í ufmællshófi íslenzk- nmerískn félngslns ÍSLENZK-AMERÍSKA félagið varð 25 ára í janúar sl. f tilefni af því verður haldinn hátíðar- fundur að Hótel Sögu sunnudag- inn 21. þ. m. og hefst hann stund víslega kl. 8:30 e. h. Aðalræðu- maður kvöldsins verður herra Valdimar Björnsson, fjármálaráð herra Minnesota-ríkis, sem kem- ur hingað til lands í boði félags- ins ásamt konu sinni, af þessu tilefni. Viðstaddir verða forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, sem átti sæti í fyrstu stjórn félagsins, sendiherra Bandaríkj- anna, herra James K. Penfield, og væntanlega fyrrverandi for- menn félagsins. Að loknum ræðum núverandi formanns, dr. Benjamíns Eiríks- sonar, bankastjóra, og herra Valdimars Björnssonar, ráð- herra, verður dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Þess er vænzt að félagsmenn fjölmenni og taki með sér gesti. Aðgöngumiðar kosta kr. 100,00 og verða afhentir í skrifstofu Konráðs Axelssonar & Co. hf., Vesturgötu 10, og Ferðaskrifstof- unni Sögu, IngólfsstrætL — (Frá Íslenzk-ameríska félaginu). Hnlnnrbnm- kvæmdii n Eskifiiði Myndin er af fyrsta hluta hafn armannvirkjanna á Eskifirði. Talið er að 8 milljónir króna séu komnar í höfnina nú, en áætlaður kostnaður við fyrsta áfangann er 12 millj. kr. Nú er verið að grafa upp úr dokk og fyrir framan aðalbryggj- una. Einnig er unnið að upp- fyllingu fyrir ofan bryggjuna. Þarna við höfnina verður mikið athafnasvæði og um- sóknir þegar farnar að berast . um aðstöðu fyrir síldarsöltun, I fiskvinnslu og olíuafgreiðslu. Yfirumsjón með verkinu hef- í ur vita- og hafnarmálaskrif- stofan. Teikningin er eftir Aðalstein Júlíusson, vita- málastjóra. — Verkstjóri er Andrés Árnason frá Reykja- vík. Ætlunin er að fyrsta á- fanga mannvirkjanna verði lokið snemma í vor. Valdimar Björnsson. SnerS vSð með óðan skipverja SL. laugardag varð togari, sem nýlega hafði lagt úr höfn í Reykjavík, að snúa til lands vegna þess að einn skipverja gekk berserksgang um borð. — Hafði maðurinn hent öllum fatn aði sínum fyrir borð svo og öll- um kaffibirgðum skipsins. Þegar skipsfélagar hans reyndu að róa hann, dró hann fram sveðju og gerði sig líklegan til að ráðast á þá. Einnig vann hann nokkur spjöll á matsal skipsins. Þegar í land kom, var hinn óði maður fenginn lögreglunni í hendur. Gaf hann þá skýringu á fram- ferði sínu, að sig hefði gripið óstjórnleg löngun til að komast í land aftur, og því viljað með þessu neyða skipstjórann til þess að snúa við. IMýtl sjókort og breytt sigEisiga- merki Vitamálastjóri hefur geffð út tilkynningu um nýtt sjókort yfir suðausturströndina frá Hlöðu að Hvanney í mælikvarðanum 1: 100.000. Er það kort nr. 12. Þá er tilkynnt breyting á dönsk um siglingamerkjum, sem kemur til framkvæmda í vor í samræmi við samkomulag, sem gert var í september 1962 milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um samræmingu í garð og nobk- un sjómerkja við afmörkun sigl- ingaleiða þessara landa. Er smá- ritið „Afmærking í Danska Farvande gældende frá Foraret 1965“ til sölu í sjókortasölu vita málaskrifstofunnar. • „SÍÐASTA UPPGÖTV UNIN“ í fyrrakvöld ók ég Njarðar götuna út á flugvöll, Flugfélags megin. Minnstu munaði að ég festi bílinn í aurnum á miðri götunni og satt að segja held ég að betra sé að loka þessari götu þegar svona viðrar, beina um- ferðinni um Suðurgötu, fremur en að láta bílstjóra ösla eftir Nj arðargötunni. Við tölum mikið um land- kynningu og við gerum eitt og annað til þess að fegra borg- ina, auðvitað ekki eingöngu vegna aðkomumanna — heldur fyrst og fremst vegna borgar- búa sjálfra. Og fegrunarstarfið í bonginni hefur gengið vel og það er verulega skemmtilegt að fylgjast með því. En ferðamenn, sem heim- erfitt að halda bílum sínum si- hreinum hér á íslandi. Til þess þarf mikla natni og umhyggju. Þeir, sem ætla sér að halda bíl- sínum hreinum í veðráttu eins og hér hefur verið að undan- förnu, hafa nóg að gera í frí- stundunum. En sumir telja það ekki eftir sér að vera stöðugt að fægja og þvo bíl sinn — og þess eru víst fjölmörg dæmi, að menn taki ástfóstri við bíl sinn. Slíkir tala meira um bílinn en allt annað, eru stöðugt að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeirra bíll sé sá bezti fáanlegi — og fyrir þeim er bíll inn ekki dauður hlutur, heldur lifandi vera — eða því sem næst. • STERK RÖK Enskur blaðamaður tók þetta mál til umræðu í blaði sinu á dögunum og hélt þvi fram, að mörgum bíleigendum þætti vænna um bilinn sinn en eiginkonuna. BBC-sjónvarpið, sem alltaf er lifandi og skemmti legt, notaði tækifærið og sendi einn fréttamanna út af örkinni til þess að kanna málið meðal bíleiganda sjálfra. Þeir voru valdir af handa- hófi þar sem þeir stöðvuðu bil sinn við igangstéttir á götum Lundúna. Af f jórum, sem spurð ir voru, svöruðu tveir afdráttar laust, að þeim þætti vænna um konu sína en bílinn — þrátt fyr- ir allt. Sá þriðji var á báðum áttum, en sagðist loks elska kon una sína meira en bílinn þótt hann væri greinilega ekki viss um það. Sá fjórði brosti og sagðist viðurkenna það fúslega að hon- um þætti vænna um bílinn sinn en konuna — einfaldlega vegna þess, að hann gæti hvenær sem væri selt bílinn sinn og fengið sér annan nýjan. 6 v 12 v BO SC H háspennukefli i alla bíla BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.