Morgunblaðið - 11.03.1965, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 11. marz 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 3.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 3. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
MENNTAMENNIRNIR
OG ÞJÓÐIN
\ sambandi við frumvarp til
nýrra læknaskipunarlaga,
sem nú liggur fyrir Alþingi,
hefur nokkuð verið rætt um
stuðning þjóðarinnar við
menntamenn sína yfirleitt.
Bjarni Benediktsson, forsæt-
isráðherra, benti m.a. á það,
að með námsstyrkjum, náms
lánum og ókeypis kennslu við
has;kólann hér, væri betur
greitt fyrir námsmönnum á
íslandi en í flestum öðrum
Iðndum. Kvaðst forsætisráð-
herra þess fullviss að hlut-
laus rannsókn mundi ótví-
rætt leiða þetta í ljós.
Þegar á þetta er litið, hljóta
Islendingar að gera þá kröfu
i hendur menntamönnum
sínum, að þeir skilji þörf
þjóðarinnar fyrir starfskrafta
þeirra að námi loknu. Hef-
ur. þetta sérstaklega borizt í
tal vegna þess, að mikill
fjöldi íslenzkra mennta-
manna hefur á síðustu árum
hafið störf erlendis. Er hér
fyrst og fremst um að ræða
lækna, verkfræðinga og ýmsa
aðra vísindalega menntaða
menn. Munu nú t.d. dvelja
erlendis milli 80 og 90 læknar,
á sama tíma sem tilfinnanleg-
ur læknaskortur ríkir hér á
landi. Það er vitanlega sjálf-
sagt og eðlilegt, að íslenzkir
læknar stundi framhaldsnám
erlendis til þess að búa sig
sem bezt undir lífsstarf sitt
og fylgjast með í þeim miklu
framförum, sem stöðugt
verða á sviði læknisfræðinn-
ar. Það er líka mannlegt, að
hinir ungu menntamenn líti
hýru auga til embætta í ná-
grannalöndum okkar, þar
sem störf vísindamanna eru
víða betur launuð en hér á
landi, En hitt er líka stað-
reynd, sem forsætisráðherra
vakti athygli á, að hið ís-
lenzka þjóðfélag hefur gert
svo vel við hina ungu mennta
menn, hjálpað þeim svo mik-
ið við nám þeirra, að það á
einnig nokkurn rétt til starfs
krafta þeirra að námi loknu.
Nú er lagt til í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar til nýrra
læknaskipunarlaga, að tekin
verði upp ríkislán til handa
læknastúdentum, gegn skuld
bindingu þeirra um að þjóna
læknishéraði um nokkurn
tíma að námi loknu. Einnig
þetta mun fela í sér stórauk-
inn stuðning af hálfu þjóðfé-
lagsins við hina ungu lækna.
Vonandi á það sinn þátt í því
að greiða úr héraðslækna-
skortinum og bæta heilbrigð-
isþjónustu við þúsundir
manna í landinu.
Sannleikurinn er sá, að
fullkomin heilbrigðisþjón-
usta telst í dag til frumskil-
yrða þess, að almenningur
geti búið við öryggi og lifað
hamingjusömu lífi, hvar sem
er á landinu. Það er fráleitt
að fólk uni þar búsetu, sem
ekki er kostur á læknishjálp
þegar þörf gerist.
íslenzkir menntamenn hafa
alltaf unnið töluvert fyrir
námskostnaði sínum, þótt hið
opinbera veiti þeim veruleg-
an stuðning og góða aðstöðu
til þess að stunda nám. Þessi
sumarvinna menntamann-
anna er að ýmsu leyti mjög
æskileg. Hún er holl fyrir þá
sjálfa og hún treystir tengsl
þeirra við þjóð þeirra.
Er óhætt að fullyrða að
hún sé mikilvægur þáttur í
uppeldi hinna ungu mennta-
manna.
Það þarf ekki að vorkenna
neinum, hvorki menntamönn
um né öðrum það þó þeir
þurfi að vinna. — Hófleg
vinna er öllum holl. Það er
eitt af aðalsmerkjum hins fá-
menna íslenzka þjóðfélags, að
embættismenn þess og
menntamenn hafa flestir tek-
ið þátt í skapandi starfi í þágu
bjargræðisvega þess. Þeir
hafa unnið á sjó og landi og
öðlazt nána þekkingu á störf-
um og baráttu fólksins í sveit
og við sjó. Þetta er vissulega
vel farið og það er rétt, sem
forsætisráðherra sagði, að
það væri mikil atfurför ef
menntamennirnir hættu að
taka þátt í þessum störfum.
Kjarni málsins er, að ís-
lenzka þjóðin vill gera vel
við menntamenn sína. Hún
leggur í dag vaxandi áherzlu
á eflingu hverskonar vísinda.
Þess vegna verða mennta-
mennirnir að skilja þarfir
þjóðar sinnar, þrátt fyrir það
þótt allur heimurinn standi
þeim opinn að námi loknu,
og að sums staðar kunni að
bjóðast betri kjör heldur en í
heimalandinu, sem hefur
stutt þá með ráðum og dáð af
takmörkuðum efnum til þess
að öðlast mikilvæga þekk-
ingu og undirbúning undir
lífið.
„SAMSTAÐA UM-
BÓTAMANNA"
Ifíinir svokölluðu vinstri
11 flokkar hafa oft og ein-
att valið sér nafnið „umbóta-
flokkar“. Síðast í gær birtir
Tíminn forustugrein undir
ysj
UTAN ÚR HEIMI
Harðar deilur um meintar raf-
segullækningar krabbameins
frönsku Vísiitda-akadem*
luntfti
MIKLAR DEILUR urðu með-
a( vtsindamanna á fundi
frönsku vísindaakademíunnar
nú fyrir skömmu, er þar voru
til umræðu tilraunir sem gerð
ar haía verið til að lækna
krahbamein með rafsegulöld-
um. Frægur sérfræðingur í
krabbameinsrannsóknum próf.
Antonie Laeassagne, forseti
samtaka þeirra er berjast
gegn krabbameini, dró i efa
gildi tilraunanna, árangur
þann sem náðst hefði (*< „hu<s
unarlausan“ fréttaburð um
þær. Kvaðst hann jafnvel ótt-
ast, að hávaðafréttir um til-
raunir þessar, sem væru ekki
annað en tilraunir, myndu ef
til vill ýta undir sjúklinga að
hlaupa frá læknum sínum t»<
úr sjúkrahúsunum, sem þeir
væru á, til þess að falast eftir
meðhöndlun með rafsegulöld-
um.
Fundir hinnar aldagömlu
og virðulegu frönsku vísinda-
akademíu, sem nú er 299 ára
og telur innan sina vébanda
helztu vísindamenn landsins á
hverjum tíma, fara yfirieitt
fram með stakri kurt og pí og
það ber ekki oft við að al-
menningur sýni á þeim mik-
inn áhuga. En þennan fund
sótti fjöldi forvitinna Frakka
og blaðamenn og ljósmyndar-
ar börðust um sæti á hörðum
bekkjum hályftra ag viðar-
klæddra húsakynna Akademi-
unnar við Quai Conti.
Og af því stafaði þessi
mikli oig almenni áhugi, að
von var á þriðju skýrslunni
um tilraunir þær, sem gerðar
hafa verið með rafsegulöldu
til lækninga á krabbameini.
Fyrri skýrslurnar tvær, sem
áður voru afhentar Vísinda-
akademíunni voru birtar laust
fyrir mánaðarmótin febrúar-
marz, og mikið um þær skrif
að í mörg frönsk blöð.
Skýrslur þessar greina frá
tilraunum með krabbameins-
lækningar, sem unnið er að á
rannsóknarstöð skammt frá
Bordeaux, rekinni fyrir einka-
fé. Fyrir rannsóknunum stend
ur ítalskur rafmagnsyerk-
fræðingur Antonie Priore.
Samkvæmt skýrslunum sem
taka til rannsókna Pri-
or’s undangengið ár reynd-
ust krabbameinsæxli, sem
ræktuð höfðu verið í rott-
um, hjaðna og ræturnar lækn-
ast, ef æxlin fengju rafsegul-
öldumeðhöndlun í 10 til 90
mínútur á degi hverjum í
þrjár til fimm vikur, ýmist
hátíðniöldur eða lágtíðni.
Rottur með áþekk æxli, sem
ekki fengu þessa meðhöndlun,
dóu innan tíðar.
Réttar niðurstöður tilraun-
anna staðfesta ýmsir franskir
vtsindamenn, þar á meðal poó-
fessor Maurice Guárin, for-
stöðumaður rannsókna við
Vísindarannsóknastofnun rík-
isins. Margir vísindamenn erti
þó andvígir M. Priore og þess-
um tilraunum hans og m.a.
vegna neikvæðs vitnisburðar
þeirra var honum neitað um
2 milljón dala lán til rann-
sóknanna fyrir nokkrum árurn.
í hópi þessara andstæðinga
Priore’s erú ýmsir vísinda-
menn í Bordeaux og nágrenni
og forstöðumaður Curie-
stofnunarinnar. Annar hópur
vísindamanna er þeirrar skoð-
unar „að þessar tilraunir .séu
ekki ábyngar eða í fullri al-
vöru gerðar“.
Margir vísindamenn hafa
einnig mjög á móti því að
gerðar séu tilraunir með rækt-
uð æxli og segja að ræktunin
skapi sérstakar aðstæður í
líkama þess sem fyrir henni
verður og örinur andsvör og
igeti það breytt raiklu um nið-
urstöður tilrauna. Segja þeir
tilraunir með meðhöndlun
„æxla sem koma fram af eigin
hvötum“ ólíkt áreiðanlegri.
Prófessor Robert Courrier,
helzti talsmaður Priores og
tilrauna hans á vettvangi Vís-
indaakademíunnar, tilkynnti
á þessum fundi hennar, að þeg-
ar væru hafnar tilraunir með
meðhöndlun sjálfmyndaðra
æxla og sagði þær spá góðu
um endanlegar niðurstöður
rannsóknanna.
fyrirsögninni „Samstaða um-
bótamanna“.
Allt er þetta hjal ákaflega
yfirborðslegt. Vinstri flokk-
arnir sögðu íslendingum einu
sinni, að aðeins vinstri stjórn
gæti stjórnað íslandi með
hagsmuni alls almennings
fyrir augum. Um þetta var
hjalað árum saman. Svo kom
loks að því, að vinstri stjórn
var mynduð og „samstaða
umbótamanna“ þar með sköp
uð. En hvernig reyndist þessi
stjórn „umbótamanna“ ís-
lenzkum almenningi?
Það er óþarfi að rifja þá
sögu upp. Hún er öllum lands
mönnum í fersku minni.
Vinstri stjórnin var versta og
óhagkvæmasta stjórn, sem
nokkurn tíma hefur setið á
íslandi. Niðurstaðan varð
líka sú, að það voru verka-
lýðssamtökin sem felldu
hana.
Nú segja höfuðmálgögn
Framsóknarflokksins, að í
raun og veru skorti það eitt
á pólitíska gæfu íslendinga,
að allir „umbótamenn“ sam-
einist innan Framsóknar-
flokksins. Svona víður er
faðmur gömlu maddömu í
dag! Nú talar Framsókn ekki
um nauðsyn vinstri stjórnar.
Hún áræðír það ekki vegna
reynslunar af síðustu stjórn
„umbótaaflanna“. Þá er grip-
ið til þess úrræðis, að bjóða
öllum „vinstri mönnum“ í
Framsóknarflokkinn. En er
líklegt að að því hlytist mik-
il gæfa?
Sannarlega ekki. Frámsókn
arflokkurinn er í dag henti-
stefnusinnaður afturhalds-
flokkur í náinni samvinnu við
kommúnista.
Aldrei var þvt um Álftanes
spáð, að ættjörðin frelsaðist
þar, var einu sinni sagt, þeg-
ar erlent vald hafði bæki-
stöðvar á Álftanesi. Svipað
má segja um þessa nýjustu'
veiðibrellu Framsóknar. —
Þorri íslendinga mun aldrei
festa trúnað á það, að ætt-
jörðin frelsist, eða að henni
skapist heilbrigt stjórnarfar
þótt Framsóknarmönnum
tækist að breiða nýja sauðar-
gæru yfir samstarf hinna
sundurlausu og úrræðalausu
vinstri afla.
Söngleikurinn StöðviS heiminn h«fur nú rerið sýndur í4 sinn-
urn t Þjöðleikhúsinu, o$ eru nú aðeins eftir örfáar sýningar á
leiknum. Aðalhlutverkin eru sem kunnugt er leikin aX Völu
KrLstjánsson «>< Bessa Bjarnasyni, <*g er myndin ai þeim í hlut-
vérkum sinum.