Morgunblaðið - 11.03.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 11.03.1965, Síða 15
Fimmtudagur 11. marz 1965 MORGUNBIAÐIB 15 Hfællngar EðiIsfræDislofiiunari nnac nin fer minnkandi misvísun áttavita breytist hægt Segulsviðið yí'r íslandi kortlagt t YFIRLITI sem Þorbjörn Sigur- jeirsson, prófessor, het'ur gert um starfsemi Eðlisfræðistofnunar Háskólans í árinu 1964, sogir m.a. frá mælingum á geislavirk- um efnum í úrkomu og ryki, sem at'tur hafa farið minnkandi siðan í ársbyrjun 1963 og í mjólk og kjöti, sem sýna að mengun mjólk- ur hefur farið vaxandi síðan 1961 ug er helmingi meiri sunnan- og vestanlands en norðan- og austan. Þar segir ennfremur frá rennslis mælingum stofnunarinnar og þunigahlutfallsmælingum á vatni, frá segulmælingum á Suðurlands undirlendi og fyrirhuguðum seg- ulmælingum yfir öllu landinu, sem fara eiga fram næsta sumar á vegum Dominion Observatory í Kanada o.fl. Fer yfirlit Þorbjarn- ar hér á eftir: Allt frá því að Eðlisfræðistofn- un Háskólans tók til starfa á ár- inu 1958 hefur starfsemin aukizt jafnt og þétt frá ári til árs. Síðast liðið ár unnu við stofnunina auk fnín 3 sérfræðingar: Bragi Árna- son efnafræðingur, Páll Theo- dórsson eðlisfræðingur og dr. Þorsteinn Sæmundssson stjörnu- fræðingur, og aðstoðarfólk var álls 5 talsins. Auk þess unnu þar allmargir stúdentar í skólafríum sínum, en flestir þeirra stunda eðiisfræðinám við erlenda há- skóla. Flest þeirra viðfangsefna, sem unnið er að á stofnuninni, standa í einhverju sambandi við jarð- eðlisfræði. Síðastliðið ár var þannig haldið áfram mælingum á geislavirkum efnum í úrkomu og ryki loftsins, en þær mælingar ,hafa staðið samfleytt síðan árið 1958. Hér er um að ræða geisla- virk efni, sem myndast í kjarn- ©rkusprengingum, og reyndist magn þeirra sérstaklega mikið fyrri part ársins 1959, siðan aftur í ársbyrjun 1962 og enn í ársbyrj- un 1963, en síðan hefur það far- ið minkandi og er nú um 1/20 af því sem það var þegar mest var á áðurnefndum þrem tímabilum. Hafnar voru mælingar á geisla virkum efnum í matvælum, eink um mjólk og kjöti. Hér er um að ræða mælingar á tveim geisla virkum efnum, Strontium-90 og Caesium-137, sem bæði myndast í kjarnorkusprengingum. Nokkuð hefur verið mælt af gömlum þurrmjólkursýnishornum frá Mjólkurbúi Flóamanna og frá Mjólkurbúinu á Blönduósi, allt frá árinu 1961, og sýna niður- stöðurnar að mengun mjólkur hefur farið vaxandi allan þennan tima. Ennfremur kemur í Ijós að sunnan- og vestanlands er meng- unin um helmingi meiri en norð- an og austanlands. Tritiummælingar hafa farið fram á vegum stofnunarinnar undanfarin tvö ár. Tritium er þrí þungur vetnisísótópur, sem er geislavirkur og helmingast á 12 árum. Efni þetta myndast í loft- 'hjúp jarðarinnar fyrir áhrif geim geislanna og er því örlítið af því í allri úrkomu, en á seinni árum hefur aðaluppspretta þess verið vetnissprengjur. Mæld hafa verið vatnssýnis- horn, sem tekin voru allt frá því á árinu 1960 og er þar um að ræða sýnishorn af úrkomu, úr köldum lindum, heitum upp- sprettum oig borholum. Niðurstöð ur mælinga á úrkomusýnishorn- um sýna verulega aukningu á tritium á árinu 1962, en langmest er níagnið á árinu 1963 þegar tritiummagn úrkomunnar verður mörg þúsund sinnum meira en það sem stafar frá hinni náttúru legu framteiðslu geimgeislanna. Mælingar þessar eru gerðar i því skyni að afla upplýsinga um geymslutima vatnsins neðanjarð- ar og blöndun þess með yfirborðs vatni. Sem dæmi um tritiuminni- hald í köldum uppsprettum má nefna, að veruleg hækkun kom fyrst fram í Gvendarbrunnum við Reykjavík seint á árinu 1963, en í Vellankötlu á Þingvöllum ekki fyrr en seint á árinu 1964. Sýnir þetta mismunandi aldur vatnsins í þessum uppsprettum. I heitum uppsprettum og bor- holum fyrir heitt vatn hefur hækkunar yfirleitt ekki orðið vart ennþá. Rennslismælingar á vatni Haldið var áfram tilraunum með rennslismælingar í ám með íblöndun geislavirkra efna. Eink um var lögð áherzla á mælingar á rennsli Þjórsár og gáfu þær góða raun, þar sem staðhættir voru hagstæðir. Nokkuð var reynt að kanna neðanjarðarrennsli heita vatnsins í Reykjavík með því að dæla geLslavirku efni niður í borholur. Tilraunir þessar eru enn á byrj- unarstigi, en þó hefur tekizt að éndurheimta nokkuð af efninu úr nærliggjandi holum. Slíkar til- raunir geta vonandi gefið upp- lýsingar um samband milli bor- hola, rennslisstefnu og rennslis- hraða hins heita grunnvatns. Til að afla frekari upplýsinga um hegðun grunnvatnsins held- ur en fást með tritiummælingar og ísótópatilraunum, er einnig mælt hlutfallið á milli hinna tveggja stöðúgu ísótópa vetnisins, eða þungavatnshlutfallið. Mæling ar þessar eru framkvæmdar með tæki, sem nefnist massaspektro meter. Þær hófust seint á árinu 1963, en þegar hafa verið mæld yfir 500 sýnishorn. Hér er um að ræða úrkomu á ýmsum stöðum og vatn úr ám og lækjum, köldum lindum, heitum uppsprettum og borholum víðsvegar um landið Þessar mælingar gefa oft til kynna mismunandi uppruna upp- sprettuvatns, sem upp kemur á svipuðum slóðum. Þannig er sam setning heitavatnsins, sem upp kemur í Reykjavík, frábrugðin vatninu í Gvendarbrunnum, en l'íkist yfirborðsvatni á SV hluta hálendisins. Yfirleitt er innihald úrkomunar af þungu vatni hæst út við ströndina, en lægst um mið bik landsins, og má af þvi oft draga nokkrar ályktanir um leið þá, sem hið heita jarðvatn streym ir neðanjarðar. Kortlagnipg segulsvæðisins Segulmælingar hafa verið stundaðar við Eðlisfræðistofnun Háskólans allt frá stofnun henn- ar. Segulmælingastöðin við Leir vog í Mosfellssveit hefur gengið samfellt frá því á árinu 1957 og er þar um að ræða mjög viða- mikla gagnasöfnun með sjálfrit- andi tækjuna. Töluleg úrvinnsla þessara gagna hafði dregizt mjög aftur úr, en undanfarin tvö ár hefur tekizt að kippa þessu í lag Við úrvinnslu þessa kemur hinn nýi rafreiknir háskólans að miklu gagni. Sem dæmi um niðurstöður af þessum mælingum má geta þess að vestlæg misvísun áttavitans virðist breytast mun hægar en ætl 'að var. Á árunum 1957-1961 hef- ur hún minnkað að meðaltati um 6 bogamínútur á ári. Nokkuð var gert af segulmæt- ingum úti um land, en auk þess Þorbjörn Sigurgeirsson. hefur bandaríski flotinn gert yf- irgripsmiklar mæ /.gar úr flug- vél ®g kortlagt segulsviðið yfir miklum hluta Suðurlandsundir- lendis allt austur á Mýrdalsjökul og langt út á haf, en sú mæling var gerð í sambandi við rann- sóknir á gosinu í Surtsey. Þá skal þess getið, að næsta sumar er væntanleg hingað flug- vél frá Dominion Observatory í Kanada, sem gera mun segul- mælingar yfir öllu landinu. Mæl- ingar þessar eru kostaðar af Dom inion Observatory en fara fram samkvæmt ósk Eðlisfræðistofn unar Háskólans. Á fyrstu árum Eðlisfræðistofn- unarinnar var smíðaður prótón- segulmælir, sem nú er í stöðugri notkun á segulmælingastöðinni. Á sl. ári var unnið að smiði nýs segulmælingatækis, sem einnig byggist á snúningi prótóna, eða vetniskjarna, í segulsviði jarðar, en þeirri smíði er ekki enn að fullú lokið. Norðurljósarannsóknir Fyrir tveim árum bættust norð urljósarannsóknir við verkefni þau, sem unnið er að við Eðlis- fræðistofnunina. Á Rjúpnahæð við Reykjavík er myndavél, sem tékur mynd af öllu himinhvolf- inu á mínútu fresti allar nætur þegar heiðskírt er, og aðra myndavél er verið að setja upp austur á Fljótsdalshéraði. Auk þess eru norðurljós athuguð af áhugamönnum víðsvegar um land ið sem senda skýrslur til Eðlis- t'ræðistofnunarinnar. Einnig hafa íslenzkir flugmenn tekið að sér að safna upplýsingum um norður ljós. Norðurljósarannsóknir heyra til hálofta- eða jónósferurann- sókna og eru því nátengdar segul truflunum. Á þessu sviði eru frekari rannsóknir í undirbún- ingi. Þannig er nú verið að koma fyrir í segulmælingastöðinni mót tökutækjum fyrir útvarpsbylgjur sem berast utan úr himingeimn- um, en bylgjur þessar gefa upp- lýsingar um jónunarástand efnis þess, sem þær fara í gegnum í háloftunum . SI. sumar gerði franskur leið- angur háloftamælingar með eld- flaugum, sem skotið var frá suð- urströndinni, og naut aðstoðar Eðlisfræðistofnunarinnar við að velja hagstæðan tíma fyrir mael- ingarnar. Tilraun þessi gaf mjög athyglisverðar upplýsingar um hegðun prótóna og elektróna í liá- loftunum og verður væntanlega endurtekin næsta sumar, einnig í samvinnu við Eðlisfræðistofn- unina. Bergsegulmælingar í samvinnu við brezkan leið- angur var á sl. sumri safnað miklu af sýnishornum til berg- segulmælinga. Safnað var á Hval fjarðarsvæðinu, í Borgarfirði og þó einkum á Austfjörðum. Þann- ig var safnað tveim sýnishornum úr hverju hraunlagi allt austur frá Norðfjarðarnýpu og upp á Fljótsdalshérað. Úrvinnsla er enn þá skammt á veg komin, en sýn- ishornatöku verður haldið áfram næsta sumar. Loks skal þess getið að nokkuð hefur verið unnið að rannsókn- um í sambandi við Surtse.yj ar- gosið. Er þar einkum um að ræða segulmælingar, hitamælíngar í hrauni og ísótópamælingar á gasi því, sem upp kemur með hraun- kvikunni. Á þessu ári verður Eðtisfræði- stofnun Háskólans væntanlega flutt í hús Raunvísindastofnunar Háskólans sem er í smíðum ®g mun hún síðan starfa sem deild innan RaunvísindastofnunariiMi- ar. UM BÆKUR Horft á Reykjavík Árni Óla: HORFT Á REYKJA- VÍK, sögukaflar. 401 bls. — ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík 1963. SAGA Reykjavíkur er sá kapi- tuli þjóðarsögunnar, sem helzt líkist ævintýri. I þeim kafla er allt með ólikindum, einkum ef fortíð þjóðarinnar er í huga höfð. Þeir, sem nú eru komnir á efri ár og muna síðustu aldamót, hafa fylgzt með ævintýralegri upp- byggingu, horft á hana gerast. Mér þykir ólíklegt, að marga hafi órað fyrir því við lok nítj- ándu aldar, að bærinn, sem þá var ekki annað en sjávarpláss og aðsetur fáeinna embættismanna, mundi vaxa upp í stórborg á næstu sex til sjö áratugum, stór- borg, sem teldi talsvert fleiri íbúa en allir landsmenn töldust um aldamót. Árna Óla hefur lifað þetta ævintýr og lifað sig inn í það, eins og sagt er. Og það sem meira er — hann hefur verið flestum mönnum ötulli að skrá það á bækur, til að unga kyn- slóðin og síðari kynslóðir mættu einnig hafa af því fróðleik og dægrastytting. k Reykjavík er nú orðin borg. Áður var hún „bærinn". Og það var svo sem engin reisn yfir þeim bæ: Lágkúruleg og fátæk- leg timburhús, í fyrstunni bikuð og drungaleg, síðar bárujárn- Árni Óla. klædd; ömurlegir torfbæir og síðar steinbæir, þar sem nægju- samir tómthúsmenn drógu fram lifið með skylduliði sínu; þröng- ar og hlykkjóttar moldargötur, sem voru einn rykmökkur í þurrastormum og samfellt svað í blotum; breidd gatnanna mið- uð við, „að hestar með þorsk- hausaklyfjar gæti > komizt þár hver fram hjá öðrum.“ Þannig var bærinn. Yngri kynslóðin, einkum sá hluti hennar, sem flutzt héfur tii borgarinnar síðustu áratug- ina, hefur litlar taugar til þessa gamla bæjar.' Gömlu húsin eru fyrir hennar sjónum hvorki meira né minna en gömul og hrörleg hús, sem lokið hafa sínu lítilfjörlega hlut- verki. Einu gildir, hvort þar hef- ur búið einhver Jensen eða Thomsen endur fyrir löngu. Unga fólkið óskar þessum gömlu minnismerkjum fátæktar og vanefna norður og niður. Það vill hafa há hús og breiðar göt- ur, svo öllum skiljist, að hér sé raunveruleg höfuðborg, en ekki einhver óskilgreinanlegur „bær“, sem orðið hafi til fyrir einhverja slembilukku forsjónarinnar. En gömlu Reykvíkingarnir líta öðrum augum á hlutina. Þeim er ekki alveg sama um litlu timb- urhúsin, þar sem Jensen eða Thomsen háðu sína lífsbaráttu. í þeirra vitund hefur „bærinn" fyrst og fremst minninga- og minjagildi. Eldri húsin í Miðbænum, sem mörg hver eru svo vegglág, að maður getur næstum seilzt upp í þakskeggið, vekja þægilegar endurminningar í brjóstum þess fólks, sem lifði sína glöðu æsku- daga í gömlu Reykjavík. Það tekur sárt að sjá á bak þessum minjum. Vafasamt er, að gamla Reykja- vík hafi getað talizt tilkomu- meiri en aðrir kaupstaðir á land- inu, sem byggðust upp nokkurn veginn samtímis henni. Það er hinn hraði vöxtur henn- ar á síðustu áratugum og vegur hennar sem höfuðborgar, sem gerir fortíð hennar svo merkilega og forvitnilega. í fyrstunni bygg- ist hún upp eins og hvert annað nýlenduþorp. Gömlu minjarnar eru því minjar um útlenda stjórn, vanefni, fátækt. Danskir embættismenn, kaup- menn og handverksmenn, sem réðust til starfa hér á landi, munu sjaldnast hafa hugsað sér að ílendast hér, þó svo yrði stundum. fsland var ekki annað en útkjálki víðlends ríkis í þeirra Frarmhatd á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.