Morgunblaðið - 11.03.1965, Side 16

Morgunblaðið - 11.03.1965, Side 16
16 UORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. marz 1965 Magnús Sveinsson frá Kirkfuboli í Staðardal í»AÐ hefur dregizt lengur hjá mér, heidur en ég ætlaði, að liveðja góðan vin minn og ná- •granna. Ekki mun hann þó reikna mér það til ávirðingar, enda ætlaði ég mér af vissri ástæðu nokkurn frest um þetta. Það fækkar nú óðum þeim mönnum og konum, sem komin voru á fullorðins ár og bjuggu í nágrenni við mig, þegar ég var að alast upp upp, sem barn og ungiingur. Ég get nú víst farið að telja á fingrum mér þá sem eftir lifa. Einn af þessum mönn- um sem ég man frá barnsaldri, var Magnús Sveinsson á Kirkju- bóii. Magnús var fæddur á Kirkjubóli 23. sept. 1890. Hann var sonur þeirra hjóna, Guðlaug- ar Magnúsdóttur, Magnússonar írá Reykjarfirði í Árneshrepp og Sveins Sveinssonar, Kristjánsson- ar frá Sunndal í Kaldrananes- hrepp. Þau hjón voru þá búend- ur á Kirkjubóli og var Magnús fjórða barn þeirra af níu börn- um sem þau eignuðust. Þau hjón, Guðlaug og Sveinn voru harðdugleg og áhugasöm um lífsafkomu sína og fjölskyldu sinnar. Mát’ti því segja að þeim farnaðist vel í búskap sínum eftir því sem þá gerðist. Annars voru árin fyrir og eftir síðustu aidamót mikil harðinda ár. Veður íar var hart, með miklu fann- fergi, hafís og grasbrest. Þetta bugaði margan mann og konu, bæði andlega og líkamlega. Víða í sveitum landsins var of þröngt um fólkið við þau búskaparskil- yrði er þá voru. Tví- og þríbýli var á mörgum jörðum, jörðum sem við nú köllum kot, og það eru þær í raun og veru án stórra aðgerða og umbóta. Veifirtgasfofa Sveins og Jóhanns Háaleitisveg 108 A tilkynnir: Seljum út smurt brauð; — Bacon og egg; skeinku og egg, alian daginn. — Kaffið hjá okkur er viðurkennt um alla borgina. Sími 36640. En Sveinn lézt snögglega árið 1904, aðeins 54 ára gamall. Ég kynntist því Sveini heitnum ekk ert og ég man hann ekki. Guð- laugu heitinni kynntist ég aftur á móti nokkuð og man hana frá uppvaxtarárum mínum. Hún dó árið 1921 hjá Magnúsi syni sín- um en hann var þá farinn að búa ! á Kirkjubóli. Guðlaug heitin var ein af þessum hljóðlátu og hjarta | hlýju konum, sem allt vildi bæta og öllu hjálpa til lífs og þroska. Hún var kjark og þrek kona, og hún sýndi mikinn dugnað, því hún kom öllum sínum börnum til fulls þroska og tók auk þess tvö börn til uppeldis. Allt var þetta án styrkja og aðstoðar, sem nú er svo mikið um. Slíkt var þá óþekkt fyrirbæri og átti þá raun ar langt í land. Eins og fyrr segir, þá lézt Sveinn faðir Magnúsar árið 1904, en þá var Magnús að.eins 14 ára gamail. Tveir eldri bræður hans voru þá a?. n.estu farnir að heim an og annar þeirra, Lýður, drukknaði þremur árum síðar. Anna systir Magnúsar, sem var eldri, var alltaf heima. Kom það því að mestu í hlut þeirra syst kina Magnúsar og önnu að ann- ast búskapinn með móður sinni. Vel mun hafa fallið á með þeim systkinum Magnúsi og önnu. Um hana talaði Magnús alltaf með sérstakri hlýju og virðingu. Var auðfundið að hann hafði sem unglingur litið upp til hennar, og hún verið honum hollráð í bús- áhyggjum unglingsáranna. Það var gæfa Guðlaugar hvað þau systkini voru samhent og einhuga um það að halda heim- ilinu saman og vinna allt sem þau máttu. En nú dró á ný ský fyrir sólu, í lífi fjölskyldunnar á Kirkjubóli. Anna lézt árið 1915 þá á bezta aldri, tæpiega þrítug, eftir nokkra vanheilsu. Hún var myndarleg og vel gefin stúlka. Þá lézt og um svipað leyti önnur dóttir Guðlaugar Svanborg að nafni, aðeins 13 ára gömul. — Nokkrum árum seinna lézt svo annar fóstursonur hennar, er þá var enn á barnsaldri. Á þessum árum var barna og ungmenna- dauði oft mikill. Berklaveikin var þá að verða all útbreidd og ennfremur var barnaveiki og lungnabólga oft miklir skaðvald- ar í hópi barna og ungraenna. Öllum þessum áföllum tók Guð- laug heitin með æðruleysi og stillingu. Hún sýndi þá sem fyrr hógværð og hetjulund. Hún bogn Húsgagnasmiður eða maður vanur innréttin^um óskast strax. Tilboð merkt: „Góð vinna — 7195“ sendist Mbi. Höfum verið beðnir að útvega Kðnaða: húsnæði til kaups eða leigu, 250—500 fermetra á jarðhæð, helzt í Múlahverfi. Vinsamlegast hafið samband við okkur varðandi frekari upplýsingar. FASTEIGNA- 0G LÖGFRÆÐISTOFAN LAU.GAVEGI 28tev^ími 19455 Gísli Theódórsson Fasteignaviðskiptj Heimasími 18832. TRELLEBORG Verð aði ekki en brotnaði seinna í bylnum stóra. Ég hefi hér að framan dvalið nokkuð við æskuheimili Magnús- ar, bernsku hans og uppeldi. Bernska og æska, heimili og um Overfi mótar manninn verulega, og mér finnst þessi æfihluti Magnúsar fegursti hlutinn í lífs- sögu hans. Menntun Magnúsar var venjuleg barnafræðsla eins og hún gerðist á þeim árum. Hún var þá ekki fjölbreytt og oft að mestu eða öllu heimafengin. Hann var svo auk þess á unglings árum nokkra mánuði á unglinga skóla, er þá var nýstofnaður á Heydalsá í Strandasýslu. Var hann einn af fyrstu unglingaskól úm sem stofnaðir voru í sveitum landsins. Styttri varð þó þessi skólavera hans heldur en hann hefði kosið, því bústörfin hjá móður hans kölluðu ástarfskrafta hans. Alltaf var hann þó þakk- látur fyrir þessa skólaveru og taldi sig hafa lært mikið af henni sem síöar hefði komið sér vel. Mest þakkaði hann Önnu heit- inni systur sinni tillitssemi um þetta, því hún hefði að nokrku lagt á sig sín störf svo að hann gæti farið þetta. Magnús va'r að upplagi vel gefinn, athugull og fróðleiksfús. Hann las alltaf mikið og fylgdist vel með. Hann var því mikið sjálfmenntaður og var einn af þeim sem lærði á meðan hann lifði. Magnús hóf búskap á Kirkju- bóli árið 1916. Hann bjó fyrstu árin með móður sína fyrir ráðs- konu, en gekk þó fljótlega að eiga Þorbjörgu Árnadóttir, Jóns sonar frá Fitjum í Hrófbergs- hrepp. Þau hjón bjuggu svo á Kirkjubóli til ársins 1917, en þá hættu þau búskap. Fluttu þau þá að Dangsnesi í Kaldrananes- hrepp. Þar gerðist Magnús verk- stjóri við Hraðfrystihús Krist- jáns Einarssonar og starfaði við það í tvö ár. Árið 1949 flytja þau hjón svo til Hólmavíkur og eiga þar heima þar til á s.l. hausti. Þegar Magnús hætti búskap á Kirkjubóli voru börn hans öll farin að heiman nema það yngsta unglingsstúlka. Sjálfur var hann þá orðinn þreyttur og slitinn af löngu erfiði allt frá bernsku og auk þess var kona hans ekki heilsuhraust. Hann hafði þá bú- ið þar sjálfur í 31 ár og sem fyrirvinna með móður sinni í 12 ár. í búskap sínum keypti hann jörðina og byggði öll hús upp á henni. Hann ræktaði og nokkuð. Hann bjó aldrei stóru búi en arð- sömu, var fjárræktarmaður og fór vel með skepnur. Hann var og lengst af í tvíbýli með bræðr- um sínum. Magnús gengdi ýms- um opinberum störfum fyrir sveit sína og hérað. Hann var lengi í hreppsnefnd Hrófbergs- hrepps og í yfirskattanefnd Strandasýslu auk fleiri starfa. Þau hjón, Magnús og Þorbjörg eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Þau eru Lýður bóndi á Húsavík við Steingrímsfjörð, Guð mundur bifreiðastjóri í Reykja- vik, Guðlaug húsfrú í Reykjavík, Ólafur fiskimatsmaður á Sveins- eyri í Tálknafirði og Katrín hús- frú í Reykjavík. Öll eru þessi börn þeirra hjóna traustir þjóð- félagsþegnar, sérstök um reglu- semi og dugnað og eiga enda öll góð og myndarleg heimili. Þá tóku þau hjón stúlkubarn í fóst- ur á fyrstu búskaparárum sínum og ólu upp sem sitt eigið barn. Fósturdóttir þeirra heitir Anna Bergsveinsdóttir. Hún er nú löngu gift kona og býr myndar- búi með manni sínum austur í Árnessýslu. Á sl. hausti hugðu þau hjón á búsetuskipti og flutning hingað til Reykjavíkur. Hér höfðu þau íyrr í sumar keypt sér íbúð í fé- iagi við yngri dóttur sína. Var Þorbjörg flutt hingað með bú- slóð þeirra hjóna nokkru á und- an Magnúsi. Sjálfum fannst hon- um að sér lægi ekki svo mjög á. Hann hafði þá líka nóg að starfa þarna norður frá, en slíkt hafði nú ekki ætíð verið hin seinni ár. Þar, kom þó að, að hann tók sig upp. Hann kvaddi vini og kunn- ingja en gat þess þó um leið við éinhvern þeírra, að líklega yrði það með sínum fyrstu verkum þegar súður kæmi að leita sér lækninga, því að hann væri ekki hún Gunnari Árnasyni, sjómanni og landverkamanni, þau fella hugi saman, og ákveða að standa hvort við annars hlið til stuðn- ings og styrktar og samstarfs, meðan bæði lifa og veita hvort öðru alúðlega umhyggjusemi og kærleika í daglegu lifi. Þau gift- ust 24. júní 1944. Þeim varð 6 barna auðið, og eru 4 þeirra enn í ómegð. Það yngsta 6 ára. Nú má það ekki bregðast, að þeir, sem þarna eru vinir, sýni samúð í verki með nærgætinni elsku, því að blessuð börnin hafa mikið misst, og lund þeirra er bljúg. Felið þau öll, sem syrgja, Guði í bænum ykk- ar. Með þessum linum langaði mig til að minnast góðrar konu. Hun var dugandi manneskja, lífsgiöð Guðný Nanna Hansdóttír ÞUNGBÚIÐ ský hefur dregið fyrir sól á heimilinu að Klöpp í Blesugróf. Þar hvílir nú sorg- arskuggi yfir húsakynnum og fjölskyldufólki, heimilisföður og börnum hans sex. Þau hafa mikið misst, elskaða eiginkonu, ástríka, umhyggjusama móður. Harmur þeirra er sár. Veiti Guð börnum sínum líkn. Guðný Nanna Hansdóttir var fædd 28. okt. 1917 að Ytri-Tungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi. For- eldrar hennar voru Hans Jens- son frá Rifi og kona hans Þóra Sigurbjörnsdóttir frá Ólafsvík. Hún ólst upp í foreldrahúsum og dvaldi hjá þeim öll sin bernsku- og æsku-ár, fyrst að Ytri-Tungu, en síðar að Selhóli. Á tvítugsaldri fer hún úr föð- urgarði og flytst þá til Reykja- víkur til þess að leita sér verk- efna við sitt hæfi að verja lífinu fyrir. Nokkrum árum síðar kynnist og tápmikil. Lífsgleðin var henni mikilvæg gjöf, því að hún var sterkt afl í lifi hennar, sem lyfti henni yfir ýmsa erfiðleika og sigraði ýmsa þraut. Ég á margs að minnast frá heimili þessara mé»tu hjóna, þar ávalit hafa staðið mér opnar dyr frá æskuárum. Ég þakka fyrir gestrisni og vináttu þessa heim- ilis, og votta harmþrungnum vin- um mínum dýpstu samúð, og bið þeim huggunar og blessunar Guðs. Guðný Nanna Hansdóttir hef- ur fengið kærkomna og blessaða hvíld frá hörðum, langvinnum sjúkdómi. Hún er nú kvödd með söknuði allya vina og sárum trega nánustu ástvina. Hún er kvödd í kærleika, og hún er einnig kvödd í von og trú, von eilífs lífs, trú á hjálpræði Guðs í Kristi, Frelsara vorum. Blessuð sé minning þín. . Gunnar Haraldsson vel hraustur þó að lítt bæri á því. Þetta varð og þannig. Hann fór fljótlega í læknisrannsóks og að henni lokinni í sjúkrahús. Úr sjúkrahúsinu kom hann ekki aft- ur til starfa á meðal okkar. Hann lézt 22. nóvember sl. rúmlega 74 ára. Eftir að ég flutti hingað til Reykjavíkur fyrir allmörgum ár- um, þá minntist ég stundum á það við Magnús þegar fundum okkar bar saman, að rétt væri hjá þeirn hiónum að flytja hing- að suður. Hér væru flest börn þeirra búsett, og þar sem þau gerðust öldruð, þá yrðu þau bet- ur búsett hér í nágrenni barna sinna. Ég vissi og að börn þeirra hvöttu þau til hins sama. Magnús tók alltaf lítið undir þetta og taldi á ýms vandkvæði. Einhvern veginn fannst honum að hér myndi hann ekki kunna við sig. Hann hafði verið hér tíma og tíma og þekkti því nokkuð til hér. Þannig hefur fleirum farið en honum, en þó hafa flestir un- að hér eftir að hafa komið sér fyrir. Þetta fór líka á þann veg að hér þurfti hann á engu að halda utan hins síðasta búnaðar til hinztu fararinnar. Ég hugsa að hann- uni þessu vel ig mér er til efs að honum hafi nokkuð komið á óvart. Hann var lengst af æv- innar skygn, þó að minna bæri á því hin seinni ár. Hann sá oft margt sem flestum er hulið. Hann fór vel með þessa sérgáfu sína og hafði ekki ætíð mikið orð á. Oft voru þetta nokkuð á- kveðnir og augljósir fyrirboðar, sem bezt var að fæstir vissu um, en stundum var þetta óákveðn- ara og torskildara og því bezt að hafa lítt orð á því. En gamall að aldri var Magnús ekki þegar honum var ljóst og hann var sannfærður um að það er, „yfir oss vakað“. Þetta sem þá hefur sagt verið, er aðalramminn um ævi Magnúsar, líf hans og störf. Segir það að sjálfsögðu ekki nema nokkuð um manninn sjálf- an. Nágranni Magnúsar hef ég ver- ið mestan hluta ævi minnar, og 'þar af næsti nágranni hans í rúm tuttugu ár. Frá því ná- grenni á ég margar minningar bæði um hann sjálfan og heimili hans. Þessar minningar renna um hugann hver af annarri. Það er hlýtt og bjart um þær, því það var gott að blanda geði með Magnúsi og vera félagi hans jafnt í blíðu sem stríðu. Við höfðum margt saman að sælúa eins og gerist og gengur með ná- granna í strjálbýli. Við unnum saman í ýmsum störfum bæði heima og heiman. Við vorum saman í ferðalögum og fjárleitum ár eftir ár. Oft reyndi nokkuð á þrek okkar og stundum var maður þreyttur á þeim áum, því ekki var ætíð farið eftir vöku- lögum. En hvernig svo sem alit gekk þá féll ætíð vel á með okk- ur Magnúsi. Þó vorum við mjög ólíkir um margt. Hann var einn sá hjálpsamasti og bezti nágranni sem ég hef átt og sama veit ég að aðrir nágrannar hans bera honum. Það eru ótaldir allir þeir snúningar erfiði og tími, sem hann eyddi í fyrirgreiðslu og hjálpsemi við nágranna sína og aðra sem á þurftu að halda. Hann var ósérhlífinn og guður verkmaður, jafnan glaður og skemmtilegur og því gott að vera í starfi með honum. Að jafnaði var hann alvörumaður, enda kynntist hann ungur alvöru lífs- ins. Hann bjó þó yfir skemmti- legri kímni og hafði glöggt auga fyrir ýmsu smá skrítnu, sem fram fór í umhverfi við hann. í pólitík var Magnús ákveðinn og fylgdi Sjálfstæðisflokknum alltaf fast að málum. Aldrei var hann áreitinn um skoðanir annarra, en hélt jafnan af fullri einurð á mál stað sínum og skoðun um þá hluti. Nú er þessi góði félagi og sam- ferðamaður horfinn sjónum bak við fortjaldið mikla. Kona hans og börn eiga á bak að sjá traust- um lífsförunaut og góðum föður, sem ætíð vildi þeim allt hið bezta er hann mátti. Við vinir hans og félagar kveðjum hann með söknuði í huga og biðjum honum blessunar, í hinum nýju heimkynnum. Eitt af okkar á- gætu og ástsælu skáldum segir í einu kvæða sinna. „En þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti! Magnús var þess oft og mörgum sinnum var, að svo væri að jarðvistar lokum. Hann hefur því átt vinum að mæta við Um- skiptin. J.S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.