Morgunblaðið - 11.03.1965, Qupperneq 17
Fimmtudagur 11. marz 1965
MORGU NBLAÐIÐ
17
Kristjana Lovísa Isleifsdóttir
Fædd 23. september 1876.
Dáinn 3. marz 1965.
HINN 3. þ.m. andaðist í Elli-
heimilinu Grund frú Kristjana
Lovísa ísleifsdóttir, fyrrum hús-
móðir að Stýrimannastig 9 hér í
borg á 89. aldursári, eftir langa
og þungbæra legu. Hún fékk
hægt andlát.
Lovísa, eins og hún var alltaf
kölluð, var fædd að Hvammi í
Laxárdal í Skagafjarðarsýslu 23.
sept. 1876 dóttir hjónanna frú
Sesselju Jónsdóttur próf. Halls-
sonar í Glaumbæ og séra ísleifs
Einarssonar Hákonarsonar, en
hann var síðast prestur að Stað
í Steingrímsfirði. Systkini Lovísu
voru þau Jón ísleifsson verk-
fræðingur (d. 1954) og hálfsyst-
ir hennar var frú Karolína kona
Guðmundar Hannessonar prófess
ors, sem íiú eru bæði látin.
Lovísa ólst upp í foreldrahús-
um til fermingaraldurs, en flutt-
ist á unglingsárunum til Reykja-
víkur til föðursystur sinnar frú
Önnu Breiðfjörð og Valgarðs
Breiðfjörð kaupm. Hjá Breið-
fjörðshjónunum dvaldi hún í
nokkur ár, ásamt systkinum sín-
um Karolínu og Jóni. Lovísa hóf
ung nám í Kvennaskóla Reykja-
víkur og lauk námi þaðan.
I>ann 25. sept. 1897 giftist
Lovísa Jóni Eyvindssyni kaupm.,
fjölhæfum ágætismanni og
byggðu þau sér hús að Stýri-
mannastíg 9 og ræktuðu þar stór
an og fagran trjágarð. í þessu
húsi stóð heimili þeirra alla ævi,
eða meðan heilsa og kraftar ent-
ust, og lifðu þau í farsælu hjó'na-
bandi þar til Jón lézt 1944, eftir
erfiða og langa legu. í»au eign-
uðust einn son barna, ísleif, bygg
ingarvörukaupmann hér í borg,
kvæntur frú Svanlaugu Bjarna-
dóttur. Börn þeirra eru fjögur,
öll fullorðin og gift. Fósturdóttir
Lovísu og Jóns er frú Guðrún
Jónsdóttir, gift Marinó Ólafssyni
verzlunarmanni, Rvík.
Frú Lovísa var félagslynd
kona, hún starfaði í mörgum fé-
lögum. Hún var ein af stofnend-
um Lestrarfélags kvenna. Hún
las alla ævi mikið, enda mjög
bókhneigð. Ég hygg að hún hafi
lesið flestar ef ekki allar bækur
í safni Lestrarfélags kvenna.
Hún starfaði mikið á sínum yngri
árum fyrir Hallveigarstaði, og
var í mörg ár formaður merkja-
sölunefndar Landsspítalasjóðs.
Hún fylgdist alla ævi afar vel
með öllum stjórnmálum og var
ákveðin Sjálfstæðiskona. Á yngri
árum sínum hafði frú Lovísa
með höndum hannyrðakennslu
og tók nemendur í tíma á héim-
fli sitt, enda framúrskarandi
fjölhæf og myndarleg húsmóðir.
Ég kynntist frú Lovísu þegar
hún var á miðjum aldri og tókst
með okkur góð vinátta, sem ent-
ist alla hennar ævi. Það var
setíð ánægjulegt og hressandi að
heimsækja Lovísu á hennar fág-
•ða og góða heimili. Hún kom
vel fyrir sig orði og kunni frá
mörgu skemmtilegu að segja. Ég
mun ávallt minnast frú Lovísu
með þakklæti og virðingu, og tel
hana með mikilhæfustu konum,
#em ég hef kynnzt á ævinni.
Að endingu votta ég og fjöl-
Skylda mín börnum hennar og
íettingjum dýpstu samúð.
Útför frú Lovísu fer fram frá
Fríkirkjunni í dag kl. 1,30.
Blessuð sé minning hennar.
Valgerður Björnsdóttir.
KRISTJANA LOVÍSA, svo hét
hún fullu nafni, var fædd 23.
september 1876 í Hvammi í Lax-
árdal í SkagafirðL Foreldrar
hennar voru séra Isleifur, f. 24.
ágúst 1833, d. 27. okt. 1895, prest-
«r í Hvammi, síðast prestur á
Etað i Steingrímsfirði Einars-
sonar hattara í Reykjavík Hákon
•rsonar og konu hans, Guðrún-
•r Guðmundsdóttur prests á
Kálfatjöm Böðvarssonar. Móðir
Lovísu var síðari kona séra ís-
leifs, Sesselía, t 19. ág. 1841, d.
Minning
28. jan. 1898, Jónsdóttir prófasts í
Glaumbæ Hallssonar b. Geldinga
holti Ásgrímssonar, var hún ein
af mörgum börnum Jóns pró-
fasts og alsystir Stefáns Jónsson-
ar verzlunarstjóra Gránufélags-
ins á Sauðárkrók og Sigurðar
bónda á Réynistað svo nokkur
séu nefnd.. Móðir Sesselíu og
kona Jóns prófasts var Jóhanna
Halísdóttir hreppstjóra í
Hvammi í Hjaltadal Þórðarson-
ar.
Börn séra ísleifs og Sesselíu
sem upp komust voru auk Lovísu
Jón ísleifsson, verkfræðingur,
starfsmaður Vegagerðar ríkisins.
Hálfsystir þeirra samfeðra var
Karólína Isleifsdóttir, kona Guð-
mundar Hannessonar prófessors.
Lovísa ólst upp í Hvammi og
síðar á Stað þar til faðir hennar
sótti um lausn frá embætti og
flutti til Reykjavíkur með fjöl-
skyldu sína og settist þar að, en
andaðist 3 árum síðar. Hún
stunndaði nám í Kvennaskóla
Reykjavíkur og varð mjög vel
að sér í hannyrðum og fleiri
námsgreinum, dvaldi svo á næstu
árum um tíma hjá frændfólki
sínu í Skagafirði. Eftir að ísleif-
ur faðir hennar andaðist var
Lovísa mikið á heimili föðursyst
ur sinnar, Önnu Einarsdóttur,
konu Valgarðs Breiðfjörðs kaup-
manns í Reykjavík. Hún giftist
29. sept. 1897 Jóni Eyvindssyni,
verzlunarmanni í Reykjavík, síð-
ar kaupmanni, orðlögðu prúð-
menni og ágætismanni. Þau
reistu sér fljótlega íbúðarhús á
Strýimannastíg og nokkrum ár-
um síðar annað hús stærra og
vandaðra á Stýrimannastíg 9,
þar sem þau bjuggu eftir það.
Þar komu þau svo upp mjög
vistlegu og ánægjulegu heimili.
Lovísa var mikil búkona og hús-
móðir, þrifin og hirðusöm, allt
varð að vera í réttum skorðum.
Hún var fjárgæzlukona en jafn-
framt rausnarleg við gesti sína
og fólk sitt, mikill vinur vina
sinna og frændrækin.
Jón Eyvindsson andaðist 4.
nóv. 1944 en Lovísa ekkja hans
lifði hann til 3. febrúar 1965.
Einkabarn þeirra er ísleifur
Jónsson, stórkaupmaður, Túng.
41, Reykjavík. Auk þess ólu þau
upp Guðrúnu Jónsdóttir, konu
Marinós Ólafssonar fulltrúa hjá
heildverzlun Garðars Gíslason-
ar.
Við Pétur Ottesen, fyrrv. al-
þingismaður, vorum heimilis-
menn þeirra Jóns Eyvindssonar
og Lovísu yfir þingtímann í
nokkuð yfir 30 ár. Var gengið
út frá komu okkar eins og prest-
lambanna í gamla daga. Heimili
þeirra varð að kalla má, okkar
annað heimili'. Þessi staðreynd
hygg ég að lýsi svo ekki verði
um villzt reynslu okkar af þess-
um prýðilegu hjónum og heim-
ili þeirra og þaðan fórum við
ekki fyrr en við fórum alfarnir
af Alþingi. Guð blessi minningu
þeirra.
J. Sig.
ÞÓTT Reykjavík, höfuðstaður
lands vors, sé ein samfelld heild
frá miðbiki bæjarins, hinnar upp
ruhalegu byggðar, Austurvelli,
Aðalstræti og Austurstræti að
yztu köntum þess víðlenda svæð-
is sem bærinn tekur yfir nú,
þá er í huga fólksins, sem þarna
býr, nokkur mismunur ger á
byggðarhverfum. Eru Vesturbæ-
ingar þar fremstir í flokki en til
þess byggðarlags telja þeir þá
sem búa vestan bæjar, það er
lækjarins úr Reykjavíkurtjörn,
sem rann opinn til sjávar nokk-
ur fram yfir síðustu aldamót.
Halda Vesturbæingar því fram
að á þessu byggðarsvæði búi
stærri hluti hinna fornu Reyk-
víkinga og afkomenda þeirra en
í öðrum hverfum bæjarins.Munu
þeir í þessu efni hafa nokkuð til
síns máls. Þess gætir mjög að
þessi hugsun sé Vesturbæingum
nokkur aflgjafi þeirrar hugsjón-
ar að láta á engu sviði sinn hlut
eftir liggja í örri þróun vaxtar
og framfara bæjarins, enda beri
þeim, samkvæmt uppruna sín-
um, að vera þar hvívetna í farar-
'broddi. Þessi metnaður er runn-
in þeim í merg og bein.
Ástæðan til þess að á þetta er
minnzt hér er sú, að í dag fer
fram frá Fríkirkjunni útför há-
aldraðrar merkis- og sæmdar-
konu, sem alið hefir mestan
hluta aldurs síns í Vesturbæn-
— Gullfossferð
Framhald af bls. 10.
við sátum eftir karlmennirn-
ir og tókum að rabba saman.
Síðan fóru gestir að halda
ræður og þakka fyrir sig og
rabba um ýmislegt milli him-
ins og jarðar. Loks kom þar
að, að Thor Jensen segir við
mig: „Jæja Mac, nú verður
þú líka að halda ræðu.“
Ég stóð upp og sagðist raun
ar ekki hafa margt að segja
í þessum hópi, en eitt yrði ég
þó að segja, að mér væri, sem
Skota, mikil ánægja af að
sitja við alþjóðlegt miðdegis-
verðarboð og allir töluðu þar
ensku.
f þessu sambandi er mér
annað minnisstætt vegna
kynna minna af Thor Jensen.
Það var heimsókn að Korp-
úlfsstöðum. Ég var svo stór-
hrifinn af hinu glæsilega fjósi
og öllum búnaði þess. Ég gat
ekki orða bundist og sagði við
Thor Jensen:
— Þetta tekur svo langt
fram öllu, sem ég hef séð í
Skotlandi, að ég er viss um
að þar er ekkert fjós til, sem
jafnast á við þetta. Annað
vakti athygli mína í Korpúlfs
staðafjósinu, en það var göm-
ur kýr, sem mér virtist kom-
in af fótum fram og ég gat
ekki séð til hverra nytja væri.
Ég spurði því Thor Jensen
hvernig stæði á því að hann
slátraði ekki þessari kú. Hún
virtist til einskis nýt. En
hann svaraði: „Nei, Mac. Þessi
kýr hefur átt stærstan þátt í
því, að Korpúlfsstaðabúið er
það sem það er í dag. Hún
hefur stutt mig til allra þess-
ara framkvæmda og hún skal
fá að lifa eins lengi og hún
getur og vill og að henni skal
hlynnna eins og gamalmenni,
sem unnið hefur gott dags-
verk.“
— Og hvenær ætlarðu svo
að koma hingað næst, Mac,
spyr ég hann að síðustu?
— Koma hingað næst til ís-
lands? Konan mín verður sjö-
tug eftir 2 ár, þá segist hún
ætla að koma hingað til ís-
lands og lofa kannski gamla
manninum að vera með.
— vig.
um, á Stýrimannastíg 9. Þessi
kona er Lovísa ísleifsdóttir,
ekkja Jóns Eyvindssonar kaup-
manns, sem látinn er fyrir all-
mörgum árum.
Undir þaki þessarra merku
hjóna bjó ég, sem þessar línur
rita, á þingtímanum um þriggja
áratuga skeið í sambýli við vin
minn, Jón Sigurðsson, fyrrv. al-
þingismann á Reynistað.
Hjá þessum hjónum var gott
að eiga heima. Eigi var með öðr
um hætti betur hægt að draga
úr sárindunum af því að dvelja
langdvölum frá sínu eigin heim-
ili, konu og börnum; en að búa
í skauti þessarra ágætu hjóna.
Og það var ekki aðbúðin ein,
jafh hugþekk og aðlaðandi sem
hún var, heldur engu síður það
andrúmsloft og heimilishættir,
sem maður bjó þarna við. Þessi
hjón voru mjög samtaka um alla
háttprýði og snyrtimennsku á
heimilinu. Bóndinn var hagleiks-
maður á' smíðar. Ekkert mátti
nokkra §tund fara úrskeiðis. Ef
það bar við var úr því bætt sam-
stundis af þeim hagleik, sem ein
kennir þá menn þar sem hvert
handbragð lofar meistarann. Hús
bóndinn, sem var annars öllum
stunndum önnum kafinn við
kaupsýslustörf, átti í kjallara
hússins lítið trésmíðaverkstæði
þar sem hann í frístundum sín-
um sýslaði við þessi hugðarefni
sín.
Auk hinnar fáguðu framgöngu
húsfreyjunnar, sem markaði allt
svipmót heimilisins, var hún hin
mesta starfskona um vinnubrögð
öll sem léku í höndum hennar.
Bar þar að sama brunni hvort
heldur var um að ræða hannyrð-
ir hverskonar eða matargerð.
Allt var þetta talandi vottur þess
hver fyrirmyndar húsmóðir frú
Lovísa var.
Þau hjónin voru góðum gáf-
um gædd og létu félagsmál til sín
taka. Var frú Lovísa þátttakandi
í ýmsum kvenfélagasamtökum
bæjarins. Starfaði hún mikið á
vegum Lestrarfélags kvenna og
að söfnun til Landsspítalans er
hann var • stofnaður. Kristilegt
hugarfar og trúarsannfæring var
skýr og blikandi stjarna á himni
þessa heimilis. Fullnægingar á
þessari vissu hugðust þau hjón-
in sækja á svið sálarrannsóknar-
starfseminnar, sem þau, heils-
hugar, tóku þátt í. Eigi veit ég
til hlítar hvort þau töldu sig
fá fullnaðarstaðfestingu á því
sem eftir var leitað en hitt ‘veit
ég að þau litu svo á að ekkert
henti þar sem vakið gæti grun
tortryggni á því að rétt væri
stefnt með þessarri leit.
Það var lærdómsríkt að vera
á þessu heimili. Það var margt
í fari þessarra hjóna, sem var
athyglis- og eftirbreytnisvert.
Þarna dvaldi oft margt ung-
menna er naut þar þroskavæn-
legra uppeldisáhrifa.
Ef einhver teldi sig geta fundið
vott af hlýhug í því sem í upp-
hafi þessarrar greinar er sagt um
Vesturbæinga,' þá er bezt að
segja það eins og það er, að það
á þá rót sína að rekja til dvalar
minnar í Vesturbænum á heim-
ili Lovísu Isleifsdóttur og Jóns
Eyvindssonar.
Þau hjónin Lovísa ísleifsdótt-
ir og Jón Eyvindsson eignuðust
einn son, Isleif Jónsson, stórkaup
mann hér í bæ. Er hann kvænt-
ur Svanlaugu Bjarnadóttur og
eiga þau hjónin fjögur börn upp-
komin, þrjá syni og eina dóttur.
Uppeldisdóttir þeirra hjóna,
Lovísu og Jóns, er Guðrún Jóns-
dóttir, gift Marinó Ólafssyni,
fulltrúa og eiga þau þrjú börn,
tvær dætur og einn son.
í huga mínum býr jáfnan inni-
legt þakklæti til þessarra ágætu
hjóna fyrir margar glaðar og
ánægjulegar stundir á heimili
þeirra og sendi ég þeim hinztu
kveðju núna út yfir gröf og
dauða.
Pétur Ottesen.
Höfum verið beðnir að útvega
3ja - 4ra herb. íbúð
í háhýsi við Sólheima eða Hátún. Mikil útborgun.
Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst.
FASTEIGNA- 0G
LÖGFRÆÐISTOFAN
LAUGAVEGI 28b,sími 1945Ó
Gísli Theódórsson
F asteigna viðskipti
Heimasími 18832.
Hótel Snæfell hf. Seyðisfirði
Til sölu eða leigu nú þegar.
Silfur hafsins hefur gert Seyðisfjörð að einum mesta
anna og skemmtistað sumarsins.
HÓTEL SNÆFELL er á Seyðisfirði.
Upplýsingar í síma 160 Seyðisfirði.
T résmíðaverkstæði
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu á innréttingum
í 8 íbúðir. Teikninga og útboðslýsinga má vitja
á skrifstofuna gegn 200 kr. skilatryggingu. Réttur
áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Byggingafélagið SflÐ H.F.
Ausutrstræti 14 sími 16223 — heima 12469.
Óskum eftir að ráða
Skrifstofustúlku
til starfa eftir hádegi um óákveðinn tíma. Vélrit-
unarkunnátta og bílpróf nauðsynlegt. Umsækjendur
leggi nöfn og símanúmer inn til blaðsins fyrir laug-
ardag merkt: „Skrifstofustúlka“.