Morgunblaðið - 11.03.1965, Síða 24

Morgunblaðið - 11.03.1965, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. marz 1965 Victoria Holt Höfðingjasetrið bara byrjunin hjá honum. Hann aetlaði fyrst að kaupa Klaustrið en síðan biðja mig að verða hús- móðir þar. Ég hafði alltaf verið en að fara að biðja mín. Það var óþolinmóð. Auðvitað var offljótt það, sem Kim var að reyna að gera mér Ijóst. Ég sagði hóglega: — Ég er viss um, að þetta er allt rétt hjá þér Kim. Haltu bara áfram með þessar fyrirætlanir þínar. Ég er viss um, að þetta er það bezta, sem Klaustrinu getur hlotnazt — og okkur öllum. Hann varð glaður. Rétt sem snöggvast, á einu sælu-andartaki, hélt ég, að hann ætlaði að faðma mig að sér. En hann stillti sig nú samt um það, en fór þess í stað að útskýra mér fyrirætlanir sín- ar í sambandi við eignina. Þegar svo komið var með te handa okkur, skömmu seinna, sat ég við borðið með öllum silfur- borðbúnaðinum, eins og ég hafði svo oft áður gert, og þetta var alveg eins og ég væri komin heim. Allt var þá nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér það um morguninn. Eini munur- inn var sá, að ég ég yrði bara ekki trúlofuð Kim fyrr en hæfi- legur tími væri liðinn. En ég þóttist þess alveg viss, að hér væri aðeins um frest að ræða. Mér fannst hann hafa látið fyrirætlanir sínar í ljós og ég þyrfti ekki annað að gera en hafa ofurlitia þolinmæði þangað til draumarnir mínir rættust. Það tók auðvitað langa og flókna samninga að Kim gæti orðið eigandi Klaustursins, en meðan beðið var eftir, að þeir kæmust í kring, hélt hann áfram með ýmsar viðgerðir þarna. Það brást aldrei, að hann spurði mig til ráða um þessar viðgerðir, og einn daginn þegar hann var að sýna mér, hvernig gengi, varð ég þess vör, að Reuben Pengaster var að vinna þarna. Ég vorkenndi Reuben og raun- ar allri fjölskyidunni, því að ég vissi, hvílíkt áfall það hafði orð- ið henni, þegar vitnaðist fyrir víst um dauða Hetty. Ég vissi, að Reuben hafði þótt mjög vænt um systur sína, en þegar ég sá hann þarna í Klaustrinu, fannst mér hann talsvert glaðlegri en hann hafði verið undanfarið. Hann var að hefla fjöl og hann hristist til, rétt eins og hann væri að' hlæja að einhverju skírtnu, sem honum hafði dottið í hug. — Jæja, hvernig gengur þetta, Reuben sagði Kim. — Sæmilega, held ég. Svo sneri hann að mér og brosið á honum ljómaði næstum. — Sæll, Reuben, sagði ég. — Sælar . . . frú. Þegar við fórum þaðan, minnt- ist ég á það við Kim, að ég þyrfti að fá framkvæmdar ein- hverjar viðgerðir á kofanum, og stakk upp á að láta Reuben fram- kvæma þær fyrir mig. Ég gekk svo aftur til hans og nefndi þetta við hann, og hann virtist verða feginn. — Ég verð fyrst að líta vand- lega á húsið, sagði hann. — Já, viltu koma þangað ein- hverntíma? sagði ég. Hann hætti að vinna og klóraði mmmmmmmmmmm 37 sér í höfðinu. — Hvenær ætti ég að koma, frú? Eftir að ég hætti að vinna á morgun? Við komum okkur saman um að hittast klukkan fimm daginn eftir og svo fór ég aftur til Kims. — Jæja, ertu búin að koma þessu í kring? — Já, og hann virtist hafa ánægju af því. — Reuben er ánægðastur þegar hann er að vinna. Kim leit á úrið sitt. Við skulum fara aftur inn í bókastofuna. Mellyora og Carlyon koma þangað eftir nokkr ar mínútur. Á leiðinni til kofans næsta kvöld, varð mér hugsað til síð- asta skiptisins, sem ég hafði komið þangað, þegar einhver hafði hrætt mig með því að taka í hurðina og nú greip mig aftur sami óhugurinn. Þegar ég kom inn í trjálund- inn, leit ég hvað eftir annað um öxl, af því að mér fannst eins og einhver væri að elta mig. Ég var snemma á ferðinni. Ég yrði kominn þangað á slaginu fimm. Og ég vonaði, að Reuben yrði líka stundvís. Ég opnaði dyrnar og leit kring um mig hálfhrædd. Kofinn hafði alltaf verið dimmur, af því að glugginn var svo lítiH. Ég fór að óska þess, að ég hefði heldur beðið eftir björtum morgni með að biðja Reuben að koma. Nú, en ég mundi nú samt geta sýnt hon- um, hvað þarna þyrfti að gera, bjóst ég við, og annað þurfti ekki. Ég leit snöggt kring um mig í kofanum og gekk síðan inn í geymsluna, til þess að vera viss um, að enginn væri þar í felum. Ég hló að sjálfri mér fyrir þetta, en engu að síður læsti ég dyr- unum. Ég hafði heyrt nóg. Þetta var Ég var búin að sannfæra sjálfa mig um, að þetta hefði bara verið hver tatari eða flækingur, sem hefði tekið í hurðina og komið á gluggann í fyrra skiptið, ef til vill til þess að leita sér að nætur- stað síðar meir. En svo hafði hann séð, að dyrnar voru lokað- ar og einhver þarna, svo að hann hafði haft sig á brott. Ég athugaði loftið í geymsl- unni. Það þarfnaðist sannarlega viðgerðar. Ef ég léti enn byggja við kofann, gæti hann orðið allra bezti dvalarstaður. En þá fékk ég fyrir hjartað af hræðslu. Þetta var sama sag- an aftur. Einhver var að koma við klinkuna. Ég hljóp til, en þegar ég hallaði mér að hurð- inni, sá ég sama skuggann og áður á glugganum. Ég horfði- á hann, en svo fór ég að hlæja. — Reuben- kallaði ég. — Það ert þá þú. . Bíddu andartak, svo skal ég hleypa þér inn. Ég varð fegin þegar Reuben Pengaster, vingjarnlegur og hros andi, gekk inn, en ekki einhver óhugnanlegur framandi maður. — Jæja, sagði ég, þetta er heppilegasti tími dagsins fyrir það, sem við þurfum að gera. — O, það er sama hvenær dags ins er, frú, sagði hann. — En þú verður nú samt að koma einhverntíma að morgni dags, sagði ég. Það er mikið, sem þarf að gera við, og svo er ég að hugsa um að byggja kofann. Hann hlustaði þegjandi á út- skýringar mínar á því, sem ég vildi láta gera. . — Já, við þurf- um að byggja bæði við og ofan á. Ég sé ekki, hversvegna við ættum ekki að geta gert þetta að allra vistlegasta húsi. En þá þarf að fella fáein tré. Það er nú að vísu leiðinlegt, en við þurfum meira landrými hérna í kring. — Já, rétt, frú. Hann stóð og horfði á mig, hreyfingarlaus. — Já, sagði ég. — Eigum við að svipast um, meðan enn er dags birta. Ég er hrædd um, að það sé ekki orðið mikið eftir af henni. — Það er engin eftir handa Hetty okkar, sagði hann. Ég sneri mér við og leit fast á hann. Það voru viprur í and- litinu og hann leit út eins og að gráti kominn. — Ég vorkenni þér, sagði ég. — Þetta var mjög sorglegt. Mér þykir þetta mjög leitt. — Ég ætla að sýna yður, hversu leitt mér þykir það, sagði hann. Það var eitthvað í rödd hans og framkomu, meðan hann var að horfa á_ mig, sem ég varð hrædd við. Ég mundi, að Reuben var ruglaður. Ég mundi þegar hann var að horfast á við Hetty í eldhúsinu hjá Pengaster, eftir að hafa drepið köttinn. Ég minntist þess, hve af- skekktur kofinn var, og þegar ég var þar í hitt skiptið, alein, og datt í hug, hvort Reuben hefði þá elt mig þangað. — Sjáðu til Reuben, sagði ég hressilega. — Það var misskiln- ingur hjá okkur að vera koma á þessum tíma dags. Ég skal fá þér lykilinn að kofanum og þú verður að koma að morgni dags og skoða hann vandlega. Það er orðið ofdimmt til að gera neitt núna. — Nei, sagði Reuben. Bezt núna. Stundin er komin. Þetta er rétta stundin. Ég reyndi að leiða þetta hjá mér og mjakaði mér fram að dyrum, en hann varð fyrri til og varnaði mér útgöngu. — Mig langar til að segja þér um hana Hetty okkar, hóf hann mál sitt. — Hún er köld og dauð. Andlitið á honum kipraðist sam an. — Hún var falleg . . . eins og lítill fugl. . það var Hetty. Þetta var ekki rétt. Hann hefði átt að giftast henni, og þú lézt hann giftast þér í staðinn. En það er ekkert við því að gera. Hann Saul sá fyrir honum. — Þetta er allt umliðið, Reu- ben, hvíslaði ég, og reyndi að komast framhjá honum, en'hann hleypti mér ekki framhjá sér. — Ég man þegar múrinn hrundi. Ég sá hana. Eina mínú.tu . . og svo ekki meira. Hún minnti mig á einhverja. . . — Líklega hefurðu ekkert séð, Reuben, sagði ég og var fegin að hann virtist hafa gleymt Hetty en væri í staðinn að tala um Sjöundu Meyna. — Ef ég hefði ekki tekið stein ana burt, tautaði hann, — væri hún þar líklega enn í dag. Inn- múruð og allt fyrir þessa hræði- legu synd. Hún væri þar enn . . bara éf ég hefði ekki verið. — Það var ekkert þér að kenna, Reuben. Og nunnan var dauð. Það gerði ekkert til þó hreyft væri við henni, fyrst hún var dauð. — Allt mér að kenna. Og hún leit út eins og einhver. . . — Hver? spurði ég veiklulega. Brjáluðu augun horfðu beint á mig. — Hún var alveg eins og þú. . . . — Nei, Reuben, þetta hefur bara verið hugarburður. Hann hristi höfuðið. — Nei, hún Hetty okkar syndgaði og varð að gjalda fyrir það . . . en þú ekki. — Hafðu engar áhyggjur, Reuben, sagði ég og reyndi að tala rólega. Þú verður að reyna að gleyma þessu öllu. Það er hvort sem er umliðið. Nú verð ég að fara. — Nei, það er ekki umliðið enn. En það verður það bráðum, það tekur ekki langan tíma. _ — Jæja, þetta er allt í iagL Ég ætla að segja góða nótt. Þú hefur lykilinn. Hann. liggur þarna á borðinu. Ég reyndi að brosa. Ég varð að skjótast fram _hjá honum og taka til fótEHina. Ég varð að fara til Kims og segja honum, að það sem við höfðum óttazt í sam- bandi við Reuben væri að koma fram. Þessi sorgaratburður, þeg- ar systir hans hvarf og fannst síðan dauð, hafði alveg firrt hann því, sem eftir var af viti. Reuben var ekki lengur ruglaður, held- ur orðinn band-brjálaður. — Ég skal taka lykilinn, sagði hann og þegar hann leit til borðs ins steig ég skref út að dyrun- um. En hann var óðar kominn til mín og ég fann til fingranna á honum á handleggnum á mér og um leið hve jötunsterkur hann var. —. Farðu ekki! skipaði hann. — Ég verð að fara, Reuben. Það er beðið eftir mér og farið að undrast um mig. — Það bíða aðrir, sagði hann. — Hverjir? — Þær . . hún Hetty og sú í veggnum. — Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja, Reuben. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. AKUREYRI Blaðburðarfólk öskast til blaðburðar 1 eftirtalin hverfi JMtogttitMitfrft Lfhlíð Skúlagata Sími 22-4-80 KALLI KÚREKI —X— — Teiknari: J. MORA „Farðu frá strákur." „Ég er tilbú- bak við dúkinn, reiðubúinn að brjóta inn, lögregluforingi.“ Kalli bíður flöskuna, þegar Skröggur hleypir aí. Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess i bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allaii Eyjaf jörð og víðar. „Skjóttu.14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.