Morgunblaðið - 19.03.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. marx 1965
MOŒGUNBLAÐIÐ
3
ÞJÓDLEIKHUSID
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ siglir
upp með ísl. ballett 1. apríl
n.k. Hér er um að ræða
tvo þætti, sem Fay Wern-
er, ballettmeistari Þjóðleik
hússins, hefúr samið. Er
annar þeirra í hefðbundn-
um stíl við tónlist Prokof-
fíevs, en hinn jazzballett,
sem nefnist „Stúlka með
hlöðrur", við tónlist, sem
flutt er af Dave Bruheck.
Dansarar eru sjö,'sex stúlk
ur og einn piltur, nemend-
ur Listdansskóla Þjóðleik-
hússins. Tónlist verður
flutt af segulbandi.
r
Isl. ballett í Þjdðleikhúsinu
eftir Fay Werner, ballettmeistara ÞJóðSeikhússins
Jazzballettinn er fjörugur og skemmtilegur. — Margrét Brandsdóttir, Hlíf Svavarsdóttir,
Jytte Moestrup, Ingunn Jensdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Aðalheiður Nanna Ólafs-
dóttir.
hinum nýja ballett í Lindar-
bæ í fyrrakvöld, en þar munu
sýningar fara fram. Þetta var
í fyrsta sinn, sem æfing fór
fram á sviðinu, en þó virtist
allt ganga snurðulaust.
— Það tekur langan tíma að
æfa ballett, sagði Fay Werner
við okkur, sérstaklega þegar
dansararnir eru í skóla og
þurfa einnig að sinna öðrum
verkefnum, eins og hér er
raunin. Hún sagði, að sumar
stúlknanna mundu eflaust
haida áfram ballettnámi' er-
lendis, þar sem allt væri á
byrjunarstigi hér heima, —
það væri vissulega hæfileika-
fólk innan um.
— Miðað við fólksfjölda er
þó undravert, hve íslenzkur
ballett er langt á veg kom-
inn, sagði FayWernef og viss
er ég um það, að margir út-
lendingar yrðu hissa, ef þeir
vissu, að íslendingar ættu sin
fóníuhljómsveit.
Flutningur ballettsins stend
ur yfir eina klukkustund, en
á undan verður flutt kammer-
músik eftir Mozart. Enn er
ekki fullráðið, hverjir flytj-
endur verða.
f Listdansskóla Þjóðleik-
hússins eru 110 nemendur,
sem skiptast í 5 flokka eftir
Sigríður Sigurðardóttir (hin
kunna frjálsíþróttakona)
fylgist með balletinum. Hún
situr á „varamannabekk“.
aldri og getu. Auk þess er einn
úrvalsflokkur, og það eru
nemendur úr honum, sem
flytja ballettinn, Aðalheiður
Nanna Ólafsdóttir, Hlíf Svav-
arsdóttir, Margrét Brandsdótt-
ir, Ingunn Jensdóttir, Jytte
Moestrup, Þórhildur Þorleifs-
dóttir og Þórarinn Baldvins-
son.
Fay Werner hefur verið
ballettmeistari Þjóðleikhúss-
ins síðan í haust. Hú.n er ensk
að uppruna og stundaði nám
við Arts Educational Trusts
Ltd. í London, þar sem hún
nam jafnframt „koreo-
graphy“. Frá því hún lauk
námi hefur hún jöfnum hönd-
um stundað kennslu og samið
dansa. Hún var í tvö ár kenn-
ari við írska þjóðarballettinn
í Cork og í tvö ár stundaði
hún kennslu í Bandaríkjun-
um. Þá hefur hún samið
dansa fyrir kvikmyndir og
sjónvarp í Bretlandi.
Hún hefur sett saman pésa
fyrir íslenzka ballettnemend-
ur og hefur Þjóðleikhúsið lát-
ið fjölrita hann. Þar er að
finna allar nauðsynlegar upp-
lýsingar um ballett og ballet-
nám, fatnað tilheyrandi o. s.
frv.
Við litum inn á æfingu á
Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir og Þórarinn Baldvinsson.
Fay Werner leiðbeinir Jytte Moestrup, en hún fer með sólóhlutverk í jazzballettinum.
„Stúlka með blöðrur". Margrét Brandsdóttir horfir á. (Myndir: Sveinn Þormóðsson).
Si\KSilí\\|{
Aðstoð við
jarðræktun bænda
Landsmálafélagið Vörður hélt
fund um landbúnaðarmál síðast
liðið þriðjudagskvöld. Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarráðherra,
flutti þar athyglisverða fram-
söguræðu.
í raeðu landbúnaðarráðherra
kom m.a. fram, að á árunum
1940—1950 voru ræktaðir um
2 þúsund hektarar árlega, á ár-
unum 1950—1960 3—4 þúsund
hektarar á ári, en á árinu 1964
um 5 þúsund hektarar.
Árið 1957 beittu Framsóknar-
menn i vinstri stjórninni sér fyr
ir því að auka jarðræktaraðstoð
við bændur, sem minni túna-
stærð hefðu en 10 hektara. Fram
sókn þóttist mjög af þessu
afreki sínu, „Tíminn“ sagði frá
þessu með tröllaletri, og þing-
mennirnir gumuðu af þessu hve
nær sem færi gafst á.
Árið 1963 beitti Viðreisnar-
stjórnin sér fyrir því, að hækka
takmark túnastærðarinnar upp í
15 hektara, og á árinu 1965 verða
þetta 25 hektarar. Nú þykir
Framsóknarbroddunum hins veg
ar lítið til þessa koma og láta
sér fátt um finnast. Það er ekki
sama, hvaðan gott kemur, í aug-
um Framsóknarfurstanna.
Aukning húsnæðis-
lána og byggingar
á Akureyri
í Akureyrarblaðinu „fslend-
ingi“ segir svo meðal annars í
forystugrrein 12. marz sl.:
„Byggingaþörfin í þéttbýlinu
virðist lítt réna, þótt byggingum
íbúða sífjölgi frá ári til árs. Vissu
lega ganga gömul hús úr sér og
verða smám saman óhæf til íbúð
ar, og ekki verður komizt hjá því
að byggja í stað þeirra. Sá f jöldi
fólks úr strjálbýlinu eða sjávar
þorpunum og kaupstöðum norð-
anlands, þar sem fólkið flytur í
þéttbýlið, eipkum við Faxaflóa,
þarf þak yfir höfuðið, því að íbúð
ina getur það ekki flutt með sér.
Víða er þó horfið frá góðum og
nýlegum húsum við sveit og sjáv
arsíðu, sem enginn fæst til að
kaupa eða búa í. Og hætt er við,
að þeim fari fjölgandi húsunum á
Siglufirði, sem horfa auðum
gluggum eins og döprum augum
eftir íbúum sínum, ef svo fer
fram sem horfir með atvinnulífið
í þeim áður lífmikla bæ.
Okkur Akureyringum finnst
fólksfjölgun í bænum fremur
hægfara og miklu minni en hin
gífurlega útþensla byggðahverf
anna hin síðustu árin. Jafnframt
því sem verið er að þétta byggð
ina í Glerárhverfi með einbýlis-,
tvíbýlis- og fjölbýlishúsum jöfn
um höndum, er nýtt hverfi skipu
lagt fyrir ofan „Mýrahverfi“ bæj
arins, þ.e. svonefnt „Gerða-
hverfi“. Þar var í vikunni sem
leið úthlutað 40 einbýlishúsalóð
um, en auk þess 12 einbýlis- og
tvíbýlishúsalóðum í Glerárhveríl,
en þó varð að synja umsóknum
um 75 einbýlishúsa- og 7 tvíbýl
ishúsalóðir. Má af þessu sjá, hve
mikill byggingarhugur er nú
almennur, en því fer mjög fjarri,
að hundruð íbúða í bænum hafi
orðið óíbúðarhæfar á einu ári.
Og ekki er líklegt, að svo hafi
fjölgað í bænum á hinum síðustu
mánuðum að 130 íbúða sé þörf.
Hitt ber á að líta, að fólkið þarf
nú stærri íbúðir en áður. Þar sem
tvær fjölskyldur þrengdu að sér
á einni hæð, rúmar hæðin ekki
nema eina. Þeir sem áður kom
ust af með tveggja herbergja
íbúðir, vilja nú ekki láta minna
duga en 4—5 herbergi. Það er erf
itt að koma ísskápnum og öðrum
nýjum heimilistækjum fyrir í
þröngu eldhúsi og sófasettunum,
sófa- og innskotsborðunum og
sjónvarpstækinu fyrir í þröngri
stofuky tru. Nei, lifnaðarhættir
fólksins kref jast æ meira olnboga
rýmis, og á það kannske ekki
minnstan hlut í hinni óseðjandi
bv£einirabörf“.