Morgunblaðið - 19.03.1965, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.03.1965, Qupperneq 31
Föstudagur 19. marz 1905 MO&GUNBLADID 31 ís d Bakkufiiði og suður um Fjmnarey FRÉTTAMAÐUR blaðsins hafði í dag tal af Jósep Guðjónssyni í Strandhöfn, yzta baenum við Vopnafjörð norðanverðan. Sagði hann ísinn ekki hafa rekið að marki inn með Digranesi vegna aiihvassrar norðvestanáttar, sem staöið hefði í dag. Hins vegar sae- ist ísinn vel frá Strandhöfn og virtist liggja allt suður að Bjarn arey. Á Bakkafirði er mjög þétt ís- hröngl og hefur það þrýstst meira suður yfir bugtina frá Langanesi eftir því sem á daginn leið. — 1 dag er hér 15 stiga frost og hefur það hert mjög með kvöldinu. — Eigendur Framhald af bls. 10. kvæmdar af forsjá eða að þær hafi aukið verðgildi húsnæðis- ins. Siðan er rakið í dóminum hverjar breytingar hafi verið gerðar á Haínarstræti 98 síðan 1955 og skýrt frá mati á húsinu og þeim breytingum, er Br. Br. lét á því gera. Loks eru raktar vitnaleiðslur þar sem m.a. kom fram að báðir aðilar, leigusalar og leigutaki töldu samninginn frá 20. febr. í gildi. Ennfremur segir í dómnum: „Eins og fram kemur að fram- an, var leigusamningurinn frá 20. febr. 1963 talinn vera til brúðabirgða og átti að falla úr gildi á ákveðnum degi og upp- lýst er að aldrei var gengið frá n 'jum samningi. Leigutaki gerði hins vegar þær breytingar á hús- næöinu, sem hann ætlaði sér í uophafi og jafnvel meiri og hóf siðan rekstur í því og rak hann í nálega ár, eða þar til hann varð gjaldþrota, með samkomu- lagi beggja og með þeim leigu- mála, sem gerður hafði verið. f>egar á þetta er litið, svo og atvikin að því, að bráðabirgða- samningurinn var gerður, þ.e. að leigutaki þurfti að tryggja sér leigurétt á þeim hluta hússins, sem hann hafði ekki fyrir, verð- ur að telja að bæði húseigendur og leigutaki hafi verið bundnir við efni bráðabirgðasamningsins þrátt fyrir niðurlagsákvæði hans.....“ — „Telur dómurinn samkvæmt því að leigumáli hafi verið í gildi með aðilum sam- kvæmt efnisákvæðum nefnds samnings, þegar Br. Br. varð gjaldþrota, og einnig ákvæðin um eignarrétt húseigenda að breytingunum að leigutíma loknum.“ f>á er sagt, að rétt þyki að líta svo á, að ákvæði samningsins um breytingar á fyrstu hæð hússins skuli einnig ná til kjallara og viðbyggingar, enda hafi bæði leigusali og leigutaki litið svo á og ekkert komið fram er benti til að annað hafi átt að gilda um þennan hluta breytinganna. Loks er sagt, „að þrátt fyrir fram- lagða matsgerð ríki óvissa um það, hvort um nokkra verðhækk- un á greindu húsi sé að ræða, enda viriðst verðmæti þess geta farið allmikið eftir því hevrnig hægt verði að hagnýta húsnæðið í framtíðinni, þ.e. hvort verði að hagnýta það eins og til var ætl- ast með breytingunum eða til annarra ólíkra nota. Samkvæmt því er nú hefir verið greint, tel- urinn rétturinn að taka beri svknukröfu stefndu til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður.“ — Dómsióll Framhald af bls. 1 haldi settar reglur um göng- urnar. Vegalengdin frá Selma til Montgomery er 80 km. og er tai- ið að gangan muni taka fimm úaga, en göngumenn muni hafast 'úð í tjöldum um nætur. Þessi mynd var tekin af þeim geimförunum Pavel Belyayev t.h. og Alexei Leonov t.v. á Rauða torginu í Moskvu áður en þeir lögðu upp í langferð sína út í geiminn. — AP — 18. marz. Geimfararnir tveir FYRIRLIÐINN á Voshkod II., Pavel Belyayev, er gamal- reyndur flugmaður með tveggja áratuga reynslu að baki. Hann gekk á flugskóla í heimsstyrjöldinni síðari og lauk prófi þaðan árið 1945. Yfirmenn hans í flughernum síðar bera honum mjög vel sögu fyrir nákvæmni, hæfni og skyldurækni, og segja hann einn sinna beztu manna. — Belyayev er einnig góður fall hlífarstökkmaður. Hann hefur verið sæmdur orðu Rauðu stjörnunnar og á auk þess í fórum sínum sjö heiðursmerki onnur. Pavel Belyayev er ættaður frá Vologda-héraðinu norðan Moskvu, fæddur 26. júní 1925. Hann á tvær dsetur með konu sinni, Tatjönu, Irinu 15 ára og Ljudmilu, sem er tíu ára. Alexei Leonov, sem fyrstur manna fékk að leika lausum hala í geimnum, hefur beðið eftir því að fá að fara geim- ferð síðan árið 1961, er Gaga- rin hreppti hnossið. Hann er einnig fluglærður maður eins og Belyayev og er nú við nám á Zhukovsky-flugverkfræði- skóla flughersins og hafði kynnt sér alla byggin-gu Vosh- kod II. rækilega fyrir geim- ferðina. Hann hefur kennt fall hlífarstökk og hefur sjálfur stokkið 115 sinnum. Leonov hefur heldur ekki farið varhluta af heiðursverð- laununum, á eina Rauða stjörnu, eins og Belyayev og tvö heiðursmerki önnur. Hann er aðstoðarritari í flokkssam- tökum geimfara og teiknar reglulega í félagsblað þeirra, Neptún, enda mjög drátthag- ur. Alxei Leonov er ættaður úr Síberíu, frá Altjj, og því sveit ungi geimfarans Titovs. Kona hans heitir Svetlana og eiga þau hjón eina dóttur barna, fjögurra ára gamla. Is landfastnr við Þingeyrorsond Blönduósi, 18. marz. SÍÐARI hluta vikunnar sem leið og fram á sunnudag var hafís hvarvetna við hafsbrún frá Vatns nesi að Skaga, séð frá Blönduósi. Eftir helgina hvessti af norð- austri ög þá rak ísinn vestur. ís- hrafl rak þá inn með Vatnsnesi austanverðu og var hann land- fastur þar og við Þingeyrasand. í dag sjást fáeinir stakir jakar norður af Vatnsnesi og austur undir Skaga. Jörð má heita al- auð, aðeins litlir snjódílar hér og þar og alldr gamlir. Vatnsnesfjall og Skagastrandarfjall eru örlítið grá á kollinum en hvergi annars staðar sést föl. öll vötn voru orð in alauð nema hvað ís hélzt að nafninu til á Laxárvatni og ! nokkurn hluta Svínavatns. Nú | er aftur kominn sterkur ís á vötn in. Háskólafyrir- lestur um hæf nis próf flu^mauna PRÓFESSOR- Arne Trankell frá UppeLdisfræðistofnuninni við Stokkhóimsháskóia fiytur erindi í boði Háskólans n.k. laugardag 20. marz kl. 2 e.h. í I. kennslu- stofu Háskólans. Erindið nefnist „Um hæt'nispróf fyrir áhafnir loftfara". Prófessor Trankell er sálfræðingur, og hefir hann að undanförnu fjallað mikið um ofangreint rannsóknarefni. Fyrir lesturinn verður fluttur á sænsku, og er öllum heimill að- gangur. — Sovéfrikin Framhald af bls. 1 „Geim-tvíburarnir“ Adrian Nikolayev og Pavel Popovich sinn í hvoru geimfarinu 15 fei'ð ir umhverfis jörðu. í júni 1963 fór svo Valerian Bykovski út í geiminn þann 14. og setti langdvalarmet geimfara er hann fór samtals 81 sinni kringum hnöttinn. Tvei.aur dögum síðar 16. júní varð svo Valentina Tereshkova til þess fyrst kvenna að leggja í geim ferð og fór 48 hringi umhverf- is jörðu. Síðast var það svo tíðinda í geimferðalögum í Sovétríkj unum er þremenningarnir Vladimir Komarov, Dr. Boris Yegorov og Konstantin Feokti stov fóru 16 ferðir í Sólarupp rás hinni fyrstu (Voshkod I.) í október í fyrra. Fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna var 5. mai 1961, þrem vikum eftir að Gagarin fór sina ferð. Það var Alan B. Shepard, sem þá ferð fór, en geimfari hans var ekki skotið á braut og heldur ekki geimfari Virgil I. Gríssom, sem sendur var 21. júlí sama ár. John H. Glenn varð fyrst- ur Bandaríkjamanna til þess að hringsóla kringum jörðina og fór hann þrjá hringi 20. febrúar 19>6-2. í maí fór svo Scott Carpenter af stað, þann 24. og fór lika þrjá hringi. Walter Schirra fór sex ferðir umhverfis jörðu 3. október 1962 og í maí næsta ár fór Leroy Cooper 22 hringi um- hverfis jörðu. —★— Tass-fréttastofan sagði í dag að sovézkir geimfarar ættu nú að baki slíkar vegalengdir í geimnum að samsvaraði 15 ferðum til tunglsins og heim aftur. Hefðu þeir farið meira en 11 milijón k'lómetra á fei'ð um sínum út í . n im en tunglið telst 384.395 km. frá jörðu. Þá sagði Tass að alls hefðu sovézkir geimfarar dvalizt 17 daga úti í geimnum, á braut- um umhverfis jörðu, en banda rískir geimfarar tæpa þrjá daga. — Geimferö Framhald af bs. 1' lengi Voshkod II. verður í ferð- ; inni, en lækna á jörðu mun langa mikið til að rannsaka nánar liðan Leonovs, sem segist sjálfur vera við beztu heilsu. Hann klæddist sérstökum búningi í „gönguferðinni“, sem fróðir menn segja að hafi vcrið á við geimhylki að öllum útbiinaði. Þetta er fyrsta geimferð Rússa síðan í október í fyrra, er þrír geimfarar flugu 16 sinnum hringinn í kringum jörðu í Voshkod I. Undanfarnar vik- ur hafa Riissar skotið á loft 10 Kosmoshnöttum til há- lofíaathugana á skilyrðum til geimskotsins. Voshkod II. fer umhverfis jörðu á 90 mínútum rúmum og er jarðfirrð tæpir 500 km en jarðnánd 173 km. Brezhnev talaði við geimfarana Leiðtogar Sovétríkjanna komu saman í Kreml til þess að fagna geimförunum og tala við þá í útvarpi. Leonid Brezhnev, aðal- ritari kommúnistaflokksins, hafði orð fyrir yfirvöidunum, óskaði geimförunum til hamingju með afrek þeirra, sem hann sagði taka fram djörfustu draumum manna og sagði, að flokksleið- togunum hefði þótt mikið til koma er þeir horfðu á það í sjónvarpinu þegar Leonov fór út úr geimfarinu úti í geimnum. Geimfararnir svöruðu og kváð- ust myndu rækja skyldur sínar við föðurlandið. Þeir töluðu einnig við Raúl Castro, varnar- máiaráðherra Kúbu, sem nú er staddur í Moskvu. Ekkert var um gamanyrði og allt fór þetta fram með stakri kurt og pí, ólíkt því sem var í október í fyrra er Krúsjeff var að gantast við geimfarana þrjá í Voshkod I. degi áður en honum var steypt af stóli. í fyrri fréttatilkynningu Tass í morgun sagði, að klukkan 10 að staðartíma í Moskvu( sem var klukkan sex að íslenzkum tíma) hafi verið skotið á loft úr Sovét- ríkjunum geimfarinu Voshkod II með tveggja manna áhöfn. Fyrir- liðinn sé Pavel Belyayev, en með honum sé Aiexei Leonov, báðir ofurstar að tign. Þá sagði að geimfarið héldi því sem næst til- ætlaða braut og færi umhverfis- jörðu á 90.9 mínútum, en jarð- nánd væri 173 km og jarðfirrð 435 km. Stöðugt útvarpssam- 'band væri við Voshkod II. og samkvæmt tiikynningu Belaya- yevs hafi áhöfn geimfarsins ekki orðið meint af geimskotinu. Leonov fer út úr geimfarinu Síðari tilkynning Tass-frétta- stofunnar var á þessa leið: Klukk an 11.30 að staðartíma í Moskvu (sem var klukkan hálf-átta í Reykjavík) skeði það í fyrsta sinn, að geimfari yfirgaf geimfar sitt, er það var á braut umhverf is jörðu og komst klakklaust inr. í það aftur. Á annarri hringferð- inni umhverfis jörðu fór Alexei Leonov, aðstoðarflugstjóri geim- farsins Voshkod II., klæddur sér- stökum geimbúningi með sjálf- virku öryggiskerfi, út úr geimfar inu og í allt að fimm metra fjar- lægð, gerði þar ýmsar athuganir og hélt svo aftur um borð í Voshkod II. heill á húfi og við beztu líðan“. Síðar sagði Tass að Leonov hefði „leikið lausum hala“ í geimnum í um 10 mínútur en áður hefði hann verið i aðrar tíu mínútur í aðlögunarklefa beim- farsins. Úti í geimnum hefði Leonov svo tekið kvikmyndir, aðgætt geimfarið að utan og gert ýmsar athuganir á jörðu og geimnum af þessum nýstárlega sjónarhóli. Sjónvarpað var frá ferðalagi Leonovs tveimur tímum síðar. Hann var kappklæddur að sjá, með hjálm mikinn á höfði og eitthvað sem virtist vera súrefn- ishylki á bakinu. Leonov steypti sér kollhnís og lét sig líða um geiminn, tengdur geimfarinu, sem sagt var að færi með 8 km. hraða á sekúndu eftir braut sinni, með langri taug, svo hann ekki yrði viðskila við það. —k— Mikiil fögnuður rikir í Sovét- ríkjunum vegna afreks Leonovs og um allan heim er geimferð þeirra Belyayevs mest umtöluð frétt í dag. Blöðin i New York segja frá viðburðinum og hafa um hann fyrirsagnir á borð við „Stórkostlegur sigur Rússa“ — „Maður á göngu um himingeim- inn“ — o.þ.u.l. — Farúk Framhald af bls. 1 Sadek), Fuad, sem nú er 13 ára gamall, til að vera við útför manns síns fyrrverandi. Farúk konungur fæddist 11. febrúar 1920 og var einkasonur Fuads I. Egyptalandskóngs. Fimmtán ára var Farúk sendur til Englands til náms, en ári síð- ar tók hann við ríkinu af föður sínum. í þann tíð var Farúk manna glæsilegastur, hár og grannur og fríður sýnum og sagð ur vel greindur lika. En snemma brá til hins verra um kónginn unga og Farúk varð innan tíðar manna þekktastur fyrir sukk og svall og sá þess innan tíðar eins ljós mörk á sjálfum honum o.g á stjórn landsins, sem hann þó rækti framan af allvei. Farúk gekk að eiga Faridu prinsessu 1937 og ól hún honum þrjár dætur en árið 1948 skildi konungur við hana og bar því við að hún hefði ekki alið honum son. Árið 1952 giftist Farúk öðru sinni, ungri stúlku af borgaraieg um ættum, Narriman Sadek. — Farúk sagði af sér í júlí 1952 og hvarf úr landi en til konungs var tekinn sonur hans tveggja mánaða og ríkisráð tilnefnt að fara með völdin í hans stað, en ári síðar var konungdæmi afnum ið í Egyptalandi. Þau þrettán ár sem Farúk hef- ur lifað í útlegð hefur hann aðal lega haidið sig á Ítalíu og í Sviss og þar hafa börn hans fjögur gengið í skóla. Akranesi, 18. marz. Nýlega gerðust þær sveiftur innan lögregluliðs bæjarins, að tveir lögregluþjónarnir voru slegnir til riddara og skipaðir varðstjórar. Voru það þeir Bjö.rn H. Björnsson og Bent Jónsson. Alls eru lögregluþjónar bæjar- ins 7 taisins. Eins og áður er Stefán Bjarnason yfirlögreiriu- þjónn. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.