Morgunblaðið - 19.03.1965, Blaðsíða 19
FSstudagur 19. marz 1965
MORGUNBLAÐIÐ
lö
Jón Hnefill Aðalsteinsson;
Uppsölum 28. febr. 1965 brigðir hefur lagða. Er þar ok brim fyrir útan, en haf svá
20. þ. m. varði Bo Alm-
qvist, fyrrum sendikenn-
ari á íslandi doktorsritgerð
hér við háskólann um nor-
ræn níðkvæði. Fyrsti and-
mælandi var prófessor Ein
ar Ólafur Sveinsson. Lauk
hann miklu lofsorði á rit-
gerðina og taldi norrænum
vísindarannsóknum að
henni verulegur fengur. —
Þar sem efni þessarar rit-
gerðar er að miklu leyti
sótt í forníslenzkar heim-
ildir, og sumar niðurstöð-
ur dr. Almqvist snerta ís-
land sérstaklega, þykir á-
stæða til að gera ritgerð-
inni hér nokkur skil.
NORRÖN NIDDIKTNING,
traditionshistoriska studier
i versmagi, 1 nid mot
furstar av Bo Almqvist;
Almqvist & Wikseli 1965,
260 bls. kr. 25.—.
Höfundur getur þess í inn-
gangi, að frumdrög þessara
rannsókna forms níðs séu at-
huganir, sem hann hafi gert á
íslenzkum kraftaskáldum og
ákvæðaskáldum, og mun í
framtíðinni fleiri binda að
vænta af hans hálfu um þessi
efni. Doktorsritgerðin skiptist
í fjóra kafla, er svo heita: 1.
Um hugtakið níð. 2. Um Níð-
vísur Egils Skalla-Grímssonar.
3. Haraldsníð. 4. Jarlsníð. f
fyrsta kapítula rekur höf-
undur skýringar, sem fram
hafa verið settar á orðinu níð
og tilfærir síðan úr fornum
iögum dæmi um níð og þau
viðurlög, sem við því er að
! finna. Kemur fram að greinir
níðsins eru einkum tvær:
tunguníð og tréníð, eins og
það er nefnt; sagt fram eða
rist rúnum og táknum. Tungu
níðið hefur oftast verið í
bundnu máli, og sýna ítarleg
og löng ákvæði fornra laga,
að mönnum hefur verið gjarnt
að igrípa til þessa vopns og
þeim, sem fyrir urðu hefur
þótt allt annað en gott undir
að liggja. Allur er þessi kafli
hinn fróðlegasti aflestrar og
gefur góða mynd af alvarlegu
viðfangsefni fornrar sögu.
; Annar kafli ritgerðar Alm-
| qvists er helgaður Agli Skalla-
| Grímssyni og viðskiptum
hans við Eirík konung og
Gunnhildi. Kemur þar fyrst
til umræðu níðstöngin, sem
Egill reisti þeim hjónum.
Leiðir höfundur að því gild
j rök að hér hafi um níðstöng
verið að ræða, en á það hafa
verið bornar brigður. Dæmi
úr Vatnsdælu, Gesta Danorum,
Gulaþingslögum og Frosta-
þirugslögum virðast skera úr
um þetta og er niðurstaða höf-
undar sú, að slíkar stengur
hafi verið reistar til tjóns og
háðungur og athöfnin öll verið
samslungin trú og töfrum
heiðins siðar.
Þá eru skýrðar vísur Egils:
Svá skyldi goð gjalda, oig Lög-
að mestu fylgt fyrri skýring-
um, nema hvað því er hafnað
að landáss og landalfr geti
átt við Þór eða Óðin og telur
höfundur að þar beini Egill
máli sínu- til landvætta.
Haraldsníð heitir þriðji
hluti ritgerðarinnar og fjallar
um níð íslendiniga mót Har-
aldi Gormssyni Danakónungi.
Þar er fyrst tekin til athug-
Bo Almqvist
unar og skýringar vísan: Þás
sparn og mó marnar og rakin
í því sambandi skyld dæmi úr
fornum bókum. Þá er rakin
saga þess, er Haraldur kon-
ungur hugðist hefna níðsins
og sendi mann í hamförum til
íslands: Frásögn Heims-
kringlu um atburðinn er á
þessa leið:
Haraldr konungr bauð
kunngum manni at fara í
hamförum til íslandz ok
freista, hvat hann kynni segja
honum; sá fór í hvals-líki. En
er hann kom til landzins, þá
fór hann vestr fyrir norðan
landit. Hann sá, at fjöll öll ok
hólar váru fullir af landvéttum
sumt stórt, en sumt smátt. En
er hann kom fyrir Vápnafjörð,
þá fór hann inn á fjörðinn ok
ætlaði í land at ganga. Þá fór
ofan ór dalnum dreki mikill
ok fylgðu honum margir orm-
ar, pöddur ok eðlur, ok blésu
eitri á hann; en hann lagðisk
í brot ok vestr fyrir land alt
fyrir Eyjafjörð; fór hann inn
eptir þeim firði; þar fór móti
honum fugl svá mikill, at
vængirnir tóku út fjöllin
tveggja vegna, og fjölði ann-
arra fugla bæði stórir ok
smáir. Braut fór hann þaðan
ok vestr um landit ok svá
suðr á Breiðafjörð ok stefnði
þar inn á fjörð. Þar fór móti
honum griðungr mikill ok óð
á sæinn út ok tók at gella
ógurliga; fjölði landvétta
fylgði honum. Bott fór hann
þaðan ok suðr um Reykjanes
ok vildi ganga upp á Vikar-
skeiði. Þar kom í móti honum
bergrisi ok hafði járnstaf í
hendi, ok bar höfuðit hæra en
fjöllin, ok mangir aðrir jötn-
ar með honum. Þaðan fór
hann austr með endlöngu
landi — “var þá ekki, segir
hann, nema sandar ok örævi
mikit millim landanna, segir
hann, at ekki er þar fært
langskipum." Þá var Brodd-
Helgi í Vápnafirði, Eyólfr
Valgerðarson í Eyjafirði,
Þórðr gellir í Breiðafirði,
Þóroddr goði í Ölfusi.
Athyglisverðasta niðurstaða
höfundar í sambandi við skýr-
ingu þessarar sögu, er sú, að
verur þær er fóru fyrir gegn
sendimanni Haralds hafi ekki
verið landvættir. Bendir hann
m.a. á, að í frásötgn Snorra,
sem tekin er hér, er hvergi
sagt, að drekinn, fuglinn,
griðungurinn eða risinn séu
landvættir. Um griðunginn er
það aðeins sagt, að fjöldi
landvætta hafi fylgt honum.
Að öðru leyti er niðurstaðan
fengin af samanburði við aðr-
ar heimildir, sem lýsa land-
vættum, og mjög á annan veg
en framanigreindum verum. f
framhaldi af þessu er svo
leidd að því rök af samanburði
við aðrar heimildir, að ofan-
nefndar verur eigi í sögunni
að tákna fylgjur eða ham-
yngjur umgetinna fjögurra
höfðingja.
Það skal tekið fram, að
fyrsti andmælandi hreyfði
mótbárum við sumum rök-
semdum höfundar við skýr-
ingu þessarar frásagnar. M.a.
taldi hann ekki rétt að varpa
fyrir róða kenningartilgátu
Matthíasar Þórðarsonar að
guðspjallatáknin væru fyrir-
myndir veranna fjögurra oig
eins taldi hann ekki loku
fyrir skotið, að Snorri hefði
talið hér um landvætti að
ræða þó hann nefndi það ekki
berum orðum.
Síðasti kafli ritgerðarinnar
heitir Jarlsmð og fjallar um
níð Þorleifs Ásgeirssonar gegn
Hákoni jarli Sigurðssyni. Er
þar m.a. sýnt fram á hve
áþreifanleg áhrif níðið getl
haft samstundis.
Það leiðir af sjálfú að í
fáum orðum er ekki hægt að
greina að gagni frá vísindariti
eins oig þvi, sem hér hefur
verð gert að umræðu. En auk
þess efnisyfirlits, sem nefnt
hefur verið, fylgir útdráttur á
ensku, tilvitnuð heimildarrit
eru um 300 tálsins auk óprent-
aðra skjala og í bókarlok
fylgir skrá yfir forn orð, sem
sérstaklega eru skýrð í texta.
Eins og áður segir hefur
doktorsritgerð Bo Almqvists
fengið mjög góða dóma sér-
fræðinga. í löngu oig lærðu
erindi fann prófessor Einar
Ólafur Sveinsson ritgerðinni
fátt til foráttu en margt til
gildis. Lauk hann máli sínu
með því að telja doktorsefni
mjög vel að nafnbót sinni
kominn. Annar andmælandi,
Britt Marie Insulander, FK
kvartaði yfir að hafa ekki haft
erindi sem erfiði við leit að
villum og rangfærslum. Þriðji
andmælandi, Göran Rosander
FL, mætti til leiks með stöng
og hestshauskúpu, en þriðji
andmælandi er hér ætlaður til
skemmtunar áheyrendum.
Jón Hnefill Aðalsteinsson.
Háseta vantar
á góðan netabát. — Upplýsingar í Fiskmiðstöðinni
h.f., símar 13560 og 17857.
A T H U G I Ð
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsia
í Morgunbtaðinu en öðrum
biöðum.
SVlMING BEIMEDIKTS
GUIMIM/VRSSOIMAR
BENEDIKT Gunnarsson er með
málverkasýningu í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins og sýnir að þessu
sinni 41 olíumálverk ásamt
nokkrum „Gríngrafik“ myndum,
er hann hefur gert í tilrauna-
skyni með eins konar ljósmynda-
tækni. Það er orðið nokkuð síð-
an Benedikt sýndi seinast, en
hann hefur haldið fjórar einka-
sýningar, frá því hann hóf list-
feril sinn.
Benedikt er ungur maður, en
hann hefur fengizt við myndlist
nokkuð lengi og er því enginn
byrjandi. Hann er vel mennt-
aður í fagi sínu og er því ekki
einn þeirra, sem setið hefur
nokkra mánuði á kvöldnámskiði
og stokkið síðan til þess að sýna
vinum og ættingjum hvað hann
geti fært fjallið og húsið ná-
kvæmlega upp á léreftið. Havet
er blaat, Himlen er graa — segir
í dönskum slagara. Því miður eru
það allt of margir, sem kalla sig
listmálara án þess að hafa nokk-
uð til þess unnið. En þetta var
smá útúrdúr. Ef maður tæki allt
alvarlega sem fram kemur í mál-
flralist hérlendis, er ég hræddur
um að erfitt yrði að gera sér
grein fyrir hvað ar gott og hvað
er hismi.
Þessi sýning Benedikts Gunn-
arssonar er skemmtileg, og ekki
sízt fyrir þá, sem fylgzt hafa
með fyrri sýningum Benedikts.
Svo auðséð er framförin hjá lista
manninum. Hann er sístarfandi
og hefur þróazt bæði í stíl og
vinnubrögðum. Honum hefur nú
tekizt að ná miklu betri árangri
í litameðferð sérstaklega, en áð-
ur fyrr. Nú eru mynddr hans
samrýmdari í litnum og ekki eins
harðar í tónum og vildi stundum
koma fyrir í fyrri verkum Bene-
dikts. En einmitt þetta atriði var
dálítið erfitt fyrir listamanninn
og honum tókst stundum alls
ekki að ná samræmi í sterkustu
litum, sem honum var gjamt að
nota. Hann byggir og þessar nýju
myndir á fjörlegan hátt og notar
alls konar hryfingar til að leiða
augað yfir myndflötin. Mér
finnst Benedikt ná sér bezt á
strik, þegar hann vinnur ekki á
mjög stór léreft. Það er eins og
honum hæfi betur að mála meðal
stærðir en að glíma við stærri
fleti. Þetta er ekki löstur á nein-
um listamanni, síður en svo, en
það getur tekið nokkurn tíma
fyrir listamenn að finna einmitt
þær stærðir, sem hæfa þeim
bezt. Ekkert listaverk er afrek
vegna stærðar, heldur hvernig
það er skapað fyrst og fremst.
Ég held að þessi sýning eigi eftir
að sanna Benedikt sjálfum, að
yfirleitt takist honum betur, þeg-
ar hann vinnur í smærri flöt. Svo
er það annað mál, hvort þessi
eða hin stærðin passi fyrir þetta
eða það efni sem unnið er með
og aðferð. Það er ekki í ofsögum
sagt, að erfitt sé að koma saman
málverki á sæmilegan hátt. Það
er margt, sem spilar með í því
orkestra, sem listamaðurinn verð
ur að stjórna af allri sinni þekk-
ingu og þrótti.
Ég hafði ánægju af þessari sýn
ingu Benedikts Gunnarssonar, og
ég held, að mér sé óhætt að full-
yrða, að þetta sé bezta sýning er
hann hefur sett saman. Það er
mikil framför í þessum verkum,
og hvað er ánægjulegra fyrir
sanni einmitt þetta.
Valtýr Pétursson.
Sumarbústaður
við Þingvalla- eða Álftavatn óskast til Ieigu. —
Aðeins vandaður bústaður kemur til greiná. —
Tilboð merkt: „Sumarbústaður — 9987“.
Iðnfyrirtæki
Iðnfyrirtæki með mjög fullkomnum vélakosti í starf
rækslu er til sölu. Húsnæði gæti e. t. v. fylgt. —
Upplýsingar í síma 17979 milli kl. 14 og 16 þessa
viku.
VÉLSTJÓRAR!
Landhelgisgæzlan óskar að ráða tvo vélstjóra til
starfa á varðskipum. — Umsóknir sendist Land-
helgisgæzlunni fyrir 31. þ.m.
WEDA
BRUNNDÆLUR
• Eru fáanlegar með mismun-
andi afköstum, allt að 3200
mín./lítrar.
• Með eða án sjálfvirks rofa,
þannig að dælan vinnur
þegar vatn myndast.
• Frágangur á mótor er þann-
ig, að sökkva má dælunni í
vatn.
• Jafnt fyrir sjó og ferskt
vatn.
• Þrýstingur allt að 55 m. hæð.
• Hentugar fyrir fiskvinnslu-
stöðvar, byggingafram-
kvæmdir o. fl.
Suðurlandsbraut 16.
• Sími 35200.
Gunnar Ásgcirsson