Morgunblaðið - 19.03.1965, Side 25

Morgunblaðið - 19.03.1965, Side 25
T Föstuðagur 19. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 Þýddi Gunnar Gunnars- son og Dario Fo Stutt spjall við Bertii Boden DBGI var tekið að halla og birt- an yfir Reykjavík og sundunum aevintýraleg rétt fyrir sólarlag, þegar fréttamaður Morgunblaðs- ins barði að dyrum á tíundu bæð háhýsisins Austurbrún 2 til að ná tali af sænska leikhús- manninum og þýðandanum Ber- til Bodén, sem hefur búið þar undanfarna viku ásamt sænska leikstjóranum Christian Lund, sem setti farsana eftir Dario Fo Bertil Boden é svið i Iðnó. Ur gluggum íbúðar- innar blasti vfð dýrlegt útsýni í vestur og norður, yfir borgina, eyjarnar og sundin. Bodén átti ekki nægilega sterk orð til að lýsa hrifningu sinni yfir birt- unni á íslandi — hún mir.nti , hann á Miðjarðaitiafslönd og þá einkum ítaliu, sem er honum kunnust og kærust. Bodén hafði daginn áður ekið til Þingvalla í blíðviðri með Jökli Jakobssyni og lent í eftir- tninnilegri sváðilför, en það sem honum var þó minnisstæðast var eögustaðurinn sjálfur, marg- breytilegt landslagið og sú sögu- lega helgi sem staðurinn andar frá sér. Hann kvaðst hafa haft *vipaða tilfinningu á Þingvöllum eins og á hinum fornhelga stað Grikkja, Delfí. Vikudvöl Bodéns á fslandi var fyrsta heimsókn hans til Sögu- eyjarinnar, en hann hefur áður haft mikil og góð kynni af ís- lenzkum anda í verkura Gunn- ara Gunnarssonar, en nokkur þeirra þýddi hann á sænsku á eínum tíma. Það verk hót hann óiið 1ÍL53 me'ð „Fjallkirkjunm", sem kom út í þremur bmdum í Svíþjóð. Síðar þýddi hann einnig „Jón Arason“ og „Brimihendu“. Kvað hann Gunnar Gunnarsson eiga stóran hóp aðdáenda í Svr- þjóð, enda hefði hann mjög ver- ið orðaður við Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Bodén kynntist Gunnari fyrst þegar hann hóf eð þýða rit hans og hefur að •jálfsögðu heimsótt hann í þess- *ri fyrstu för sinni hingað. Talið barst síðan að leiklistar- ■náilum, því Bertii Bodén er mað- urinn sem hefur kynnt Norður- landabúum ítalska farsahöfund- inn og þúsundþjalasmiðinn Dario Fo og hefur nú einkarétt á verk um hans fyrir alla heimsbyggð- ina utan Ítalíu. Hefur hann m.a átt þátt í að koma leikritum Fos á framfæri í Þýzkalandi og Austur-Evrópu, þar sem þau hafa notið fádæma vinsælda fyrir gagnrýni sína og skoplega mynd af skriffinnskunni, hinni opin- beru spillingu og ö'ðrum ósóma. Bertil Bodén var leiklistargagn rýnandi í Svíþjóð um 10 ára skeið, og árið 1953 hlaut hann styrk til hálfs árs námsdvaiar á Ít.alíu til að kynna sér leikhús- mál þar. Arangur þeirra kynna varð m.a. sá, að hann þýddi ein tíu leikrit eftir Pirandello á sænsku, þau fyrstu í samvinnu við ítalsikan kunnáttumann, en helmingur þessara verka voru einþáttungar. Árið 1959 bárust Bodén í hend ur einþáttungar Darios Fos og varð strax Ijóst, að þar var á ferð snillingur sem vert væri a'ð gefa gætur. Hann hóf þegar í stað að þýða einþáttungana og lauk við þá alla, átta talsins. Síð an hófst tveggja ára barátta fyrir að fá þessi verk sýnd í Svíþjóð. Hún gekk treglega sökum þess að sænskir leikhúsmenn töldu Dario Fo ekki eiga erindi við Norðurlandabúa, þó þeir vi'ður- kenndu hæfileika hans og frjótt ímundarafl. Loks varð það úr, að Borgarleikhúsið i Stokkhólmi réðst í að taka þrjár af einþátt- ungunum til sýningar haustið 1962 undir leik .jórn Hans Dahl- ins (sem er ísiendingum kunnur af sviðssetningu hans á „Georges Dandin“ eftir Moliere í Þjóðleik húsinú haustið 1960). Tveir þess ara einþáttunga voru þeir sömu og nú eru sýndir í RSnó. „Lík til sölu“ og „Nakinn maður og ann- ar í kjólfötum", en sá þriðji nefndist „Betri er þjófur í hús- inu en snurða á þræðinum." Sýningin fékk mjög góðar við- tökur, og Dahlin var fenginn til að setja þrjá einþáttunga éftir Fo á svið í Helsinki, og varð sama uppi á teningnum þar. Síð- an má segja að Dario Fo hafi fari'ð sigurför um Norðurlönd. Eitt leikrit hans, í þrem þáttum, „Erkienglarnir hafa ekki rangt við,“ var t.d. sýnt í þremur leik- húsum í Finnlandi samtímis. Hef uj- hann verið mjög mikið leik- inn í Finnlandi, enda eru þar nú 45 starfandi leikihús, þar af 15 atvinnuleikhús, og er það helm- ingi meira en í Svíþjóð. í Noregi voru nokkrir einþátt- ungar Darios Fos leiknir í Þjóð- leikihúsinu (Nationalteatret) haustið 1963, og í ráði er að sýna þar næst síðasta langa leikrit hans, „ísaibella“, sem fjallar um Kólumbus. Riksteatret hefur ferð azt um Noreg me'ð tvo af ein- þáttungum Fos. í Danmörku hefur Fo einnig unnið sér f rægð. Fiolteatret sýndi tvo af einþáttungum hans snemma árs 1963, og síðan hafa nokkur verk hans verið leikin bæði í Árósum og Álaborg. Á næsta ári tekur Folketeatret til sýningar langt leikrit eftir hann. „Sá sem stelur fæti velöur hepp inn í ástum.“ í Svíþjóð hafa sex af eimþátt- ungum Fos verið leikmr í yms- um leikhúsum, bæði í Stokk- hólmi, Málmey og Gautaborg. í haust sýnir Borgarleikhúsið í Stokkhólmi „ísabella“. Einn af eimþáttungunum, sem frumsýnd- ir voru í Iðnó á miðvikudags- kvöldið, „Þegar þú verður fátæk- ur skaltu veróa kóugur'*, hetur ekki verið sýndur fyrr í norrænu leikhúsi. Síðustu árin hefur staðið mik- ill styr um Dario Fo í heimalandi hans. í ársibryjun 1962 var byrj- að að sýna einþáttungana atta í sjónvarpi. Þeir voru leiknir af leikflokki hans undir hans eígin stjórn. Hlutu þeir miklar vin- sældir. Haustið 1962 gerði Fo samning við ítalska sjónvarpið um að flytja hálfsmánaðarlega skemmtiþætti í sjónvarpinu, sem hann ætti sjalfur að semja og sviðsetja með flokki sinum. Þess ar sýningar hófustu í september 1962 og gekk ai.lt vel í fyrstu. Hann skopaðist að mafíunni, skrif stofuveldinu, þýzku fangabúðun- um í strfðinu, en svo samdi hann djarfan þátt um frægt hneyksli í sambandi við nýbyggingar, og daginn fyrir sýninguna var hon- um tilkynnt, að strika yrði út ákveðin atriði úr textanum. Hann lét kyrrt liggja fram á næsta dag, en klukkutíma áður en sýningin skyldi hefjast, sagði hann sig úr lögum við sjónvarp- ið, neitaði að sýnu og benti á augljós samningsrof, þar sem skýrt var teki'ð fram í samningn- um, að ekki maétti hreyfa við textum Fos. Þetta vakti gífur- lega reiði á Ítalíu, blöðin skrif- uðu stórar forsíðufréttir um at- burðinn og hann var ræddur í þinginu. Kvöldið sem þetta gerðist söfn- uðst fjölmargir leikarar og aðrir listunnendur saman fyrir fram- an heimili hans méð blys og kröfuspjöld. Var hann ákaft hyllt «r, og þessi alda breiddist síðan út um alla Italíu, en hann á efcki afturkvæmt í sjónvarpið og harm ar það ekki. Sjónvarpsstjórnin höfðaði mál á hendur honum og hann kom fram með gagnákæru. Máiaþófið stóð í hálft ár eða svo, en rann síðan út í sandmn. Bodén telur að leikrit Fos um Kólumibus, „ísabella", eigi rætur sínar í þessu máli. Það fjallar m.a. um málaferlin á hendur Kólumbusi fyrir þá sök, að hann kom ekki heim með gullið sem hann hafði heitið. Leikurinn fjaii ar öðrum þræði um táningar- frelsi listamannsins. Enski ieik- stjórinn Peter Brook hefj" haft mikinn áhuga á þessu verki, og var í ráði að sýna það í Aldwyctl leikhúsinu, en Bodén er ekki kunnugt um, hve langt það mól er komi'ð. í Frakklandi eru leik* húsmenn líka að fá áhuga á Fo, en hann hefur ekki enn ver- ið leikinn þar eða í enskumæl- andi löndum. Einbýlishús til sölu á fögrum stað, við Langagerði. 5 herb. íbúð ásamt heimild til stækkunar og bílskúrsréttindum. Möguleikar að selja sama í tvennu lagi, sem tvær 2ja herb. íbúðir. — Þeir sem hafa áhuga á húsinu, sendi tilboð til afgr. Mbl., merkt: „Þriðjudagur — 9990“. Iðnaðarhúsnœði í Múlahverfi til leigu nú þegar. Stærð hússins er 300 ferm. -á jarðhæð. Húsnæðið er fullfrágengið. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Múla- hverfi — 1929“. Afgreiðslustúlka óskast strax í bóka- og ritfangaverzlun í miðbænum. Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 392. -Gott málofni -Góð vara 120 legundii — þar ó meðal: Vppþvottaburstar, Sápuburstar, Bolla- burstar, Pelaburstar, Flöskuburstar, Fata- burstar, Gólfkústar, Rykkústar, Miðstöðv arofnaburstar, Krókburstar, Skóburstar, Skóáburðarburstar, Teppaburstar, Bað- burstar, Baðkarsburstar, Klósettburstar, Naglaburstar, Bílaburstar. + FRAMLEIÐENDUR BLINDRA VINNU STOFAN . JOHNSON& Gluggakústar, Gólfskrúbbar, Tlandskrúbb- ur, þveglar, Þvottaburstar, Brúsaburstar, Fiskburstar, Fötuburstar, Kalkkústar, Götukústar, Leikfangakústar, Leikfaaga- skrúbbur. HEILDSÖLUBIRGÐIR:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.