Morgunblaðið - 19.03.1965, Qupperneq 32
ÍSERVIS
SERVIS
SERVIS
SERVIS
SERVIS
Servis
Htkls LAUGAVEGI
Komstekkiáneina
höfn á Ströndum
STRANDFERÐASKIPIÐ Skjald-
Iireið varð í gær að snúa við á
Húnaflóa snkum þess að sigl-
ingaleiðin fyrir Horn er alger-
lega lokuð. Skipið er með vörur
á 7 hafnir á Ströndum og hafði
komið með þær autan fyrir land.
Átti skipið að losa vörur á
Ingólfsfirði, Norðurfirði, Gjögri,
Kaldrananesi, Drangsnesi og
Hólmavík, en varð frá að hverfa
er reynt var að sigla inn á Stein-
grímsfjörð, sem var nærfellt full
ur af ís.
Hélt Skjaldbreið þá yfir til
Hvammstanga og losaði þar varn
ing þann er fara átti á Stranda-
hafnirnar.
Skjaldbreið verður síðan siglt
aftur austur fyrir land og mun
taka vörur á Siglufirði og Kópa-
skeri.
Samkomulag við iðn-
rekendur á Akureyri
Akureyri, 18. marz.
SAMKOMULAG tókst laust eftir
miðnætti í nótt milli Iðju á Akur
eyri og nokkurra iðnrekenda um
lausn vinnudeilunnar, sem staðið
bcfir að undanförnu og leitt hafði
til vinnustöðvunar siðan um
helgi.
Samið var um óbreytt kjör iðn
verkafólks fram til 5. júní n.k.,
en iðnrekendur féllust á, að
greiða fullt kaup þá þrjá daga,
sem verkfallið stóð. Þá féllst
samninganefnd Iðju á að eflir
þann tíma skuli gilda sömu
samningar fyrir meðlimi Félags
ísl. iðnrekenda á Akureyri og
taka muni gildi í Reykjavík eftir
5. júní
Rafiýsing fró
Elliðadm upp
oð Rauðavatni
RAFMAGNSSTJÓRI hefur til I
kynnt borgarráði, að Raf-
magnsveita Reykjavíkur hafi j
sett inn á framkvæmdaáætlun
sána götulýsin.gu Suðurlands-1
brautar. Verður götulýsingin |
sett upp við þessa miklu um-1
ferðaræð, allt frá Elliðaánum
og upp að Rauðavatrii. Verður '
því Suðurlandsbrautin öll upp I
lýsit þar sem hún liggur gegn- l
um hið nýja íbúðarhverfi við ,
Árbæjarbletti og Selás. Raf-'
magnsstjóri segir að fram-
kvæmdir við uppsetningu götu |
lýsingarinnar verði lokið á,
þessu ári.
Vinna hófst aftur í dag í verk-
smiðjum hér.
Vinnustöðvunin náði til Klæða
gerðarinnar Amaró, Fatagerðar-
innar Burkna, Súkkulaðiverk-
smiðjunnar Lindu, Kexverksmiðj
unnar Lórelei . og Efnagerðar
Akureyrar.
Afli Akranesbáta
Akranesi, 18. marz.
AFLAHÆSTUR á þorskanetun-
um hér í gaer var Haukur RE
með 30 tonn, Fram hafði 9 tonn,
Ver 8, Höfrungur I. 7, Sigurborg
6, Sigurfari 5 og Sæfari 3 tonn.
Skírnir, Höfrungur II. og Anna
komu ekki inn í gær, höfðu ís
meðferðis um borð. Höfrungur
III, landaði í gær tæpum 600
tunnum af loðnu, sem öll fer í
braéðslu.
Fréttamenn Mbl. flugu í gær n orður á Strandir, þar sem ísinn úr Húnaflóa hefur þrengt sér
inn á hvern fjörð og flóa. Þarna kúrir þorpið Djúpavík undir háu fjalli og með ísbreiðuna
alveg upp að bryggjum. Ljósm. Ól. K. Mag. — Sjá frásögn og myndir á bls. 20.
Tíundi almenni starfsfræðslu-
dagurinn haldinn á sunnud.
NÚNA á sunnudaginn n.k. verður
tíundi almenni starffræðsludag-
urinn haldinn í Iðnskólanum í
Reykjavík. Eru þeir, er verða leið
beinendur á þessum starfsfræðslu
degi, beðnir um að mæta í Há-
tíðarsal Iðnskólans kl. 13.20.
í Hátíðasal mun forseti íslands,
herra Ásgeir Ásgeir flytja ávarp
og stúlknakór undir stjórn Jóns
G. Þórarinssonar mun syngja en
að athöfninni lokinni lefkur
drengjahljómsveit undir stjórn
Karls O. Runólfssonar í anddyri
skólans eða úti fyrir aðaldyrum
ef veður leyfir.
Skólinn verður opnaður al-
menningi kl. 14 og stendur starfs
fræðslan til kl. 17. Þarna'verða
veittar upplýsingar um 170 starfs
greinar, skóla og stofnanir en
leiðbeinendur verða mun fleiri
Til samanburðar má igeta þess að
á fyrsta starfsfræðsludeginum,
sem haldinn var 18. marz 1956,
var leiðbeint um 67 starfsgreinar
og þá voru leiðbeinendur 70 að
tölu.
Helztu nýjungar er verða á
þessum starfsfræðsludegi eru, að
EILUGVÉL Landhelgisgæzlunnar
fór í ískönnunarflug í gær. Sam-
fcvsemt frétt frá gæzlunni í gær
var ísinn svo sem hér segir:
Frá Straumnesi lá ísinn í hér
um bil vestur. Austur að Horni
var sæmilega greiðfært í björtu,
em iJifært þaðan að Óðinsboða.
Mjög þéttur ís 2—6 sjómilna
hreiður lá að landi frá Horni inn
undir miðjan Hrútafjörð og fyllti
firði og víkur í því svæði. Lítill
ís var á grunnslóðum fyrir Norð-
urlandi, mest frá Rifstanga að
Langanesi og inn á Þistilfjörð,
en þó fært þar í björtu.
íshroði með fjörum á vestan-
verðum Skagafírði og innan við
Drangey.
Fært var með Jandinu sunnan
Langaness. Mest íshrafl var við
Digranes. en enginn ís sást sunn
an Bjarnareyjar.
Nokkrir borgarísjakar stórir og
smáir voru út af Húnaflóa 20—60
sjómílur ANA af Horni.
Allur var ísinn frekar gisinn
15-—20 sjómílur út o,g þakti þar
um 2/10 tíl 5/10 sjávar.
Frá Langanesi náði ís um 70
sjómílur í austur.
þarna verða fulltrúar fyrir kvik-
myndagerð, sjónvarpstækni, end-
urskoðun, ónæmisfræði, Félags-
málastofnunina, bílamálun,
Tækniskóla íslands, blaðajós-
myndara, fóstruskólann, náms-
flokka Reykjavíkur, íþróttakenn-
araskóla íslands, tízkuteiknun,
vefnaðarkennara, söngkennara,
Tónlistarskólann, ferðamál og
Veiðimálastofnunina. Þá verður
fræðslusýning byggingarefna-
rannsókna oig fræðslusýning Iðn
aðardeildar en það er einnig nýj
ung á starfsfræðsludeginum.
Þá má einnig geta þess að í
sambandi við þennan starfs-
fræðsludag verður fræðslu að fá
á 42 fræðslusýningum og vinnu-
stöðum og í stofu 401 í Iðnskól-
anura verður sýnd kvikmyndin
„Bóndi er bústólpi", en aðgöngu-
miðar á kvikmyndasýninguna
fást í Landbúnaðardeild á starfs-
fræðsludaginn.
Þá munu eftirtaldir vinnustað-
ir verða heimsóttir: Barnaheim-
ilið Haigaborg, Húsmæðrakennara
skólinn við Háuhlíð, verkstæði
Flugféiags íslands, Volkswagen-
verkstæðið Laugavegi 170, Loft-
skeytastöðin á Rjúpnahæð, Blikk
smiðja og tinhúðun Breiðfjörðs
Sigtúni 7, Vélaverkstæði Sigurð-
ar Sveinbjörnssonar Skúlagötu 6,
Radíóverkstæði Landssímans við
SöJvhóJsgötu, SJökkvistöðin, sjáJf
virka símstöðin Digranesvegi 8,
KÓDavoei oie Skipasmíðastöðin
Stálvík við Arnarvog. Strætis-
vagnar munu ganga á milli Iðn-
skólans og vinnustaðanna en að-
göngumiðar að vinnustöðunum,
sem einnig gilda í strætisvögnum
merktum heitum vinnustaðanna,
fást hjá fulltrúum viðkomandi
starfsgreina í Iðnskólanum.
Að uppsetningu starfsheita otg
öðrum undirbúningi í Iðnskólan-
um vinna auk fagmanna, nem-
endur úr 6. l>ekk Verzlunarskól-
ans og nemendur úr Gagnfræða-
skóla verknáms. Þá má geta þess
að nemendahópar frá Ólafsvíls,
Hellissandi og Stykkishólmi hafa
boðað komu sína á þennan starfs
fræðlsudag og er það í fyrsta
skipti sem starfsfræðslan fær
heimsókn svo langt að.
Suðurlonds-
síldarverðið
ókveðið
í GÆB ákvað yfirnefnd verff
lagsráðs sjávarútvegsins verð
á fersksíld, sem veiðist á Suð-
urlands- og Vesturlandssvæð-
inu og er það sem hér scgir:
Kr. 1,56 viff skipshlið á síld
sem fer til frystingar, söltunar
og flökunar, reiknað eftir nýt-
ingu-
Kr. 1,40 fyrir síld, sem fer
í verksmiðju, tekin upp til
hópa.
Kr. 1,00 fyrir síld til skepnu
fóðurs.
Verð þetta gildir frá 1. marz
til 15. júní.