Morgunblaðið - 19.03.1965, Síða 12
12
MORGUNBLAÐID
FSstudagur 19. marz 1965
Yfir ísi þðktum fjðröum á Ströndum
— ÍSINN er fallegur, því verð
ur ekki neitað, sagði Guðjón
oddviti í Kjörvogi, við frétta-
menn Mbl. á flugvellinum á
Gjögri í gær, þegar við horfð-
um út yfir ísbreiðuna, sem lá
meðfram öllum ströndunum
og fyllti Reykjarfjörðinn, svo
sem aðra firði og víkur vestan
megin Húnaflóa. Flóinn virð-
ist orðinn að mestu íslaus, en
sá ís sem á honum var, hefur
allur keyrzt upp að landinu
vestan megin og liggur sem
breið rák meðfram því endi-
löngu. líklega um 2 km. á
breiud frá yztu annesjum syðst
og allt að 7 km. norður á móts
við Gjögur. Og í gær var ísinn
enn að keyrast inn í syðri
firðina, eins og t.d. Steingríms
þar sem alls konar skrýtnir
mynsturangar teygja stg yfir
flötinn og yfir götin eru riðn-
ir mynsturgrunnar. Á fjöllum
verður hvíta mynstrið þéttara,
þar sem snjór liggur í læigðum
og skorningum.
. ..• r....................................................................
Þessi mynd er tekin út eftir Reykjafirði til hafsins.
fjörð, þar sem allir bátar eru
flúnir inn í höfnina á Hólma-
vík. Þar lágu 11 bátar i höfn,
að tryggingarverðmæti lík-
lega 10 millj. kr., að því er
okkur var sagt. Hólmvíkingar
voru búnir að setja streng fyr
ir hafnarmynnið, og höfðu á-
hyiggjur af því að það dygði
e.t.v. ekki.
Fréttamaður og ljósmyndari
blaðsins flugu um miðjan dag
í gær, norður á Strandir með
Cessnu Björns Pálssonar, en
flugmaður var Jón Gunnlaugs
son. Vesturlandið er að kalla
má snjólaust, vötn og tjarnir
ísaðar og á ánum hvítar ís-
rendur með landi, svo að úr
lofti að sjá er landið eins og
útsaumaður kaffidúkur eftir
námsmey í húsmæðraskóla.
Þegar við komum norður
yfir Hrútafjörð sást fyrsta
jakahraflið á sjónum, ofurlít-
il jakarönd með vesturströnd-
inni. En ekki leið á löngu áð-
ur en fyrsti fjörðurinn kom í
ljós, fullur af ís, Bitrufjörð-
ur. Hann er þéttsettur lágu
íshrafli, sem er t-il að sjá eins
ag ójöfn hvít slétta. ísröndin
hefur lokað fyrir Kollafjörð-
inn og liggur hann auður fyrir
innan. En Steingrímsfjörður
teygir sig inn í landið með ís-
breiður inn fyrir Hólmavík.
Með norðurströndinni er þó
eyða. ísinn þokast inn fjörðinn
á móti straumnum, segja sjó-
menn á Hólmavík og hann
færðist enn um mílu vega-
lengd innar meðan við stóð-
um þar við í um það bil
klukkustund. Við fyrsta augna
tillit sést, að þar getur enginn
bátur nú stundað sjó.
Framhaid á bls. 21
Við Gjögur. Guðmundur H. Guðmundsson, Eiríkur Lýðs-
son í Víganesi og Guðjón Jónsson.
Strákarnir á Hólmavík kunna að meta ísjakana við bæjardyrnar hjá þeim. Fn stundum
fá þeir kalt bað. Níu duttu í einu í sjóinn af einum jakanum.
Selurinn flúði áður en ísinn kom
Á Gjögri hittum við Guðjón
oddvita Jónsson í Kjörvogi
og Eirík Lýðsson í Víganesi,
ásamt Guðmundi syni Guð-
jóns.
— Hvemig okkur lízt á
þetta? Nú, okkur lízt ekki ver
á það en svo að við getum
komið auga á hve þetta er fag
urt ,sagði Guðjón, þegar við
genigum með honum með
ströndinni, þar sem ísjakar
voru landfastir í fjörunni, svo
sá í græna ísröndina. Það er
undarlegt hve gott veður
fylgir þessum ís, blíðalogn og
aðeins 5 stiga frost í morgun.
Síðast þegar ís var hér að ráði
árið 1918 var miklu meira
frost, 18-20 stig og upp í 30 á
tímabili og sífelldar hríðar. En
þá voraði vel. Það var verra
snjóaveturinn 1920. Þá var
eftiginn ís, en hríð fram á hvíta
sunnu, 4 vikur af sumri.
— Nú er útilokað að stunda
sjóinn?
— Já, nú ætti hrognkelsa-
veiðin einmitt að vera byrjuð,
segir Eiríkur Lýðsson í Víga-
nesi. Héðan hafa róið þetta
6-7 bátar. En nú tekur af alla
möguleika til að bjarga sér á
sjó, nema ef hægt væri að
veiða hákarl upp um ís. Það
var gert 1902, en 19Í8 kom eng
inn hákarl með ísnum og nú
er víst alveg búið með hann.
Það verður víst lítið um
hrogukelsaveiði í þétta sinn.
Og hrognkelsaveiðin er að
verða okkar einasta bjöng, því
þorskurinn er alveg farinn,
hefur verið að smáhverfa sl.
10 ár.
— Heldurðu að grálseppan
sé horfin með ísnum? Kemur
hún ekki á miðin á eftir?
— Hún er þarna undir ísn-
um, bara dýpra. ísinn gæti
skemmt gróðurinn, þar sem
hann stendur á fjöru, en við
vonum að hann skemmist ekki
mikið. Ef hann verður farinn
fyrir sumarmál, gæti verið að
einhver veiði fengist.
— Annars urðu þeir að
hætta rækjuveiðinni líka á
Ingólfsfirði áður en veiðitím-
inn var úti vegna fyrri íssins,
sem kom fyrir hálfum mánuði,
og við hana er nokkur vinna
fyrir unglingana, segir Guð-
jón.
Ekkert kvikt hefur sést af
neinu tagi, og Guðmundur
Guðjónsson segir okkur að sel
urinn virðist alveg horfinn.
Hann hafi verið á öllum skerj
um, en um það bil 10 dögum
áður en ísinn kom, hafi hann
alveg horfið, eins og hann
fyndi á sér að nú yrði ekki
friður.
Skjaldbreið, sem hafði verið
væntanleg með varning komst
ekki leiðar sinnar vegna íss-
ins og hafði orðið að skipa
honum upp á Hvammstanga.
Við spyrjum hvort yfirvofandi
sé skortur á fóðri eða matvöru.
— Nei, fóðurvörur ættu að
endast, þó orðið sé lítið um
sumar tegundir. Og ekki ætti
að skorta matvörur, þó lítið sé
orðið af sumu, eins og t.d.
kartöflum. — Það verður ekk-
ert alvarlegt, segir Guðjón.
Nú eru ýmsir möguleikar til að
bjarga sér, sem ekki voru fyr-
ir hendi áður. Við höfum t.d.
verið að tala um það í dag, að
hægt væri að flytja það nauð-
synlegasta af vörunum sem
settar voru í land á Hvamms-
tanga, til Hólmavíkur og fá
Björn Pálsson til að fljúga
þeim þaðan, ef með þyrfti.
— Getur ekki orðið erfitt
að losna við ísinn eftir að
hann hefur pressazt svona inn
í langa firði?
— Jú, hann fer ekki nema
í suðvestanroki, fyrr en
mikil hlýindi koma. Ef hann
frýs saman getur orðið bið á
að hann losni. Ennþá er samt
einhver hreyfing á isjökun-
um inni í firðinum.
Með það kveðjum við þá
félaga, og höldum til Hólma-
víkur.