Morgunblaðið - 19.03.1965, Side 30

Morgunblaðið - 19.03.1965, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ! Föstudagur 19 marz 1965 Sundfólkíð náði ekki sínu bezta SUNDMÓT ÍR var haldið í gær í Suiudhöllinni. Mótið var heldur dauft, bæði árangurslega séð og eins varðandi val keppnisgreina. Ýmis góð afrek voru þó unnin og voru það yngstu keppendurnir, sem nú slógu metin en hinir eldri voru nokkuð frá sínum beztu af- rekum. Meistaramót skóla í frjálCTun íþróttum MEISTARAMÓT skóla í frjáls- um íþróttum fer fram í íþrótta- húsi Háskólans sunnudaginn 21. þ.m. og hefst kl. 14. Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta stundvíslega. Sigurvegarar í einstökum grein um urðu: Davíð Valgarðsson IBK í 400 m. skriðsundi á 4.46,2. — Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR sigraði í 100 m. baksundd á 1.20,8; í 100 m. skriðsundi á 1.10,2 og í 100 m. bringusundi á 1.24,7. — Árni Þ. Kristjánsson SH sigraði í 400 m. bringusundi á 5.54,5. — Guðmundur Gíslason ÍR sigraði í 200 m. baksundi á 2.31,5. Kári Geirlaugsson ÍA sigraði í 100 m. skriðsundi drengja á 1.04,2. Guð- mundur Grímsson Á sigraði í 100 m. bringusundi drengja á 1.21,3. — Davíð Valgarðsson í 100 m. flugsundi á 1.04,2. Matthildur Guðmundsdóttir sigraði í 100 m. skriðsundi stúlkna á 1.11,6 og sveit Ármanns í 4x50 m. bringu- sundi karla á 2.27,1. Froser stefnir M0LAR sundsnm- bondinn BANDARÍKIN og Mexico | hafa leikið tvo landsleiki í, knattspyrnu og voru þeir liðir í undankeppninni heimsmeist' arakeppninnar sem lýkur | 1966. Fyrri leikurinn fór fram) í Los Angeles og varð jafn- tefli 2-2. Síðari leikinn (í' Mexico) unnu Mexicomenn I með 2-0. -----------□ UNGVERSKA liðið Gyoeri' Vasas hefur tryggt sér rétt til j úrslitakeppni fjögurra liöa í keppninni um Evrópubikar / meistaraliða. Ungverska liðið' vann hollenzka liðið Amster-1 dam DWS með 1-0 í Budapest,{ en fyrri leikur liðanna (í Am- sterdam) var jafntefli 1-1. D DANSKA handknattleiksliðið' Ajax sem hingað kom í haust! komst í 4 liða úrslitakeppnij um Evrópubikarinn í hand- ( knattleik. Mætti liðið þá júgó- slavnesku meisturunum og öll ] um á óvart unnu Danir fyrrií leikinn i Kaupmannahöfn með ( 4 marka mun 24-20 en þeim, síðari í Júgóslavíu unnu Meda' vec, júgóslavnesku meistararnj ír með 21-11. í úrslitum umj bikarinn keppa því Medavec/ og ungversku meistararnir ’ Dynamo. T'VEIR þekktir ástralskir lög- fræðingar hafa tekið að sér að flytja mál áströlsku sundstjarn- anna Dawn Fraser og MeGill sem dæmdar voru í 10 cng 4 ára keppnisbann fyrir nokkru, fyrir dómstólum í Ástralíu. Hafa þeir í frammi ftiikinn.und irbúning og flytja málin fyrir tveim dómstólum. Fjðgur „beztu“ liðin eftir NÚ er komið að fjögurra liða úr- slitum í ensku bikarkeppninni og eru það 3 efstu liðin í 1. deild, Chelsa, Manch. Utd. og Leeds ásamt Liverpool, sem í fyrra sigruðu í 1. deildarkeppninni í Englandi. Gífurlegur spenningur ríkir um úrslitaleikina því aldrei hefur það hent að öll efstu liðin í deildarkeppninni kæmust svo langt í bikarkeppninni, sem all- af Ieiðir fram óvænt úrslit. ÞRÍR leikir fóru fram í ensku bikarkeppninni í gær. Manchest er U. vann Wolves með 5—3 Leeds vann C. Palace með 3—0 og Liverpool vann Leicester með 1—0. — Dregið hefur verið í und anúrslitin. Manch. U. leikur við Leeds og Chelsea við Liverpool. NÚ, þegar aðeins fjögur lið eru eftir í ensku bikarkeppninni, er skemmtilegt að rifja upp hvaða lið komust í undanúrslit keppn- innar sl. ár og hvernig þeim farnast. West Ham komst í undanúr- slitin eftir sigra yfir Charlton, Leyton Orient, Swindon og Burnley og í undanúrslitum mætti liðið Manchester United, sem lenti í miklum vandræðum í 6. umferð keppninnar, er liðið mætti Sunderland. Tvisvar mætt ust liðin og báðum leikjunum lauk með jafntefli (3-3 og 2-2). Þriðji leikurinn fór síðan fram og nú sigraði Manchester-liðið með yfirburðum, 5-1. West Ham lék mjög vel í undanúrslitunum gegn Manchester U. og sigraði, 3-1. Það þótti tíðindum sæta er tvö lið úr 2. deild komust í undanúr- slit keppninnar og það fór sem margir höfðu óttazt, þessi íið voru dregin saman til að leika um réttinn til að keppa í úrslitun um á Wembley. Þessi lið voru Preston og Swansea og sigraði Preston í góðum leik með 2 mörkum gegn 1. Úrslitaleikurinn var mjög IÞESSI mynd sýnir Jinuny Greaves og Spake markvörð Leeds. Jimmy Greaves er of seinn að nota þetta tækifæri — slíkt hefur hent hann og aðra sóknarmenn Totten- ham nokkuð oft í yfirstand- andi keppni í Englandi. Liverpool—Köín 0-0 LIVERPOOL og Köln F. C. léku síðari leik sinn í átta liða úrslitum í keppninni um Evrópu bikarinn í Liverpool á miðviku- dag. Jafntefli varð 0—0 — eina og í fyrri leiknum. Liðin verða að leika aukaleik í Hollandi til að fá úr því skorið hvort kemst í fjögurra liða mótið og sá leikur verður n.k. miðvjkudag. Fréltir úr heimi skúkmanmo BOTVINNIK sigraði með yfir- burðum á minningarmóti um hollenska skákmeistarann Noteboom, en mótið fór fram í Noordwijk. Röðin varð þessi: Botvinnik 6 vinn Trifunovik 4Í4 — Flohr 4 — Bent Larsen 3‘A — van den Berg 3‘A — Donner 3 — Bobotzoff 3 — Kort H — BOTVINNIK hefur nú afsalað sér rútti sínum til þátttöku í áskorendamótinu, þar sem velja á áskoranda gegn Petro- sjan heimsmeistara. Geller, landi hans, kemur til áskor- endamótsins í Botvinniks stað. Á áskorendamótinu tefla þeir saman Spasskí og Keres; Geller og Smyslov; Tal og Portish; Bent Larsen og Ivkov. ------------□ MIKLA athygli vekur að Bobby Fisher hefur tekið boði um að tefla á miklu alþjóð- legu skákmóti í Zagreb í Júgó slavíu frá 9. april til 9. maí. Verður þetta mikið stórmót og má telja þar Petrosyan heims meistara, Fisher, Korchnoy, Taimanov, Tal, Donner, Bent Larsen, Najdorf, Pachman, Padevskí, Portish, Uhlmann, Unzicker, Gligoric, Ivkov, Matanovich, Parma, Udovic og fleiri. spennandi og mun jafnari og bet- ur léikinn en reiknað hafði verið með. West Ham sigraði með 3 mörkum gegn 2. Flestir eru sammála um, að þau 4 lið, sem nú eru komin í undan- úrslit þessarar vinsælu keppni, þ. e. Leeds, Chelsea, Liverpool og Manchester United, séu beztu liðin í Englandi nú sem stendur. Án efa verða leikir þessara liða skemmtilegir og spennandi, sér- staklega þegar þess er gætt, að þau keppa einnig öll, að Liver- pool undanskildu, um sigurlaun- in í ensku deildarkeppninni. Undanúrslitin fara fram 27. marz nk., en úrslitaleikurinn 1. maí. að auglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bczt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.