Morgunblaðið - 19.03.1965, Síða 5

Morgunblaðið - 19.03.1965, Síða 5
Föstudagur 19. marz 1965 MORGU N BLAÐIÐ 5 Ólafsfjörður skerst til suð- vestur inn úr Eyafirði. Fjörð urinn er stuttur, en tvö mikil fjöll sitt hvoru megin við fjarðarmynnið, Arnfinnsfjall eða Finnurinn að norðanverðu en Ólafsfjarðarmúli að sunn- an; er hans getið í Landnámu og þá kallaður Vámúli og er sem napur gustur standi af því nafni. I>ar fyrir innan er fjörðurinn sem meitlaður inn í blágrýtishellu landsins, og snarbrött fjöll hömrum girt á báða bóga. Þarna er oft vetrar ríki mikið, en mjög sumar- fagurt, gróður mikill, og þykir sveitin fríð me'ð afbrigðum. f>ar eru um 20 bæir og á seinni árum hefir risið upp mjög myndarlegt þorp við fjarðarbotninn austanverðan. Er þar mikil útgerð og fram- farir miklar. — Áður fyr var Ólafsfjörður mjög einangrað- ur og varla um aðrar sam- göngur að ræða en á sjó til Eyjafjarðar og Siglufjarðar. Þó brutust menn byggða á milli um þverdali og skörð, þar sem eru lausagrjótskriður hið neðra, en hamratindar hið efra og máttu þessar leiðir helta ófærar með hesta. Aðal leiðin var svonefnd Reykja- Gó3 og mikil taða til sölu. — Upplýsingar í síma 19240. Sýnt er með punktalínu vegarstæðið í Ólafsfjarðarmúla. heiði, kennd við bæinn Reyki í Ólafsfirði. Þetta er þó eng- in heiði í þess orðs venjulegu merkingu, heldur háfjáll með skarði milli tveggja dalbotna. Þetta var þó lengi póstleið, voru þar ruddar götur og veguinn var'ðaður, en nú er langt síðan póstferðir lögðust þar niður, göturnar hverfa og vörðurnar eru hrundar. Þeg- ar þessi leið var farin, var komið niður að Böggvisstö'ð- um í Svarfaðardal. — Mikið Ólafs f jörður. raknaði úr samgönguerfiðleik um Ólafsfirðinga þegar vegur kiom frá Fljótum yfir Lág- heiði. Þó varð þetta ekki full- nægjandi lausn, því að Ólafs- fjörður verður að hafa mest samskifti við Akureyri. Þess vegna hefir nú verið ráðist í að gera akveg yfir Ólafsfjarð armúla (Vámúla). inn á Upsa strönd, en þaðan er greiðfær vegur til Akureyrar. Mundi þessi nýi vegur stytta lei'ð- ina til Akureyrar um rúm- lega 100 km. Mikið hefir ver ið um þennan veg talað og þykir hann ærið glæfralegur þar sem hann liggur í háfjalli á 200 metra hárri bjargbrún. Nú er þó svo langt komið, að búist er við því að vegurinn verði fær bifreiðum á þessu ári. ÞEKKIRÐU LAIMDIÐ ÞITT? VISUKORN Ég rakst á þennan vísupart í „Mogganum" „Birtir daginn borgin rís brátt af vetrardvaia“ Væri ég blaðamaður, mundi seinnihlutinn verða svona: Útilíf þá alltaf kýs einkum fram til dala. Með kærri kveðju og samúð. AKranesieröir meö sérleyfisbilum Þ. ► Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykja Vík alla virka dag* kl. 6. Frá Akra- kl. 8, nema á Laugardögum ferðir frá Akranesi kl. 8 frá Reykjavík kl. t Á sunnudögum frá Akranesl kl. 3. Frá Reykjavík kl. 9. Skipadeild SÍS: Arnarfell fór 15. frá I>orlákshöfn til Oloucester. Jökulfell lestar á Breiðaf jarðarhöfnum, fer þaðan til Keflavíkur. Dísarfell er væntanlegt til Gufuness á morgun frá Hvammstanga. Litlafell er væntanlegt til Norðfjarðar 1 kvöld, fer þaðan til Esbjerg og London. Helgafell er í Gufunesi, fer þaðan í d^g til Vestfjarða hafna. Hamrafell fór 8. frá Hafnar- fiisði tiil ConiStanza. Stapafell er væntan Jegt til Rvíkur í dag. Mælifell er á Akureyri. Petrell fer frá Heroya í dag til íslands. Stevnsklint fór 16. frá Ostend til Gufuness. Loftleiðir h.f.: Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 09:00. Fer til Luxemborgar kl. 10:00. Er væntanleg- tir til baka frá Luxemborg kl. 01:30. Fer til NY kl. 02:30. Þorfinnur karls- efni fer til Óslóar, Kaupmannahafnar ©g Helsingfors kl. 10:00. Loftleiða flug vél er væntanleg frá Kaupmannahöfn, Gautaborg ©g Ósló kl. 01:00. H.f. Jöklar: Drangajökull fór í gær- kve*di frá Hamtoorg til Rvíkur. Hofs- jökull er í Charleston, fer þaðan til Le Havre, London og Rotterdam. Langjökuil fór frá Charleston 15. þm. til Le Havre, Rotterdam og London. Vatnajökull kemur til Dublin í dag, fer þaðan til Liveipool, Cork og London. ísborg fór frá London 16. þ.m. til Rvíkur. Skipaútgerð ríkivins: Hekla er 1 Alaborg. Esja var á Austfjörðum í gær á suðurleið. Herjólfur fer fi'á Vestmannaeyjum kl. 21:00 í kvöld til Rvíkur. ÞyriLl var á Raufarhöfn 1 gær. Skjaldbreið var á Siglufirði Í gær á austurl-eið. Herðubreið var á Austfjarðarhöfnum í gær á norðurleið. Eimskipaiélag Reykjavíkur h.f. — Katla er á leið írá Granton til Helsing borgar og Gautaborgar. Askja hefur væntanLega komið til Reyðarfjarðar í gærkvöldi frá Spáni. Spakmœli dagsins Það vorar eflaust aftur, en vorið, sem leið, kemur aldrei aftur. — SigTÍd Boo. (f. 1898) Norsk skáldkona. Sntóvarningur Fyrstu lyftur, sem teknar voru í notkun, voru knúnar gufuafii. Úr ríki náiturunnar i FLskurinn, sem sýndur er á þessari mynd, á heima í vötnum víða í Austurlöndum. Hann er að ,rskjóta“ skordýr sér til matar. Fiskar, sem „skjóta“. Maðurinn, og mörg dýr á landi, geta eins og kunnugt er veitt fiska í sjó og vötnum, þótt þeim sjálfum sé bráður bani búinn í heimkynni fisk- anna. En svo eru til fiskar, sem geta veitt dýr á landi, þó að þeir komist ekki sjálfir á land, eins og klifurfiskarnir. Þessi fiskar lifa í vötnum heitu landanna. Aðfer’ðin er ofur einföld. Ef fiskurinn sér skordýr á strái eða grein, sem ekki er lanigt frá yfirborðinu, þá tekur hann sig til og „skýt ur“ á það. Ef skotið hittir, sem það gerir oftast nær, tap ar skordýrið jafnvæginu og dettur niður á vatnsflötinn, en þá er tilganginum náð. Fisk- urinn er þá ekki seinn á sér að hremma það. „Skotið" er ekkert annað en vatn, sem fiskurinn spýtir út úr munninum á markið, sem 'hann vill hæfa.. Við sem vitum, hve erfitt getur verið að grípa flugu eða fiðrildi, skiljum vel, ‘hvílík list hér er leikin. (Úr bókinni: Margt bvr í sjónum, eftir dr. Árna Friðriksson.) ATHDGIB «8 borið saman við útbreiSsln er langtum ódýrana að auglýaa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. F.U,S Stefnir Hafnarfirði heldur hádegisverð arfund í Sjálfstæðishúsinu laug ardaginn 20. marz. — Hafsteinn Baldvinsson flytur erindi um bæjarmál, eldri og yngri félag- ar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Stefnir er félag unga fólksins í Hafnar- firði, — ungir Hafnfirðingar gangið í Stefni. Aðalfundur Meistarafélag húsasmiða heldur aðalfund laugar- daginn 20. marz nk. kl. 14 í Skátaheimilinu við Snorrabraut (gengið inn frá Egilsgötu). DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Bárugötu 11 sunnudaginn 21. marz 1965 kl. 14:00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgð armönnum gegn sýningu stofnbréfs föstudaginn 19. marz og laugardaginn 20. marz kl. 13:00—16:00 báða dagana. STJÓRNIN. Tryggingomiðstöðin hí. óskar að ráða ungan mann til skrifstofustarfa og vélritunarstúlku. Upplýsingar á skrifsto" vorri, Aðalstræti 6. V. hæð. Tryggíngamiðstöðin hf. Aðalstræti 6. — V. hæð. Bifvélavirki Viljum ráða bifvélavirkja eða mann vanan bíla- viðgerðum. Upplýsingar á .olíustöð okkar í Skerjafirði. Olíufélagið Skeljungur Kf. Iðnaðarstörf Óskum eftir að ráða til vinnu strax eða fljótlega 3 duglegar stúlkur eða konur og nokkra karlmenn til ýmiskonar starfa í Sútunarverksmiðju okkar, Grensásvegi 14. — Uánari upplýsingar á staðnum. Sím-i 31250. Sláturfélag Suðurlands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.