Morgunblaðið - 19.03.1965, Side 28

Morgunblaðið - 19.03.1965, Side 28
MORCUNBLAÐIÐ l FSstudagur 19. marz 1965 2S ANN PETRY: STRÆTIÐ því að líklega hafði hann sjálf ur kennt sér skrift, eftir að hafa setið tvö ár í skóla án þess að læra þar neitt. Hann leit fyrir að vera á sextugs aldri, en ann- ars var aldrei að ætla á það. Henni leið illa meðan hún beið svona eftir því að hann lyki þessu seinlega verki sínu að skrifa kvittunina. Hún vildi kom ast út héðan og heim til pabba, undirbúa flutninginn og fá mann til að lfytja dótið. Hún leit kring um sig, heldur en að gera ekki neitt. Gólfið var ábreiðulaust — hræðilegt gólf. Óslétt og spring ið. Við langa vegginn var legu bekkur með óhreinindarönd eftir endilöngu bakinu. Allir sem höfðu átt þennan legubekk frá fyrstu byrjun, höfðu sýnilega nuddað höfðinu við bakið. Næst legubekknum var stopp aður stóll, og hún greip andann á lofti þegar hún leit á hann, því að í honum sat kona, en hún hafði haldið, að þarna væru ekki fleiri inni en hún sjálf, hús- vörðurinn og hundurinn. Hvern ig var hægt að sitja í svona stól og renna út í eitt með honum? En meðan hún var að hugsa um þetta, stóð konan upp og kinkaði kolli til hennar, án þess þó að segja orð. Lutie heilsaði á móti og hugs aði með sér, að þetta hlyti að vera konan, sem hún heyrði vera að hvísla. Konan settist aft ur og það var eins og hún bróðn aði niður í stólinn, því að dökk brúni kjóllinn, sem hún var í, var næstum alveg sami litur og fóðrið á stólnum, sem gleypti hana alveg. Og svo var eins og hún væri að reyna að láta fara sem allra minnst fyrir sér. Því gleymdi Lutie konunni gjörsam- lega, eftir að hún var sezt aftur, og hélt áfram að skoða sig um í stofunni. Þarna voru engar myndir, eng in dagblöð eða tímarit, ekkert sem gaf í skyn neinar tilraunir til að láta þetta líta út eins og heim ili. Og þó — þarna var kanarí- fugl í skrautlegu búri í einu horn inu, allur í hnipri. Þegar hún leit á hann, datt henni í hug: Hér er allt í hnipri — fuglinní konan og hundurinn, því að jafnvel fugl inn hafði ekki nema annað aug að opið og stóð á öðrum fæti. Gegnt legubekknum stóð furðu- lega skrautlegt borð, gljáandi af lakki. Þetta var stórt borð með út skornum löppum með klóm á, og þegar hún horfði á það, hugsaði hún: Svona stór og ljót húsgögn eru hvítar konur vanar að gefa vinnukonunum sínum. Hún sneri sér og leit á þessa ólöglegu vöxnu konu, því að hún þóttist viss um, að hún ætti borðið. Og konan hlaut að hafa verið að horfa á hana, því að þegar Lutie leit við, brosti hún með tannlausum munninum, og það bros var kyrrt á vörunum meðan hún leit af Lutie og á borðið. — Hvenær viltu flytja inn? spurði húsvörðurinn og rétti henni kvittunina. — í dag er þriðjudagur . . . heldurðu, að ég gæti komizt inn á íöstudag — Hæglega. Og viltu láta mála hana með einhverjum sérstökum lit? — Hvítt. Öll herbergin hvit, sagði hún og athugaði kvittunina. Jú, hann hafði reiknað rétt: eftir stöðvar nítján og fimmtíu. Hann hafði strikað út fyrstu tilraunina sína við tölurnar. Hann átti sýni lega bágt með 9. Og nafn hans var William Jones. Fullkomlega algengt nafn. Mjög viðeigandi á húsvörð. Venjulegt og almenni- legt. Auðvelt að stafsetja. En nafnið átti bara ekki við hann, því að hann var sýnilega óvenju legur, afbrigðilegur. Allt kring um persónu hans var í grenjandi andstæðu við nanfið. Nú stóð hann og horfði á hana, og ætlaði alveg að éta hana með augunum. 4 Hún leit enn kring um sig í stofunni. Konan, sem hvíslaði, virtist nú halda niðri í sér and anum, hundurinn var af alveg að deyja af löngun til að urra eða ýlfra, því að hann munai enn eftir útreiðinni, sem hann hafði fengið síðast. Kanarífuglinn hefði líka átt að vera í einhverjum örvæntingarfullum æsingi, en hann hafði bara farið að sofa. Svo herti hún sig upp í það að líta beint á húsvörðinn, og horfði lengi og fast á hann. Hún hugsaði með sér: Þetta ætti að nægja þér, herra WilJiam Jones, en ef mér hefur ekki dottið það rétta í hug, þarna uppi, er ekki nema sanngjarnt af mér að horfa svona á þig. En ef einhver óljós undir vitund skyldi hafa sagt mér, hvað þú hafðir í huga, að þú værir að snudda og þefa sporin mín eins og blóðhundur, þá ætti þetta augnatillit að duga þér. Hún skellti aftur veskinu sínu með háum smelli, og augu hús- varðarins flýttu sér að leita upp í loftið, rétt eins og hann væri að athuga einhverja sprungu í því. Hundurinn sperrti eyrun, kan- arífuglinn opnaði annað augð, gamla konan sýndi næstum tann lausa gómana, aftur, því að var irnar hreyfðust, rétt eins og hún hefði ætlað að fara að brosa. Lutie gekk hratt út úr íbúð- inni, ýtti upp útihurðinni og það fór hrollur um hana, þegar kaldur vindurinn kom á móti henni. Það hafði verið heitt inni hjá húsverðinum, og hún stanz- aði sem snöggvast til þess að taka kragann að hálsinum, til að skýla sér fyrir vindinum, sem hvein úti á götunni. Nú, þegar hún hafði fengið þessa ibúð, var hún komin eitt þrepp upp eftir velgengnisstiganum. Þarna hefði Bub betri möguléika, þar sem hann yrði laus við Lil. Inni í húsinu rak huridurinn upp hvellt gól. Hún flýtti sér af stað, og henni datt í hug, að nú hefði verið sparkað í hann aftur. Hún stanzaði andartak við húshornið og herti sig upp gegn veðurofsanum, sem mundi koma beint í andlitið á henni, þegar hún kæmi fyrir hornið. — Fékkstu inni, elskan? sagði sterk rödd frú Hedges út um gluggann á götuhæðinni. Hún kinkaði kolli til gluggans og brauzt svo móti vindinum, og var næstum fegin ofsanum í hon um, því að hún var viss um, að harðneskjulegu augun í þessari konu fylgdust með ferðum henn ar eftir götunni. 2. KAFLI Gífurlegur manngrúi sogaðist inn 1 hraðlestina við 59.-götu. Fólkið olnbogaði sig áfram og ýtti við þeim næsta til þess að komast inn, og ruddi sér til rúms þar sem ekkert rúm var. Þegar lestin var komin á fullan hraða fyrir hina löngu ferð til 125.- götu, skipuðu farþegarnir sér í einkahópa og ímynduðu sér þann ig, að eitthvert bil væri milli þeirra sjálfra og næsta hóps. Þessir hópar földu sig svo bak við dagblöð og tímarit, bak við lokuð augu, sem samt horfðu á marglitu auglýsingarnar, sem voru allt um kring í klefanum. Lutie Johnson herti takið á hankanum, sem fyrir ofan hana var og hávaxinn og leggjalangur líkami hennar sveiflaðist til og frá, eftr hreyfingum vagnsins, á leið til ákvörðunarstaðar síns. Eins og svo margir aðrir farþeg arnir var hún að horfa á auglýs inguna, sem var beint fyrir fram an hana, og meðan hún starði á hana, sökkti hún sér niður í eigin sugsanir, þannig var hún í sín um sérstaka hóp, engu síður en hitt fólkið, sem var allt í kring um hana, eins og síld í tunnu. Því að auglýsingin, sem hún var að horfa á, var mynd af stúlku með ótrúlega ljóst hár. Stúlkan hallaði sér upp að dökk hærðum, brosandi manni í flota- búningi. Þau stóðu við eldhús- vask — sem var úr postulíni og gláði í ljósinu. Kranarnir voru eins og úr silfri. Gólfdúkurinn í eldhúsinu var skínandi í birt unni frá lampanum, svartur og hvítur að lit. Svo voru þarna uppskotsgluggar og rauð bióm í vasa. Þetta var draumaeldhús fannst henni. Gjörólíkt eldhúsinu í íbúð inni í 116,-götu, se mhún hafði flutt í fyrir réttum hálfum mán uði. Hinsvear var það hér um bil alveg eins og hitt, sem hún hafði unnið í í Connecticut. Svo líkt, að það hefði vel getað verið eldhúsið þar sem hún þvoði upp, skúxaði gólfdúkinn og fægði hann svo á eftir. Svo hafði hún gengið út fyrir dyrnar og sett sig meðan gólfið var að þorna, og þá hafði hún farið að brjóta heil- ann um, hversu lengi hún mundi nú verða hérna enn. En þá var þetta eina atvinna, sem hún gat fengið. Hún hafði hugsað sér hana sem aðeins til bráðabirgða, en dvölin hafði nú samt orðið tvö ár — og þar vann hún fyrir sér og Bub. Á hverjum mánuði, þegar hún fékk kaupið sitt, fór hún í póst húsið og sendi Jim peninga. Sjö tíu daíi. Jim og Bub gátu borðað fyrir það og borgað af húslán- inu. í fyrstu ferðinni á pósthúsið fór hún að hugsa um, að hún hefði aldre iséð neina götu svona, eins og aðalstrætið í Lyme. — Breið gata brydd álmtrjám, sem teygðu greinarnar og mættust uppi yfir miðri götunni. Á sumr in var það rétt svo, að sólskinið gæti síazt ofurlítið gegn um lauf ið og teygt geislana niður á göt- una, og þar kom fram munstur, eins og kniplingar á finum nátt kjól. Þetta var fallegasta gata, sem hún hafði nokkurntíma séð, en samt fór hún bráðlega að hata strætið í hverri ferð sinni um það og óska sér, að hún væri komin til Jamaica til Jim og Bub, og í litla grindahúsið þar. Á veturna gerðu berar grein- arnar annað munstur við himin- inn sem var jafnfallegt í snjó, regni eða köldu sólskini. Stund um fór hún með litla Henry Chandler á pósthúsið með sér, en gat þó ekki anna ðen hugsað um, að þetta væri ekki rétt af sér. Hann þarfnaðist hennar ekki, en það gerði Bub. Og Bub varð að vera án hennar. Og af því að pabbi Henrys litla framleiddi pappírshandklæði og pentudúka og pappírs-vasaklúta, þá gat hann, jafnvel á kreppu tímum, haft efni á að hafa Lutie Johnson fyrir vinnukonu, svo að konan hans gæti spilað bridge síð degis, af því að hún hafði Lutie til að gæta Henrys. Það var eins og pabbi Henrys sagði: „Jafnvel þó að kreppa sé, þarf fólk samt að snýta sér og xurrka sér um munninn og hendurnar. Ekki eins margir og áður, að vísu, en samt nógu margir til þess, að ég þarf engar áhyggjur að hafa. Hún herti takið á hankanum, svo að hart, gljábrennt yfirborð ið skar hana í höndina, og þá los aði hún takið og herti það síðan aftur. Því að það var einmitt eldhúsvaskur, eins og sá í aug- lýsingunni þarna, sem hafði spillt öllu fyrir henni og Jim. Vaskur inn hafði verið annars manns eign — og hún hafði verið í upp þvoSti fyrir aðra, þegar hún hefði átt að vera að þvo upp fyr ir Jim og Bub. Þess í stað hafði hún verð að taka til í húsi ann arrar konu og passa barn ann- arrar konuð meðan hennar eigin hjónaband fór íhundana — fór í svo marga mola, að óhugsandi var að setja það saman aftur — ekki einu sinni svo, ð það minnti á sig sjálft, eins og það hafði verið. Nú, en hvað annað hefði hún getað gert? Það var í rauninni hennar sök, að þau höfðu misst einu tekjulindina sína. Og Jim fékk hvergi vinnu, þó að hann væri að leita að henni — með ákafa og af dugnaði, og loks ör væntingu. Hann fór út einni ráðn ingarstofunni í aðra, hékk þar tímunum saman í biðstofunum og las gömul blöð. Beið og beið og beið, eftir að boð væri gert eftir honum í einhverja vinnu. Svo kom hann venjulega heim skjálf andi af kulda, og sagði: „Fjand inn hirði þessa hvítu menn. Ég er ekki að sækjast eftár neinum forréttindum. Allt og sumt, sem ég fer fram á er vinna — einhver vinna. Ég get ekki breytt litar- hættinum mínum“. Svo varð að greiða vextina af veðskuldinni. Það var nú ekki mikið, en þau höfðu bara ekkert til að greiða þá með. Þessvegna fór hún eftir auglýsingu, sem hún sá í blaði. Þar sagði, að þetta væri atvinna fyrir óvenjulega konu, því að það væri út í sveit, þar sem engin vinnukind tylldi. — Sjötíu og fimm dalir á mánuði. Nýtízku hús. Sér herbergi og bað. Eitt lítið barn. Hún settist tafarlaust niður og skrifaði bréf, án þess að segja Jim frá því, og vonaði, að hún fengi vinnuna. í auglýsingunni var ekkert tekið fram, að hvítar konur einar kæmu til greina, svo að hún gat þess í upphafi bréfsins að hún væri lituð. Og ágæt mat- reiðslukona — og það var ekki nema satt — því að hver sem gat búið til góðan mat fyrir sama og enga peninga, var ágætis mat reiðslukona. Og góð við hússtörf — úr því að hún gat haft allt hreint og fágað heima hjá þeim, yrði henni ekki skotaskud úr því að halda „nýtízku" húsi hreinu. Henni fannst sjálfri þetta vera Höfn i Hornafirði BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirði eru umboðsmenn Morgunblaðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið seit í lausasöiu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í lausasölu, um söluop eftir Iokunartíma. KALLI KÚREKI - -X- Teiknari: J. MORA ^— Nei, nei, ég vil ekki deyja. — Leystu þá byssubeltið .... með — Lygarar, svikarar. vinstri hendinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.