Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 25. marz 1955 !«<)!. í H<i»'*!«ta<)''0 '***~?<“ 'I• llOI » <!< <■ t‘t <11 'swSj#- f.::~rrr.r~x.-rr- kj if&il-=4 ■ T V i&pyzs vy 411 ;.;«*f íb>.vw . It..<ti',<.i <jvt>f uoi «><tl«y' .''Xj«rikty>t>7h*!>t>; áö. : J «t OfVt^itor* týAÍ>«4>í<4: in.J í kn h'SoV X..... Idag kl.14 præsenterer Loftletdir denne kæmpe Jet-Prope’. maskine íKastrup 44 þús. kr. ÞESSI MYND er af einni opnu úr danska blaðinu Berlingske Tidende frá 22. marz sl. og sýnir að þar auglýsa Loftleið auglýsing ir yfir alla opnuna I rúmlega hálfrar síðu haeð. Eins og mönnum er kunnugt, eru dönsku blöðin nærfellt helm Ingi stærri^að blaðsíðum til, en hin íslenzku. Mbl. hringdi til Kaupmanna hafnar í gær og spurðisl fyrir um hvað auglýsing sem þessi kostaði og fékk upp, að það væru um 7000 kr. danskar, eða tæplega 44 þúsundir ísl. króna. Samskonar auglýsing var í Politiken sama dag. Leikfélag Kópavogs sýmir Fjalla-Eyvind leikendanna er þarna koma fram hafa hlotið einhverja tilsögn í leiklist. Mikil gróska hefur verið í leik listarstarfsemi Leikfélags Kópa- vogs og má geta þess að það hef ur gengizt fyrir tveimur bók- menntakynningum. Sú fyrri var á verkum Einars Benediktssonar i sambandi við aldarafmæli hans en hin síðari var kynning á verk um Jóhanns Sigurjónssonar og var það í beinu samfoandi við fyrirhugaðan flutning á Fjalla- Eyvindi. >á rekur Leikfélag Kópavogs leikskóla í samstarfi við leikfélag Hafnafjarðar. For- ma'ður Leikféiags Kópavogs er Guðmundur Gísiason. María Dóra Egilson Kveðjuorð i. FRÚ María Dóra Egilson verður til moldar borin í dag. Hún fædd ist í Hafnarfirði 12. apríl 1016, dóttir hjónanna Þórarins Egilson, framkvæmdarstjóra og útgerðar- manns í Hafnarfirði, og konu hans, Elísabetar Halldórsdóttur. Þórarinn, faðir Maríu, var son- ur Þorsteins Egilsen, en hann var sonur hins mikla málsnillings, kennara og fræðimanns Svein- bjarnar Egilssonar og konu hans Helgu Benediktsdóttur yfirdóm- ara Gröndals. Móðir frú Maríu, Elísabet, var dóttir Halldórs Þórðarsonar bókbindara og konu hans Maríu Kristjánsdóttur frá Hliði á Álftanesi. Frú María ólst upp með for- eldrum sínum í Hafnarfirði ásamt einkasystur sinni, Erlu, kvæntri Ólafi Geirssyni, lækni á Vífilsstöðum. Hún stundaði fyrst nám í Flensborgarskóla og síðar í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún giftist 1937 Friðjóni Skarp- héðinssyni og bjuggu þau fyrst í Hafnarfirði, en síðar á Akureyri. Þau skildu samvistir. Þau hjónin eignuðust einn son, Þórarin, veitingamann í Reykjavík, kvænt an óiöfu Jónsdóttur. Frú María lézt 18. marz 1965. II. Frú María var fríð kona og höfðingleg sýnum, menningarleg í framkomu, glettin í brosi og hnyttin í orðræðum. Hún las mik ið bækur og blöð, fylgdist um skeið mikið með stjórnmálum og hafði á þeim. ákveðnar skoðanir, var eindreginn jafnaðarmaður allt frá æskuárum. Hún hafði einnig mikinn áhuga á ferðalög- um, ekki sízt á góðum gæðing- um. Hún átti um tíma góða hesta og naut þess mjög að spretta úr spori á þeim. En hún ferðaðist ekki aðeins innan lands, heldur einnig um mörg Evrópulönd, hafði af því gagn og gaman og kunni vel þá list að segja frá því, sem fyrir augu bar, ekki sízt sérkennilegu fólki. Frú María var uppalin í eftir- læti og við aðdáun foreldra og annarra vina og vandamanna, Faðir hennar hafði á hennj mikið dálæti, enda varð þess oft vart, að hún mat hann mikils. Hún var góðum gáfum gædd, sem hún átti kyn til, var aölaöandi, skemmti- leg, hrókur alls fagnaðar. Hún naut mikilla vinsælda, var eftir- sótt og dáð af vinum og kunn- ingjum. Heillyndi hennar var frá bært, og orðvarari var hún ua náungann en títt er. Þótt frú María væri fjörug .og hressileg í viðræðum, var hún viðkvæm í lund og dul og eirv- ræn öðrum þræði. Frú Maríu kynntist ég fyrst veturinn 1945-1946, er þau hjón fluttust til Akureyrar. Kona mín og María voru bekkjarsystur úr Kvennaskólanum í Reykjavík og tóku upp kunninigsskap að nýju, er þær hittust á norðlægum slóð- um. Hún varð þá þegar tíðari gestur á heimili okkar en flestir eða allir aðrir og var ávallt au- fúsugestur. Eitt barna minna kall aði hana Hlátur-Maju. Eftir að við hjón fluttumst suður, dvald- ist María oft langdvölum hér i Reykjavík, unz hún settist hér að að fullu. Yinátta okkar við hana — og hennar við okkur —■ hélzt allt til andláts hennar. Eng- an skyldi því undra, þótt okkur þyki skarð fyrir skildi við frá- fall hennar, tilveran fátækari og svalari. Halldór Halldórssonu LEIKFÉLAG Kópavogs mun n.k. föstudag frumsýna leikritið Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigur jónsson. Eins og kunnugt er þá er Fjalla-Eyvindur talið meðal mestu öndvegisverka í íslenzkri leikritagerð en það hefur ekki verið sýnt hér í nágrenni Reykja víkur s.l. 15 ár. Þetta er annað íslenzka leikriti'ð sem Leikfélag Kópavogs setur á svið en hið fyrra var Maður og Kona eftir Jón Thorarensen. Leikendur í Fjalla-Eyvind eru 23 og eru þeir allir úr Kópavogi en leikstjóri er Ævar Kvaran. Með aðalhlutverk fara: Sigur'ð- ur Jóhannesson, er leikur Kára, Oktavía Stefánsdóttir er leikur Höllu, Björn Magnússon er leik- ur Arnes og Gestur Gislason leik Ur hreppstjórann. Þjóðleikhúsið hefur iánað búninga og er leik- félagið mjög þakklátt þjóðleik- hússtjóra fyrir hans ómetanlegu aðstoð. Leikmyndir hefur hinn gamalkunni leikmyndateiknari, Sigfús Halldórsson gert, en hann er einnig Kópavogsbúi. Flestir ^ Fjallaferðir — í bíl Ferðaskrifstofur auglýsa nú hver í kapp við aðra ferðir sínar, bæði hér innanlands og til útlanda. Margar ferðir eru farnar inn á hálendið og hafa þær öðlazt miklar vinsældir á undanförnum árum. Sjálfur hef ég aldrei farið í slíka ferð, en kunningi min*, sem farið hefur oftar en einu sinní, hafði orð á því, að senni- lega hefði hann farið enn eina hálendisferðina í sumar ef hann væri ekki orðinn þreyttur á að sitja í bíl í 10 eða 14 daga. „Það, sem mér finnst einkum hægt að finna að þessum ferð- um, er, að þátttakendum er ekki gefinn kostur á að ganga jafnmikið og þeir gjarna vildu. Ferðafólkinu er ýtt inn í lang- ferðabílinn að morgni. Svo er ekið allan daginn — og þegar loksins er numið staðar eru allir orðnir það þreyttir, að ráðlegast þykir að taka á sig náðir", sagði hann. „Þaö á að gefa fólki kost á að ganga heilu og hálfu dag- ana í slíkum ferðum. Ganga aðra leið en bíllinn ekur, en hitta hann við og við. Þegar setið er í bíl allan tímann finnst mér 5 daga ferð algert hámark. En ég gæti vel hugsað mér að vera hálfan mánuð í ó- byggðum, ef mér væri gefinn kostur á að ganga mestallan tímann. Ég vil njóta kyrrðar- innar og fjalialoftsins undir berum himni. Ég nýt ekki nátt- úrunnar í sígarettureyk og hita svækju inni í bíl“, sagði hann. Fjallgöngur Þegar hann sagði þetta fór ég að hugleiða, að sennilega væri það mjög líklegt til vin- sælda að skipuleggja fjallgöng- ur á íslandi. Fjallganga heyr- ist sjaldan nefnd í sambandi við skipulagðar óbyggðaferðir, helzt að minnst sé á gönguferð á Snæfellsjökul. Fjöllin hér mundu að vísu ekki freista jafn mikið og Alparnir eða Hima- laya — þ.e.a.s. við mundum ekki fá hingað mikið af þess- um þaulvönu fjallagörpum. En ég er að hugsa um þetta fyrst og fremst fyrir okkur sjálf, þótt ég sé viss um að erlendir ferða- menn mundu sækjast eftir að komast í slíka fjallaleiðangra, því jafnan berast margar fyr- irspurnu um slíkt til þeirra, sem annast móttöku erlendra ferðamanna hér hjá okkur. Margir mundu slást í hópinn Vestfirðirnir koma mér I hug í þessu sambandi, því marga mundi fýsa að klífa bratt ann á þeim slóðum. Þar eru fjöllin hvað hrikaleg- ust á landinu. Auðvitað getur hver sem er klifið fjall án þess að spyrja leyfis eða vera í einhverri skipu lagðri ferð. En það er skemmti- legra — og öruggara að fara slíkar ferðir með öðru fólki fremur en að vera einn að gauf ast — og ókunnugir þurfa leið- sögu. Framtakssömum mönn- um fyrir vestan, austan og e.t.v. víðar á landinu væri trúandi til að hafa forgöngu um slíkar fjallaferðir og vafalaust mundu margir aðkomumenn vilja slást í hópinn. BO S C H háspennukefli í alla bíl* BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.