Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. marz 1965 Nýtt íslenzkt háf- rannsóknarskip Byggt sem skuttogari eftir íslenzkri teikningu Byggingarnefnd hafrannsókn- arskips hefur sent Mbl. eftir- farandi fréttatilkynningu um teikningu og undirbúning að nýju hafrannsóknarskipi fyr- ir tslenidinga: Á UNDANFÖRNUM árum hefur verið unnið að undirbúningi að smíði íslenzks hafrannsóknar- skips á vegum Fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans og gerðir nokkrir tillöguuppdrættir að fyr- irhuguðu skipi. A síðastliðnu ári gerði Seebeckwerft skipasmíða- stöðin í Þýzkalandi tvo tillögu- I 24. marz (AP) Á myndinni sjást geimfarar Bandaríkjanna, Virgil Griss- om, t.h. og John Young, ásamt geimfari sínu „Molly Brown" af gerðinni Gemini, um borð í flugvélamóðurskipinu „Intre pid" eftir velheppnaða geim- ferð. f dag skýrðu geimfarararnir vísindamönnum frá ferð sinni og gengust undir nákvæma læknisskoðun. Báðir eru geim- fararnir við góða heilsu. Á morgun halda þeir flug- leiðis til Kennedyhöfða, þar sem þeir gefa frekari skýrslu um ferð sína, en á föstudaginn verður móttaka þeim til heið - urs í Hvíta húsinu. j Útlit fyrir samkomulag um efnahagsiiiál í Danmörku Kaupmannahöfn, 24. marz (NTB). í KVÖLD virtist gott útlit íyr- ir, að samkomulag næðist um aðgerðir til úrbóta í efnahags- málum Danmerkur. Sósíaídemó- kratar, Vinstriflokkurinn, thalds flokkurinn og Bóttæki hafa und- anfarna daga rætt um tillögur til úrbóta og reynt að ná samkomu lagi. f kvöld höfðu Sósíaldemókrat- ar, Róttækir og nokkrir Vinstri- flokksmenn ná'ð samkomulagi uim aðalatriði frumvarps til laga um aðgerðir í efnahags- og skatta málum. En eftir var að ræða um ýmis smáatriði svo enn. er ekki fullvíst, að algert samkomulag náist. Sósíaldemókratar, Róttæk- ir og þeir Vinstriflokk&menn, sem sameinazt hafa um aðal- Aukakosningar sýna óbreytt fylgi London 24. marz (NTB). AF aukakosningum, sem fram fóru í kjördæminu Saffron Walden í Bretlandi í gær, virð- ist fylgi stærstu ftokkanna þriggja lítið hafa hreytzt frá því að síðustu aukakosniogar voru haldnar fyrir sjö vikum, Frambjóðandi íhaldsflokksins fór með sigur af hólmi í Saffron Walden. Hlaut hann nær því jafn mörg prósent atkvæða og Richard A. Butler hlaut í kjör- dæminu við þingkosningarnar í haust. Sem kunnugt er hefur Butler nú verið aðlaður. Verkamannaflokkurinn jók at- Um 100 höfrungar króaðirinni! ÞÓRSHÖFN, 24. marz. — í gær fórum við hér á Þórshöfn að sjá höfrunga innan við ís- inn, sem fyllir í>istilfjörðinn og er aðeins um 200 m. renna á milli hans og lands. Höfðu þeir lokast inni af ísnum og stukku þarna upp úr krapinu og blésu. í dag- voru þeir hér enn, líklega um 100 dýr, ag orðið mjög þröngt um þau. Var voðalegt að sjá þessi grey svona alveg innilokuð. Fjöidi manns hefur faríð til að horfa á höfrungana, og í dag hafa menn skotið þá og dregið upp á ísinn, enda eru þeir að farast þarna sem þeir eru, því ísbreiðan er svo mikil »g svo grunnt fyrir innan. Er nú búið að ná um 30 höfrungum og verið að skera þá. Kjötið má frysta og eins hefur það verið boðið tU söiu til Akureyrar. — Birgir. kvæðamagn sitt í Saffron Wald- en um \xk%, en Frjálslyndi- flokkurínn tapaði smávægilega. Eftir að ¦ úrslit kosninganna voru kunngjörð hafa talsmenn íhaldsflokksins og Frjálslynda- flokksins látið í Ijós þá skoðun, að stjórnin muni ekki efna til kosninga í náinni framtíð, þar sera hún telji, að yrði það gert, myndi Verkamannaflokkurinn ekki hljóta öflugri meirihluta á þingi, en hann hefur nú. Færeyingur týndur ÁDUR en færeyzka fiskiskipið Haförninn frá Sóldarfirði á Aust urey fór á þriðjudag, en það hafði legið í Reykjavíkurhöfn, tilkynnti skipstjórinn lögregl- unni, að mann vantaði á skipið. Maðurinn hafði farið í land á mánudagskvöld, en ékki komið aftur. Hann heitir Samuel Rasmussen, 34 ára gamalL Hann var klæddur færeyskri peysu og dókkum buxum> berfhöfðaður, dökkhærður og með yfirskegg. Þeir s>em kynnu að vita eitt- hvað um manninn, eru beðnir um að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. Á þriðjudags- kvöld er vita'ð að Færeyingurinn fór frá Færeyska sjómannaheim- ilinu kl. 12—1 um nóttina og síð ar er talið að hann hafi verið með íslendingi í leigubíL //• ,Rangers" 9 Framhald af bls. 1 höfða sl. sunnudag, en klukkan var rúmlega 1 e.h. (ísl. tími) í dag, er flaugin rakst á tunglið. f gær breyttu vísindamenn í Pasadena stefnu flaugarinnar nokkuð og voru breytingarnar svo nákvæmar, að flaugin hitti alveg rétt mark. Hún sendi milli 5 og 6 þúsund myndir til jarðar. Vitni vantar AÐFARANÓTT mánudags sl. um 3 leytið um nóttina var bifreið- inni E 602 ekið út af Suðurlands- vegi skammt fyrir ofan Lögberg og þar út í grjóturð. Ökumaður- inn segist hafa verið einn í bif- reiðinni og ekki meiðzt. Hann kveðst hafa veifað bíl, sem var á leið í bæinn og fengið far. Hann veit ekki hver ökumaður- inn er, og rannsóknarlögreglan biður hann um að hafa samband við sig. Ekið var á Volkswagerfbifreið- ina R 10722 móts við Sælakaffi á þriðjudag. Hún var mannlaus. Eru þeir sem vita um það beðnir að hafa samband við lögregluna. Notubu atriði frumvarpsins, tryggja því meirihluta í þinginu. Framhald af bls. 1 þess að komast hjá að beita skot vopnum. Rusk kvaðst vilja leggja á- herzlu á, að Bandaríkjamenn ætl uðu sér ekki að beita annarskon ar gasi í S-Vietnam, en táragasi, sem væri óeitrað og stefndi ekki lífi manna í voða. Þeir væru alls ekki að undirbúa gashernað af þeirri tegund, sem beitt hefði ver ið í fyrri heimsstyrjöldinni og valdið dauða tugþúsunda manna. Kvaðst ráðherrann skilja við- brögð fólks við fregnunum um gasnotkun Bandaríkjamanna í S- Vietnam, ef það hefði sett þær í samband við slíkt eiturgas. Sem fyrr segir, hafa skærulið- ar Viet Cong kallað sjálfboðahða f rá öðrum löndum til aðstoðar, en ekki hafa ennþá borizt fregnir um að kalli þeirra hafi verið svarað. f ræðunni, sem Leonid Brez- hnev, formaður kommúnista- fiokks Sovétrikjanna, hélt í gær, við móttöku geimfaranna á Rauða torginu, sagði hann, að f jöldi ung menna frá Sovétríkjunum hefðu óskað þess að fá að berjast við hlið „þjóðfrelsishreyfingarinnar" í S-Vietnam. Ekkert hefur hins vegar verið tilkynnt um að Sov étstjórnin haf i heimilað ungnaenn unum að fara til Vietnam. Sjór stöðv- aði vél Heima- skaga AKRANESI, 24. marz. — Vél- báturinn Heimaskagi sendi út neyðarskeyti fyrri hluta næt- ur í nótt. Hann var þá á heim- leið af miðunum með 700 tunnur af loðnu og átti ófarn- ar 30 sjómilur hingað. Veður var slæmt og sjór komst nið- ur um boxalokin og niður í lest og síðan aftur í vélarúm, svo að stöðva þurfti vélina. Varðskipið Óðinn kom á vettvang til hjálpar, dældi sjó úr Heimaskaga og kom drátt- artaug í bátinn og dró hann í rúmlega tvær klukkustundir, þangað til skipshöfn Heima- skaga hafði komið sinni vél í gang. Komst svo Heimaskagi í höfn kl. 4—5 síðdegis í dag á eigin vélarafli. —'Oddur. uppdrætti, en sú skipasmíðastöð hefur mikla reynslu í smíði rann- sóknaskipa, þar á meðal rann- sóknaskipa af skuttogaragerð. í maí síðastliðnum skipaði Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- ráðherra, eftirtalda menn í bygg- inganefnd hafrannsóknaskips: Gunnlaug E. Briem, ráðuneytis- stjóra, formann, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóra, Jóhannes NordaL bankastjóra, Hjálmar R. Bárðar- son, skipaskoðunarstjóra, og Jón Jóhsson, deildarstjóra. Hefur nefndin falið Agnari Norland, skipaverkfræðingi og Ingvari Hallgrímssyni, fiskifræð- ingi, að vinna úr framkomnum tillögum í nánu samstarfi við Fiskideildina og gera fyrirkomu- lagsteikningu að hinu fyrirhug- aða skipi. Hafa þeir nú gert teikningu a5 rannsóknaskipi, byggðu sem skut togara. Er það um 46 m að lengd og um 790 rúmlestir. Skipið verð- ur smíðað sem alhliða rannsókna skip, búið öllum nauðsynlegustu rannsóknartækjum, fiskileitar- tækjum og veiðarfærum. Þar sera hér er um að ræða skip af sér- stakri gerð, þarf mjög víðtækan undirbúning, og verður hann framkvæmdur að miklu leyti i samvinnu við rannsóknastofnan- ir erlendis og skipasmíðastöðvar, er mikla reynslu hafa í smíði slíkra skipa. Fjárhús Reykvík- inga við Geitháís FJÁREIGENDUR í Reykja- vík hafa á undanförnum árura haft kindur sínar í fjárhúskof- um á sérstöku svæði við Breið- holtsveginn. Það svæði fengur þeir tii takmarka'ðs tíma, og brátt kemur að því að það þarf að rýma vegna stækkandi byggð ar í Reykjavík. Borgarráð hefur nú satnþykkt að fjáreigendur verði úthlutið svæði við Geibháls, noröan Suður landsvegar. Fái þeir þar allt að 50 ha lands, sem þeir megi reisa fjárhús sín á. UM hádegi í gær var víðast 10—15 stiga frost hér á landi og vindur NA, en fremur hæg ur. Háþrýstisvæði er yfir aust anverðu Grænlandi og ís- landi, en lægðabylgjur við NA-Grænland hreyfast suður á bóginn, og má búast við heldur vaxandi N-átt á norð- austanverðu landinu í dag. ís rekur nú suður með Austur- landi og eru syðstu jakar komnir suður um Gerpi og suður fyrir Hvalbak. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesfcurland til Breiðafjarðar og miðin: NA- kaldi eða stinningskaldi, Iétt- skýjað. Vestfirðir og miðin: NV-kaldi, dálítil él norðantil. Norðurland og Norðaustur- land og miðin: N-kaldi í nótt, stinningskaldi á mongun, snjó- koma öðru hverju. Austfirðir og Suðausturland og miðin: NA-kaldi, víða allhvasst á mið unum bjartviðri. Horfur á föstudag: N-átt um allt land og frost svipað og í dag, bjartviðri sunnanlands en éljagangur fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.