Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLADID Fimmtudagur 25. marz 1965 Dr. Sigurður Þórarinsson, Ósvaldur Knudsen og Magnús Bl. Jóhannsson. Surtseyjarkvikmynd Osvalds Knudsens sýnd — Einnig myndirnar „Sveitin milli sanda“ og „Svipmyndir" NÆSTKOMANDI föstudag hefj- ast í Gamla bíói sýningar á þrem- ur litkvikmyndum Ósvalds Knud sens, sem hann hefur unnið að á síðustu árum. Skal þar fyrsta telja Surtseyjarkvikmynd hans, sem lýsir gosinu í Surti og mynd- un eyjarinnar frá upphafi; þá kvikmynd úr öræfasveit, þar Landspítala ætluð víðbótarlóð LANDSPÍTALINN hefur far- ið fram á að fá til viðbótar lóð sinni horn það sem Grænaborg hefur milli Snorrabrautar og Hringbrautar. Borgarráð sam- þykkti þa'ð í gær með því skil- yrði að Grænaborg og Ríkls- spítalarnir nái samkomulagi um kaup á húsi barnaheimilisins. Jafnframt var skipulagsnefnd falið að gera ráðstafamr tii að finna aðra hentuga lóð undir barnaheimili. sem meðal anmars er brugðið upp myndum af gömlum búskap- arháttum og loks svipmyndir af ýmsum þekktum borgurum, lífs og liðnum. Einn þátt í þeirri mynd gerði Óskar Gíslason. • Dr. Sigurður Þórarinsson, jarð fræðingur, samdi og flutti texta við tvær fyrrnefndu myndirnar, sem nefnast „Surtur fer sunnani“ og „Sveitin milli sanda“ en dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð- ur við hina þriðju „Svipmy.idir“. • Magnús Blöndal Jóhannsson samdi tónlist við tvær fyrri myndirnar, en valdi .tónlist við „Svipmyndir“. Settur var tónn við kvikmynd- ir Ósvalds erlendis hjá fyrirtæk- inu Colour Film Services í Lond- on með aðstoð sonar harrs, Vil- hjálms Knudsens, sem þar dvelst við nám í kvikmyndatöku. í gær bauð ósvaldur Knudsen blaðamönnum að sjá þessar kvikmyndir, sem eru hver annarri athyglisverðari og fallegri. Voru þar einnig viðstaddir þeir dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræð- TRELLEBORG Verð: kr. 106 pr. fm. i.sson hf Suðurlandsbraiit 16. Sími 35-200. Sendlar — Sendlar Sendill óskast hálfan eða allan daginn. — Uppl. á Vikublaðinu Fálkanum Ingólfsstræti 9 B milli kl. 2—4 í dag. TRELLEBORG DÆLUBARKAR „Spiral-ofnir“ Fást í stærðum: 1”, 1Í4”, l'/2”, 2”, 3” og 4”. HEILDSALA — — SMÁSALA Cunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16. Sími 35-200. ingur og Magnús Bl. Jóannsson, tónskáld. Dr. Sigurður — s'em kom til fundar við blaðamenn beint úr 67. ferð sinni til Surtseyjar — skýrði í fáum orðum frá kvik- myndunum þremur og fór lof- samlegum orðum um það mikils- verða starf, sem ósvaldur hefur innt af hendi með því að festa á filmu ýmisfegt það, sem ekki gerist nema einu sinni — svo lýsingu á stórfenglegu náttúru- fyrirbrigði, sem orð gætu ekki lýst svo gagn væri að. Tónlistin Því næst skýrði Magnús Blöndal Jóhannsson lauslega frá gerð tónlistarinnar í Surtseyjar- kvikmyndinni. Hún flokkast und- ir hina svokölluðu „elektrónísku — concret“ tónlist. Hún er ekki framleidd af elektrónískum tón- gjöfum, heldur er hún flutt af hljóðfæraleikurum, leikin á al- geng hljóðfæri. Hljóðfærin, sem eru notuð í þessari mynd eru, að sögn Magnúsar, mest ásláttar hljóðfæri — málmgjöll, gong, pákur, víbrafónar," klukkuspil og píanó. í öskugosinu eru auk þess notuð strengjahljóðfæri og á ein- um stað er þáttur úr tónverki Magnúsar „Punktar“. Hljóð hljóðfæranna eru ger- breytt frá sinni upprunalegu mund með hinum flóknustu að- ferðum. Kvaðst Magnús hafa hljóðritað hljóð hvers hljóðfæris fyrir sig, en síðan breytt hljóð- unum og blandað saman, þar til fram fengust þeir hljómlitir, er hann ætlaði hverjum þætti myndarinnar. Hann sagði, að hljómefni af hátt á annað hundr- að segulböndum hefði verið blandað saman á mismunandi vegu, til þess að koma tónlist- inni í það form, sem hún hefur i myndinni. Magnús hefur unnið að þessu verki sem er mjög seinlegt, í tæknistúdíoum Ríkisútvarpsins, en endanlega var tónlistin yfir- færð á 16 mm tónrásir hjá Colour Úr svipmynd Jóns Stefánssonar listmálara. Surtsgosið — eða þjóðhætti og minjar, sem óðum eru að hverfa. í Öræfamyndinni hefði hann kvikmyndað ýmsa búskapar- hætti, sem gleymdust óðfluga og væru víðast af lagðir. í Svip- myndum væri fest á léreft and- lit margra kunnra manna, ungra, aldraðra og látinna. í Surtseyjar- kvikmyndinni hefði hann gert Film Inc. í London. — Kvaðst Magnús vilja þakka forráða- mönnum útvarpsins sérstaklega fyrir að hafa veitt þá aðstöðu, sem með þurfti, til að gera þessa tónlist. ★ „Svipmyndir“ í Svipmyndum er meðal ann- ars brugðið upp skemmtilegum myndum af mörgum helztu lista- mönnum þjóðarinnar af eldri kynslóðinni. Sjást sumir þeirra að starfi, málarar með léreft og litaspjald gera frumdrög að myndum úr íslenzkri náttúru og myndhöggvarar móta leir í vinnu stofum sínum. Af látnum merkismönnum mætti nefna séra Friðrik Frið- riksson, Árna Thorsteinsson, tón- skáld; Matthías Þórðarson, þjóð- minjavörð; Valtý Stefánsson, rit- stjóra og konu hans, Kristínu Jónsdóttur, listmálara. Ennfrem- ur málarana Jón Stefánsson og Ásgrím Jónsson og myndhöggv- arana Einar Jónsson og Guð- mund Einarsson frá Miðdal. —• Þáttinn um Einar gerði Óskar Gíslason. A „Sveitin milli sanda“ „Sveitin milli sanda“ er gull- falleg kvikmynd frá einu stór- brotnasta héraði landsins, _ þar sem skiptast á jöklar, grösugar hlíðar og sendin ströndin, þar sem veðraðir skipsskrokkar seg'a sína sögu. Ósvaldur bregður upp myndum af lifnaðarháttum fóiks í Öræfasveit, heimilis og hey- skaparháttum, sem tíðkast orí 5 óvíða hér á landi og sýnir okk- ur, hvernig Öræfingar gera til kola. Að því er dr. Sigurður sagði, munu þeir kunna slíkt ennþá einir landsmanna. Blaða- mönnum varð tíðrætt úm nátt- úrufegurð sveitarinnar og sagði dr. Sigurður, að Náttúruvernáar ráð ynni að því að fá jörðina Skaftafell í Öræfum friðaða sem þjóðgarð. Tónlist við mynd þessa samdi Magnús Bl. Jóhannsson, sem fyrr segir, að öðru leyti en því, af á einum stað er leikið lagið „Ailt eins og blómstrið %ina“. Söngkona í myndinni e- T.lly Vilhjálms. - „Surtur fer sunnan" Kvikmynd Ósvalds Knudsens um Surtsey — „Surtur fer sunn- an“ — sýnir sögu gossins frá upp hafi og til þess, sem það var fyr- ir u.þ.b. fimm vikum, en þá voru síðustu myndirnar teknar. Hefur Ósvaldur farið tugi ferða til Surtseyjar og a.m.k. tólf sinn- um gengið þar á land. Svo sem dr. Sigurður Þórar- insson sagði, eru orð lítils megn ug til að lýsa Surtsgosinu, er frá- leitt að ætla að lýsa myndinni —• hinum furðulegustu myndum sprengigossins, glóandi hraunelf- inni eða samskiptum lands og sjávar. Hin elektróníska tónlist Magn- úsar eykur skemmtilega áhrif myndarinnar. Tónlistin er í raun í tveim allólíkum þáttum, ann- arsvegar gosið frá upphafi og fram til 4. apríl 1964, meðan það enn var sprengigos og hinsvegar eftir að hraungosið hófst. Mynd- inni lýkur þar, sem lífið tekur sér bólfestu á þessu nýja, landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.