Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 25. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Göngumenn komnir til Montgomery Montgomery, Alabamt 24. marz (NTB). TJM 4 ÞÚS. hvítir menn og þel- ðökkir með Nóbelsverðlauna- hafann Martin Luther Kins í fararbroddi, gengu syngjandi inn í Montgomery, höfuðborg Ala- bama í kvöld. Gangan sem farin er 'til a'ð leggja áherzlu á kosningarétt þeldökkra, lagði af stað á sunnu- daginn frá Selma áleiðis til Montgomery. í nótt gista góngu- menn í tjöldum í garði kaþólsks skóla í útjaðri Montgomery, en þaðan halda þeir á morgun til stjórnarráðsbyggingarinnar og þar endar gangan. Frá skólagarðinum til stjórnar ráðsins er 6 km leið. Talið er a'ð mjög margir bætist í gönguna síðasta áfangann. Hermenn og menn úr þjóð- varnarliðinu héldur vörð við leiðina, sem göngumenn fóru um til að verja þá hugsan'.egum á- rásum, en i dag gekk allt árekstra laust. ís?! Ófært sjóleib'ma Framhald af bls. 24 eiga að fara til Norðurlands. Hvað gert verður er enn ó- ráðið. Til greina kemur að bíða og sjá hvað gerist naestu daga, eða þá að láta skipin losa á einhverri Austfjarða- hafna, en flytja svo vörurnar síðar á ákvörðunarstað. Þetta er mikið vandamál og hefur stórkostlegan kostnað í för með sér. Nú er algjörlega ó- siglandi fyrir Langanes. — Þá vil ég lýsa þeirri skoð un minni, að ískönnun í þágu skipanna er mjög bágborin og algjörlega ófullnægjandi. Það þarf að fljúga yfir íssvæðið á hverjum degi sem skyggni leyfir og leiðbeina skipunum og gefa þeim upplýsingar um hvernig ísinn hagar sér. — Gæzluvélin Sif hefur farið öðru hverju, en hún er svo störfum hlaðin, að hún hefur ekki getað annað þessu hlut- verki til fullnustu. — Það virðist svo sem við kunnum ekkert til verka í þessum efnum, enda hafa slík viðhorf ekki verið hér frá ár- inu 1902. Þær fréttir sem birtar eru af ísnum í útvarpi virðast almenningi glöggar, en sjómenn eru annarrar skoð unar af fenginni reynslu. Um aldamótin og raunar árið 873 tíðkaðist að menn færu upp á fjöll og hæðir til að gæta að ísnum. Þetta virðist vera aðal- aðferðin til að kanna ísinn nú til dags, að því viðbættu að sérlega er tekið fram í frétt- um, að menn hafi haft með sér sjónauka. — Við sem stöndum í þessu teljum þetta fyrirkomulag ó- fullnægjandi og nauðsynlegt sé að skipa þessum málum þannig, að nútímatækni sé notuð til öryggis sjófarendum og siglingum almennt. Áætlun Ríkisskips í molum vegna íssins Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagði: -^ Herðubreið var á leið frá Kópaskeri í morgun og ætlaði austur fyrir land með viðkomu á Austfjarðahöfnum. — Þegar skipið var komið að Rauðanúpi var þar ófært vegna íssins og ekkert viðlit að halda siglingu áfram. — Skipstjórinn ákvað að snúa við á auðan sjó, en hann bjóst við því, að þurfa að halda til Húsavíkur og bíða þar og sjá hvort ekki rættist úr. — Áætlunarsiglingar Ríkis- skips eru í molum vegna íss- ins, en reynt að beina skipun- um á þá sta'ði þar sem fært er hverju sinni. íbúðarhús skemmist af eldi í Hveragerði HVERAGEftDI 24. marz. — Um 10 leytiS í morgun var slökkvi- liðinu gert aðvart um að kvikn- að væri í íbúðarhúsinu viS Lauf- Bkóga 9 hér í Hveragerði, en þar t>úa Sigurbjörn Ármannsson og Anna Hróðmarsdóttir með þrem- ur börnum sínum. Húsið er einlyft timburhús, rúmlega 60 ferm. og var eldur- inn mest í millistoppi. Þurfti að rífa norðausturgaflinn til að cprauta vaUuiiu ion, og var slökkvistarfi ekki Iokið fyrr en kl. 12. Tókst að verja nærliggj- andi hús, en strekkingsvindur var. Eldsupptök eru ókunn. Allt iranbú var óvátryggt, en skemmd- ir urðu miklar á eldhúsi og svefn herbergi og missti fólkið ölí sín föt, en innbú bjargaðist skemmt. Eigandi hússins er Böðvar Sveins son á Hrauni í ölfusi. Húsið sjálft var vótryggt fyrir 250 þús. 4sr. — Geosg, Bílarnir um 15 km inni á Vatnajökli. Ekiö á Vatnajökul UM HELGINA óku tveir jeppar 15—20 km inn á Vatna- jökul. Þar voru á ferðinni Guðmundur Jónasson, fjalla- bílstjóri á Landroverbíl sínum og Carl Eiríksson, símaverk- fræðingur á Landrover, sem haran hefur útbúið þannig að setja má á hann 4 aukahjól til aksturs í snjó. Var harðfenni og hægt að aka á 30—40 km hraða alla leið. Farið var úr Reykjavík á laugardag kl. 3 og r.aldið inn í Landmannalaugar. Ailir skaflar voru mjög harðir og hægt að aka um allt hálendið. Farin var Dómadalsleiðin í Landmannalaugar. Á sunnudagsmorgun var haldið inn yfir Tungnaá við Hófsvað á glærum ísi og í Tungnaárbotna, en þetta er £ þriðja skiptið, sein Guðmund- ur kemur þangað um vetur. Eftir stutta viðdvöl var svo haldið upp á Vatnajökul og yfir ána á ísi. Að sögn Guð- mundar var jökullinn mikíð til sléttur niður og haegt aS aka hann viðstöðulaust langt upp eftir. Þegar komið var í 1000 m hæð, fór færðin að þyngjast og jeppamir áð sökkva f, en haldið var áfram í 1250 m hæð. Þá voru bílarnir staddir norðvestur af Pákfjalli, um 15—20 km inni á jökli, en ekki er óhætt að fara nálægt fjall- inu vegna sprungna, sem þar hafa verið að myndast undan- farin ár. Carl setti tvöföld hjól á sinn bíl, en hann hefur látið útbúa bílinn þannig að 4 hjól má skrúfa á. Óku þeir héldur lengra á honum. En hörð skán var ofan á og Lausasnjór undir og dugðu þau ekki heldur. Þeir félagar óku um 45 km vegalengd um jökulinn, fóru niður undir Langasjó ogmeð jaðrinum til baka. Ekki hafa margir farið á bíl á Vatnajökul, þó munu menn hafa ekið 14 km inn á Dyngju jökulinn árið 1S47. Hljómleikar Guðrúnar GUÐRUN Tómasdóttir sðngkona endurtekur hljómleika sína í kvöld í Gamla bíó kl. 7,15, veigna góðra undirtekta áheyrenda. Guð- rún Kristinsdóttir leikur undir. — Alþingi Framh. af bls. 8. þjóðum í samningum okkar. Þetta er því vitað mál. Að lokum vil ég segja fá orð um sjálfa gæzlu íslenzku land- helginnar. Tvennt hefir þar verið ákveð ið, sem máli skiptir. í fyrsta lagi höfum við ákveðið að kaupa þyrlu til gæzlunnar. Það var gert í samvinnu við Slysavarnafélag íslands — og fór vel á því. Til helminga er þessi þyrilvængja keypt. Rekstur hennar mun að öllu hvíla á landhelgisgæzlunni. Þá var það ákveðið í ríkis- stjórninni í september sl. að láta byggja nýtt varðskip. Rökin fyr- ir því eru fyrst og fremst þau, að Óðinn og Þór eru farnir að eldast. Ægir er orðinn alltof gam all, enda meira en 30 ára, og sú vafasama hugmynd um litia varðbáta hefir gengið sér til húð ar. Vænta má, að þetta nýja skip verði fullsmíðað um það bil að tveim árum liðnum og mun þá bera merki landhelgsigæzlunnar við varðgæzlu við strendur lands ins. Margar fleiri umbætur hafa átt sér stað við landhelgisgæzluna á síðari árum. Merkastar eru flug- ið, sem verður sívaxandi þáttur í gæzlunni, sem og önnur ný tækni, sem landhel-gisgæzlan hef ir tileinkað sér, svo sem myndrat sjáin, sem sagt var frá í blöðum nýverið. Það er okkar sómi að varðveita og gæta þeirrar landhelgi, sem okkur auðnast að fá viðurkennda á hverjum tíma. Það skyldu allir vita. ÞaS er að sjálfsögííu eitt okkar mesta mál. ----- XXX ----- f þessum umræðum um Iand- helgina tóku margir þingmaooa til máls og verður nánar greint frá þeim umræðum síðar hér í Maðinu, ísinn Framhald af bls. 24. ur frekar gisinn og bar talsvert á nýjum lummuís (Pancake). Að minnsta kosti syðsti hiuti tungunnar var á hraðri hreyf ingu í suður. Skyggni var yfirleitt slæmt og allhvöss og hvöss norðlæg átt'*. fsinn á hraðri ferð suður Borgarfjörður Eystri. var í gær fullur af ís. Einnig var ís á Loð mundarfirði, en hafði lónað út aftur. Mbl. átti tal við fréttarit- ara sína á fjörðunum þar fyrir sunnan. Fréttaritarinn á Neskaupstað sagði: Samfelld breiða af ís er frá Dalatanga fyrir Horn að sjá og er ísinn á hraðri ferð suður. En eng inn ís er kominn inn svo heitið geti. Mjó ísspöng kom í morgun og lónaði með landi úti í flóan- um. Látlaus straumur af fólki er á ferðinni til að sjá ísinn, en í honum virðast heilmiklir borgar ísjakar. Erum við uggandi um að hann geti lokað fyrir fjörðinn. Stærri skip eru engin hér. Trill ur eru allar á landi og tveir bátar Iiggja við legufæri. Við höfum hér þriggja vikna birgðir af olíu, en vonum að Þyrill, sem var við Dyrhólaey í morgun, komist hing að inn með viðbót. — Ásgeir. Enginn is inni á SeyðisfirSi Seyðisf irði. — Enginn ís er hér inni á firðinum, en svo er að sjá sem fjarðarmynnið sé lokað. — Mjög er kalt, 15 stiga frost. Skip sem áttu að koma hingað sneru við. Enginn af stærri bát- unum er heima, aðeins trillur, svo bátar eru ekki í neinni hættu. Grimmdarkuldi með ísnum Eskifirði. — Ég fór suður á Hólmahálsinn, sem kallaður er og þaðan sést ísspöng sunnan við Reyðarf jarðardýpi. Þennan stutta tíma sem við stoðum við, um 15 mínútur, sáum við mun á því hve ísinn færðist í suður. Við sáum jaka á stangli suður undir Skrúð. Hér hef ur verið grimmdar kuldi, 12—17 stig og mundi ísinn frjósa saman, ef vindurinn héldi honum ekki á hreyfingu. — G. W. S. Getur lokast á 12 tímum ^ Reyðarfirði. — ís er hér mjög nálægt utan við fjorðinn og fær- ist hratt að landinu. Bakkafoss var á leið til Siglufjarðar, en sneri við^og koni hingað inn í morgun. Ég átti tal við einn skip verjann, sem sagði áð ísjakar væru inn fyrir Skrúð og ísbreiða út af svo langt sem augáð eygði. Virtist ísinn 6—7 mílur frá landi. Var Bakkafoss méð 600 tonn af vörum, sem áttu að fara norður fyrir, og er ekki enn ákveðið hvort hann skipar þeim á land hér. Tveir bátar eru gerðir út hér, Snæfugl átti aúö koma í morgtm af veiðum við Suðurland, en óttaðist að teppast og bætti vi8 að koma heim. Hinn er nýbúinn aðlanda í Vestmannaeyjum. Ég hringdi út í Vattarnes, sem er yzti bærinn hér. Sigurður Úlf arsson var nýkominn af f jailinu. Sagði hann a3 ísspöng væri land föst við Seley. Væri hún um 300 metra breið, og talsvert af stök um jökum væri fyrir austan eyna. Taldi Sigurður siglingu uti lokaða þarna. Voru stórir jakax í ísbreiðunni. Úlfar faðir hans kvaðst muna eftir að ís hafi lagt um aUan Reyðarfjörð árið 1910. Og árið 1918 kom ísinn um páskaieytið og stóð fram til 7. viku sumars. Taldi hann að ef ekki drægi til A- eða SA áttar; þá mu/idi ís- inn reka inn fjörðinn. Straumarnir hér úti fyrir liggja þannig að ísinn getur lok að firðmum á hálfum sóisrhring. — Arnþór, Svipað ástand á Ströndum Mbl. átti tal við fréttaritara sinn á Siglufirði, .sern sagði að þar væri engan ís áð sjá núna, enda ditnmt yfir. Fært væri frá Siglufirði tíl Akureyrar og til Sauðárkróks, en þangáð er mjólk in sótt. Á Sigiufirði var 17 stiga frost í gær. Einnig áttum við tal við frétta ritara okkar á Hólmavík, sem sagði ástandið svipað á Ströndum og verið hefur. ísinn fyllir aila firði, en rokkar ofuriítið til. í gær var 12 stiga frost á Hólma- vík og ísinn á Steingrúnsfirði að frjósa saman. Menn eru nú a«5 búa sig í btwtu í atvinnuleit og sumir farnir, því yfir engu er að vera á Hólmavík meðan báfcarnir sitja fastir, þó öruggir séu í 'höf ninni ^á Holma- vík, en strengurinn fyrir hoím- inni heldur ísnum i burtu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.