Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 25. marz 1965
MORGUNBLAÐIÐ
13
in í Reykholti
Einnig önnur vatns-
leiðsia að SnorraEaug
I REYKHOLTI í Borgarfirði
var í haust komið niður á tvær
frumstæðar leiðslur í jörðu,
sem enginn hafði fyrr vitað
um og ekki er getið í heim-
ildum svo vitað sé. Annað er
vatnsleiðsla, sem liggur frá
hvernum Skriflu að Snorra-
laug og er eldri en stokkur-
inn að lauginni, sem enn er
notaður og talinn hefur verið
frá fornöld. Hitt er gufuleiðsla,
sem liggur frá Skriflu, endar'
sem reyndist vera gufulelðsla.
Þarna liiggja því þrjár fornar
leiðslur frá Skriflu eða svæð-
inu í kring og í nánd við hver-
ina eru þær nálægt hverri ann
arri. Þarna liggur gamla vatns-
leiðslan, sgm nú er notuð,
vatnsleiðslan sem fannst í
september, en báðar liggja að
Snorralaug, og svo gufuleiðsl-
an, en hún er um 70 m. löng
og endar um 50 m. austan við
staðinn, þar sem sézt hefur til
bæjarrústanna gömlu í Reyk-
holti.
— Er í heimildum getið um
aðra vatnsleiðslu úr' hvernum
í Snorralaug en þá sem vatn
rennur enn eftir. Og er sú
nýfundna svipuð henni?
— Nýfundnu leiðslunar er
ekki getið svo við vitum til.
En ætla má, að hún sé eldri
en sú, sem nú er í notkun, og
var þú eina, sem menn
þekktu. Ég er búinn að grafa
á fjórum stöðum og er auð-
sætt, að nýfundna leiðslan er
lík að gerð. Rás er grafin nið-
ur í malar- og leirjarðveg,
veggir að kalla lóðréttir og
GufuleiSslan sveigir út úr brekku um 50 m. austan við gömlu
bæjarrústirnar.
Stokkurinn fyrir heita vatnið úr Skriflu að Snorralaug. Það
er rás í malar- og leirjarðveg og steinar og mold þekja að ofan.
skammt frá hinum fornu bæj-
arrústum og er eina gufuleiðsl
an, sem fundizt hefur hér á
landi frá gamalli tíð.
Þorkell Grímsson, fornleifa-
fræðingur, fór upp í Reyk-
holt, gróf þar á nokkrum stöð-
um og rannsakaði leiðslur
þessar, og höfum við nú feng-
ið hjá honum upplýsingar um
þennan merka fornleifafund.
Um tildrög þess að leiðslurn-
ar fundust segir hann:
— Snemma á sl. hausti var
grafinn skurður fyrir skolp-
leiðslu frá hinum nýbyggða
kennarabústað í Reykholti að
safnþró ,en hús þetta er reist
í túninu skammt norðan otg
austan við skólann og hið
forna bæjarstæði. Við gröft-
inn kom vinnumaður, Hjörtur
Sigmundsson, niður á frum-
stæða leiðslu, sem enginn hafði
um vitað. Þetta var 17. septem
ber. Þjóðminjaverði var til-
kynnt um fundinn, og fór ég
tveimur dögum seinna að
Reykholti, til að athuga hvers
kyns væri og vann að rann-
sóknum fram í nóvember.
Fékkst við það all glögg
mynd af mannvirkinu. Svo
gerðist það, að hinn 28. sept-
ember fannst önnur frumstæð
leiðsla í jörðu á sömu slóðum,
Þorkell Grímsson
botn flatur. Yfir þessa rás,
sem hefur verið gerð í botn-
inn á skurði, eru lagðir stein-
ar, til að þekja hana að ofan.
Það eru bæði hveragrjót og
blágrýtisteinar. Moldin er yf-
ir og í henni dálítill ösku-
blendingur. Leiðsla þessi er
um 100 m. löng. Þar sem graf-
ið var, liggur hún á 0,40-1,20
m. dýpi. Hún er um 20 sm. á
vídd, en allt að 55 sm. frá
botni upp að þekjusteini. Tóm
var hún, .en gufa í. Innan á
hefur setzt leir og myndað
skán, sem er blásvört og nær
sums staðar upp að börmum.
Er þetta grár leir, sem vatnið
hefur borið með sér. Hann
sést í leiðslunni, sem nú er í
notkun.
— Er þá ekkert sem gefur
til kynna, hvenær leiðslan var
í notkun, hvers vegna hún var
lögð niður og hve lengi hún
var notuð?
— I rásinni sjálfri er ekk-
ert, en í moldinni ofan á er
öskublendingur, sem e.t.v. yrði
gagn að til aldursákvörðunar.
Sýnishorn voru tekin þar.
Ekki er neinar skemmdir að
sjá og engin vísbending er um
hvers vegna þetta mannvirki
var lagt niður. Það er trú
manna að Snorri Sturluson
hafi látið gera laugina, sem
ber nafn hans. Fyrr, og á dög-
um Tungu-Odds goða á Breiða
bólstað, var laug í Reykholti,
sem líklegt er að hafi verið á
sama stað. Hin leiðslan, sem
ber heitt vatn úr hvernum í
Snorralaug, er álíka víð. Hún
ber talsvert magn af vatni og
er öll neðanjarðar.
Gufuleiðsla frá Skriflu vestur
undir bæjarrústir
— Hvernig kom svo gufu-
leiðslan í leitirnar?
— Ég ákvað að dýpka skolp
Fornu leiðslurnar þpjár í Reykholti liggja samhliða við hverina. Fjærst er sú, sem þekkt var
fyrir, í miðið vatnsleiðslan sem fannst í september og næst er gufuleiðslan nýfundna. Ljós-
myndirnar tók Þorkell Grímsson.
leiðsluskurðinn til að ganga úr
skugga um, hvort ekkert væri
þarna fleira markvert. Þegar
ég hafði grafið dálítinn
spotta, sá ég ofurlitla gufu í
jörðinni, elti hana og rakst þá
á steina. Ég tók þá upp, og í
Ijós kom grunn, íhvolf rás,
sem lá frá austri til vesturs.
Þá gerði ég til reynslu skurð
vestar í túninu og var svo
heppinn að koma aftur nið-
ur á leiðslu þessa. Og að lokum
fann ég hana einnig austar,
rétt við hinar tvær. Stefndi
h únað hvernum.
— Hvernig veiztu, að þetta
er gufuleiðsla? Er hún frá-
brugðin fornu leiðslunum fyr-
ir heita vatnið?
— Það er halli á rásinni frá
hver og vestur og upp brekku
í túninu og það sannar að veitt
hefur verið gufu eftir henni
en ekki vatni. Nú var gufa
í henni alla leið út á enda.
Þessi rás er í rauninni svipuð
vatnsstokknum að gerð. Stein-
arnir ofan á henni eru þó flest
ir úr blágrýti og ofan á þá
hefur verið settur leir og torf
til þéttingar og síðan mold. í
moldinni er öskublendingur,
sem safnað var úr sýnishorn-
um. Eins og á hinum staðn-
um er þarna um að ræða rás
í leirblendinn malarjarðveg
og í skurðbotni. Við endann
vestur í brekkunni er gerð
sveigja. Endasteinninn er við
yfirborð malarlags og ekki
djúpt að. Rásin kemur fram
undan brekku.
— Eru til fleiri slíkir forn-
ir vatnsstokkar, gerðir af
mannavöldum, hér á landi?
Og er nokkurs staðar vitað um
gufurásir frá fornöld?
Fyrsta forna gufuleiðslan
— Gamlar lauigar eru víða
til hér, og þess er getið að
leiðsla hafi legið frá upp-
sprettu að laug. En engin önn-
ur forn gufurás er til svo ég
viti. Og hvergi hefi ég séð
getið um slikt. Annars er
þetta ókannað. Safnið hefur
ekki látið gera heildarrann-
sókn á nýtingu gufu og böð-
um hér til forna.
Samt sé ©g, að Þorkell hef-
ur einmitt verið að tína sam-
an efni um laugar og leiðslur
úr gömlum frásögnum, þegar
við komum. Og þó hann segi,
Framhald á bls. 17