Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ Nokkrar af sýningarstúlkuiMim fyrir utan Hótel Sögu. 50 tegundir pelsa á tízku- sýningu Hringsins í kvöld Þorbjörg Bernard í pels úr íslenzku selsskinni. HINGAÐ er kominn í boði kvenfélagsins Hringsins dansk ur maður að nafni, Erik Widt, sem hefur meðferðis hvorki meira né minna en 50 tegund- Lr yndislegra minkapelsa frá Birger Ohristensen í Kaup- mannahöín. Sýnir hann þá á skemmtun Hringsins í Hótel Sögu í kvöld. í fylgd með Erik Widt er dönsk sýninga- stúlka, Birgit Filtenborg, en hún kom í stað Thelmu Ingvarsdóttur, sem átti að sýna pelsana en forfallaðist á síðustu stundu. Þessir „Saga-minkar" eins og þeir heita, eru mjög falleg- ir og vandaðir, enda eftirsótt- ir og seldir um allan heim. Stúlkurnar, sem sýna pels- ana eru allar íslenzkar að und Birget Filtenborg. Fjölmenni í félags- heimili Heimdallar „Opið liús" i kvöld FRÁ því Félagsheimili Heim- dallar var vígt fyrir rúmlega viku hefur ungt fólk komið þang að í stóruna hópum, þau kvöld, sem opið hefur verið. Mun láta nærri að um 500 manns samtals hafa komið þangað frá opnun- iinni. Sérstök kynningarkvöld anskilinni Birget. Þeirra á meðal eru Rúna Brynjólfs- dóttir, sem er búsett í Amer- íku, og systir hennar, Ylfa Bry n j ólfsdóttir. Widt sagði okkur að ann myndi dvelja hér vikutíma, og hefði mikinn áhuga á að komast til Surtseyjar, og þá helzt með ljósmyndara, - Ylfu og pelsa til Iþess að taka nokkrar myndir. Hann segist vona að pelsarnir falli sýn- ingargestuna vel í geð, og ef einhverjir hefðu áhuga á því að eignast pels, gæti hann glatt þa með því, að þeir væru allir til sölu. Eins og fyrr getur verða sýndar 50 mismunandi tegund ir pelsa, og margar gerðir af skinnum. Erik Widt segir að í ár séu pelsarnir einkar kven- legir og léttir. Þeir eru gjarn- an tvíhnepptir og mjög flegn- ir að framan. í>á eru pelsar úr íslenzkum skinnum, og hver veit nema við eigum eftir að halda sýningu á pelsum framleiddum hér úr íslenzk- um skinnum. Ef til vill fer það eftir því hvort leyft verð- ur minkaeldi hér, eins og mik- ið hefur verið rætt um að und anförnu. Widt þarf ekki að óttast að pelsarnir veki ekki verð- skuldaða athygli, en verð þeirra vildi hann ekki gefa upp. Skemmtun kvenfélagsins Hringsins hefst kl. 7 e.h. með borðhaldi, og auk tízkusýn- ingarinnar verða þar mörg skemmtiatriði, svo sem jazz- ballett og samleikur á píanó. Allur ágóðinn af skemmtun- inni rennur til Barnaspítala- sjóðsins. hafa verið haldin fyrir nemend- ur í Verzlunar- og Menntaskólan- um og verða slík kvöld haldin í næstu viku fyrir Háskólann, Kennaraskólann o. fl. Geysifjöl- menni hefur verið á iþessum kynm ingarkvöldum. Sl. þriðjudag var „Opið hús" í Félagsheimilinu og skemmtu menn sér þar við dans, töfl o. fl. í kvöld verður Félags- heimilið aftur opið fyrir allt ungt fólk, sem þangað vill koma og skemmta sér í hlýlegum og þægi- Birget Filtenborg. í hvítum stuttum minkapels. Ylfa Brynjólfsdóttir. legum húsakynnum. Er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á því að ekki er nauðsynlegt að vera félagsbundmn í Heimdalli til þess að koma í hið nýja fé- lagsheimili, það er opið öllu ungu fólki. Hið nýja Félagsheimili Heim- dallar hefur farið glæsilega af stað og er ungt fólk eindregið hvatt til þess að líta þar inn í kvöld og kynna sér hin nýju husakynni. STAKSTEIEMAR Frumkvæði ríkisins ALÞÝÐUBLADIÐ ritar í gær um þjóðnýtingu Aburðarverksmiðj- unnar og segir m.a.: „Það voru rikisstjórn ok? síðan Alþingi, sem ákváðu að hefja v undirbúning að byggingu Áburð- arverksmiðju. Málið var undir- búið á vegum ríkisstjórnar og allt fé útvegað til verksins". Síðar segir: „Áburðarverksmiðjan var byggð fyrir frumkvæði ríkisins og ríkið útvegaði fé til hennar. Þessi verksmiðja átti auðvitað að vera ríkisfyrirtæki frá upphafi". Það er laukrétt, að Áburðar- verksmiðjan var byggð fyrir frumkvæði ríkisins og ríkið hef- ur frá fyrstu tíð ráðið rekstri hennar, þótt hún væri í hluta- félagsformi, enda á ríkið 60% hlutaf járins og Alþingi kýs meiri hluta stjórnar verksmiðjunnar. Þess vegna hefur verksmiðjan líka haft algjöra einokunarað- stöðu, og þessvegna hefur stjórn- «. endur hennar skort það aðhald, sem þeir hefðu haft, ef um venju- Iegt einkafyrirtæki hefði verið að ræða, og þessvegna er engin efi á því, að margt hefur vér far- ið í verksmiðjunni en skyldi, eins og yfirleitt verður ætíð í fyrir- tækjum þeim, sem ríkið er að valsa með, hversu góðir menn, sem stjórnendurnir kunni að vera. Hitt eru engin rök, að fyrirtæki megi ekki vera í einkarekstri, þott ríkið hafi að einhverju leytí haft forustu um undirbúning þeirra. Þar eiga hagkvæmnis- sjónarmið að ráða og einkarekst- ur hefur hvarvetna sannað yfir- burði yfir opinberan rekstur. Eignarnám og bætur Alþýðublaðið býsnast mikið yfir því að Morgunblaðið bendir á þá augljósu staðreynd, að ef hlutabréf einstaklinga verðá tekin eignarnámi, þá verði að greiða fyrir þau fullt verð. Það ættu þó þeir, sem ritstjórnar- greinar skrifa í blöð að vita svo mikið um íslenzka löggjöf, að greiða verður fullu verði fyrir eignir, sem teknar eru eignar- námi. Hitt er allt annað mál, að Mbl. hefur ekkert mat lagt á það, hvers virði hlutabréfin muni vera. Sjálfsagt mundu bréfin aldrei metin á svipuðu verði og Alþýðublaðið áætlar, sem telur að þau mundu verða á 35 földu verði, en um veruleg fjárútlát hlyti að verða að ræða af ríkisins hálfu, ef þaö ætlar sér að ná hlutabréfum einstaklinga og sam- vinnufélaganna í Áburðarverk- smiðjunni. Ekkert rættist af hrakspánum Athyglisvert er að rifja npp árasir stjórnarandstæðinga á Viðreisnarstjórnina þegar hún hóf störf og gerði þær ráðstaf- anir, sem nægðu til þess að létta af höftum oij hömlum, gera inn- flutning til landsins frjálsan, en jafnframt að treysta efnahaginn út á við, ofy bæta allt ástand viðskiptamálanna. Það var sagt að hér mundi verða atvinnuleysi og samdráttur „móðuharðindi af mannavöldum" eins og einn þing- maður Framsóknarflokksins orð- aði það. Auðvitað rættist ekkert af þessu, heldur batnaði hagur landsmanna jafnt og þétt og að- staðan út á við varð styrkari en áður. Síðan hafa stjórnarandstæð- ingar verið að hamra á því, »9 ríkisstjórnin hafi horfið frá við- reisninni, þar sem hún hefur t.d. lækkað vexti, þegar ekki var lengur þörf hinna háu vaxta og svo framvegis. Ætti þó hver mað- ur að geta skilið það, að þegar ákveðnu markmiði er náð, þarf ekki að gera efnahagsráðstaf- anir til að ná því að nýju. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.