Morgunblaðið - 31.03.1965, Page 1

Morgunblaðið - 31.03.1965, Page 1
ZIS síður Saig'on, 30. marz (AP): Óþekktur hermaður úr bandaríska 1 flughernum aðstoðar einn hinna særðu fyrir framan banda- ríska sendiráðið. Grimmdarleg árás á banda- ríska sendiráðiö I Saigon 13 fórust, rumlega 180 særðust, margir hættulega. Háværar raddir um hefndaraðgerðir gegn Hanoi Saigon, 30. marz (AP-ISTTB) SPRENGJA sprakk við bandaríska sendiráðið í Sai- gon og fórust a.m.k. 13 manns í sprengingunni og um 180 særðust, þar af 42 alvarlega. Miklar skemmdir urðu á sendiráðsbyggingunni og nær lig'gjandi húsum. Talið er fullvíst að Viet Cong kommúnistar hafi stað- ið fyrir sprengingunni sam- kvæmt fyrirmælum frá Norð ur-Vietnam. Tveir menn. sem fluttu sprengjuna að sendi- ráðinu, lögðu á flótta eftir aS hafa skotið lögreglumann til bana. Náðist annar þeirra á flóttanum, en hinn komst- ekki undan og fórst í spreng- ingunni. *----------------------------® 45 lík fundin í E1 Cobre í Chile Santiago, Chile, 30. marz. (AP—NTB). FJÖRUTÍU og fimm lík hafa fundizt i rústum námubæjarins E1 Cobre í Chile, en talið er að flestir af 400 íbúum bæjarins hafi farizt á sunnudag eftir að jarðskjálftar komu .af stað flóð- bylgju, sem gróf þorpið undir aur og leðju. Ekki er enn vitað hve margir biðu bana í jarðskjálftunum í Chile, en óttazt að tala látinna eé allt að 600. Aðrar fregnir segja þó að 400 hafi farizt. Bærinn E1 Cobre varð verst úti, en bær þessi er 130 km. fyrir norðan Santiago. Skammt fyrir ofan bæ inn var 70 metra há stífla, sem eprakk við jarðhræringarnar og eteypti milljónum tonna af vhtni, eur og leðju yfir bæinn. Annars etaðar að hafa einnig borizt frétt ir um mannslát af völdum jarð- ekjálftanna, en ekki eru nákvæm ®r tölur fyrir hendL Hafin er fjársöfnun handa nauð etöddum í Chile, og barst fyrsta framlagið í dag. Voru það 60 þúsund mörk (um kr. 650 þús.) frá vestUr-þýzku stjórninni. Vegna sprengingarinnar hefur verið gripið til víð- tækra varúðarráðstafana. 406 manna bandarískt herlög- reglulið er nú á verði við sendiráðið, og yfirmönnum sendiráðsins hefir verið feng- inn lífvörður. Maxwell Taylor, sendi- herra Bandaríkjanna í Sai- gon, er nú í Washington. Atti hann í dag fund með John- son forseta, Dean Rusk utan- ríkisráðherra, Robert Mc Namara varnarmálaráðherra og fleiri leiðtogum. Er hugs- anlegt að sprengingin leiði tii aukinna loftárása á Norður- Vietnam, og heyrzt hafa kröf- ur um það að Bandaríkie svari árásinni á sendiráðið með loftárás á Hanoi, höfuð- borg Norður Vietnam. Meðal hinna særðu í Sai- gon, er Alexis Johnson, sem gegnir sendiherraemhætti í fjarveru Maxwells Taylors. Fátt er um sjónarvotta að sprengingunni, því flestir þeirra, Faóir leitar að syni sínum meðal hinna mörgu föllmi við bandaríska senediráðið. Faðirinn hafði sem voru á ferð við sendiráðið, skilið barnið eftir fyrir utan kaffihús gegnt sendiráðinu meðan hann skrapp þar inn. Framhald á bls. 21. » Wallace ríkisstjóri tekur á móti f ulltrúum blökkumanna Víðlæk ríinnsokn á glæpastðrfse mi Ku Klux Klan Montgomery og Washington, 30. marz — (AP-NTB) — ILEIUTOGAR í baráttunni fyrir jjafnrétti blökkumanna áttu í dag rúmlega klukkustundar fund með George C. Wallace, ríkisstjóra í Alahama. Sögðust þeir að fund- inum loknum vona að ríkisstjór- inn aðstoðaði þá við að leysa þær hatrömmu kynþáttadeilur, sem Jnegar hafa kostað nokkur manns Mf í Alabama. Á sama tima kom sérstök nefnd Randarikjaþings saman í Was- bington til að ' ræða kynþátta- vandamálin. Nefnd þessi, sem áð- ur hefur unnið að rannsóknunt á „ésnneriskri starfsemi" i Banda- ríkjunum, ákvað að láta nú þeg- ar hefja víðtæka rannsókn á starfsemi Ku Klux Klan samtak- anna. Formaður óamerísku nefndar- innar, eins og hún er nefnd, er Edwin Willis, þingmaður demó- krata frá Louisiana. Sagði hann að bráðabirgðarannsóknir hefðu leitt í ljós að sérstakir leyniflokk ar innan samtakanna fremji mjög ógnvekjandi afbrot. Jafn- framt upplýsti Willis að fleiri öfgafélög í Bandaríkjunum yrðu sett undir rannsókn, þeirra á meðal nazistar og „Svartir mú- hammeðstrúarmenn“. Skoraði Willis á alla Bandaríkjameiua að aðstoða við rannsóknirnar. Sér- staklega hvatti hann alla þá, sem þekkja eitthvað til starfsemi Ku Klux Klan að skýra yfirvöldun- um frá þekkingu sinni. Taldi han jafnvel hugsanlegt að marg- ir fyrri meðlimir og leiðtogar samtakanna hefðu nú fengið nóg af hryðjuverkum og vildu létta á samvizku sinni með því að aðstoða yfirvöldin. Wallace, ríkisstjóri, vildi lítið láta uppi um viðræðurnar við leiðtoga í jafnréttisbaráttunni. En hann hefur hingað til neitað að ræða við þá sjálfur, og kom það mönnum nokkuð á óvart or Framhald á bls. 8. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins EINS og áður hefir verið tilkynnt, hefst landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 22. apríl næstkomandi. Dagskrá fundarins verður tilkynnt síðar. Er þess vænzt, að þau félagssamtök flokksins, sem ekki hafa enn kosið fulltrúa sína á landsfundinn, geri það sem fyrst og tilkynni aðalskrifstofu flokksins í lieykjavík nöfn fulltrúa. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. jr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.