Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. marz!965 MORGUNBLAÐIÐ 3 Einn *f þátttakendunum var Steingrimur Bernharðsson, banka stjóri, og varð hann nr. 3 í keppninui og hér sést l»nn draga sprækan þyrskling. lægra en yrði á innfluttu — seg/r dr. Jón Vestdal, forstjóri Sementsverksmiðju rikisins AÐ því er Jón Vestdal, forstjóri Sementsverksmiðju ríkisins, skýrði blaðinu frá er verð á sem- enti verksmiðjunnar heidur laegra en verð á innfluttu sem- enti myndi vera. Sagði hann að þegar verð á sementi verksmiðjunnar væri ákveðið væri það gert með því, að Hagstofan reiknaði út hvað innflutt sement kæmi til með að kosta samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fengist um verð frá erlendum seljendum, svo og upp skipunarkostnaði og farmgjöld- um til landsins. Höfð væri hlið- sjón af verðlagsákvæðum, sem giltu áður en verksmiðjan tók til starfa um uppskipunarkostnað, dreifingarkostnað og aðflutnings gjöld á sementi. Ákvörðun verk- smiðjustjórnar og ríkisstjórnar væri tekin í samræmi við þá út- reikninga og þess gætt að verðið væri nokkru lægra á innlendu sementi en útreikningarnir sýndu að yrðu á innfluttu. Jón Vestdal sagði, að meira en ár væri liðið frá þvi verð á ís- lenzku sementi hefði siðast verið ákveðið. Sér væri kunnugt um, að sementsverð í Vestur-Evrópu hefði hækkað nokkuð á þessu tímabili, enda hefði verið skort- ur á sementi að undanförnu. — Kvaðst han vita til, að Danir hafi flutt inn sement frá Finn- landi á sl. ári og Bretar hefðu spurzt fyrir um útflutning héð- an á sementi á sl. ári. Sagði hann, að útflutningsverð á sementi frá Danmörku fyrir ári hefði verið 90 shillingar tonnið en væri nú 92—93 shillingar. Hann kvaðst vilja henda á, að þótt tollur væri á innfluttu sem- enti þyrfti sementsverksmiðjan líka að borga tolla af sinni fram- leiðslu, t.d. umbúðum öllum, varahlutum, gipsi og olíu, sem þyrfti að nota til framleiðslunn- ar. Þó skipti mestu máli, að toll- ar hafi verið greiddir af öllum vélum og útbúnaði til verksmiðj- unnar þegar hún var byggð og þyrfti að afskrifa þessar toll- greiðslur og borga vexti af þeim. Væru það verulegar fjárhæðir. Að lokum sagði Jón Vestdal, að frá upphafi hafi ráðamenn verksmiðjunnar gætt þess, að landsmenn hefðu hag en ekki óhag af tilkomu islenzkrar sem- entsverksmið j u. 430 kg. veidd í vökum Akureyri, 29. marz. LIONSKLÚ BBU RINN Hug- inn igekkst fyrir keppni í fisk- drætti upp um ísinn á Akur- eyrapolli í gær. Hófst keppn- in kl. 14 og lauk kl. 17. Lions- klúbburinn lagði til færi og beitu og sá um að höggva göt á ísinn. Þátttökugjald var 150 kr., sem varið verður til líkn- armála. Veitingar voru seldar frammi á isnum. Blíðskaparveður var i gær, sólskin og logn, og breigður Akureyringum við*eftir frost- hörkurnar að undanförnu. Snjóföl var á ísnum, en ísinn sjáifur var 20 til 25 cm. þykk— ur. Mikill mannfjöldi lagði leið sína fram á Poll, bæði gangandi og á skautum ,sleð- um, reiðhjólum, skellinöðrum og barnavögnum til að njóta góðviðrisins og skemmta sér við að horfa á veiðigarpana dorga. Þátttakendur i veiðikeppn- inni voru 28, þar af ein kona, Guðfinna Thorlacius yfirhjúkr unarkona. Alls veiddust 430 'kig. á þessum þremur klukku- stundum. Hlutskarpastir urðu þessir menn: 1. Ásgeir Kristjánss. 37,1 kg. 2. Karl Jörundsson 32,7 kg. 3. Steingrmur Bernharðss. \ 31,8 kg. Stærsta fiskinn (steinbít) dró Þorleifur Ágústsson. Vó fiskurinn 3,4 kg og var 77 cm að lenigd. Framangreindir sigur vegarar hlutu allir verðlauii. Lagnaðarís er nú meiri á Akureyrarpolli og innanverð- um Eyjafirði en verið hefur áratuigum saman. Nær ísinn út undir Svalbarðseyri að austan og út undir Skjaldarvík við Hér er einn af yngri keppendunum að dorga. •Börn og fullorðnir fylgjast með af áhuga. (Myndimar tók Sv. P.) vesturlandið. — Sv. P. Nr. 2 í keppninni varð Karl Jörundsson og hér heldur hann heim með aflann á sleðanum, en jafnframt má sjá önnur farartæki á myndinni. Verð á íslenzku sementi STAKSTEIIVAR „Á grundvelli raun- hæfra kjarabóta" f RITSTJ ÓRNABGREIN Vísis I gær er rætt um nýafstaðna ráð- stefnu Alþýðusambands íslahds um kjaramál, sem haldin er til undirbúnings samningaviðræðum milli launþega og atvinnurekenda í byrjun júní n.k. þar segir m.a.: „Höfuðnauðsyn er, að í þeim samniriigum takist að tryggja vinnufriðinn næsta árið á grund- velli raunhæfra kjarabóta og án þess að jafnvægi efnahagsmál- anna sé kollvarpað. Það verður ekki létt verk. En með góðum vilja og skilningi beggja aðila vinnumarkaðarins mun það tak- ast. Eðlilegt er, að verkalýðssam- tökin setji á oddinn óskir um verulegar kjarabætur. En það er líka ljóst, að þær verða að vera í þeirri mynd, að þær kjarabætur hverfi ekki að bragði í eldi verð- bólgunnar. Margt kemur þar til igreina auk launabóta, svo sem stytting vinnutímans, aukin ákvæðisvinna, lagfæringar i skattamálum og aðgerðir gegn verðbólgunni. í fyrra var brautin mörkuð. Síðan hafa ýmsir þeir atburðir gerzt, sem kalla á endur- skoðun á sama grundvelli. Mikil- vægt er, að sú endurskoðun verði innan þess ramma, sem gerir kleift að halda gengi krónunnar óbreyttu". Stefnulaust rekald Ekki steðjar nokkru sinnl stærri vandi að foringjum Fram- sóknar heldur en þegar þessi röndótta hjörð er neydd til þess að gefa út einhvers konar stefnu- yfirlýsingu. Allt orðalag verður að vera nægilega loðið til þess, að „stefnan" styggi enga þá mis- litu skoðanahópa, sem að flq^ki þeirra standa. Til að bæta fyrir málefnaskortinn er síðan gripið til orðagjálfurs og lýðskrums, það er talað um „sameiningu vinstri manna", sem þó hafa fátt eitt sameiginleigt í skoðunum, „umbótaöflin", þegar rætt er um svartasta afturhald síðustu ára- tuga á íslandi, Framsóknarmenn, „heilbrigöa stefnu í efnahagsmál- um“, og þá átt við eysteinsk- una, sem verið hefur einn versti þrándur í götu framfara í land- inu um áratugabil, og þannig má lengi telja. Eitt sinn var einróma samþykkt á flokksþingi Fram- sóknar stefnuyfirlýsing i utan- ríkismálum. Fáum mánuðum síð- ar gerðist það á ASÍ-þingi, að einn af fulltrúum Sjálfstæðis- manna á þinginu bar fram þessa ályktun orðrétta. í stað þess að samþykkja yfirlýsta stefnu flokksins síns í utanríkismálum, varð Framsóknarmönnum á þing- inu það á, að þeir felldu hana og greiddu þess í stað atkvæði með tillögum kommúnista um utan- ríkismál. Stefnufastir menn, Framsóknarmenn!! Vamagli f lok stjórnmálaályktunar mið- stjórnar Framsóknarflokksins um síðustu helgi kom siðan hinn úauðsynlegi vamagli, þar sem allir þeir, sem vilja byggja upp heilbrigt þjóðfélag eru hvattir til að fylkja sér um Framsóknar- flokkinn, „þótt þeir séu eigi sammála um allt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.