Morgunblaðið - 31.03.1965, Side 24

Morgunblaðið - 31.03.1965, Side 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ átt erindi að íara með henni alla leið upp, og ganga á eftir henni. En hún sagði: — Þér farið á und- an, og svo beið hún þangað til hann var lagður af stað á undan henni. Þegar í íbúðina kom, leit hún á herbergin, en sagði samt ekki neitt fyrr en hún hafði líka séð baðið, en þá sagði hún: — Hvaða óskaplegir litir eru þetta! Hann gat ekki að sér gert að setja upp vonbrigðasvip, en þá bætti þún við og með undrun í röddinni: — Og gluggarnir hafa verið þvegn ir- Það var ágætt! Og samstund is fór honum að líða betur. í kvöld var hún ekki heima og krakkinn var þarna aleinn. Hvert gat hún hafa farið Út með ein- hverjum karlmanni, bjóst hann við. Einhverjum herðabreiðum karlmanni, eins og faðir drengs ins var. Líklega voru þau ein- hversstaðar ein saman á þessari stundu. Svitinn spratt út á enn- inu á honum og nú fyrst kenndi hann hitans út um dyrnar á mið- stöðinni. Hann lagði frá sér skófl una, lokaði dyrunum og gekk burt frá miðstöðinni. Hann fékk snögglega löngun til að sjá, hvernig íbúðin líti út núna, eftir að hún var sezt að í henni. Hún væri vistleg, þóttist hann viss um. Meira að segja kynni hún að koma heim, meðan hann væri þarna uppi og yrði fegin að hann skyldi hafa verið, hjá Bub. Já, þarna kom það. Hann skyldi fara upp og vera Bub til afþreyingar meðan hún væri úti. Og hann ætlaði að sjá, hvernig íbúðin liti úti. Hann skyldi sjá svefnherberg ið hennar. Hann gekk upp stigann, hægt og settlega, og neyddi sjálfan sig til að fara hægt, þótt hann lang aði mest til að hlaupa. Hann stanzaði við dyrnar. Það kom ofurlítil ljósrák undan hurðinni, og útvarpið var í gangi. Kannski hafði hún komið heim meðan hann var Jiiðri í kjallaranum. Væri svo, ætlaði hann bara að segja henni, að hann hefði komið upp til að vita, hvort allt væri í lagi með Bub, því að hann hefði aldið að hann væri þarna einn. Bub opnaði dyrnar ofurlítið og varlega, þegar hringt var. Þegar hann sá Jones, opnaði hann alveg upp á gátt. — Hæ, Vörður, sagði hann og brosti út undir eyru. — Mér datt í hug að koma upp og vita, hvort allt væri í lagi hjá þér. — Komdu inn. Hann gekk inn í stofuna og leit kring um sig. Hér var góður ilmur, se mkom aðallega út úr svefnherberginu. Hann leit þang að 'með áfjáðu augnaráði. Það herbergi langaði hann mest af öllu að sjá. — Er mamma þín ekki komin heim enn? Bub hristi höfuðið. — Ég var í bíó, sagði hann. — Þú hefðir átt að sjá myndina. Það var kall, sem kom til Vesturlandsins og ætlaði sér að fara að verða mál- flutningsmaður. Og hann settist þar að og rikur maður, sem hafði eignazt land með svikum wmmmmmmm 11 Drengurinn lét dæluna ganga og Jones gleymdi sér næstum þarna. Hann var að ímynda sér, að Lutie sæti í hnipri þarna sem drengurinn sat. Og sjálfur mundi hann sitja hjá henni, hann ætl- aði að verða þarna kyrr og tala við hana. Hann skyldi ekki hræða hana. Þess mundi hann vandlega gæta — ekki vera of fljótur á sér og veiðibráður. — Er allt í lagi? skyldi hann segja. — Allt í þessu fína. — Ég kom hérna með ofur- lítið handa þér, og svo skyldi hann seilast í vasa sinn og taka upp eyrnalokka — gyllta hringi. — Langar þig til að setja þá á þig?_ — Ég er hræddur um, að ég sé svo klaufalegur, mundi hann segja í gamni. Og svo væri hann kominn til hennar á legubekk inn. Alveg við hliðina á henni. Og hann gæti dregið hana til sín . . . fast að sér. Svo fast, að hún hallaðist upp að honum. Hann leit á samfestinginn sinn. Hann hafði einu sinni verið blár, en var nú orðinn hvítgrár af of- mörgum þvottum. En hann er þó að minnsta kosti hreinn, hugsaði hann sér til afsökunar. En næst þegar hann kæmi hingað upp, ætlaði hann að vera í svörtu fötunum sínum og hvítu skyrt- unni. Hann gæti látið Min stífa flibbann á henni. Um leið mundi hann, að hann ætlaði að losa sig við Min. Hon- um yrði nú ekki mikið fyrir því. Hann skyldi ganga svo frá henni, að hún flýtti sér að taka til fót- anna og það fyrir fullt og allt. Hún með groddaskóna og hvísl- ingarnar. Hann yppfi öxlum með viðbjóði. Til hvers þurfti honum að detta hún í hug, hérna inn í íbúðinni hennar Lutie? Hann hleypti brúnum. — Ertu vondur út af ein- hverju? spurði drengurinn. Jones mjakaði sér til í stóln- inn og gleymdi að slétta úr grett una. Nú, hver fjandinn var það, sem krakkinn var að tala um . . . jú, það var bíómyndin, sem hann hafði verið að sjá. — Nei, ég er ekkert vondur, ég var bara að hugsa, og svo hugsaði hann: Ég verð að láta hann halda áfram að skrafa. Skrafa þindarlaust. Hann tók upp vindling, og kveikti í. — Sástu ekki nema eina mynd? spurði hann. — Jú, tvær. — Um hvað var hin? Mér leizt vel á þá fyrri. — Glæpamenn, sagði drengur inn með ákafa. Og mann, sem tók þá fasta. Hann lézt vera glæpamaður og svo var hann reyndar lögga. Þeir voru með stýfðar haglabyssur. Þetta getur haldið honum gang andi, hugsaði hann. Einhverja átyllu get ég fundið mér til að skoða íbúðina. Hann stóð snöggt upp. — Ég þarf að fá mér glas af vatni, sagði hann og stikaði út í áttina til eldhússins áður*en drengurinn gat staðið upp af legu bekknum. En drengurinn var svo fljótur að ná í vatn handa honum, að hann fékk ekki svigrúm til að skoða sig um. Hann sá, að þarna voru þrjár tómar ölflöskur og ein ar tvær flöskur undan Pepsi- Cola, undir vaskinum í eldhús- inu. Jafnvel meðan hann var að drekka vatnið, hélt hann áfram að gægjast inn í svefnherbergið í huganum. Hvernig rúmi svaf hún í? Kannski gæti hann opnað skáp inn og sneri fötin, sem þar héngu. Þau væru sjálfsagt mjúk og ilmandi. Þegar drengurinn kom aftur inn í stofuna, tók hann enn til við þessa óendanlegu frásögn sína af kvikmyndunum, og Jones var að hugsa út ráð til að geta gægzt inn í svefnherbergið. — Þarf ekki hún mamma þín fleiri hillur í skápinn sinn? spurði hann snögglega. Bub þagnaði og horfði á hús- vörðinn. Hversvegna var hann alltaf að taka fram í fyrir mér, hugsaði hann. Hann hristi höfuð ið. — Nei, svaraði hann kæruleys islega. En svo tók hann upp sögu þráðinn aftur. — Þessi kall var alvörulögga . . . Jones kveikti í einum vindlingi í viðbót. Öskubakkinn var að smáfyllast af stubbum. Hann sveið í munn og kverkar af reyk ingunum. Honum fannst hann vera orðinn skinnlaus í munnin um. og þetta skinnleysi smáfærð ist niður í hann. — Við skulum koma að spila, sagði hann allt í einu. Þú getur fundið okkur eldspýtur til að spila upp á. Hann horfði á eftir drengnum út í eldhúsið, og notaði þá tæki færið og læddist á tánum til svefnherbergisins. Hann var næst um kominn inn um dyrnar, þegar hann heyrði Bub koma inn í stof una aftur. Hann bölvaði drengn- um í huganum, þar sem hann stóð kyrr í miðri stofunni og lét eins og hann yæri að teygja úr sér. — Komdú með stólinn hingað, sagði drengurinn. — Við getum spilað við þetta borð. Hann tók glás með gerviblómum, sem stóð á bláa kaffiborðinu með glerinu á, fyrir framan legubekkinn. — Komdu með stólinn þinn! endurtók hann þegar maðurinn hreyfði sig ekki. Jones var að glápa á varalit, sem lá á borðinu. Hann hafði leg ið rétt hjá blómaglasinu, svo að hann hafði ekki tekið eftir hon um. Hylkið var fílabeinsgult, en svo var rauð rönd kringum það neðst. Hann hélt áfram að glápa á varalitinn en svo, seildist hann til og greip hann, næstum ósjálf rátt og án þess að hreyfa stól- inn. Hann tók lokið af og leit á rauða litinn, sem inni í hylkinu var. Hann var orðinn eyddur af notkun og var ofurlítið ósléttur í sárið, þar sem varirnar á henni höfðu snert hann. Hann langaði til að bera hann að vörunum. Svona mundi var irnar á henni ilma, en svo væri þær líka heitar. Þegar hann hélt á litnum í hendinni, fann hann greinilega ilminn af honum — það var sá sami og af sápunni, sem holduga stúlkan hafði notað. Sú, sem hafði tollað hjá honum í þrjá daga en þotið síðan. Hann bar varalitinn upp að munninum en í sama bili hrifsaði dreng urinn hann af honum og stakk honum í buxnavasann. Þetta var snögg og ósjálfráð varnarhreyf- ing. — Mamma hélt, að hún væri búin að týna honum, sagði hann, næstum eins og afsakandi. Jones glápti á drenginn. Hann hafði verið svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að hann hafði al- veg gleymt, að hann væri þarna. Og hann hafði haldið svo laust á varalitnum, að drengurinn gat náð honum alveg fyrirhafnar- laust. Hann hafði ekki einu sinni séð þegar hann seildist eftir hon um. Og aftur datt honum í hug faðir Bubs og að drengurinn hefði vitað, að það var eitthvað athugavert við það, að hann bæri varalitinn upp að vörunum. Hann gat skynjað hávært tif í klukk unni, sem stóð á borði hjá legu- bekknum. Hann gat heyrt tikk- takk í henni gegn um útvarpið. Hann hallaði sér fram og vissi að hann var búinn að vera of lengi þögull. — Við skulum spila, sagði hann hranalega. Hann kenndi drengnum kas- ínu. Bub var fljótur að læra spil ið og spilað í fyrstunni djarft en varkárlega um leið, svo að eld spýtnahrúgan fyrir framan hann fór sívaxandi. Jones horfði á spegilmyndina af honum í bláa glerinu í borðinu. Eitthvert ráð mætti finna til að ná í þennan varalit frá honum. Það gæti ver ið gott að halda á honum áður en farið væri að sofa og láta þennan sæta ilm fylla nasirnar. Svo gæti hann borið hann í vasanum og snert ha.nn á daginn og gælt við hann niðri í miðstöðvarklefaum. Höfn i Hornafirði BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirði eru umboðsmenn Morgunblaðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið selt í lausasölu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í Iausasölu, um söluop eftir lokunartíma. Blaðburðarfólk öskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Meðalholt Lindargata Sími 22-4-80 KALLI KUREKI — Xr- — -K Teiknari: J. MORA „Ég vona að nautgripirnir séu ekki komnir aftur á kreik.“ „Þetta eru ekki naiutgripaþjófar, þetta eru Apaceindíánar.“ „Hvernig veiztu það?“ „Conanclie og Kiova-indíánarnir klæðast mokkasínum með þvertá. — Þessi skófor er gerð af mokkasínum með upplyftri tá. Það eru mokkasín- tn- Apache-indíánannja.“ „Hvað heldurðu að þeir hafi verið margir?“ „Ég held ekkert um það, því óg sé á förunum að þeir hafa verið tveir. Hinn stærri þeirra gerði djúpu förin en hinn minni þau grynri.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.