Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID Laugardagur 3. áprfl 1965 y' r 2 STAKSTEIWI! Mynd þessa tók Gísli Gestsson í gær í nýja útibúinu, sem Jes Ziemsen opnar í dag að Suður landsbraut 32 i dag. Sjást þar nokkrir af máttarstólpum félagsins staddir í búsáhaldadeildinni. Frá vinstri talið eru: Páll Ólafsson, verzlunarstjóri, Ásmundur Árnason, frú Rósa Þórarinsdóttir, Ágúst Fjeldsted hrl., stjórnarformaður, Guðmundur Símonarson og framkvæmdastjórinn, Ciuðmundur Jónsson. FSmmtug verzlun færir út kvíarnar Jes Ziemsen opnar útibú við Suðurlandsbraut JARN V ORUVERZLTJN Jes Ziemsen h.f. er öllum Reykvík- Ingum kunn, þvi hún hefur verið starfrækt í Hafnarstræti 21 i rúm fimmtíu ár, eða frá stofnun fé- lagsins hinn 15. júní 1914. Hefur Jiar aðallega verið venlað með járnvörur, verkfæri og búsáhöld. Litlar breytingar hafa orðið á verzluninni við Hafnarstræti og ekki hægt um vik í því sambandi, |jví framtíðarskipulag Reykja- víkur mun leggja undir sig verzl unarhúsið. Forráðamenn verzlunarinnar boðuðu í gær blaðamenn á sinn fund í tilefni þess að í dag opnar þessi fimmtuga verzlun útibú í glæstum salarkynnum að Suður- landsbraut 32, milli Grensás- stöðvar Landssímans og Grensás- vegar. Er þetta mjög hentugt húsnæði og nærri þeim nýju hverfum, sem nú eru að risa. Vill félagið á þennan hátt bæta þjónustu sína við húsbyggjendur og alla þá, er að byggingum vinna. Nýja verzlunin er til húsa í ný byggingu og hefur til umráða um 170 fermetra húsnæði, þar af 106 fermetra afgreiðslusal. Þar eru á boðstólum allar sömu vörur og í Hafnarstrætisverzluninni. Vír strengdur fyrir liafnar- ynnið Raufarhögn, 2. apríl. HAEÍSINN liggur nú allt í kring um Raufarhöfn ,en höfnin sjálf er auð, þar sem stálvír hefur ver ið strengdur fyrir mynni henn- ar. Hafa jakar ekki komizt inn fyrir, enda er ísinn mjög hreyf- ingarlítill í logninu, en fylgir aðeins sjávarföllum. — Bátar komast vitaskuld ekki út úr höfninni til fiskveiða. — Einar. Hefur Gunnar Theodórsson séð um innréttingu og lýsingu. Er hvort tveggja mjög hentugt. — Veggir eru þaktir gataplötum með lausum festingum þar sem hengja má upp sýnishorn, og geta viðskiþtavinir fljótlega fundið það, sem þá vantar. Er fyrir- myndin að skipulaginu frá Sví- þjóð komin, og hefur reynzt mjög vel. Allar festingar á veggj- um eru lausar og færanlegar án fyrirhafnar, og skiptir því stærð sýnishornanna engu máli. Af- greiðslusalurinn er hitaður með geislahitun, og nýtist því allt veggpláss til hins ítrasta. Verzlunarstjóri útibúsins verð- ur Páll Ólafsson, en hann hefur verið fastur starfsmaður félags- ins í tæp þrjátíu, ár. Þykir það hár starfsaldur hjá flestum fyrir- tækjum, en ekki hjá Jes Ziemsen. Því á fréttamannafundinum í gær voru fleiri starfsmenn Ziem- sens með langan starfsaldur. Þar var t.d. Guðmundur Sjmonarson, sem starfar við Hafnarstrætis- verzlunina. Hann er sútari að iðn, en réðist til Ziemsens á kreppuárunum. Og einhvern veg inn var það svo að hann fór ekki þaðan. Hann á að baki 34 ára starfsferil hjá félaginu, og er nú einn af hluthöfunum. Þar var Ásmundur Árnason, sem margir bæjarbúar þekkja, en hann hef- ur verið hjá félaginu í fimmtíu ár. Og þarna var frú Rósa Þór- arinsdóttir. Hún á sextíu ára starfsafmæli í næsta mánuði, því hún starfaði hjá Ziemsen áður en járnvöruverzlunin var stofnuð. Sýnir þetta betur en margt ann- að að félagið er ekki byggt á sandi. Stjórn Járnvöruverzlunar Jes Ziemsen h.f. skipa nú Ágúst Fjeldsted hrl., formaður, Guð- mundur Jónsson og Páll Ólafs- son. Framkvæmdastjóri er Guð- mundur Jónsson. Skemnidirnar á línuveiðaranum. sjást greinilega. NorskuT línuveiðari leitar hér hafnar eftir úrekstur SKÖMMU eftir hádegf í gær leit aði norskur línuveiðari hafnar hér í Reykjavík, eftir að hafa lent í mjög hörðum árekstri UM hádegi í gær var veðrið mjög stillt hér á landi og víða bjart norðan lands og austan, en þokubræla við suðaustur- ströndina. Hiti var 8 til 12 stig, nema á annesum nyrðra var 3 stiga hiti. Ný lægð er að myndast norðaustur af Langanesi og gæti svo farið, að norðaustanáttin næði sér á Vestfjarðamiðum innan t;ð- ar. — vestur á Grænlandsmiðum. — Engan af áhöfn skipsins hafði I | sakað, en skipið er stórleg’ I Skemmt og fer fram viðgerð <$ því hér. Blaðamaður frá Morgunblað- inu brá sér sem snöggvast um boið í norska skipið, sem heitir Pioner og er frá Álasundi. — Langt að sjást skemmdirnar, sem allar eru á stjórnborðshlið- inni. ÖH lunningin og vinstri brú arvængur er lagður inn. Skipstjórinn, Peter Myklebust, vörpulegur ungur maður, sagði að áreksturinn hefði orðið 25 mílur undan austurströnd Græn- lands í björtu veðri, en stinnings kalda með nokkrum sjó. Við vor um niðri og andæfðum móti 6— 7 vindstigum. Tveir menn voru í brúnni. Enginn vissi fyrr til en að þýzki togarinn ,,ísiand“ kom aft an að okkur stjórnborðsmegin og fram með skipinu og var höggið svo mikið og þungt að engu var líkara en skipið hefði orðið fyrir fallbyssuskotL — Er ekki að orðlengja það, sagði skip stjórinn, að togarinn reif og dældaði allan lunninguna unz hann lenti á brúarvængnum og lagði hann saman eins og mjólk urdós væri undir hæl risa. Göt- in, sem togarinn reif á skipið eru öll ofan við sjáv.armál og kom enginn leki að skipinu. Við negldum lauslega fyrir þessi göt og tókum síðan stefnu á Reykja vík, en hingað vorum við um 70 klst. á leiðinni. Til allrar ham- ingju meiddist enginn af áb "'fn inni, 20 mönnum, og það er fyr- in öllu. Þýaki togarinn skemmd- ist óverulega. Við voiiumst til að komast aft ur á Grænlandsmið eftir viku til 10 daga og Ijúka þar salbfisk- veiðum, en við erum búnir að vera á miðunum rúman mánuð, með 130 tonn af saltfiski og von- umst til að vera komnir heim til Álasunds um miðjan júní með yfir 200 tonna afla, við getum ekki verið ánægðir með minni afla aftir svo langt útiihald. Alltaf á móti framförum Á fundinum um stóriffju ng erlent fjármagn í íslandi i fyrra- kvöld benti Sveinn Benedikfc*- son á þaff, hvernig úrtölumenn og dragbítar hefffu ávallt verij á móti helztu framfaramálum I landinu. Á sínum tima héfffa þeir haft hina megnustu óhcit á þvi, aff leitt yrði vatn frá Gvend- arbrunnum til Reykjavikur. Þeir hefðu líka gengiff svo langt aJ rjúfa þing til aff koma í veg fyr- ir, að Sogiff yrffi virkjaff. Úrtölii- menn hefðu einnig barizt meff hnúum og hnefum gegn þvi aff Reykjavik virkjaði jarffhitann aff Reykjum í Mosfellssveit. Öllu þessu hefði nú veriff hrundiff í framkvæmd, en þ<i hefffi þessum ólánsmönnum oft tekizt um nokk urt skeiff aff tefja fyrir þessuni stórkostlegu framfaramálum. Þegar þessir sömu úrtölumenn nú beittu sér af alefli gegn stór- virkjun í Þjórsá og byggingu stóriffjuvera mundi eins fara og áður; málin mundu ná fram að ganga fyrir tilstiili kjarkmeirt og djarfari manna, sem nteiri trú hefðu á landi okkar. Þessi ummæli Sveins Ben- ediktssonar eru orð i tima töluff, Dragbítarnir, munu aldrei gera annaff en aff tefja fyrir framför- um í landi okkar. Þeir verffa aldrei annað en litilla sanda og lítilla sæva. í eyðimörk og áttaviilu Eftir aff birt var ályktun miff stjórnar Framsóknarflokkstns um síðustu helgi hafa aff vonuin orðið um hana nokkrar umræff- ur. Ekki vegna þess, að hér sé um neitt nýnæmi aff ræffa, held- ur miklu fremur vegna þess, aff enn einu sinni stendur flokkur- inn uppi rúinn málefnum og tit- lögum til úrbóta í þjóðfélags- málum okkar, hann hefur bók- staflega ekkert tii málanna aff leggja. f leiffara Vísis i gær utu þetta mál segir: „Ýmsir munu hafa leslff ályktun miffstjórnar Framsóknarflokksins til þ^ss aff finna þar jákvæðar tillögur í þjóðmálum. Sá lestur reyndist árangurslaus. Þar mor- aði aff visu í fallegunt orðunt, svo sem þvi, að nauffsyn bæri tit aff efla íþróttir og útilif. F.n í stórn málunum skorti tillögurnar og Brrribin. Þess vegna eru menn tn -u - um stefnu flokksins e>;; > h fa lesiff moðsuffu miff- ">-■ Jmar, nema kannski I •> : :-iu máli. Þaff er afstaffan ti! byggingar alúmínverksniiffju og stórvirkjana. Þaff fer varla milli ntála aff stærra mál er ekki á döfinni meff þjóffinni í dag en þaff. Og hvernig tekur Fram- sókn á málinu? Hún er auffvitað á háffom áttum, hvarflar hugstola milli þess aff vera meff málinu og móti í ályktun miðstjórnar og hefur ótal fyrirvara og undan- skot“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.