Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. apríl 1965 cg lítillátur maður og Leonid Brezhnev hafi völdin raun- verulega í sínum höndum, þótt hann gegni embætti for- manns kommúnistaflokksins. Fréttamennirnir undrast, að Nikolai Podgorny, sem gegnt hefur embætti í fremstu röð- um flokksins, hefur ekki sézt opinberlega sl. tvo mánuði, og þeir fylgjast með því af for- vitni hvernig virðing hins frámsækna unga flokksritara, Alexanders Selepins, virðist aukast með degi hverjum. Engar áreiðanlegar upplýs- ingar er unnt að fá um það, sem er að gerast i Kreml, en fram að þessu, hefur ekkert bent til þess að Krúsjeff muni koma til sögunnar á ný, verði breytingar á stjórninni. Ekki er heldur ástæða til að ætla, að hinir nýju leiðtogar þarfnist Krúsjeffs, þótt þeir haldi áfram að fylgja stefnu hans, stefnunni, sem hefur vakið ofsareiði Pekingstjórn- arinnar. Ef stefnan um frið- samlega sambúð er tekin til dæmis, byggist hún fyrst og fremst á því, að Rússar vilja forðast kjarnorkustyrjöld, en minna máli skiptir hver var fyrstur til að halda henni á lofti. Krúsjeff hefur verið vanda- mál fyrir mennina, sem spörk uðu honum úr valdastóli 14. október. Þeir áttu um það að velja, að gera hann útlægan frá Moskvu, eða eiga á hættu, að hann yrði einn góðan veð- urdag á vegi forvitinna er- lendra blaðamanna. Þeir tóku síðari kostinn, og virðast hafa ákveðið að setja endurkomu hans fyrir augu vestrænna blaðamanna á svið eftir sínu eigin höfði. Láta hann birtast þeim sem óbreyttan eftirlaunamann, er greiðir stefnu valdhafanna at- kvæði sitt. Þetta verður líklegra, ef haft er í huga, að auðvelt hefði verið að koma Krúsjeff til kjörstaðarins á laun, og ó- neitanlega styður það þessa skoðun, að fregnir um, að for- sætisráðherrann fyrrverandi hefði birzt almenningi, komu hvorki í sovézkum blöðum né útvarpi, og yfirvöldin léttu hömlurnar, sem hvíla á send- ingu sjónvarpsefnis til út- landa, til þess að fréttamenn gætu sent sjónvarpsmyndir af Krúsjeff til heimalanda sinna. Koma Krúsjeffs fram á sjónarsviðið á að gera útlend- ingum ljóst, að hann hafi ver- ið settur á eftiriaun og líði vel, en búi ekki við harð- rétti. Þegar Krúsjeff kom auga á vestrænu fréttamennina á dögunum, virtist hann ánægð- ur og glettinn, eins og á valda dögum sínum. Þó leið ekki á löngu þar til dimmdi yfir svip hans og hann virtist bugaður maður. Gáskinn, sem skemmti heiminum áður fyrr, var all- ur á bak og burt. Forsætisráðherrann fyrr- verandi svaraði fréttamönn- um, sem reyndu að beina til hans spurningum, kurteis- lega, en var fáorður. Það var eins og hann langaði hvorki til að tala né hefði leyfi mann anna, sem höfðu falið. hann í 5 mánuði, til þess. Fregnir bárust um að Krús- jeff hefði veitt fréttamanni einum einkaviðtal, en utan- ríkisráðuneytið í Moskvu hef- ur borið þær til baka, og beiðnum annarra fréttamanna um viðtöl er tafarlaust vísað á bug. Krúsjeff var mun ellilegri á kosnmgadaginn, en fyrir 5 mánuðum. Hann leit út eins og áhugasamur og ötull mað- ur, sem hefur verið sviptur starfi sínu og veslast upp í iðjuleysinu, vonlaus um að hagir hans breytist til batnað- ar. — ÞAÐ vakti mikla athygli, er Krúsjeff, fyrrv. forsætis ráðherra Sovétríkjanna, birtist sovézkum almenn- ingi og vestrænum frétta- mönnum í Moskvu á dög- unum, þegar hann var á leið til kjörstaðar til að greiða atkvæði í borgar- stjórnarkosningunum. — Þetta var í fyrsta sinn, sem vestrænir fréttamenn sáu Krúsjeff frá því að honum var vikið frá völdum í október sl., og meðal þeirra hófust ýmsar vangaveltur. Var hugsanlegt, að Krús- jeff væri á leið í valdastól- inn á ný? Bandaríska stórblaðið, „The New York Times“, sagði í rit- stjórnargrein: „Það hefur nú komið í ljós, að óttinn um að Krúsjeff væri horfinn af sjón- arsviðinu fyrir fullt og allt, var ástæðulaus. Sannaðist það, er forsætisráðherrann fyrrverandi birtist almenn- ingi í fyrsta sinn frá því að hann „sagði af sér“ fyrir 5 mánuðum. Einfaldasta skýr- ingin á endurkomu hins fallna einræðisherra fram á sjónar- sviðið er, að eftirmenn hans telja hann hættulausan og leyfi honum að koma fram úr skugganum stutta stund' til þess að sýna, að þeir séu mannúðlegri en Stalín. En þetta virðist of einfalt í Ijósi hins flókna stjórnmálaástands, sem nú ríkir í Sovétríkjunum. Krúsjeff birtist aðeins nokkrum dögum eftir að Moskvustjórnin hafði haldið mikinn reiðilestur vegna ögr- ana frá Peking, en Kínverjar höfðu fordæmt það, sem þeir nefna Krúsjeffisma án Krús- jeffs. Og nú, eftir að heimur- inn hefur séð Krúsjeff í eigin persónu, að því er virðist við sæmilega heilsu, er óhjá- kvæmilegt að vangaveltur hefjist um endurkomu Krús- jeffisma með Krúsjeff. Vesturlandabúum finnst hug myndin fjarstæðukennd og hún er það sannarlega, en þó hafa enn furðulegri atburðir gerzt í Moskvu". oooOooo Borgarstjórnarkosningarnar í Moskvu fóru fram um miðj- an marz. Á kosningadaginn söfnuðust nokkrir Moskvubú- ar og vestrænir fréttamenn saman fyrir utan hið nýja heimili Krúsjeffs í borginni í von um að sjá hann, og þeir fóru ekki erindisleysu. For- sætisráðherrann fyrrverandi kom akandi að húsinu í bif- reið* með tveimur lífvörðum, brosti til fólksins og veifaði vingjarnlega, en viðstaddir heilsuðu honum með lófataki. Krúsjeff gekk inn í húsið, sem er nokkurra hæða fjöl- býlishús, og kom út aftur að vörmu spori með Nínu konu sína sér við hlið. Aftur klapp- aði fólkið, um 200 manns, og Krúsjeff virtist hrærður. Áð- ur en hann steig upp í bílinn á ný spjallaði hann um stund við viðstadda. Hann var föl- ári og horaðri en þegar al- menningur sá hann síðast og einhver spurði hvernig hon- um liði. Hann svaraði: „Heils- an er svona upp og ofan, og ég lifi rólegu lífi eftirlauna- mannsins“. Kona sagði blíðlega: „Okk- ur þykir vænt um þig, Nikita Sergeyevich". Aðspurður hvort hann myndi veita fréttamönnum viðtal, sagði Krúsjeff: „Já, auðvitað, einhvern tíma seinna". Krúsjeff kom til kjörstað- arins nálægt Kreml stuttu á eftir Georgi Zhukov mar- skálki, varnarmálaráðherra. Þegar sá síðarnefndi steig út úr bifreið sinni og sá vest- rænu fréttamennina, sem höfðu safnazt saman fyrir ut- an kjörstaðinn, sagði hann: „Þið eruð ekki að bíða eftir mér“. Þegar Krúsjeff kom inn á kjörstaðinn, rétti broasndi stúlka honum auðan kjörseðil. „Hvers vegna treystirðu mér svo vel, að þú látir mig greiða atkvæði án þess að ég sýni skilríki mín?“ spurði hann. „Við treystum þér alltaf, Nikita Sergeyevich", svaraði stúlkan. „Þið voruð strangari hér áður fyrr“, sagði Krúsjeff. Þetta er ekki eina útgáfan af sögunni um viðskipti stúlk- unnar á kjörstaðnum og Krús jeffs. Önnur segir, að stúlkan hafi beðið Krúsjeff um skil- ríki, en hann svarað: „Treyst- ið’þið mér ekki“. Allir, sem greiddu atkvæði á undan Krúsjeff, þar á meðal Klimenti Voroshilov, fyrrver- andi forseti, Mikhail Suslov, hugmyndafræðingur flokks- ins, og Zhukov, marskálkur, voru krafðir um skilríki sín áður en þeim var fenginn at- kvæðaseðillinn. Á kjörstaðnum var Krúsjeff bent á, að hann gæti komizt fram fyrir nokkra kjósendur, sem biðu í röð, en hann af- þakkaði og gekk á sinn stað aftast í röðinni. Þegar Krúsjeff kom út úr kjörstaðnum, tók ungur mað- ur, um 22ja ára, að klappa, en enginn tók undir og ungi mað urinn hætti vandræðalegur á svip. Krúsjeff steig upp í bif- reiðina, sem beið hans og ók ásamt konu sinni til sveita- setursins, sem þau hafa til umráða fyrir utan Moskvu. oooOooo Hér á eftir fer svo grein, Krúsjeff eins og hann birtist vestrænum fréltamönnum í Moskvu. sem Henry S. Badger, einn af fréttamönnum Associated Press í Moskvu, skrifaði í til- efni endurkomu Krúsjeffs fyrir almenningssjónir, en Badger var meðal þeirra, sem urðu vitni að atburðinum: Nikita Sergeyevich Krúsjeff leit út eins og bugaður maður. Ekkert í framkomu hans benti til þess að hann væri á leið til valda á ný, og hefði verið kallaður til að marka stefnu kommúnista og svara árásum Kínverja. Og ekki virtist á- stæða til að álíta, að hann ætti eftir að hafa áhrif á valda baráttuna í Kreml. Vangaveltur um framtíð Krúsjeffs og hlutverk hans á sviði sovézkra stjórnmála hóf ust eftir að hann kom fyrir almenningssjónir við kjörstað inn, þar sem hann greiddi frambjóðendum kommúnista- flokksins atkvæði sitt í borgar stjórnarkosningunum. — En fréttamenn, sem lengi hafa starfað í Moskvu, eru þeirrar skoðunar, að vangaveltur um endurkomu Krúsjeffs fram á stjórnmálasviðið séu mesta fjarstæða. Sovézkum stjórnmálum má líkja við óhreina og grugguga hringiðu, sem óvænt getilr kastað sprekum eins og Trot- sky, Stalín og Krúsjeff, út í yztu myrkur, þótt þeir hafi gegnt æðstu embættum um árabil, fólkið skriðið í duft- inu fyrir þeim og hlaðið þá oflofi. — Af undangenginni reynslu er ljóst, að hvað sem er getur gerzt í Kreml án þess að utanaðkomandi komi auga á það fyrirfram. En það hefur aldrei komið fyrir , til þessa, að útskúfuðum manni hafi verið lyft upp í valdastólinn á ný, og ólíklegt er, að það gerist nú, eftir að Krúsjeff hefur persónulega verið sak- aður um að hafa valdið ýms- um alvarlegum mistökum. Ein ástæðan til þess að vangaveltur um endurkomu Krúsjeffs til valda hafa kom- izt .af stað, er, að andkomm- únískir fréttamenn telja margir, að núverandi leiðtog- ar í Kreml séu ekki traustir í sessi. Þeir eiga erfitt með að trúa því, að eins hlédrægur Krúsjeff og kona hans, Nína, á leið út í bifreiðina við íbúð sina í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.