Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 3. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 21 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTlÐIN RITSTJÓRAR: GUNNAR GUNNARSSON, JÓN E. RAGNARSSON OG RAGNAR KJARTANSSON „Stefnulaus flokkur og dþarfur" 3 ungir Sjálfstæðismenn svara spurningu um stöðu Framsóknarflokksins í ísl. stjórnmálum Birgir ísL Gunnarsson: Kaldrif juð valdapólitík44 9* ) FRAMjSÓKNARFLOKKURINN er stofnaður í árslok 1916. I>egar reynt er að gera sér grein fyrir eögu og stefnu flokksins gegnum árin, er fróðlegt að athuga þau tengsl, sem voru á milli stofnun- •r Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins. Alþýðuflokkurinn var stofnaður i marz 1916. Þegar ílokkurinn var stofnaður var Alþýðusamband íslands stofnað um leið og voru þessi samtök í raun og veru ein heild allt til ársins 1940. Á þennan hátt voru heildar- eamtök verkalýðsins 1 landinu gerð að nokkurs konar stjórn- málaflokki og þeim beitt í ékveðnum pólitískum tilgangi. Sá eem stóð að baki þessu fyrir- komulagi var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem átti mikinn þátt í að stofna þessi samtök. Hann sat á fyrsta stofnþinginu og til eru, með rithönd hans frumvarpið að fyrstu lögum Alþýðusambands íslands, sem jafnframt voru fyrstu lög Alþýðuflokksins. Jónas Jónsson hafði því mikla eefingu í að tengja saman ópóli- tísk heildarsamtök fólksins í landinu og stjórnmálaflokka, er hann hófst handa um skipulagn- ingu Framsóknarflokksins. I»að hefur komið fram oftar en einu Binni, að frumkvöðlar samvinnu hreyfingarinnar hugsuðu sér ekki eamvinnufélögin sem pólitíska hreyfingu eða grunvöll stjórn- málaflokks. Jónas frá Hriflu sá hinsvegar framtíð flokksins bezt tryggða með því að láta sam- vinnufélögin verða hina fjár- hagslegu undirstöðu flokksins og láta félagsskap hennar styrkja blaðakost flokksins og aðra starf- semi. Þetta tókst og svo hefur verið allt til dagsins í daig. * '*• Enginn vafi er á því, að af hálfu Jónasar, sem sjálfur stóð að stofnun og skipulagi bæði Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins, var áætlað að tengja saman þessa tvo flokka, þannig að Alþýðuflokkurinn skyldi starfa í kauptúnum, en Fram- sóknarflokkurinn til sveita og sameiginlega skyldu þeir fara með völdin í landinu. Upphaflega var því hugsað, að þræðir beggja þessara flokka skyldu renna í sömu greip, er hugsaði sér mikil völd á þennan hátt. Framsóknarflokkurinn var því upphaflega skipulagður, sem lið- ur í þaulhugsuðu valdakerfi, sem ríkja skyldi á íslandi, og það tókst um tíma. Hugsjónarmenn irnir, sem sköpuðu samvinnu hreyfinguna, urðu hinsvegar fljótlega áhrifalitlir innan flokks- ins, þótt flokkurinn hafi fengið lífsnæringu sína frá samvinnu hreyfingunni. Þessi þaulhugsaða valdapólitík, sem upphaflega réði skipulagi Framsóknarflokksins hefur síðan mótað allt hans starf. Ekki aðeins i störfum flokksins út á við, heldur oig inn á við. Innan flokksins hefur farið fram kaldrifjaðri valdabarátta en tíðk- ast innan annarra flokka og er þó kommúnistaflokkurinn ekki undanskilinn. Hver formaður flokksins og hver forsætisráð- herra á fætur öðrum hefur verið látinn fjúka fyrir þeim, sem orð ið hafa yfirsterkari hverju sinni Hér er engin aðstaða til að rekja sögu flokks þessa eða af- stöðu til málefna á hverjum tíma. Hin kaldrifjaða valdapóli- tík flokksins hefur birzt í ýms- um myndum. Hér skulu aðeins nefndar hugmyndir frá þeim tíma, er flökkurinn var hér hvað valdamestur á tímum fyrri vinstri stjórnarinnar“, um að leggja Hæstarétt niður, þegar hann dæmdi ekki eftir höfði for- ystumanna flokksins og stofna fimmtardóm. Ennfremur setn- ingu laganna, sem skylduðu alla embættismenn, er náð höfðu 65 ára aldri, að hverfa úr embætt- um, en talið er, að við það hafi losnað um 200 embætti í einu á landinu, sem að sjálfsögðu var séð Um að skipuð væru „góðum“ mönnum. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft fastmótaða þjóðmála stefnu, byiggða á „ideologiskum“ grundvelli. Þegar Framsóknar- menn reyna sjálfir að útskýra grundvallarstefnu sína, er ýmis- legt uppi á teningnum. í bók, sem Framsóknarflokkurinn gaf út árið 1953 og hét: „Framsóknar- flokkurinn, störf hans og stefna, segir svo um þetta atriði: „Stund- um hefur orðið nokkurt umtal um það, hvort telja skuli Fram- sóknarflokkinn „miðflokk" eða „vinstri“ flokk, en fyrir liggur samþykkt flokksþings um það, að hann skuli teljast „frjálslynd- ur milliflokkur‘. Þar með er grundvallarstefna flokksins mót- uð. Oft er þvi haldið fram, að stefna Framsóknarflokksins sé „samvinnustefnan". Hugsjón flokksins sé samvinnuhugsjónin Samvinnuhugsjón flokksins hef- ur þó aldrei náð lengra en til þeirra samvinnufélaga, sem þeir ráða yfir. Á móti öðrum sam vinnufélögum hafa þeir barizt og reynt að knésetja þau. Sem dæmi um það má nefna hatr- Valur Valsson: „Nátttröll stjórnmálanna44 ÞAÐ er einkennandi smávaxinna sála, hversu erfitt þeim er að um- gangast sannleikann án forklúðr- unar. En hitt er öllu alvarlegra, þegar hópur þingmanna og stór Btjórnmólaflokkur tekur sig til og gerir sannleikann útlægan úr sínum herbúðum. Er þá nema furða, þótt örðugt reynist að sýn- ast ábyrgur? Nú hefur það hent Framsókn- arflokkinn eins og nátttröllin forðum, að daga uppi í skini nýs daigs. ’ Forystusauðunum hefur ekki skilizt, að nýjum tímum fylgja nýjar hugmyndir. Blóenaskeið Framsóknraflokks- ins var fyrir 34 árum. Þá náði hann meirihluta á Alþingi, en fékk þó aðeins 35,9% greiddra at- kvæða. Síðan hefur stöðugt sax- ast á limi flokksins. Sú staðreynd, að kreppuárin voru hápunkfur valdaferils Fram •óknarflokksins, hefur senilega hvað mest ráðið gerðum og stefn- um flokksins síðan. Framsóknar- menn virðast álíta, að sömu ráð- in dugi nú og þá, að hugmyndir og þekking hafi staðið í stað í þrjá áratugi. Oig meira að segja ímynda þeir sér, að ungt fólk í þessu landi fylgi þeim í myrkrinu’ Sem dæmi um þröngsýni og afturhald má nefna frumvarp Framsóknarmanna um skiptingu landsins í fylki. Hingað til hafa þeir þó lengst leitað til aldamót- anna en nú dugir þeim ekki minna lengur en 10 alda afturför. Og sem sýnishorn af hugmynd- um þeirra Framsóknarmanna um efnahagsráðstafanir gagn verðbólgu og dýrtíð, má benda á nýjustu „Egilsstaðaályktun" þeirra frá miðstjórnarfundi, er haldinn var fyrir skömmu. Þar leggja þeir til, að ástandið verði læknað með því m.a. að lækka vexti, og auka útlán og eyðslu. amma baráttu Framsóknarflokks- ins gegn pöntunarfélagi verka- manna í Reykjavík, sem síðar varð aðaluppistaðan í KRON. En jafnvel þótt þetta væri rétt, að Framsóknarflokkurinn byggði stefnu sína á samvinnuhugsjón- inni, þá getur samvinnustefnan eðli málsins samkvæmt ekki verið grundvöllur að þjóðmála- stefnu heils stjórnmólaflokks. í samvinnufélögum hljóta menn að vera, sem hafa ólíkar stjórnmála- skoðanir, enda er samvinnu- stefnan fyrst og fremst ákveðin stefna í verzlunarmálum, þ.e. ákveðin hugmynd um uppbygg- ingu fyrirtækja. Stefna Framsóknarflokksins er því ekki fastmótuð þjóðmála- stefna, heldur mótar flokkurinn stefnu sína eftir hentugleikum, hverju sinni. Flokkurinn hefur tekið þátt í ríkisstjórnuim, sem hafa haft hægri stefnu, sbr. samsteypustjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, sem mynd- uð var 1950. Framsóknarflokkur- inn hefur og haft forystu í vinstri stjórnum eins og kunnugt er. Hann hefur oftar en einu sinni kúvent stefnu sinni í ákveðnum málum, svo til á einni nóttu. Það sem teljast góð úrræði, þeigar flokkurinn er í ríkisstjórn, erii forkastanleg þegar flokkurinn kemst í stjómarandstöðu. Hinar miklu sveiflur á stefnu Fram- sóknarflökksins og hinn mikli munur á afstöðu flokksins frá degi til dags, ef svo má segja, hefur vafalaust átt mikinn þátt 1 óstöðugleika íslenzkra stjórn- mála. Flokkurinn hefur því verið til mikillar óþurftar og skapað Framhald á bls. 11. BIRGIR EGGERT VA1.UK Eggert Hauksson: „Framsókn kynni sér einföldustu atriði þjóðhagsfræðinnar44 Ekki veit ég, hvernig er hagað samvizku þeirra peningamanna, sem undir þetta rituðu, en kald- rifjaðir mega þeir vera, ef hönd- in hefur ekki titrað ofurlítið. Oft getur verið bráðfyndið að lesa þessi afkvæmi Framsóknar- manna, en hins verður að krefj- ast, að þeir trufli ekki almenn störf Alþingis með því að þcæla þessum barnaskap þangað. Og ef það er af skynsemisskorti eða þekkingarleysi, sem þeir bjóða almenningi upp á þessi úrræði sín, þá má benda þeim í vinsemd á Bréfaskóla S.Í.S. Framsóknarflokkurinn hefur alla sína ævi átt í erfiðleikum með að marka skýra stefnu og enn síður getað fylgt henni eftir. En á einu sviði hefur Framsókn þó haldið strikinu. Henni hefur tekizt með aðdáunarverðri ná- kvæmni að vera á móti öllu því, sem til réttlátari kosningalöggjaf- ar og aukins lýðræðis horfir. Er þá nema von, þót risið sé ekki hátt á einum stjórnmála- flokki, sem barizt hefur fyrir á- hrifum sínum og lífi með því að halda í úrelt kjördæmaskipulag? SÉ spurt að því, hvort að Fram- sóknarflokkurinn sé nauðsynleg- ur sem samanstaður fyrir ákveð- inn hóp manna vegna þess, að hann á ekki samleið með öðrum, verður að svara því játandi. Sé jafnframt spurt, hvort talið sé þarft eða æskilegt, að sá sami hópur hafi afskipti af stjórnmál- um, veltur svarið á því, hvort að leiðtogar hans séu álitnir hafa til þess hæfileika eða ekki! ! Efnahagsmál og félagsmál eru megin viðfangsefni stjórnmála- flokkanna. Á síðari árum hafa menn aflað sér æ betri og hag- nýtari þekkingar á lögmálum efnahagslífsins. Eru þetta orðin sérstök vísindi, hagfræði. Mörg- um er ljóst, þ.á.m. forustumönn- um sumra annarra stjórnmálafl., að staðgóð þekking á því vanda- máli, sem leysa skal, er forsenda þess, að það verði leyst á sem heilladrýgstan hátt, svipað því, að lækni er vegna menntunar sinnar betur treyst til að greina og lækna sinnisveiki en t.d. ýms- um þeirra, er rita Tímann ! Það er athyglisvert, þeigar haft er íhuga, hve framsóknarmenn hafa áður fyrr átt stóran þátt í mótun ísl. efnahagskerfis og halda uppi mikilli gagnrýni á efnahagsstefnu núv. ríkisstjórnar, að þeirra eigin stefna í efnahags- málum hefur, svo ég viti, aldrei verið studd af sérmenntuðum mönnur í þeim efnum. Þvert á móti hafa þeir sem. slíkir orðið hvað eftir annað fyrir aðkasti framsóknarmanna. Er það ekld frumskilyrði, að talsmenn Fram- sóknarflokksins kynni sér a.m.k. einföldustu atriði oig hugtök í þjóðhagsfræðum og læri að far* rétt með þau, áður en nokkur* árangurs verði að vænta af fram- lagi þeirra til lausnar efnahags- vandamála? Um langt árabil, svo að dæml sé tekið, hefur hvergi í ræðum skrifum framsóknarmanna örlað á viðurkenndri skilgrein- ingu á því, hvað sé verðbólga. Enn síður hvernig kveða eigi niður þá sömu verðbólgu. Sam-t halda framsóknarmenn því fram, að hér sé verðbólga. — Slík vitn- eskja um efnahaigsástandið er tæplega sprottinn frá þeim sjálf- um! Að lokum vil ég gefa gömlum formanni Framsóknarflokksins orðið. Geta þá þeir aðilar, sem koma við sögu, sjálfir dæmt um, hvort þeir telja framsóknar- menn gegna einhverju þörfu hlutverki í hagsmunabaráttu þeirra: „Inn í þessa þróun hefur ormur alhliða styrkveitinga skriðið og nagað stofninn...... Menn fá styrki til þess að eignast báta, styrki til þess að bygigja hús og rækta jörðina, styrki til þess að kaupa landbúnaðarvélar .... Að lokum fá menn styrki til þess að verða gamlir, fyrir geðveikl, kynsjúkdóma, brjóstveiki .... og fyrir að nota eitthvað af með- ulum.“!! Eggert Hauksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.