Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 17
Laugardagnr 3. aprfl 1965 MORCUNBLADID 17 — El'ias Þorsteins. Framh. af bls. 12 og áhuga Jóns Gunnarssonar og öflugum stuðningi S.H. undir for ystu fyrrnefndra þriggja manna, og ýmissa annarra, er setið hafa I stjórn S.H. Að styrjöldinni lokinni blöstu við mörg vandamál um sölu frysts fisks. í>á voru óvíða er- lendis fyrir hendi frystiskápar í verzlunum og heimahúsum, og yfirleitt ekki um að ræða mögu- leika til geymslu né dreifingar frystra matvæla. Einnig var þá efnahagslíf margra þjóða í rúst- um eftir styrjöldina. Þrátt fyrir það tókst á þessum érum að vinna.markaði í Austur- ríki, Tékkósl4vakíu, Póllandi, Austur-Þýzkalandi, ísrael og Rússlandi, og allsstaðar urðu við- skiptin að fara fram í clearing, eða hreinum vöruskiptum til að foyrja með. Hins vegar náðist hag stætt verð á mörkuðum þessum, en fáir munu gera sér grein fyrir erfiði því, sem það kostar að framkvæma viðskiptin þar. Til þess að auðvelda þessi við- skipti, var stofnað heildsölufyrir tækið Miðstöðin hf., og hafði Elías forgöngu um það ásamt fleirum. Fyrirtæki þetta hafði lítinn höfuðstól og því litla getu, íniðað við það stóra verkefni, sem þurfti að leysa. En það varð til verulegrar hjálpar til þess að komast yfir ýmsa byrjunarörðug leika. Elías átti sæti í stjórn þess frá byrjun. Þegar svo verkefnin jukust stöðugt og voru orðin risa stór, varð það þessu litla fyrir- tæki ofviða, og varð að leita ann- arra ráða. Þá hafði Elías forgöngu um að •leita samstarfs við S.Í.S. og Félag fsl. stórkaupmanna, og er það gott dæmi um hæfileika hans til að koma á samstarfi aðila, sem fljótt á litið sýnast ekki eiga sam leið. Þessir aðilar mynduðu sam- starf við S.H. um stofnun ís- lenzka vöruskiptafélagsins, og foefur starfsemi þess verið mjög farsæl, og orðið til þess að við höfum getað nýtt þessa markaði í miklu stærri stíl en ella hefði verið mögulegt. Elías var í stjórn þessa félags frá byrjun, og oft formaður þess. Eitt af félögum þeim, sem Stofnuð voru á vegum S.H. var Jöklar hf., sem var ætlað það folutverk að láta byggja skip, sem yrðu sérstaklega heppileg og fullkomin til flutninga á frystum fiski, og þá um leið öðrum fryst- um og kældum vörum. Jöklar hf. eiga nú 3 stór freðfiskflutninga- skip sem munu vera meðal þeirra fullkomnustu, sem um höfin sigla í dag. Þjónusta Jökla hf. hefur orðið frystiiðnaðinum mjög til framdráttar. Elías var meðal þeirra, sem fremst stóðu að því að Jöklar h.f. var stofnað, og hefur hann átt sæti í stjórn þess frá byrjun. Einnig hefur S.H. stofnað tryggingafélagið Tryggingamið- stöðin hf., til að annast trygging- ar á framleiðsluvörum S.H. o. fl., og hefur Elías verið stjórnarfor- maður þess frá byrjun. Allt frá lokum styrjaldarinnar Ihefur öll íslenzk útflutningsfram leiðsla átt við mikla fjárhags- erfiðleika að stríða, sökum sí- vaxandi verðbólgu og rangrar gengisskráningar, þar sem hún foefir ekki fengizt leiðrétt jafn- óðum, eins og eðlilegt hefði verið. Það var því nauðsynlegt að finna einhverjar leiðir til að halda þessum aðalatvinnuvegi þjóðar- innar í viðunandi gangi. Það var mikið lán fyrir sjávar- útveginn, og reyndar þjóðina alla, að þá voru til öflug samtök, svo sem L.Í.Ú. og útflutningssam tök fiskiðnaðarins; Stærsti aðil- inn í fiskiðnaðarsamtökunum þá var S.H. Það kom því eðlilega í hlut þessara aðila að hafa for- göngu um leiðréttingar til þess að vélabátaútvegurinn og fisk- ’iðnaðurinn gætu starfað á við- unandi hátt. Forusta þessara mála kom því í hlut Sverris Júlíussonar, sem þá var, og lengst af hefur verið stjórnarformaður L.I.Ú., og Elíasar Þorsteinssonar, sem var stjórnarformaður S.H., sem var stærsti aðilinn af fisk- iðnaðarsamtökunum. Báðir þess- ir menn voru farsælir forustu- menn, greindir vel og fljótir að átta sig á aðstæðum, og auk þess mjög sanngjarnir og góðviljaðir. Báðir nutu þeir einnig mikils trausts félaga sinna, og einnig vinsemdar og trausts ýmissa valdamikilla stjórnmálamanna. Það kom mikið í minn hlut að vinna með þessum mætu mönn- um að þessum málum, þar sem ég var í stjórn beggja samtak- anna og einnig í Verðlagsráði L.Í.Ú., og langt árabil formaður þess, en það hafði ‘m.a. það verk- svið að starfa með stjórnarfor- manni L.Í.Ú. að þessum málum. Þótt við yrðum oft að takast á við mikla erfiðleika og yrðum að leggja að okkur mjög um störf, minnist ég þessara ára með á- nægju. Samstarf okkar allra var með ágætum, enda áttum við oftast samstöðu í skoðunum, og með okkur var ávallt mikil og einlæg vinátta, sem auðveldaði okkur allt samstarf. Þótt það kæmi einna mest í minn hlut að starfa með þessum mætu mönnum, vegna þeirra trúnaðarstarfa, sem ég hafði hjá báðum samtökunum, höfðum við einnig með okkur ýmsa sam- starfsmenn frá samtökunum, svo sem alla þá er sæti áttu í Verð- lagsráði L.Í.Ú. hverju sinni, og einnig ýmsa ágætis starfsmenn samtakanna. Þá varð helzt til ráða til leiðréttingar, að taka upp svokölluð styrkjakerfi, sem fyrst var gert með beinum útflutnings uppbótum, síðan svokölluðu bátagjaldeyrisfyrirkomulagi. Og síðast á vinstristjórnartímabiiinu fyrirkomulag, sem kallað var Inn flutningsréttindi bátaútvegsins, og var mjög svipað fyrirkomulag og bátagjaldeyrisfyrirkomulagið. Það má því segja, að lengst af frá stríðslokum hafi vélbátaflot- anum og fiskiðnaðinum verið forðað frá stöðvun, þrátt fyrir stöðugt vaxandi framleiðslukostn að vegna verðbólguþróunarinn- ar með styrkjakerfisfyrirkomu- lagi, fullkomnari verkunarað- ferðum og stórfelldari markaðs- öflun. Þessar ráðstafanir urðu sjávarútveginum og reyndar allri þjóðinni til mikillar hagsældar, og forsenda þeirrar velmegunar, sem þjóðin býr nú við. Án þess að vanmeta þann þátt, sem við ýmsir áttum í þess- um störfum, má hiklaust full- yrða að stærstan og heilladrýgst- an þáttinn í því að sá árangur náðist, sem raunin varð, var fyrst og fremst að þakka því stórfellda framlagi, sem Elías Þorsteins- son lagði til þessara mála. Það hafa verið skiptar skoðan- ir um styrkjafyrirkomulagið, og einnig um viðskiptin við clearing og vöruskiptalöndin, og þjóð- hagslegt gildi þeirra ráðstafana. Ég ætla ekki að fara að rekja það nánar hér, en ég hefi skrifað margar blaðagreinar um þau mál á síðastliðnum 20 árum, og hafa þær allar verið skrifaðar í samráði við Elías og sumar að undirlagi hans. Þessi kveðjuorð mín til míns góða vinar, Eliasar, hafa svo til algjörlega farið í það að segja frá því markverða starfi, sem hann hefur unnið sj.ávarútvegi okkar, það rúmlega 30 ára tíma- bil, sem ég þekki til og var hon- um samferða og samhuga um þau mál. Hinsvegar hefi ég ekki getið neitt ætternis eða fjölskyldu hans, enda geri ég ráð fyrir að aðrir muni koma þar til. Ég geri einnig ráð fyrir að ýmsir verði til þess að skrifa um hann sjálf- an og hans miklu mannkosti, hæfileika og stórbrotna persónu- leika. Þó vil ég að lokum geta þess, að hann tók mjög nærri sér hvers konar erfiðleika, sem sjávarút- vegsmenn áttu við að etja, og var alltaf reiðubúinn til að leysa vanda hvers manns, sem til hans leitaði. En þeir voru margir og fengu oft mál sín leyst fyrir ráð hans og fyrirgreiðslu. Ég hefi áður getið um þá miklu vináttu, sem hann auðsýndi mér frá því fyrsta, að leiðir okkar lágu saman. En til frekari árétt- ingar vil ég geta þess, að þrátt fyrir hin miklu störf, sem á hann folóðust, gaf hann sér tíma til að heimsækja -mig og dvelja hjá mér eitt kvöld í viku, öll þau 7 ár, sem ég hefi verið heilsuveill og því minna getað tekið þátt í störfum. Hafa þau kvöld verið mér mikið tilhlökkunarefni og ó- gleymanlegar ánægjustundir. Við sjávarútvegsmenn minn- umst nú Elíasar með þakklátum huga fyrir allt hans mikla starf í þágu sjávarútvegsins, fyrr og siðar, sem hann vann að þar til hann kvaddi þennan heim skyndi lega frá fullu starfi. Að síðustu vil ég votta fjöl- skyldu hans innilegustu samúð; og finn hvöt hjá mér til að af- saka við hana hversu mjög við oft höfum tekið hann að nokkru leyti frá henni, með því að fá honum jafn umfangsmikil störf, og bið henni allrar blessunar, en mirining hans sjálfs mun ætíð verða okkur dýrmæt. Finnbogi Guðmundsson. t í DAG verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju Elías Þorsteins son, framkvæmdastjóri og for- maður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Elías var fæddur á Eyrar- bakka, 1. marz 1892, en lézt í Reykjavík 25. marz sl. Foreldrar hans voru þau Margrét Jóns- dóttir og Þorsteinn Þorsteinsson bókari, og síðar kaupmaður i Keflavík, er bæði voru ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Hann fluttist með foreldrum sinum og systkinum á barnsaldri frá Eyrar bakka til Keflavíkur. í Keflavík haslaði hann sér völl á viðskipta- og atvinnusvið- inu. Á fyrstu árum vélbátaút- gerðar á íslandi hóf hann útgerð í félagi við aðra, og í útgerð og verkun fiskafurða var hann brautryðjandi á mörgum sviðum. í sinni heimabyggð var hann forystumaður, bæði í sveitar- stjórnarmálum um langt skeið, og í félagssamtökum fiskfram- leiðenda, í útgerðarfélögum og samtökum, er útvegsmenn settu á stofn til hagræðis fyrir sig, viðskiptalega séð. Hann var í stjórrr Bræðslufélags Keflavíkur og ísfélags Keflavíkur um langt skeið, í stjórn Olíusamlags Kefla víkur frá stofnun þess til dauða- dags. Elías var stofnandi og for- stjóri fiskimjölsverksmiðju í Keflavík. Um langt árabil var aðalút- flutningsvara íslendinga saltfisk- ur, en á árunum 1930 til ’40 hófst hér hraðfrysting á fiski, að vísu fyrst í stað í smáum stíl, aðal- lega á flatfiski og öðrum góð- fiski, en eins og öllum er kunn- ugt, gefur hraðfrystur fiskur nú stærri hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nokkur önnur framleiðslutegund. Elías Þorsteinsson var einn sá fyrsti, ér hóf þá starfsemi hér á landi. Hann breytti saltfiskverk- unarstöð sinni í hraðfrystihús, sem hanrí stofnsetti með Þorgr. St. Eyjólfssyni og Þórði Péturs- syni í Keflavík. Á þessu sviði var hann brautryðjandi og for- ystumaður þeirra samtaka, er stofnsett voru 1942, til þess að annast sölu frystra sjávarafurða, Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Á stofnfundi í febrúar 1942 var hann kosinn formaður, og var það til dauðadags, að einu ári undanskildu, en þá baðst hann undan kosningu, en gegndi varaformannsstarfi það ár. Það er ekki meining mín að fara að telja upp öll þau störf, sem hann innti af höndum fyrir þessi samtök og systurfélög S.H., heldur að láta í ljós þá skoðun mína, að engum einum manni á hraðfrystiiðnaðurinn á íslandi jafn mikið upp að unna og Elíasi Þorsteinssyni. 4 Útgerð og fiskframleiðsla á ís- landi hefur oft átt í vök að verj- ast, því þjóðarheildin hefur oft á tíðum gert hærri kröfur til hennar en hún hefur getað risið undir. Elías var manna glögg- skyggnastur á nauðsyn þess, að framleiðendur stæðu saman um sín mál, og var því sannkallaður félagsmálafrömuður útvegs- manna og annarra fiskframleið- enda. Hann var í undirbúningsnefnd þeirri, er vann að stofnun Lands- sambands ísl. útvegsmanna 1939, og í stjórn þess fyrstu 5 árin. Það er sannast sagna, að engan mann hefi ég hitt á lífsleiðinni, sem jafn sanngjarnlega hefir lit- ið á samskipti kaupenda og selj- enda fiskafurða, enda hafði hann staðgóða reynslu á því sviði, og þekkti þarfir beggja aðila. Við leiðarlok vil ég þakka Elí» asi fyrir störf hans í þágu út- vegsmanna og fiskframleiðenda á íslandi. Það má öllum ljóst vera, að maður, sem á jafn langa og við- burðarríka starfssögu í atvinnu- lífi íslendinga og viðburðarríka starfssögu í atvinnulífi íslend- inga og Elías Þorsteinsson, að hann hafði oft afskipti af kaup- gjaldsmálum, og sú barátta hef- ur verið mjög hörð oft á tíðum hjá okkur íslendingum síðustu áratugina. En mér er ávallt í fersku minni ummæli verkalýðs- leiðtoga í Keflavík, er hann við- hafði um Elías fyrir rúmum 30 árum. Hörð deila hafði staðið um kaup og kjör. Verkalýðsleiðtog- inn sagði: „Engum manni treysti ég betur til þess að fella úrskurð um ágreiningsmál á milli vinnu- veitenda og vinnuseljenda en Elíasi Þorsteinssyni, því hann gæti ekki fellt ósanngjarnan úr- skurð“. Ég hygg að slík séu ummæli allra er kynntust Elíasi, sann- girni og góðmennska var alltaf í fyrirrúmi. í hans umfangsmikla starfi, er hann vann fyrir S.H. síðustu ár- in, reyndi oft mikið á þrautseigju og samningslipurð hans. Það er ekki ofsagt, að hann var miKill sáttasemjari. Nú þegar leiðir skilja um sinn, vil ég þakka góðum vini fyrir samfylgdina og samstarf á mörg- um sviðum. Vissulega eru minn- ingarnar og þakklætið bundið við þau störf, sem ég hefi drepið á hér að framan, störfin í efnis- heiminum. En hugljúfastar verða mér minningarnar um manninn, þennan yfirlætislausa og hæg- láta mann, sem svo mikið gott streymdi út frá, sem alltaf hafði tíma til að strá blómum á leið samferðafólksins. í heilagri ritn- ingu segir, „eins og þér sáið mun uð þér uppskera“. Góður hugur fylgir Elíasi frá samferðafólkinu yfir móðuna miklu, guð blessi vegferð hans. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og dætrum, barnabörnum og öðr- um ástvinum innilega samúð. Sverrir Júliusson. t ER mér barst til eyrna andláts- fregn Elíasar Þorsteinssonar, vinar míns og samstarfsmanns, komu mér í hug eftirfarandi ljóð línur úr hávamálum: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur et sama, en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. Er frystihúsaeigendur stofn- uðu Sölumiðstöð hraðfrystihús- arina á fundi sínum í Reykjavík 25. febr. 1942 var Elías kjörinn formaður félagsstjórnarinnar og gegndi því starfi með miklum á- gætum til dauðadags, nema í 2 ár, sem Einar Sigurðsson gegndi formannsstörfum. Er frystiskipa- félagið Jöklar hf. var stofnað 15. sept. 1945 var Elías kjörinn vara- formaður stjórnarinnar — og er þriðja systurfélag þessara sam- taka, Tryggingarmiðstöðin hf., var stofnað í des. 1956 var Elías kjörinn formaður þeirrar stjórn- ar — og gegndi hann þessum störfum af mikilli alúð, þar til kallið kom 25. marz sl. Enginn af þeim mönnum, sem mest samstarf hafa haft við Elías á undanförnum áratugum gát« gert sér grein fyrir því, að hann ætti við jafn erfitt heilsufar að stríða og raun var á — og sem olli fráfalli hans svo óvænt. Það var Elíasi ekki að skapi að ræða við aðra um sjúkdóm sinn, sem hann hafði þjáðst af um 10 ára skeið, enda var hann að eðlisfari dulur, um málefni, sem snertu hann persónulega. Hann sýndi meira þrek en heilsa hans leyfði, að mæta á hverjum morgni fimm daga vikunnar í skrifstofu sinni hjá Sölumiðstöðinni, en þannij* er oft farið um áhugamenn og skyldurækna, að . þeir ætla sér ekki af. Elías var mikill framkvæmda- maður. Hann rak verzlun, útgerð og hraðfrystihús í Keflavík — og þó að hann yrði að fela þau störf öðrum mönnum, er hann gerðist formaður stjórnar Sölumiðstöðv- arinnar og framkvæmdastjóri, var heimili hans ávallt í Kefla- vík. Hann hafði mikinn áhuga á málefnum sjávarútvegsins — og vildi hag hans og sóma á öllum sviðum. Elías naut mikilla vinsælda og trausts í starfi sínu sem formað- ur stjórnar þessara stóru sam- taka, enda veit ég að meðlimir þeirra virtu hann og var ljóst að innan samtakanna var hann allra manna bezt fallinn til að sameina þau ólíku öfl og skoð- anir, sem á stundum vill gæta í samskiptum manna. Elíasi voru gefnir í ríkum mæli þeir eigin- leikar, sem með þurfti í þessum efnum, enda var hann reyndur að drengskap, heiðarleik og ó- sérplægni í öllum samskiptum. Er Elíasar sárt saknað af okkur vinum hans og samstarfsmönn- um. Ég votta eiginkonu hans, dætr- um og öðrum ástvinum innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Sigurður Ágústssoo. t BR fregnin um andlát Elísasar Þorsteinssonar barst til Keflavík- ur siðla dags 25. marz sl. var það vinum hans og samborgurum mik il og óvænt sorgarfregn. Við viss- um að vísu, að hann var veill fyrir hjarta og gekk ekki heill til skógar, en samt sem áður kom dauði hans okkur óvænt. Dánar- daginn snæddi hann hádegisverð með einum vini sínum og sam- borgara og ræddu þeir áhugamál beggja, útgerðarmál. Virtist þess- um vini hans, Elías vera hinn hressasti er þeir kvöddust. En 4 stundum síðar var Elías látinn. Með Elíasi Þorsteinssyni er fallinn í valinn einn merkasti og ástsælasti borgari Keflavíkur. Hann flutti ungur með föður sírv- um til Keflavíkur og tók brátt virkan þátt í félags- og athafna- lífi hins unga sveitarfélags. — Vegna gáfna sinna og meðfæddr- ar prúðmennsku varð hann brátt einn áhrifamesti og vinsælasti maður byggðarlagsins, og hlóð- ust á hann fjölmörg trúnaðar- störf fyrir Keflavíkurkauptún. Sat hann í hreppsnefnd Kefla- víkurhrepps í mörg ár og skipaði sæti í flestum fastanefndum hreppsins. Hann bar ætíð hag síns sveitarfélags fyrir augum og allt hans athafnalíf beindist að því fyrst og fremst, að efla hag Iþess og gengi. Áorkaði hann miklu á því sviði. Faðir Elíasar, Þorsteinn Þorst- einssonar, rak umfangsmestu og stærstu verzlunina í Keflavík á sínum tíma, Verzlun Þorst. Þorst- einssonar, fyrst einn, en síðar I félagi við Þorgrím St. Eyjólfs- son. Eftir lát Þorsteins ráku þeir Elías og Þorgrímur verzlun iþessa saman u.þ.b. tvo áratugi. Elías var mikill áhugamaður um öll mál, er snertu útgerð og fisk- vinnslu og var hann stofnandi og stjórnandi velflestra félaga varðandi útgerð, sem stofnsett voru í Keflavík síðustu þrjá ára- tugina. Þannig var hann stofn- andi og stjórnarformaður fyrstu beinamjölsverksmiðju í Kefiavík, Þórólfs hf., stofnandi ísfélags Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.