Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 28
waAvanvi eppfc ffiýua^ SFAH3S SIAH3S SIAU3S SIAU3S SIAU3S IttgPltttMftfetfe 79. tbl. — Laugardagur 3. apríl 1965 Skip fast á sandrifi í Hornafirði — Hefur setið þar í 5 daga — Dísarfell reynir árangurslaust að ná því á flot SIÐASTLIÐINN sunnudag' tók norskt flutningaskip, sem SÍS hefur á leigu til áburðarfiutn- inga, niðri á sandrifi í Horna- firði. Hefur ekki tekizt að ná því út enn, þrátt fyrir endur- teknar tilraunir Dísarfells til að draga það af rifinu. Svartaþoka hefur verið síðastl. tvo daga á Hornafirði.- Flutningaskipið Petrell, sem er um 600 tonn að stærð, reyndi að sigla inn Hornafjörð lóða- laust í björtu veðri á sunnudag. Sigla á til austurs, þegar kem- ur inn úr ósnum, en skipið beygði ekki, heldur hélt beint áleiðis að flugvellinum og strandaði á sandrifi. Petrell var hlaðið áburði og hafði orðið að snúa við norður með Austfjörðum sökum íssins. Átti það að losa 600 tonn af Hin nýja kirkja á Mosfelli, sem vígð verður á morgun. Kirkja endurreist á Mosfelli KIRKJA hefur nú verið end- urreist á Mosfelli í Mosfells- dnl og verður hún vígð á morg un. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, vígir kirkjuna og sóknarprest urinn, séra Bjarni Sigurðsson prédikar. Viðstaddir vígsluna verða flestir prestar prófasts- dæsmisins. Kirkjukór Lágafells sóknar syngur. Kom-ið verður fyrir hátölurum utan á kirkj- unni svo og í prestssetrinu á Mosfelli, þannig að allir geti hlýtt messu, þótt kirkjan rúmi ekki alla. Er blaðið átti tal við séra Bjarna Sigurðsson í gaer, sagði hann að hin nýja kirkja rúm- aði 106 manns í sæti. Bygging hennar hófst vorið 1962 og hefur verið unnið að henni síð an nema hvað ekki hefur ver ið unnið í henni að vetrarlagi fyrr en nú. Kirkjan var byggð eingöngu fyrir fé, sem Stefán Þorláksson í Reykjadal arf- leiddi hana að ,en hann lézt 11. júní 1959. Kirkjuna teikn- aði Ragnar Emilsson, og er hún sú fyrsta hérlendis í sín- um stíl. í>á sagði séra Bjarni, að margar góðar gjafir væru að berast kirkjunni um þessar mundir. í kirkjunni verða tveir gripir, sem voru í hinni gömlu Mosfellskirkju. í>að er kaleikur, sem Guðrún Jóns- dóttir lét eftir sig er hún lézt 1935, en hann mun stjúpfaðir Framhald á bls. 27. áburði á Hornafirði. Færabát- arnir, sem ekkert hafa hafzt að undanfarið vegna aflaleysis, ferj uðu talsvert magn af áburði í land til að létta á skipinu, en þá rak það aðeins lengra upp á rifið. Dísarfell, sem var statt á Fá- skrúðsfirði á leið til útlanda, var fengið til hjálpar og kom það til Hornafjarðar á miðvikudag um hádegisbilið. Var settur vír um borð í Petrell og dregið í. Losnaði þá skipið, en tók skömmu síðar niðri á öðru sand- rifi. Á fimmtudagsmorgun var kom in svartaþoka og hefur hún haid- izt síðan. Hefur ekki séð á milli húsa í Höfn, hvað þá út að strand staðnum. Dísarfell hefur gert 5 tilraunir alls til að draga Petrell á flot, en þær hafa allar mis- tekizt. Þokan hefur mjög haml- að þessum björg'unartilraunum. í gærkveldi, rétt fyrir flóðið, er síðasta tilraunin var gerð, voru 50 faðmar milli skipanna, en skipstjórinn á Dísarfelli kvaðst ekki sjá trl Petrell nema endrum og eins og þá grillti aðéins í það. G. S. ísinn fór og kom aftur isinn svipaður fyrir noröan en siglingar mögulegar sunnan Digraness TF-SIF, flugvél Land'helgisgæzl- unnar, fór í ískönnunraflug í gser. Skýrði skipherrann, Þ-röst- ur Sigtryggsson, Morgunblaðinu sv» frá í gærkvöldi, að litlar bresytingar hefðu orðið á stöðu íssins fyrir öllu Norðurlandi og S'trö.ndum. Þó hecfði hann heldur gisnað á Húnaflóa síðan sáðast var flogið þar yfir, 31. marz. Annars kvað Þröstur ís dreifð e>n um allan Húnaflóa og jaka og smáspangir á siglingaleið með Norðurlandi frá Skaga og austur undir Hraunhafnartanga. — Þá vaeri Þistilfjörður fullur af ís eéns og verið hefur. Einnig væri áe á Bakkaflóa og sigHngaleið ófær frá Digranesi að Hraun- b»fnartanga. Sunnan Digraness segir Þröst- ur, að siglingar séu mögulegar til allra Austfjarða. Varðskip fór inn á Seyðisfjörð í gærkvöldi og einnig taidi Þröstur að komast hefði mátt í gærdag inn að Nes- kaupstað með því að fara su.nn- an til í Norðfjarðai’flóa. Bkki sá áihöcfn SIF neinn is sunnan við Gerpi og við hann aðeins smáspangir, en gæta verð ur þess að þoka tók við til suð- urs. Frá Gletti lá ísinn 10 mílur í austur og þaðan lá ísbrúnin eins langt og þeir séu til norð- austurs. Þröstur taldi siglingar mögu- legar fyrir Horn til Norðurlands, þótt seinfært væri. Þá sagði hann, að grunn leið inn með Ströndum væri greiðfærari en þegar Stapafell og Herðuibreið fóru þar um, 31. marz. Neskaupstað, 2. apríl. ÍSINN er nú svo til allur farinn héðan úr Norðfirði, þótt sjá megi einstaka jaka hér og þar. Veður er mjög fagurt, 12 stiga hiti og vindátt af suð-vestan, en sú átt hrekur ísinn frá landi. Árvakur kom hérna inn í morgun og er farinn aftur. Vonumst við til, að úr þessu verði haegt að sigla hindrunat'lau.st hér inn fjörðinn. Búið er að ryðja Skarðið og voru í gegnum það stöðuigir fiutningar á olíu fyrir rafstöð- ina en nú hefur því verið hætt og má af því ráða að ætlunin sé að senda olíuskip hingað. En það er von okkar hér í Neskaupstað, Svisslend- ingarnir farnir SVISSNESKU alúmframileiðend- urnir dr. HammerH og dr. Múll- er og lögfræðingur þeirra, dr. Meyer, sem undanfama daga hafa setið að viðræðum við fúll- trúa íslenziku rikisstjórnarinnar um hugsaniega uppsetningu al- úm-verksmiðju á íslandi, fóru utan í gærmorgun. Jóihann Haf- stein iðnaðarmálaráðherra, saigði eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær, að viðræðurnar (hefðu borið góðan árangur. að við sjáurn ekiki meira af ís. — Ásgeir. Neskaupstað, síðari hluta dags í gær. ísinn hefur nú rekið aftur ört inn fjörðinn, svo að þetta var skamimgóður vermir. íshrafl er nú í fii'ðinum inn á móts við Neskaupstað. Gott skyggni er og frá vitanum má sjá, að ís er fyrir öllum Norðfjarðarflóa og mikið af ís til hafsins. — Ásgeir. ísIendirjarR'r unnu fyrstn Ieikinn FYRSTU LEIKIR Norðurlanda- móts unglinga í handknattleik íóru fram í gærkvöldi. ísland vann Finnland 20:14, en Noregur og Svíþjóð gerðu jafntefli, 14:14. íslendin4gar keppa við Dani í dag. Aðalfundur Verzlunarb^ ans í da«; AÐALFUNDUR Verzlunarbank- ans verður haldinn í veitingahús inu Sigtúni í dag og hefst kl. 14,30. Á fuindinum fara fram öll venjuleg aðalfundarstörf. Siðdegisknffið SIÐDEGISKAFFI Sjálfstæðisfé- laganna, Varðar, Hvatar, Óðins ng Heimdallar, verður í dag milli kl. 3 og 5 í hinu vistlega félags- heimili ungra Sjálfstæðismanna í Valhöll við Suðurgötu. Vilja félögin hvetja meðlimi Btna til að lita inn og stuðla að þvi að þessi ágæta starfsemi megi takast sem bezt. Viðunandi vertíð, ef bátarnir hefðu stundað línuveiðar — segir Finnbogi Guðmundsson í samtali við MbL — VERTlÐIN hefði getað orð ið viðunandi að mínum dómi, eí ekki hefði skollið á verk- fall í byrjun vertíðarinnar og ef línuveiðar hefðu hafizt strax í b.vrjun janúar og all- ur hátaflotinn lagt höfuð- áherzlu á að stunda línuveið- ar frá byrjun janúar og út alia vertiðina, en ekki hugs- að að verulegu leyti um nóta- og netaveiði að þessu sinni, sagði Finnbogi Guðrmindsson, útgerðarmaður frá Gerðum, er blaðið átti tal við hann í gær. í marzimánuði haifa verið ó- venju léleg aflaibrögð, fyrst og fremst vegna þess að bát- arnir hafa lagt höfuðáiherzlu á að veiða með net og nót, en lagt línuveiðar algjörlega til hliðar. Ég er þeirrar skoð- unar, að þetta hefði orðið mjög viðunandi aflavertíð, eif bátarnir hefðu stundað línu- veiðar. — Að vísu getur enn rætzt úr, sagði Fionbogi, ef bátarn- ir tækju almennt upp línu- veiðar og stunduðu þær út vertíðina eða a.m.k. til 20. maí. Hins vegar óttast ég mjög, að vertíðin verði fiá- dæima léleg, ef bátamir halda áfram að legigja höfuðáiherzlu á að veiða méð nót og netum á þessari vertíð. Hér á ég sér- staklega við Faxaflóa, en þetta gæti eininig átt við ýms ar stöðvar á Veistfjörðuim. Aftur á móti trúi ég því, að Vestmannaeyingar og ver- stöðvarnar fyrir sunnan Reykjanes eigi eftir að fiá afla hrotu, þrátt fyrir það, að þeir noti nætur og net. — Ég trúi því, að fisikuirinn sé eitthvað seinni á ferðinmi núina en undanfarnar vertíðir vegna þeiss að páskar eru í seinna lagi. Einnig mætti ætla, að sjór væri kaldari nú, sennilega vegna hins mikla is® kringuim landið og gæti 'þetta haft þaiu áhrif, að fisik- u.rinn yrði seinni til hrygning arstöðvamna, sagði Finmbogi Guðmu nd.sson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.