Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 6
6 MORG UNBLAÐIÐ Laugar'dagur 3. apríl 1965 Þorsteinn Arnason læknir, — In memorian MÖNNUM bregður jafnan harka lega, þegar dauðinn vitjar vina þeirra með óvæntum hætti. Slíkt er engin ný saga, en þó sínýr veruleiki þeim, sem fyrir verð- ur. Svo varð mér, er ég spurði skyndilegt andlát míns góða forn vinar og bekkjarbróður, Þor- steins Árnasonar, læknis. Fregn- in kom eins og högg. Minningar margar og ljúfar streymdu að mér, minningar frá liðnum dög- um, fullum af sólskini. Þær urðu enn skýrari og litauðgari, þegar þær bar við dökkan grunn sakn- aðar og trega, en um leið kær- ari og hjartfólgnari vegna þess, að þær verða ekki fleiri, — enn meiri helgidómur, sem ég mim varðveita til æviloka sem eins hins bezta, sem lífið hefir veitt mér. Gott var að eiga vináttu hans, tryggð og trúnað og mikil mannbót að kynnum við slíkan mann. Nú stöndum við vinir hans hljóðir á auðri ströndinni og sendum honum hlýja og heila þökk, meðan við horfum á eftir nökkvanum svarta, sem flytur hann til ókunna landsins. Þorsteinn Árnason fæddist í Blaine, Washingtonríki í Banda- ríkjunum 20. september árið 1923, en fluttist barnungur til ís- lands með Hlíf systur sinni og foreldrum þeirra, Heiðbjörtu Björnsdóttur frá Veðramóti og Árna Danielssyni, sem síðan hafa búið á höfuðbólinu Sjávarborg í Skagafirði. Þar ólst Þorsteinn upp við öll algéng sveitastörf. Fundum okkar bar fyrst sam- an, þegar hann tók próf utan- skóla upp í 2. bekk M.A. vorið 1937, en traustum vináttubönd- um bundumst við fyrst, þegar við vorum í 4. bekk. Hafa þau vináttubönd eigi rofnað síðan, þótt samfundir hafi strjálazt nokkuð hin síðari ár. Þorsteinn gat sér þegar hið mesta orð sem afburða námsmaður, enda varð allur námsferill hans mjög glæsi- legur, bæði í menntaskóla og síð- ar 1 háskóla. Latínumaður var hann með yfirburðum og yfirleitt mikill tungumálagarpur, en var þó mjög fjölhæfur og jafnvígur á hinar sundurleitustu náms- greinar. Minnið var líka trútt og kappið mikið. Hann las yfirleitt hægt og af ótruflaðri athygli, kunni þá fremur sjaldgæfu list einbeitingarinnar og útilokunar umhverfisins, sem nauðsynleg er til mikils árangurs í námi hvers konar. Þorsteirin var líka allra manna hjálpfúsastur við þá, sem miður voru staddir í námi, og taldi ekki eftir sér að lesa með öðrum bekkjarsystkinum, ef hann var þess beðinn. Oft mátti sjá hann í frímínútum ganga afsíðis með einhverjum félaga sínum og hlaupa með honum yfir náms- efni næstu kennslustundar, ef svo bar við, að sá hinn sami var illa lesinn eða þótti eitthvert atriði fullhart undir tönn. Þegar svo bar undir, var Þorsteinn manna vísastur til að greiða úr vandræðum, enda vissi ég ekki til, að hann neitaði neinum um þann greiða. Ekki var þó öllum hent að lesa með Þorsteini próflestur, því að þá byrjaði hann venjulega klukk an sex á morgnana og hélt áfram linnulítið til klukkan átta á kvöldin að minnsta kosti. Eink- unnir hans voru að jafnaði í réttu hlutfalli við lesturinn. Þó var Þorsteinn fjarri því að vera einkunnasjúkur, hin góðu og vönduðu vinnubrögð hans áttu aðeins orsök í eðli hans sjálfs og vilja til að rækja skyldu sína við skóla sinn og sjálfan sig, til að leggja alúð við verk sitt og leysa það af hendi með hreinni og góðri samvizku. Oft var hann sár, ef honum þótti vinum sínum vera gefnar of lágar einkunnir á prófum, en lét í ljós undrun yfir sinni eigin velgengni, sem hon- um fannst óverðskulduð. Hygg ég þó, að hann hafi verið einn um þá undrun. Meðan þau systkinin, Hlíf, Þorsteinn og Haraldur, voru í skóla á Akureyri (og raunar einnig síðar í Reykjavík), hélt Heiðbjört móðir þeirra heimili fyrir þau á vetrum, lengst af í Lækjargötu 4. Þangað kom ég oft á þessum árum, ,og þangað var alltaf jafngott að koma. Þar ríkti hlýr og léttur blær glæðværðar, en um leið var þar í heiðri höfð reglusemi og vinnusemi, iðkaður lestur góðra bóka og skemmtileg umræðuefni á takteinum. Oft komum við þar saman nokkrir félagar til lestrar undir næsta dag eða vorpróf. Þá var lesið af kappi, enda undi Þorsteinn ekki öðru, en stundum var brugðið á leik og flogizt hressilega á þess á milli til að veita umframorku líkamans útrás. Svo var hlegið á eftir, þegar við stóðum upp aft- ur og tókum til við lesturinn, þar sem frá var horfið, löðursveittir eftir átökin og einni eða tveimur skyrtutölum fátækari. Oft hittumst við þar líka í tómstundum okkar og tókum upp ýmislega skemmtan. Stundum • ÓKEYPIS ÞJÓNUSTA í fyrradag sagði ég frá nýj- ungum í símamálum — og þar á meðal kom það fram, að ný tækni mun gera bandarískum húsmæðrum fært að hringja heim til sín og setja bakarofn- inn í gang með því að velja ákveðið númer. Kunningi minn hringdi í mig og spurði hvort ég héldi að þessi tækni yrði bráðlega tekin í notkun hér, en ég fullvissaði hann um, að áreiðanlega yrði það ekki á næstunni og hann varð mjög feginn. Hann sagði nefnilega, að það væri svo algenigt að fólk hringdi í vitlaust númer, að hinar og þessar kerlingar gætu verið búnar að setja öll hans heimilis tæki í gang án þess að nokkur fengi rönd við reist, ef þvílík uppfinning yrði tekin í okkar þjónustu. Það væri bókstaflega hægt að setja allan bæinn á ann an endann — jafnvel óviljandi, ef hægt yrði að stjórna heimils- þreyttum við kappræður um pólitík, eilífðarmálin og ýmisleg mannleg vandamál. Gerðumst við þá stundum bæði nokkuð háværir og stórorðir, því að ekki voru alíir einatt á sama máli. Þorsteinn hafði þá þegar mynd- að sér ákveðnar og eindregnar skoðanir um mörg meginmál og varði þær skoðanir einarðlega. Fyrir kom, að Þorsteinn hélt yfir okkur hinum hvassar siðaprédik- anir, ef honum þótti við gerast í einhverju hirðulitlir um nám eða líferni. Þótti þá sumum hart und- ir að búa, enda maðurinn þung- höggur í orðum, en urðu þó að játa réttmæti og sannindi orða hans, er hann fékk lokið upp augum þeirra og þeir sáu villu sína. En ef til vill'eru mér minnis- stæðastar stundirnar, þegar hann sagði okkur frá ýmsum einkerini- legum mönnum og atvikum heim an úr Skagafirði og fór með vís- ur og kviðlinga þaðan, en þeirra kunni hann ógrynni. Þorsteinn átti líka sjálfur óvenjuskemmti- lega kímnigáfu, sem hann kunni jafnan að beita á þann hátt, að engan særði. Hagmæltur var hann í bezta lagi og kvað marg- an glettinn gamanbrag um okk- ur bekkjarsystkinin. Hann var afar orðauðugur og bar glöggt og vel ræktað skyn á blæbrigði í stíl og orðavali, enda gjörhug- ull um þau efni, sem hann fékk áhuga á, en þau voru meir á sviði andans en efnisins. Vart hefi ég fengið skemmtilegri sendi bréf en bréfin frá Þorsteini, geislandi af gamansemi, víðsýni og skarplegum athugasemdum. Frásagnargáfa hans var stórmik- il, hvort heldur var í rituðu máli eða mæltu, og hann kunni þá list að gera eftirminnilegan atburð úr ómerkilegu atviki, ef honum sýndist, fá menn til að tækjum og öðru slíku gegn um síma. Þetta var skarplega athugað, en ég geri ekki ráð fyrir að fólk þurfi að óttast of öra þróun í símamálum okkar. Það er líka ofur einfalt að losna við sím- ann, ef þörf krefur. Aðeins að komast í fimm krónu skuld við Landssíma íslands — þá loka þeir umsvifalaust símanum og er óhætt að fullyrða, að fáir eða engir þættir í þjónustu símans séu jafn fúslega af hendi leystir. Og ég held að ég megi fullyrða, að þetta sé líka eina ókeypis þjónustan, sem síminn veitir við skiptavinum sínum. • NIÐURDREPANDI Maður nokkur, árrisull og léttur í lund, hringdi og spurði hvort það væri yfirlýst stefna útvarpsins að gera út af við landsmenn reglulega á hverjum morgni með þessari leiðindatón- list, sem þá væri yfirleitt flutt. Og hann bætti við: Er útvarp- veltast um af hlátri, án þess að honum stykki bros sjálfum. Þessum áhrifum náði hann ekki með grófyrðum eða gífuryrðum, eins og mörgum hættir til, held- ur einmitt með hlédrægu lát- leysi og fíngerðum smekk um val réttra orða af gnótt sinni. En bak við gáskann og gaman- semina bjó fremur dulur alvöru- maður, sem ógjarna flíkaði til- finningum sínum við aðra en vini sína. Þeir voru ekki margir, en hann batt við þá órofa tryggð. Að loknu stúdentsprófi vorið 1942, en því lauk hann með glæsilegri einkunn, tók Þorsteinn að leggja stund á læknisfræði við Háskóla íslands og sóttist það nám með ágætum. Reyndist hann þar hinn sami eljumaður og afburðamaður við nám og hann hafði verið í menntaskóla, enda varð árangurinn eftir því. Á þessum árum hittumst við oft og áttum saman mér dýrmætar stundir, þó að leiðir hefðu að nokkru skilizt, þar sem við nám- um nú hvor í sinni háskóladeild. Alltaf var jafngott að eiga Þor- stein að glöðum og reifum fé- ið fyrir landsmenn alla, eða ein- ungis sniðið fyrir þá, sem velja efni þess? Mér varð svarafátt, því ekki veit ég fyrir hverja útvarpið er sniðið. Auk þess hlusta ég sjald an á morgunútvarpið og er ekki dómbær á meltanleika þeirrar tónlistar, sem þar er flutt. En maðurinn hélt áfram: Menn virðast aldrei ætla að hætta að rausa um Keflavíkur- sjónvarpið, en persónulega er ég mótfallinn því. En enginn minnist lengur á Keflavíkurút- varpið. Það er ekkert undarlegt þótt ungt fólk stilli fremur á Keflavíkurstöðina en að hlusta á íslenzka útvarpið á mongnana. Ég vil hlusta á eitthvað létt og hressandi í mongunsárið — og er ég þó enginn unglingur. En þeir þreytast aldrei á að spila þessa leiðindavellu. Kannski gallalaus hljómlist ef farið væri út í einhverja skilgreiningu á lélegri og góðri hljómlist. En þetta er ekki það, sem okkur laga og trúnaðarvini, sem allt var segjandj. Eftir embættispróf gegndi Þor- steinn héraðslæknisstörfum á ýmsum stöðum, Selfossi, Klepp- járnsreykjum og Kirkjubæjar- klaustri, og fór auk þess náms- för til Bandaríkjanna og vann þar á sjúkrahúsi í Cincinnati, Ohio. Loks varð hann héraðs- læknir í Neskaupstað árið 1952 og gegndi því embætti til ársins 1964, en varð þá að láta af þvi m.a. vegna afleiðinga alvarlegs bifreiðarslyss, sem hann varð fyrir austur þar. Þá slasaðist hann mjög og varð aldrei heill maður eftir. Eftir að hann sett- ist að fyrir austan, bar fundum okkar sjaldan saman, en þeir urðu því meiri fagnaðarfundir. Þorsteinn var mjög vel látinn læknir,, og það hafa sagt mér læknisfróðir menn, sem til hans þekktu, að hann hafi verið sér- stakur snillingur við að greina sjúkdóma, svo að það mundu fáir leika eftir honum. í Neskaupstað gekk Þorsteinn árið 1953 að eiga konu sína, Önnu Jóhannsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt fjórum ungum börnum þeirra, Klöru, Árna, Þorsteini og Daníel. Dóttur eignaðist Þorsteinn, áður en hann gekk í hjónaband, Elísu Björgu, sem nú er 13 ára og alizt hefir upp hjá móður sinni og stjúpa á Húsavík. Eftir að sýnt var, að Þorsteinn mundi ekki ná þeim bata eftir slysið, að hann gæti gegnt em- bætti lengur, fluttist hann sL sumar með fjölskyldu sína heim til æskustöðvanna i Skagafirði og settist að í Sjávarborg, en stundaði jafnframt læknisstörf á Sauðárkróki. Á bernskuslóðun- um, sem hann unni um önnur héruð fram, þar sem er „sól- heimur ljómandi, varðaður blá- fjöllum“, kvaddi vinur vor þenn- an heim aðfaranótt hins 24. marz, og þar verður hann lagður til hinztu hvíldar í dag. Við bekkjarsystkinin, stúd- entahópurinn frá M.A. 1942, kveðjum nú hjartfólginn vin og félaga, Ijúfmennið og tryggða- Framhald á bls. 8. lamgar til að heyra á morgn- ana. Nei, niðurdrepandi væl. Maðurinn sagði miklu fleira, en það var allt í sama dúr. Ég held að hann sé farinn að stilla á Keflavík eða Luxembourg á morgnana. • ALMENNINGSSALERNI Og svo var það enn einn, sem hringdi og bað mig að koma því á framfæri, að nýlega væri búið að hressa upp á al- menningssalernin í Bankastræti. Sagði hann, að þar væri nú allt sérlega snyrtilegt og mjög menn ingarlegt og ættu borgaryfir- völd þakkir skyldar fyrir fram- takið. Sagðist maðurinn vonast til að borgarbúar gætu gengið um þessi salerni eins og siðað fólk og stillt siig um að vinna spjöll og krafsa á veggi — og tók ég undir það með honum. Svo sannarlega rekumst við á almenningssalerni, sem ekki eru lík því að mennskir hafi gengið þar um. Þess vegna er ástæða til að hvetja menn til að ganga vel um almenningssal- erni, því umigengnisvenjur á slíkum stöðum eru engú síður mælikvarði menningarstigsins en magn útgefinna bóka. 6 v 12 v 24 v B O S C H bakljós, ökuljós, stefnuljós og bremsuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.