Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 19
Laugardagur 3. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Elías Þorsteins. Framhald af bls. 17. Keflavíkur hf. ári& 1916 og stjórn armaður (þar til fyrirtækið var Belt 1962, stofnandi Fiskiðjunnar sf., Bræðslufélags Keflavíkur hf., Dráttarbrautar Keflavíkur hf., Olíusamlags Keflavíkur, Tré- smiðjunnar hf. og fjölmargra an-narra fyrirtækja. Hann sat í stjórn þessara fyrirtækja og var stjórnarformaður margra þeirra til dauðadags. Árið 1937 stofnsetti hann ásamt mági sínum Þorgími St. Eyjólfs- syni, Hraðfrystihúsið Jökul, sem var eitt af fyrstu hraðfrystihús- um á landinu. Var hann stjórnar- íormaður þess til dauðadags. Elías Þorsteinsson var þjóð- kunnur maður af afskiptum sín- um af útgerðarmálum þjóðarinn- ar. Hann var einn aðalhvatamað- ur að stofnun Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna og stjórnar- formaður þess og helgaði því fyrirtæki starfskrafta sína hin síðari árin. Af ofanrituðu er ljóst, að Elías hefur ekki setið auðum höndum um dagana. Með framtaki sínu renndi hann styrkum stoðum undir athafnalíf Keflavíkur og stendur bæjarfélagið og bæjar- búar í mikilli þakkarskuld við hinn látna merkismann. Eftir nær 30 ára viðkynningu Og vináttu, sem aldrei bar skugga á, sendi ég nú þessum mæta manni hinztu kveðju mína með þakklæti fyrir órofa tryggð í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég minnist hans með söknuði og votta ekkju hans frú Ásgerði, fjölskyldunni og ættingjum öll- um innilega samúð. Alfreð Gíslason. Við, sem með Elíasi störfuðum, eigum auðvelt með að skilja, hversu óskoraðs trausts hann naut meðal félagsmanna þessara samtaka. Elíasi var starfið að málefnum sjávarútvegsins hug- sjón. Og sá drenglundaði heiðurs- maður brást ekki þeirri lífsskoð- un, er hann hafði markað sjálf- um sér. Okkur var hann fyrirmynd í trúnaði, og með sinni æðrulausu rósemi og kjarki mun hann einn- ig hafa markað dýpri spor í vit- und samferðamannanna en marg- ir okkar gera sér jafnvel grein fyrir sjálfir. Við vottum miningu Elíasar Þorsteinssonar einlæga virðingu og frú Ásgerði, dætrum, barna- börnum og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Samstarfsmenn. Gunnar Kristjánsson í ÞESSUM fáu og fátæklegu orð- um mun æviferill Elíasar Þorst- einssonar ekki rakinn. Ungur að árum hóf hann útgerðarrekstur og hafði fljótlega afskipti af ýmsum þeim starfsgreinum, sem nátengdar eru útgerð og fisk- verkun. Elías hafði þá mannkosti til að bera, sem næsta fátíðir mega teljast. öll framkoma hans ein- kenndist af hógværð og lipurð og slíkri sanngirni, að hann vann sér fyrirhafnarlítið traust hinna ólíklegustu manna. Á hann hlóð- ust því smám saman ýmiss konar félags- og tr-únaðarstörf fyrir sjávarútveginn. Þegar Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna var stofnað 1942 var Elías kjörinn fyrsti formaður þess félags, og gegndi hann því starfi nær óslitið til dánardæg- urs. Allt starf hans fyrir félag frystihúsaeigenda mótaðist af á- kveðinni stefnu: Elías trúði því, að bæði sjálfs síns vegna og þjóðarinnar allrar bæri brýn nauðsyn til, að frystihúsin ynnu skipulega að sölu afurða sinna á erlendum mörkuðum. í stjórnartíð Elíasar hjá Sölu miðstöðinni var ráðist í ýmsar framkvæmdir, sem telja verður í beinu framhaldi af og til styrkt- ar starfseminni. Miðstöðin hf. var stofnuð eftir heimsstyrjöldina síðari til að greiða fyrir vöru- skiptaverzlun við ýmis Evrópu- lönd, sem ekki gátu átt við ís- land gjaldeyrisviðskipti; Jöklar h.f. voru stofnaðir til að greiða fyrir flutningi á afurðum frysti- húsanna og tryggja þeim sann- gjarnt flutningsgjald og Trygg- ingamiðstöðin hf. til að annast fyrst og fremst vátryggingar Sölumiðstöðvarinnar og félaga hennar. Elías heitinn átti sæti í stjórnum allra þessara fyrirtækja frá upphaíi og að öllum öðrum ólöstuðum mun enginn hafa bor- ið hag þeirra fyrir brjósti sem hann né átt jafn drjúgan þátt í því að sameina hinn fjölmenna eigendahóp um rekstur félag- anna. Það er ekkert óeðlilegt, þótt í stórum hópi gæti einatt ólíkra sjónarmiða eða hagsmunir fari eigi ávallt saman í öllu. Þegar svo er ástatt veltur á því, að dómgreind og réttsýni þeirra, sem til forystu veljast, megi að fullu treysta. 1 MÍNUM augum, sem átti því láni að fagna, að starfa um ára- bil með Elíasi Þorsteinssyni frá Keflavík, var hann fágætur full- trúi þeirrar manngerðar, er sann- ast verður lýst með Orðunum, drengur góður. Drengskapur í orði og athöfnum við alla þá, er Elías átti skipti við, var hans aðalsmerki. Allt viðmót Elíasar einkenndist af hjartahlýju og góðvild, sem samfara látlausri og einlægri framkomu laðaði menn að honum og varð hann hvers manns hugljúfi, er honum kynnt- ist. Að vonum urðu þeir margir, sem til hans leituðu með sín vandamál og sumir jafnvel lítt kunnugir, enda var Élías hverj- um manní hjálpfúsari. Fáir munu hafa farið bónleiðir til búðar, ef í hans valdi stóð að hjálpa og ekki var til endurgjalds ætlast, því Elíasi var nær skapi að gefa en þiggja. Orðheldni var í huga_ Elíasar sjálfsagður hlutur, og vænti hann hins sama af öðrum, þangað til annað reyndist, því taldi hann munnlegt loforð manns jafngilt hverri skriflegri yfirlýsingu. Þótt Elías væri manna sáttfúsastur og hefði gott lag á að jafna skoðanaágreining, barðist hann ótrauður og af ein- urðu fyrir þeim málstað, er hann áleit réttan. Reyndi þá oft á með- fædda þolinmæði og þrautseigju, áður sigur ynnist. Eins og að líkum lætur, var maður slíkum kostum búinn sjálf kjörinn til forystu í félagi frysti- húsaeigenda, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, þegar til þeirra samtaka var stofnað. Hann varð og þar, er árin liðu, meira en venjulegur stjórnarformaður fé- lags, því slíkrar hylli og trausts naut hann, að Elías mátti með réttu nefna einingartákn samtak- anna. Elías var einn af þeim sjald- gæfu mönnum, sem hlotnast sú hamingja í lífinu, að eignast hug- sjón til að lifa fyrir, þannig að hún tók starfshug hans allan. Hagsmuna- og félagsmálum frystihúsanna, sem slitu barns- skónum undir hans handleiðslu, fórnaði Elías allri sinni starfs- orku og vann að þeim málum af sinni alkunnu ósérhlífni til miðs dags á sínu dánardægri. Lífsreynsla Elíasar hafði kennt honum, að í slíkri baráttu getur ekki verið um neinn endanlegan sigur að ræða. Ný viðhorf skapa ávallt ný vandamál, sem krefjast úrlausnar. En Elíasi hlotnaðist sú ánægja að sjá starf sitt bera ríku legan ávöxt, ekki fyrir hann sjálf an, heldur fyrst og fremst þá, sem hann starfaði fyrir og þjóð- ina í heild, því eigingirni var fjarri hans eðli. Þegar Elías mætti til starfa að morgni 25. f. m., að því er virtist glaður og reifur að venju, og si-nnti störfum til hádegis, grun- aði mig ekki að fregna lát hans að kvöldi. Þetta var mikið áfall og skil ég því vel hvílíkur harm- ur þessi fregn hefur orðið hans nánustu. Færi ég allri fjölskyldu Elíasar Þorsteinssonar mínar inni legustu samúðarkveðjur. E.Í.E. MÍNAR þakkir verða íluttar með fáum orðum til þess, sem geng- inn er. Gunnar Kristjánsson var fædd- ur 1. okóber 1911. Hann var Snæfellingur, borinn af ætt Þor- leifs í Bjarnarhöfn, sem öllum er kunn, sem lesið hafa sögu liðinna kynsló'ða. Sem Grund- firðingur vil ég sérstaklega minn ast Gunnars Kristjánssonar fyrir forystu han-s í félagsmál-um hér- aðsins og þann mikla áhuga, sem hann sýn-di málefnum Grund- firðinga alla tíð. Á unga a-ldri gekfcst hann 'fyriir stofnun Ungmennafélags Grund firðinga. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, stóð hann m.a. að Átthagaféla-gi Snæfellinga. Hann vann einnig að því, ásamt nokkr- um öðrum Grundfirðin-gum, að stofna sjóð í því sskyni að kaupa skj-öld, sem képpt skyldi um ár- lega í frjálsum í-þróttum. Skjöld- ur þessi var kenndur við Stein- þór á Eiri og er keppt um hann enn þann dag í dag. Hefur Stein- þórsskjöl-dur verið hin mesta lyftistöng fyrir iþróttalíf í Grundarfirði. Gunnar kvæn-tist elskulegri konu, önn-u Sveinsdóttur frá Possi í Staðars-veit, og eignuðu-st þau fjögur börn. Hann eign-aðist gl-æsilegt heimili í Reykjavík, og átti ég sem þes-sar Mn-ur rita, þar margar ánægjustundir. Við sát- um oft við gluggann á þessu glæsil-ega heimili han-s a'ð Grana- skjóli 18 og horfðuim á vestur- fjöllin, þegar sólin var að hníga, og minntist Gunnar þá oft margra atvika úr lífi sínu fyrir vest-an. Gunnar var einn þeirra manna, sem kunna ráð við öllu, og var ávailt gott að leita til hans, og miðlaði hann öðrum af lífsþrótti sínum. Þótt svart væri framun-d- an hjá einhverjum kunningja h-ans, þá gat hann með rökræð- um sínum og bjartsýni lyft mann inum upp úr erfi'ðleikum og sýnt honum frarn á bjartari og betri bra-utir. Þetta er staðreynd, sem margir minnast um Gunnar Kristján-sson. Hann gat vísað mönnum veginn með þvi að sýna þeim hinar björtu hliðar á líf- inu, og m-eð sínum s-érk-ennile-gu rökræðu-m rekið á brott skugga hliðar lífsins. Þetta eru fá orð um persónu- leika, sem hafði skilning á því að vísa rétta vegi í lífinu. önnur orð um Gunnar Krjstjánsson eru ó-þörf, Þeir, sem þekktu hann, muna, hver s-ú orka var hann gaf þeim í baráttunni við lífið. Með þ-essum fátæk-legu orðum vil ég kveðja góðan vin, um leið og ég sa-mihryggist konu hans og börnum vegna fráfalls hans. Minninganna fjöldi fyrnist frækni manna gleymist tíðum. Æfi-lokin engin girnist aldir sömu ferðar, bíðum. Fjölda vina féllu-st hendur för þín Gunnar skjótt að bar. Bik-ar þinn í botn er renndur, Breiðfirðingur alstaðar. Bátur þinn er burtu róin, börn og maka sorgin slær. Bersku s-por þín gra-si gróin Grundarfjarðar sonur kær. Vinir látnir við þér tak-a vert-u sæll. Ég heitt þ-ess bið. Drottinn bl-essi, börn og maka, bræ’ður þína, og skyldulið. Þórður Fálsson. Grafarn-esi. Á SUNNUDAGSMORGNI á þriðja tíman-um kvaddi ég Gun-n- ar Kristj-ánsson að loknu-m á- nægjulegum m-annfagnaði í fé- lagi Snæfellin-ga og Hnappdæla, en þar -hafði hann k-omið mi-kið við sö-gu. Þar sem ég gerði ráð fyrir að hafa tal af -honum síðar þennan sama dag var kveðjan stutt, aðein-s „blessaður, og þak-ka þér fyrir kvöldið." En nokkru eftir h-á-degið, þennan sunnudag, hringdi bróðir Gunnars til mín og tjáði mér andlát hans. Þessi sviþlegu tíðindi fengu mikið á mig og nú var'ð það mér einnig til angurs að ég skyldi ekki hafa vandað betur til kveðjunnar. Okkur h-ættir of oft til slíks, því að við stöndum í þeirri huigsún- arlausu trú að við sjáum vinina Sftur heila á húfi. Gunnar átti betri kveðju ski-lið, og því lang- ar mig til að gera nokkra yfir- bót. Ég var búinn a'ð þekkja Gunn ar í mörg ár, en þó aðeins laus- lega, í gegn um störf hans hjá innfl-utningsfyrirtæ-kjum. Ég fann þó fljótlega að hann var traustur m-aður og heill í starfi, þægilegur í viðmóti og vinsæll hjá þeim, sem hann átti viðs’kipti við. En fyrir 3 árum hófst náið samstarf okkar í áðurnefndum félagsskap og þá fann ég fyrst hvílíkur ágætismaður hann var. Störfin, í slíkum félögum, eru oftast borin uppi af tiltölulega fámennum hópi ötulla og fórn- fúsra félags-manna, sem verja frl stundum sínum og stundum fjár- m-un-um, til að bera stefnumálin fram til sigurs. Slíkum mönnum tekst oft méð fordæmi sínu að knýja aðra til starfs, kveikja á- hug-a hjá þeiim tómlátu, gera þá sporlötu léttari í taumi. Ef slíkra manna nyti ekki við væri heldur fátæk-legt um að litast á þess-u sviði þjóðlífsins. Gunnar Kristjánsson var einn af þessum forvígismönnum, og einn af þei-m frem-stu, sem ég hefi starfað með, að öðrum ólöst- úðum. Hann var einlægur og fórnfús í starfi, hafði v-akandi áhuga og óvenjulega jákvæðan dugnað. Hann var ákveðinn og hreinskiptinn í afstöðu til allra mála, gerði skýra og rökstudda grein fyrir skoðunum sínum, en veitti öll-um mlálum ötulan stuðn ing þó að annara skoðanir yrðu ofaná. Þessar fáu línur eru nokk- ur þakklætisvottur til hans fyrir mikið og óeigingjarnt starf og minningar um ánægjulegar sam- verustundir. Við hefðum sann- arlega vi-ljað fá að njót-a hans lengur, en nú er hann genginn og við söknum -góðs dren-gs. Gunnar var fæddur að Hjarð- arbóli í Eyrarsveit á Snæfells- nesi, þann 1. okt. 1911. Foreldrar voru Ragnheiður Benediktsdóttir og Kristján Þorleifsson Bjarnas. í Bjarnarhöfn. Um . tvítugsaldur fluttist Gunnar suður til Reykja- víkur og stundaði þar verzlunar- störf til d-auðadags. Árið 1945 gi-ft ist hann önnu Sveinsdóttur frá Fossi í Staðarsveit og eignuðust þau fjóra syni. Gunnar andaðist á fæðingardegi föður síns 21. marz og í dag ver'ður hann jarð sunginn á fæðingardegi móður sinnar. Eigink-onu, bömum og ættingj- um vil ég votta mína dýpstu sam-úð og hluttekningu. Þessi sn-öggi -mis-sir er skerandi sár og orð mega lítils til að dra.ga úr þeim sársauka. En tíminn er hinn miskunnsami græðari, og áhrifa- mestu smyrslin eru minningarn- ar um hugljúfar samverustundir og tryggan ástvin. Gísli frá Tröð. Tónleikar í tiletni sjö- tugsafmælis Sigurðar Þórðarsonar tónskálds FIMMTUDAGINN 8. apríl verða þátt í því að kynna íslenzk söng haldnir í Háskólabíói afim-ælis- , lög erlendis, því hann hefur ver- tónleikar í tilefni sjötugsaf- ið stjómandi karla-kórsins á 136 -m-ælis Sigurðar Þó-rðarsonar tón- hljómleikum, sem kórinn hetfuir skálds. Ihaldið erlendis. j Sigurður hefux sjálfur valið efnisskrána á þessum hljómleik- i um, en flytjendur verða Karla- kór Reykjavíkur, Sinfóníuhljóm- sveit Islands, söngvarami-r Goxð- rún Á. Sím-onar, Svala Nielsen, Guðm-undur Guðjónsson, Guð- mundur Jónsson og ICristimn HaHsson, Björn Ólaifsson fiðlu- leikari og Guðrún Kristinsdóttir píanóleikari. Stjómandi vetrður Páll P. Pálsson. Alls munu um 110 tónlistarfólk koma fram á tónleikun-um. Þessir afmælistómleikar hefj- ast kl. 9 og mun vera nær upp- selt á þá, en aðgöngumiðasala er í bókabúðum Lárusar Blöndal. Sigurður Þórðarson. Samstarfsmenn Sigurðar hjá Ríkisútvarpinu og Karlakór Reykjavíkur gangast fyrir þess- um tónleikum, en Sigurður er nú skrifstofustjóri Rikisútvarps- ins og var um 36 ára skeið stjórnandi Karlakórs Reykjavík- ur. — Sigurður er löngu orðinn lands kunnur fyrir tónsmíðar sínar og einnig hefur hann átt mikinn Körlnknattleikni í kvöld í KVÖLD kl. 8.15 verður körfu- knattl-eiksm-ótinu fram haldið og fara þá fram þrir leikir. Meðal leikjanna í kvöld er leikur tveggja utanbæjarfélaga, Skarp- héðins og Ska-llagríms í Borgar- firði. Bæði þau lið eru í 2. deild en hafa vakið athygli. Þá leika í 2. fll. karla KR og KFR og loks mætast í keppni 1. deildaiiiða, ÍR og íþróttafélag stúdenta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.