Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ taugardagur 3. april 1965 Elías Þorsteinsson, stjórnarformaður S. H. f „Dáinn, horfinn“, harmafregn, hvílíkt orð mig dynur yfir. VIÐ hið snögga andlát míns góða vinar og félaga, Elíasar Þor- steinssonar, koma þessar ljóðlín- ur góðskáldsins mér í huga. Hann var fæddur að Eyrar- bakka 1. marz 1892 og var því „nýorðinn 73 ára er hann andað- St. Foreldrar hans voru í>or- steinn Þorsteinsson, kaupmaður í Keflavík, og kona hans, Mar- grét Jónsdóttir, mikið ágætisfólk að mannkostum og dugnaði. Bæði voru þau foreldrar hans aettuð úr Meðallandi. Móður- amma hans Guðrún var Magnús- dóttir prests í Meðallandsþing- um, Jónssonar, Magnússonar, Ketilssonar sýslumanns, systur- sonar Skúla Magnússonar land- fógeta. Móðir Guðrúnar var Rannveig Eggertsdóttir, Bjarna- sonar, Pálssonar landlæknis, en kona hans var Rannveig Skúla- dóttir landfógeta. Hirði ég ekki *ð rekja ættir Elíasar frekar, enda mun þetta nægja til að sýna að til traustra var að telja um framkvæmdalöngun og hygg- indi. Til Keflavíkur flutti Elías með foreldr'um sínum vorið 1903 og hefur búseta hans verið hér æ síðan. Hygg ég, að hann hafi hvergi betur unað hag sínum. Svo sem títt var um unglinga á þeim tímum hófst starfsferill- inn snemma. Duusverzlun var þá aðalverzlun og vinnuveitandi hér í Keflavík. Þangað réðst faðir Eliasar starfsmaður og Elías hóf þar störf, er aldur leyfði. Fisk- vinna var aðalstarfið, en auk þess hafði Elías á hendi lifrar- bræðslu fyrir Duusverzlun í nær liggjandi verstöðvum. Um tíma starfaði hann hjá Sigfúsi Berg- mann, kaupmanni í Hafnarfirði. ,— Árið 1913 stofnsetur hann verzlun hér í Keflavík ásamt æskuvini sínum, Ólafi Bjarna- syni. Þótti á þeim tíma í mikið ráðist fyrir fjárvana unga menn að ráðast í verzlunarrekstur við hliðina á svo voldugu fyrirtæki, sem Duusverzlun var þá. Þá þeg- ar kom kjarkur og stórhugur Elí- asar í ljós. Verzlun þessa ráku þeir félagar nokkur ár, en seldu hana föður Elíasar, sem rak hana af dugnaði til dauðadags. Upp úr því sneri Elías sér að útgerð og útgerðarmálum og má segja að hann hafi helgað líf sitt þeim málum, í einni eða annarri mynd, frá þeim tíma og ævina út. Átti hann ýmsa báta í sameign með öðrum, en lengst og mest var samstarf hans og Ólafs Bjarna- sonar á þeim árum. Samhliða út- gerðinni keypti Elías og verkaði fisk, hrogn og aðrar sjávarafurð- ir, sem seldar voru til útflutn- ings. Um eða fyrir 1930 kaupir hann og starfrækir beinamjöls- verksmiðju, sem hann síðar selur Norðmönnum hluta í. Verk- smiðju þessari veitti hann for- stöðu þar til breyttir rekstrar- hættir komu til sögunnar. Sú verksmiðja var undirstaða Fisk- iðjunnar sf., sem enn starfar með blóma, að vísu mikið aukin og endurbætt samkvæmt kröfum tímans. Árið 1929 hefst nýr þáttur í út- gerðarmálum vélbátanna í Kefla vík. Það ár festa nokkrir báta- eigendur sér land á Vatnsnesi og hefja þar bryggjugerð og bygg- ingu fiskhúsa. Þá eins og oft, bæði áður og síðar, lá fé ekki á lausu til framkvæmda og varð þeim félögum fjárvant til að Ijúka verkum þessum. Brá Elías sér þá til Noregs til fjáröflunar. Greiddist för hans vel og var framkvæmdum þessum, mest fyr ir hans tilstuðlan, lokið svo sem fyrirhugað var. Útflutningur ísaðs fisk var mikill hér á tímabili og veitti Ellas þá forstöðu Fiskumboði Buðurnesja, sem var félag út- vegsmanna á Suðurnesjum. Einn ig voru þeir í félagi um slíkan rekstur Finnbogi Guðmundsson og hann. Þegar frysting fiskafurða hefst hér á landi fékk hann mikinn á- huga á þeim málum og fylgdist af sinni meðfæddu íhygli með þeim. Sannfærðist hann um, að þar væri að komá ný verkunar- aðferð, sem valda mundi straum- hvörfum hjá bátaútveginum. Leiddi þetta til stofnunar eins af elztu hraðfrystihúsum landsins, Hraðfrystihússins Jökuls hf., sem stofnsett var 1937 og hóf rekstur í september það ár. Elías seldi félaginu fiskverkunarhús sitt á Vatnsnesi og var því breytt í frystihús. Var hann aðalhvata- maður stofnunar þess og stjórnar formaður alla tíð. Hann var einn af stofnendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og áhugasamur í undirbún- ingi að stofnun þeirra samtaka. í stjórn SH frá upphafi og lengst af stjórnarformaður. Einnig studdi hann að stofnun Jökla hf., Miðstöðvarinnar hf., Tryggingar- miðstöðvarinnar hf. og var í stjórn þeirra félaga. Segja mááð frá stofnun SH og til dauðadags helgaði hann því félagi og dótt- urfyrirtækjum þess mestu af starfskröftum sínum, og mun starfssaga hans af þeim vett- vangi áreiðanlega síðar skráð, svo mikil og góð var hún. Hann kom þó víðar við, var í stjórn ís- félags Keflavíkur hf., Olíusam- lags Keflavíkur, Fiskiðjunnar sf. o. fl. félaga. Fullyrði ég að á- hrifa hans gætti til góðs allsstað- ar þar sem hann kom nærri. Fé- lagar hans hverjir á sínum vett- vangi munu bera honum þá sögu. Allar raddir, sem ég hef heyrt hljóða á einn veg. Einn sam- starfsmaður hans sagði við mig: Mér fannst hann ávallt sem ann- ar faðir minn. Annar sagði: Við mér ungum og • óreyndum tók hann svo ágæta vel og þar á varð aldrei nein breyting. Kunn- ur Keflvíkingur sagði: Þarna misstum við . bezta manninn í Keflavík. Það sem hér er sagt er hinn ytri rammi um störf Elíasar, og það í mjög stórum dráttum. En það sem þegar er sagt sýnir að hér var enginn meðalmaður á ferð. Þrátt fyrir litla skólagöngu fær hann miklu afrekað. Heilsan var heldur veil allt frá unglings- árum. Sterkur vilji og meðfædd- ir hæfileikar eru veganesti, sem dugar honum til að veljast til forustustarfa, sem hann leysir af hendi með dugnaði, drengskap og lagni, sem aðeins fáum er gefið. Sem hversdagsmaður var hann um margt óvenjulegur. Á yngri árum gat hann verið glettinn g gamansamur og skemmt sér að þeirra tíma sið. Á seinni árum undi hann helzt við laxveiðar í frístundum sínum, sem hann var aldrei kröfuharður um að væru margar né langar. Þar sem ann- arsstaðar var hann hinn elskuleg asti félagi. í umgengni allri var hann Ijúfur, góðviljaður og hjálp samur. Ráðhollur var hann og taldi ekki eftir erfiði annarra vegna. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Einars- dóttir frá Sandgerði, sem lézt 1930. Þau eignuðust 3 dætur, Guð rúnu og Mörtu, báðar giftar. Sú þriðja, Margrét, dó í æsku. Seinni kona hans er Ásgerður Eyjólfs- dóttir og lifir hún mann sinn á- samt dóttur þeirra, Ingibjörgu, og stjúpsyni, Þórarni Haralds- syni, sem hann var sem faðir. Þau eru bæði gift og búsett í Keflavík. Þó margt gott megi um Elías segja, held ég að gæði hans hafi hvergi komið betur í ljós en á heimilinu. Hann var sannur í meta þau öll að verðleikum. Ég og kona mín áttum því láni að fagna að búa í sambýli við hann á fyrstu hjúskaparárum okkar og eigum margar hugljúf- ar minningar frá þeim samveru- stundum, sem við þökkum nú við leiðarlok. Vinir hans margir sakna og minnast hins dagfarsprúða dreng skapar manns. Við samstarfsmenn hans mun- um ávallt geyma mynd hans í hugum okkar. Systur hans og uppeldisbróðir minnast góðs bróð ur. Kona hans, dæturnar, stjúpson urinn, tengdabörn og þá ekki sízt augasteinarnir hans, barnabörn- in hafa mikið misst. í þau mörgu ár, söm hann starfaði hjá SH í Reykjavík var alltaf haldið heim að kvöldi á fund ástvinanna. — Hans síðustu orð hérna megin grafar voru óskir um að komast heim. Hann komst heim, en var þá einnig lagður af stað braut- ina, sem bíður okkar allra. O- venjugóður drengur er genginn. Blessuð sé minning hans. Dýpstu samúðarkveð j ur. „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast, fær aldregi eilífð aðskilið". Þorgr. St. Eyjólfsson. t ÉG hefi átt því láni að fagna að eignast marga góða vini, sem reynzt hafa mér vel, þegar ég hefi þurft á hjálp að halda. Ég held að enginn muni skoða það sem vanmat eða vanþakk- læti þótt ég segi það hér, að eng- inn hefir reynzt mér tryggari eða kærari en Elías Þorsteinsson. Við höfum átt meira og minna samleið röska þrjá áratugi og oftast haft mjög mikið samstarf um sameiginleg hagsmuna- og hugsjónamál. Við höfum báðir látið stærsta og þýðingarmesta atvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, alla okkar starfskrafta í té, eftir því sem við höfum megnað. í meginatriðum fóru skoðanir okk ar svo til alltaf saman um heppi- legustu lausn vandamála þeirra, sem að höndum bar hverju sinni. Fyrir ca. 30 árum, þegar við Elías fórum fyrst að ræða vanda- mál sjávarútvegsins, var ástand- ið svo ótrúlegt, að ef því væri rétt lýst, myndu fáir trúa nema þeir, sem komnir eru á þann aldur, að þeir þekktu til af eigin raun. Ástandið var þannig, að H allir útgerðarmenn voru skuld- um hlaðnir, fiskiflotinn genginn úr sér og orðinn úreltur, en eng- inn möguleiki til að endurnýja hann. Þá varð eingöngu að treysta á óvissan og breytilegan saltfisk- markað, því hvorki voru til frystihús né fiskimjölsverksmiðj- ur. Afkoma bátasjómanna var fá- dæma léleg, en þó var hægt að manna bátana úrvalsmönnum, vegna hins mikla atvinnuleysis, sem þá ríkti. Við Elías áttum margar við- ræður um þetta ástand í sjávar- útveginum, og urðu þær til þess að hafizt var handa um myndun samtaka útgerðarmanna til að fá fram leiðréttingar á málum út- gerðarinnar. Voru haldnir fundir um öll Suðurnes og safnað undirskrift- um hundruða útgerðarmanna og sjómanna um áskorun til ríkis- stjórnarinnar um leiðréttingu á starfsgrundvelli útgerðarinnar, sérstaklega með leiðréttingu á gengisskráningu, en gengið hafði þá verið rangt um langt árabil. Næsta skrefið var að taka þetta upp á aðalfundi Sölusam- bands ísl. fiskframleiðenda, sem þá var nýlega stofnað. Fluttum við Elías ásamt fleirum tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinn- ar um leiðréttingu á gengisskrán- ingunni. Var þar málið komið á nýjan vettvang, því þarna voru saman komnir útgerðarmenn og fisk- framleiðendur af öllu landinu. Eftir harðar umræður var til- lagan samþykkt með miklum at- kvæðamun og jafnframt á fund- inum kosin nefnd til að fylgja málinu eftir við opinbera aðila. Voru í nefnd þessa kosnir þeir Elías, Ólafur Jónsson, Sandgerði, Richard Thors og Ólafur Auð- unsson, Vestmannaeyjum. Nefnd þessi starfaði svo um árabil, og mætti mikilli andstöðu ráða- manna og banka, en að lokum fékkst samt leiðrétting á árinu 1938. Haustið 1938 var samþykkt á aðalfundi S.I.F. að vinna að því að stofna samtök útvegsmanna, er næðu til flestra eða helzt allra um land allt. Til þess að vinna að undirbúningi þess máls var kjörin nefnd, og áttu sæti í henni Elías Þorsteinsson og al- þingismennirnir Jóhann Þ. Jós- efsson og Sigurður Kristjánsson. Samtök þessi voru síðan mynduð 17. janúar 1939, og hlutu nafnið Landssamband íslenzkra útvegs- manna, skammstafað L.f.Ú., sem síðan hafa starfað sem aðalmál- svarí fyrir hagsmunamálum út- vegsmanna. Elías Þorsteinsson var kjörinn í fyrstu stjórn L.Í.Ú: Áður en þetta gerðist, hafði Elías hafizt handa um fiskfryst- ingu til útflutnings, og var meðal fyrstu manna að brjóta nýjar brautir í íslenzkum fiskiðnaði. Hélt hann því ótrauður áfram, þó ekki blési byrlega í fyrstu. Heimsstyrjöldin, sem brauzt út 1939, hafði í för með sér miklar breytingar og skapaði mörg ný vandamál. Hinir gömlu saltfisk- markaðir á Spáni og Ítalíu lokuð- ust gjörsamlega. Hinsvegar óx eftirspurn og verð hækkaði mjög á ísvörðum fiski í Bret- landi. Var því ekki um annað að ræða en að senda aflann þangað, og stofnsettum við Elías skrif- stofu, sem um árabil seldi allan fiskinn frá Suðurnesjum. Voru þó flutningar þessir mjög mikið vandamál, þar eð afli var mis- jafn frá degi til dags, en bátarnir urðu að losna við aflann daglega. Svo sem kunnugt er varð á styrjaldarárunum mikil verð- bólga, og hækkaði allur tilkostn- aður við útgerð og fiskiðnað stór- lega. En vegna þess að Bretar höfðu mikla þörf fyrir fiskinn frá okkur, greiddu þeir það gott verð fyrir fiskinn ísvarinn, eða í því verkunarástandi, sem þeir höfðu vanizt að fá hann að mestu fram til þessa, að okkar mikli framleiðslukostnaður fékkst upp borinn, ef hægt var að koma hon um til þeirra í því ástandi. En á því voru oft miklir erfiðleikar eins og áður er sagt, þar sem erfitt var að samræma hæfilega skipakost þann, sem þurfti til flutninganna, þar sem þau urðu helzt að fá fullfermi á einum eða tveimur dögum, en afli bátanna misjafn frá degi til dags, og þeim nauðsyn að losna við allan aflann daglega. Hraðfrystihúsin voru fá, afkastalítil, fjárhagslega veik og illa að þeim búið. Um þetta leyti fór Fiskimála- nefnd með sölumál og önnur hagsmunamál frystihúsanna, en þó hana skipuðu mætir menn og velviljaðir, tókst þeim ekki að fá Breta til að greiða viðunandi verð fyrir frysta fiskinn, miðað við þann mikla tilkostnað sem var vegna verðbólgu og kröfu- gerða um framleiðsluaðferðir og umbúðir. Um aðra markaði gat þá ekki verið að ræða. Árið 1942 var Elías meðal manna þeirra, sem forgang höfðu um að stofna samtök þeirra, sem frystihús ráku, Sölumiðstöð hrað frystihúsanna. Var Elías í stjórn hennar frá upphafi til dauða- dags, og oftast formaður. Þegar menn í dag skoða þenn- an umsvifamikla iðnað, sem frystiiðnaðurinn er nú, eða ca. 30% af öllu útflutningsverðmæti landsmanna, og meira ef með er talin önnur framleiðsla, sem hann er undirstaðan að, vill-það gleymast hvernig ástandið yar þegar Elías og félagar hans mynduðu samtök til að vinna að hagsmunamálunt hans. Fyrsta stórátakið, sem S.H. gerði, var að finna leiðir til að brúa bilið milli framleiðslukostnaðar hér og þess verðs, sem Bretar voru fáanlegir til að greiða fyrir freðfisk, en það var hlutfallslega lægra en þeir greiddu fyrir ísvarinri fisk. Hér var fyrst um aðalfiskteg- undir okkar að ræða, þ.e. þorsk og ýsu. Síðan var farið að nýta í frystingu aðrar fisktegundir, svo sem löngu, ufsa, steinbít, keilu, skötu og kola, fyrir utan hrogn. Þrátt fyrir vantrú ýmissa opinberra aðila, tókst S.H. að fá framgengt verulegum umbótum í umbúðakostnaði, nýtingarmögu leikum og verði. Þessar lagfær- ingar nægðu til þess, að þá voru fengnir viðunandi afkomumögu- leikar við frystingu fisks fyrir Bretlandsmarkað og um mjög mikið magn gat verið að ræða. Þetta varð til þess, að mjög mörg frystihús voru byggð á næstu árum, þar sem hér voru komnir möguleikar til þess að leysa auðveldlega afsetningar- þarfir fiskibátanna, jafnvel i mestu aflahrotunum. Þrátt fyrir það, að auðvelt var á þessum tíma að selja allan fisk- inn á góðu verði til Bretlands, gerði stjórn S.H. sér þegar ljóst, að þetta var ekki til frambúðar. Var því þegar hafizt handa um markaðsöflun í Bandaríkjum Norður-Ameríku, og hún fram- kvæmd með mikilli víðsýni og stórhug. Það var stjórn S.H. mikið happ, að hún fékk dugnaðarfork- inn Jón Gunnarsson, verkfræð- ing, til þess að taka að sér það stórbrotna brautryðjendastarf að byggja upp markaðsöflun I Bandaríkjunum. Samningurinn við Jón Gunnarsson um þessa starfsemi var undirritaður 18. júní 1944, daginn eftir að ís- lenzka lýðveldið var stofnað. Frumkvæði að þessu stórfellda átaki til markaðsöflunar fyrir freðfisk í Bandaríkjunum, áttu þeir mestan þátt í ásamt Elíasi, Einar Sigurðsson og Ólafur Þórð arson. Sá mikli og merkilegi ár- angur af þessu starfi, sem nú er flestum kunnur, er fyrst og fremst að þakka miklum dugnaði Framhald á bls. 17 Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.