Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. apríl 1965 r Hjartanlega þakka ég öllum minum mörgu vinum og ættingjum, sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu 22. þ.m. Sérstaklega þakka ég félagskomun „Hringsins“ í Stykkishólmi, sem héldu mér veglegt samsæti og gáfu mér stórar gjafir. Guð blessi ykkur öll. Kristjana V. Hannesdóttir. Vegna jarðarfarar ELÍASAR ÞORSTEINSSONAR, fram- kvæmdastjóra, verða skrifstofur vorar lokaðar laugardaginn 3. apríl. Tryggingamiðstöðin hf. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Verzlunin Gimli Lokað í dag vegna jarðarfarar ELÍASAR ÞORSTEINSSONAR, framkvæmdastjóra. IHiðstöðin hf. Móðir okkar og tengdamóðir JÓNÍNA EGILÍNA SIGURÐARDÓTTIR andaðist að Sólvangi 2. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Guðbjörnsson, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Sigríður Sigurþórsdóttir, Þórarinn Guðmundsson, Ólafía Guðbjömsdóttir, Jón Jóhannsson. Tómas Guðmundsson, Móðir okkar og tengdamóðir KRISTÍN MENSALDERSDÓTTIR lézt að heimili sínu Bergi, Keflavík 1. april. Fyrir hönd dætra og tengdasona. Nikulaj EHasson, Kristjana Jónsdóttir. Maðurinn minn ÁRNI G. EINARSSON dömuklæðskeri, andaðist að Borgarspítalanum, að kvöldi 1. apríl. Hrafnhildur Jónsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar og amma GUDRÍÐUR G. S. HANNESDÓTTIR sem lézt að Heilsuverndarstöðinni 27. marz verður jarð- sungin 7. apríl frá Fossvogskirkju kl. 10,30. Blóm vinsamlega afþökkuð. — Jarðarförinni verður útvarpað. Bergsteinn Magnússon, böm og bamaböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu okkar MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR frá Barkarstöðum. Aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR ÁRNASONAR frá Syðri-Þverá. Einnig þökkum við lækni, systrum og öðru starfsfólki á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði, sem önnuðust hann af alúð í veikindum hans. Böm hins látna, tengdaböm og bamabörn. Ágústa Ebenezerdóttir Minning ÞANN 27. marz s.l. var borin til hinztu hvildar á Eyrarbakka, frú Agústa Ebenezerdóttir, þar sem hún nú sefur svefninum langa við hlið þess mæta manns, er hún giftist á unga aldri og átti með hið ágætasta heimili um langt skeið. Ágústa var fædd á Eyrar- bak'ka þann 12. ágúst 1®88. For- eldrar hennar voru hjónin frú Sesselja Ólafsdóttir og Ebenezer Guðmundsson, gull- og silfur- smiður, er bjuggu að Skúmstöð- um á Eyrarbakka. Nú munu fáir muna þessi merkishjón, en þélr sem það gera minnast Ebenezar sem mik- ils hagleiksmanns, fræðimanns og góðs eiginmanns og föður, en Sesselju.sem fyrirmynd islenzkr- ar húsmóður og móður. Á þessu heimili foreldra sinna naut Ágústa í uppeldi sínu umhyggju góðra foreldra og ástúðar þeirra og systkina sinna. Ágústa var falleg ung stúlka, sem hélt glæsileik sínum vel, Iþótt árin liðu. Ung að árum var Ágústa heit- bundin Sigurjóni Jónssyni frá Eyrarbakka, myndarlegum ung- um manni, en örlögin höguðu þvi svo, að Sigurjón andaðist á sjúkrabeði eftir mikil og erfið veikindi. Þetta mun hafa verið fyrsta alvarlega lífsreynsla Ágústu, og kom þá fram um- hygg.ja hennar og þrek, við um- önnun unnusta síns, þar til yfir lauk. Þann 26. sept. 1911 giftist Ágústa Sigurði Daníelssyni, gull smið á Eyrarbakka, miklum. ágætis- og dugnaðarmanni. Þau byrjuðu búskap sinn að Deild á Eyrarbakka, þar sem þau bjuggu alla sína bús'kapartíð. Á heimili þeirra komu margir gest ir, var það því viða þekkt fyrir gestrisni og fyrirmynd á öllum sviðum. Sigurður andaðist, eftir langvinn veikindi árið 1929. Kom það í hlut Ágústu að hjúkra honum og ekki sízt að hughreysta þennan mikla dugnaðarmann, sem fannst hann eiga svo mikið ógert. Bftir lát Sigurðar bjó Ágústa áfram í Deild með þrem dætrum þeirra, sem hún nú varð að ganga bæði í föður og móður stað. Sá þáttur í lífi Ágústu og starfi var ekki veigaminnstur. Er dætur hennar voru upp- komnar og sumar iþá þegar gift- ar, réðist Ágústa árið 1934 sem ráðskona til Þorvaldar Þorvalds- sonar fiskimatsmanns frá Kothús um í Garði, en sem þá var fluttur til Keflavíkur, og giftust Iþau ár- ið 1936. Þorvaldur, sem nú er nýlega látinn var alkrmnur at- orku- og dugnaðarmaður, bjó Ágústa honum heimili í anda hans, enda vel til þess fallin. Ágústa annaðist eiginmann sinn í veikindum hans og nú síðast einnig blindan, og má segja, að ekki hafi liðið nema nokkrir dag ar frá því að hún var að láta af því hjúkrunarstarfi þar til hún lézt sjálf, farin að kröftum eftir mikið og gott ævistarf. Ágústa hafði næman skilning á mannlegu lífi, gleði þess og sorgum, og þrátt fyrir ýmsa lífs- reynslu gat hún jafnan metið gleðistundir með góðum vinum, sem hún eignaðist marga og mat mikils. Hún hafði yndi af blómum, sönglist og bókum. Hún var sönn fyrirmynd eiginkonu og móður eins og bezt má vera. Víða mun standa eftir hlýleg minning um þessa ágætiskonu, en með þessum fátæklegu orðum og með þakklæti fyrir margar unaðsstundir viljum við tengda- synir hennar kveðja hana. Skrifstofar vorar verða lokaðar laugardaginn 3. apríl vegna jarðar- farar Elíasar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra. FISKMAT RÍKISINS. Skrifstofur vorur verða lokaðar laugardaginn 3. apríl vegna jarðar- farar Elíasar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra. SAMLAG SKREIÐARFRAMLEIÐENDA. Vegna jarðarfarar ELÍASAR ÞORSTEINSSONAR, framkvæmdastjóra, eru skrifstofur vorar lokaðar í dag. HF. JÖKLAR íbúð til sölu 4ra herb. íbúð til sölu á góðum stað í Vesturbæn- um. — Upplýsingar í síma 36418 í dag og á morgun eftir kl. 2. TRELLEBORG HJÓLBARÐAR fyritliggiandi í eflirlöldum stærðum 520x13 560x13 590x13 640x13 670x13 520x14 560x14 590x14 750x14 520x15 560x15 560x15 4 strl. 4 strl. 4 strl. 4 strl. 4 strl. 4 strl. 4 strl. 4 strl. 6 strl. 4 strl. 4 strL kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 4 strl. WVW kr. 670,00 740,00 816,00 931,00 971,00 736,00 811,00 861,00 1050,00 757,00 847,00 988,00 590x15 590x15 590x15 600x15 600x15 640x15 670x15 710x15 525x16 550x16 600x16 650x16 4 strl. kr. 4 stri. WVW kir. 4 strl. TBL kr. 4 strl. 4 strl. 4 strL 4‘strl. 6 strl. 4 strl. 4 strl. 4 strl. 6 strl. TBL kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 922,00 1074,00 1041,00 958,00 1267,00 998,00 1050,00 1299,00 817,00 964,00 1010,00 1286,00 Athugið verðið — gæðin eru alkunn. H jólbarðaverkstœðið HRAUHHOLT Benzínsala við Vitatorg Opið alla daga frá kl. 8 — 23.30. Sími 23900. Við Miklatorg Opið alla daga frá kl. 8 — 23.00. Sími 10300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.