Morgunblaðið - 13.04.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 13.04.1965, Síða 17
Þriðjudagur 13. apríl 198S MORCUNBLADIÐ 17 Dr. Jakob Magnússon; Hugleiöing um spærling og meiri fiölbrevtni í fiskveiðum Á UNDANFÖRNUM árum hefir verið bent á það, bæði í ræðu og riti, hve æskilegt væri að auka fjölbreytni í íslenzkum fiskveiðum, en þær hafa verið mjög einhæfar fram til síðustu ára. Hefir í því sambandi verið bent á ýmsar leiðir, meðal ann- ars með því að fara að nýta teg- undir eins og t.d. spærling, sem hingað til hafa verið látnar af- skiptalausar. Það var því sérstakleiga ánægju legt að lesa viðtal við Einar Sig- urðsson útgerðarmann í Morgun- 'biaðinu 7. þ.m. um veiði og vinnslu á spærling. Það eru vissu- lega gleðitíðindi að sjá, að áhugi manna er að vakna fyrir nýtingu þessa litla fisks og væntanlega ikorna fleiri á eftir. Spærlingurinn (Gadus esmarki L.) er smávaxinn fiskur af þorsk- fiskaættinni. Vitneskja okkar um lífsferil hans er af skornum skammti, enda ekki aðrar athuig- anir frá eldri tímum á honum hér við land en þær, sem Bjarni Sæmundsson gerði á sínum tíma. Hann segir m.a. um spærlinginn: „....og svo mikil er mergðin af Ihonum, að hann yfirgnæfir ef til vill aðrar tegundir ætthvíslarinn- ar i því tilliti“. Margt bendir til, að þessi tilgáta sé rétt. Fyrir all- löngu kom mætur togaraskip- stjóri að máli við mig um þetta og benti á, að svo væri mergðin mikil af þessum fiski hér við S- oig SV-landið (t.d. á Selvogs banka) í marz-apríl, að ekki væri vandi að fylla skipin af þessum fiski á skömmum tíma. Hafa sjómenn því eðlilega margir hverjir haft mikinn hug á nýt- ingu þessa fisks. Þar sem eldri rannsóknir voru af mjög skornum skammti, þótti vissulega timabært að hefja at- Dr. Jakob Magnússon öllu eldri, Vöxturinn er all hrað- ur fyrstu 2—3 árin, en þá fer fyrsta hrygning fram. Aðalhrygn- ing fer fram í marz-apríl. Meiri- hluti stofnsins hrygnir í fyrsta sinn, þegar fiskurinn er 2 ára, um 25—30% þagar hann er 3 ára og aðeins 2—3% 4 ára. Megin- þorri hans hrygnir sennilega að- eins tvisvar. Þannig deyr þorri stofnsins er fiskurinn hefir náð 4—5 ára aldri. Þessar staðreyndir benda til þess, að hér sé um fiskstofn að ræða, sem all mikils megi af vænta: 1. Skammlífur fiskur, en mergð- in mikil, 2. Hrygnir ungur og kemur því fljótt í gagnið, 3. Hann deyr ekki allur strax að lokinni fyrstu hrygigning'u eins en ætla má, að sá hlutinn, sem eftir er, dreifist vestur með land- inu og dfagi sig aftur út í djupið. Hefi ég þó orðið var við allmikið af honum á bönkunum vestur af landinu, á haustin. Veiði mun vænlegust yfir hrygnimgartím- ann, og þá ekki siður í uppsjávar veiðarfæri, því athugulir sjó- menn hafa fylgzt með því, að hann stígur upp í sjó um nætur, allt upp á 20 m. dýpi, en slær sér á botninn á daginn. Botnveiðar- færi gætu meira að segja verið varhugaverð, því vænta má, að víða sé ungviði ýmissa nytja- fiska, t.d. ýsu, við botn þar sem spærlingurinn slær sér niður. Hvað þetta atriði snertir verður að fara með gát, og hætta tafar- laust veiði með veiðarfærum sem taka til botns, þar sem ung- viði annarra fiska er fyrir, því ekki geta þau smogið svo litla möskva, sem þurfa að vera fyrir spserling. Þótt hér hafi að gefnu tilefni aðeins verið rætt um spærling, þá eru ýmsar aðrar tegundir hér við land, sem vissulega gætu ver- ið góð búbót í, svo sem gulllax og kolmunni, og hefi ág áður vikið nokkuð að þeim tegundum ásamt spærlingi á öðrum vett- vangi. Hér við land eru allmargar fisktegundir, sem lítið eða ekk- ert hafa verið nýttar, en útgerð og fiskiðnaður byggir afkomu sína svo til eingöngu á örfáum Veskið kom óskeiniiiil úr fönn Bæ, á Höfðaströnd. 7 apríl. , SÆLUVIKAN er í fullutn gangi, en læknar segja að I inflúenzan breiðist ört út, víða | liggur allt heimilisfólk á bæj- ^ t! Spærlingur huganir á þessari tegund. Tók ég þær því upp, og hefi sinnt þeim í hjáverkum á undanförnum ár- wm eftir því sem tækifæri hafa gefizt. Hefi ég þá haft í huga, hvers vænta má af þessum stofni. Ennfremur er það mikilvægt fyr- ir síðari tíma, ef rannsóknir hafa farið fram á fiskstofni, áður en liýting hans hefst. En að því hlaut að draga með spærlinginn, þar ®em nútíma veiði- og vinnsluað- ferðir gera mögulega nýtingu flestra fisktegunda. Spærlingurinn er smávaxinn fiskur og fæst að jafnaði ekki mikið af honum í venjulegar vörpur, þrátt fyrir mergðina, því hann smýgur mjög möskva. Sýn- ishorn þau, sem ág hefi aflað mér, eru því nokkuð valin hvað þetta snertir. Hann verður sennilega ekki stærri en 25 cm., en þorrinn •£ sýnishornunum hefir verið 17—21 cm. (90%). Hængarnir eru minni en hrygnurnar og er því að jafnaði lítið um þá í sýn- ishornunum. Spærlingurinn er skammlífur fiskur. Elzti fiskur- inn, í sýnishornunum var 6 ára, eg mun spærlingurinn vart gerast og almennt hefir verið álitið. Slíkum stofni er ekki eins mik- il hætta búin vegna mikillar véiði, og þeirra tegunda, sem hægt vaxa, þar sem hann vex hratt fyrstu árin og kemur ungur í gagnið. Árlegar sveiflur eru að vísu algerlega ókunnar. En menn verða hins vegar að vera við því búnir, að miklar sveiflur igeti orðið í veiðum frá ári til árs. Því það liggur í augum uppi, að góð eða léleg klakár, þ.e. sterkir eða veikir árgangar geta haft af- drifarík áhrif á veiðar, þar sem þær verður að bera uppi nær ein- göngu af 2—3 árgöngum. Spærlingurinn er sennilega fyrst ag fremst djúp- og miðsæv- isfiskur, sem lifir mikinn hluta ársins út í hafi, en kemur upp á bankana hér SV-lands í miklum torfum þegar fer að líða að hrygningu og slær sér þá oft á botninn. Að lokinni hrygningu hverfur hann að mestu aftur, mikill hluti hans deyr sennilega, tegundum. Það er vissulega sízt að amast við þvi, að hinar fáu og gjöfulu tegundir séu nýttar eftir föngum, en það má ekki leiða til ofmikillar einhæfni í fiskveiðum okkar. En við höfum þráfaldlega rekið ökkur á, að þessar tegundir beta brugðizt um lengri eða skemmri tíma. Og þá hefir hingað til lítið verið að- hafzt til að reyna annað til að tryggja afla. Það er því mjög þýð inigarmikið atriði fyrir íslenzkan sjávarútveg, að reyna að auka fjölibreytnina, láta ekki góðærin glepja þannig fyrir sér, að ekk- ert sé hugsað til mögru áranna. Eg hygg því, að einhverju fé frá góðu árunum væri vel varið til að kanna og opna möguleika til fjölbreyttari veiða, sem grípa mætti til, er þörfin er brýnust. Ekki býzt ég við, að standa myndi á sjómönnum að gera sitt til að koma fiski á land, ef tryggt væri, að þeir gætu komið honum í verð. Það er því ekki sízt á sviði fisk- iðnaðar og viðskipta, sem þörf væri fyrir að gera átak: að gera verðmæta markaðsvöru úr þess- um fiski. Að óreyndu trúi ég ekki öðru en að gera mætti ljúffenga neyzluvöru til manneldis t.d. úr gulllaxinum, svo dæmi sé nefnt. En þær þrjár tegundir, sem hér hefir verið minnst á gætu vafa- lítið gegnt mikilsverðu hlutverki, ef rétt og skynsamlega er á mál- unum haldið. . um. í nóvember var Valgarð, ' Björnsson, læknir á Hofsósi I I á leið til Ólafsf jarðar í hríðar | veðri. Hann varð að moka íí . sköflum á heiðinni til að kom- ast áfram. Við moksturinn ) týndi hann peningaveski með | talsvert miklu fé, auk minnis- , bókar, sem honum þótti mik- ill skaði að vera án. Nú eftir I 4 mánuði, þegar verið var að (moka lágheiðina, fannst vesk- I ið og minnisbókin og kom , óskemmt úr fönninni — B.J. Leiksýningar á Veslf jörÓtim ísafirði, 9. apríl. LEIKFÉLAG Flateyrar hefur tvær sýningar á ísafirði um hel'g- ina á leikritinu „Biedermann og brennuvargarnir" eftir Max Frisch. Félagi'ð hefur sýnt þetta leikrit um alla Vestfirði, og hef- ur það hvarvetna vakið mikla athygli. Leikfélag Þingeyrar frumsýndi nýlega gamanleikinn „Brúðkaup og - bótúlismi“ eftir Kennetih Horme, höfund að „Elsku Rut“. Leikstjóri er Sævar Helgason frá Keflavík. Frumsýningin var mjög vel sótt og leiknum vel tekið. Á morgun, laugardag, verða tvær sýningar á þessum gamanleik á Suðureyri, og um kvöldið verður sýning í félags- heimilinu í Bolungarvík. — H.T. Fleiri tækju upp f járbúskap ef löndin leyfSu Fréttabréf úr Hollum Mykjunesi, 22. marz 1965. ÞEGAR litið er til baka í góu- lok, verður ekki annað sagt, en veturinn hafi verið nokkuð misviðrasamur. Snjór og hörkur framan af, hlýindi og stillur á þorranum, en norðanátt og kuldi oft ríkjandi á góunni. Jörðin er nú mjög gaddfreðin, en klaki ekki mjög djúpur. Auðséð er þó að seint muni vora í þetta sinn, og er nú ólíkt ástand eða í fyrra, en þá var hægt að vinna að mangháttuðum framkvæmdum svo til allan veturinn, jafnvel steypuvinnu og jarðvinnslu. Sauðfé hefur verið þungt á fóðrum í vetur, og hafa mikil hey gefizt. En svo vel vildi til að heybirgðir voru óvenju mikl- ar til á haustnóttum. En held- ur munu hey vera létt til fóð- urs víða, þar eð tún spruttu mjög úr sér vegna óhagstæðs tíðarfars. í góðviðrinu á dögunum spillt ust sumir vegir mjög af aur- bleytu og það svo sumsstaðar, að þeir urðu nánast ófærir öll- um farartækjum. Þannig fór um lanigan kafla af svonefndri Hagabraut hér í Holtum, sem búin er þó að vera í þjóðvega- tölu hálfan annan áratug. Flesta vetur hafa þessir mjóu vega- kaflar farið niður og viðhaldið verið lítið eða ekki neitt. Verð- ur nú ekki við það uriað öllu lengur, því að frumskilyrði þess, að byggð haldist í einni sveit, eru góðar samgöngur. Hér í Holtum er vegaviðhaldið nokk- uð dýrt, jarðvegur er hér yfir- leitt djúpur og góður ofaníburð- ur óvíða. En umferðin eykst og farartækin þyngjast. Þetta eru staðreyndir, sem ráðamenn þess ana mála verða að taka fullt til- lit til. Þess vegna er það ósk okkar að þessum máium verði í sumar' komið í betra horf en verið hefur á undanförnum ár- um. Nokkur tíðindi eru það, að rætt er nú um það í fullri al- vöru, að stefna til minkaeldis á nýjan leik hér á landi. Satt að segja hefði maður nú haldið að nóg væri komið af því ævintýri, Ekki verður það tjón nú metið til fjár, sem villiminkurinn er búinn að valda þjóðinni. Sjálf- sagt er það of mikil bjartsýni að láta sér detta í hug að þess- um hvimleiða skaðvaldi verði útrýmt með öllu, en staðreynd er það, að honum hefur til muna fækkað hér um slóðir nú í seinni tíð. Nokkurt alvörumál er þá nú, að ýmsir bændur eru í þann veginn að bregða búi, án þess að nokkur vissa sé fyrir því að jarðirnar byggist að nýju. Ýms- ar ástæður valda því vitanlega að menn bregða búi, en algeng- asta ástæðan er sú, að hjónin eru farin að reskjast og börnin farin og vilja ekki taka við. Er þetta sívaxandi vandamál, sem ekki mun auðvelt að ráða bót á, Nú virðist það ofarlega í mörg- um að hætta kúabúskap og mjólkurframleiðslu. Er það bæði til að vera frjálsari við störfin og svo líka hitt að mjólk urverðið er of lágt til að það freisti manna til framleiðsl- unnar. Og vist er það, að ef löndin leyfðu, mundu mangir fleiri taka upp sauðfjárbúskap eingöngu. Byggingarframkvæmdir munu ekki verða miklar hér í vor, og er það hvort tveggja að mikið hefur verið byggt undanfarin ár og svo hitt, að útlit er fyrir að seint muni vera, og öll verk verða því seint á ferðinni. Véla- kaup eru aftur á móti all mikil. M.G. Kynnisför til Færeyja FÉLAGIÐ Ísland-Færeyjar hefur ákveðið að beita sér fyrir hóp- ferð (flugferð) til Færeyja í byrj un júlí-mánaðar næstkomandi ef næg þátttaka fæst. Flogið verð- ur til Færeyja 1. júlí og heim aftur 8. júlí. Dangana 3. og 4. júlí verður haldið í Þórshöfn norrænt mót, og hafa forstöðumenn boðið ís- lendingum og Norðmönnum þatt- töku. f sambandi við það verða fjölbreytt hátíðahöld, þar sem m.a. koma fram færeyskir, norsk- ir og e.t.v. íslenzkir þjóðdansa flokkar. Dagana 5. og 6. júlí verða síaðn skipulagðar ferðir um eyj- arnar. Hinum íslenzku þátttakendum verður séð fyrir ódýrri gistingu. Flugfar báðar leiðir kostar rúm- ar 4000 kr., en alls er gert ráð fyrir að ferða- og dvalarkostn- aður verði 6000-6500 kr. á mann. Áskriftarlisti liggur frarpmi í Bókaþúð Ménningarsjóðs, Hverf- isgötu 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.