Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 16
10 MORCUNBLAÐIÐ I MíSvikudagur 5. maí 1965 Útgefandi: Framk væmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STOR VIRKJUN VIÐ ÞJÓRSÁ Afvopnun óbreyttra borgara og róttækar þ jóðf élagsb r eytingar — erti forsendtir varanlegs friðar í Ddminikanska lýðveldinti FRBGNIR frá Dóminikanska lýðveldinu benda til þess, að 'innt hafi hinium blóðugu tökum síðustu daga oig von sé um, að þar komizt á friður. Hvort sá friður verður langlíf- ur er hinsvégar ekki svo víst, því að deilumál landsbúa eru síður en svo til lykta leidd, þótt hlé verði á vopnaskakinu. Ástandið í Dóminikanska , j*ciainu undanfarna daga á jér djúpar rætur í ríkjandi þjóðfélagsástandi, sem er, -— eins og svo víða í Mið- og Suð- ur-Ameríku — hinn heppileg- asti jarðvegur fyrir kórpmún- ista að plægja. Kemur þar fyrst og fremst ti'l hinn geysi- legi munur á lífskjörum íbú- anna og fádæma óstöðugt stjórnarfar. Sl, mánudaig birti AP-fréttastofan grein um ástandið í Dóminikanska lýð- veldinu eftir fréttamann sinn, Robert Berrellez, sem benti á, að bak uppreisninni lægi í raun og veru fjögurra ára ólgutími og átaka, sem engan veginn væri séð fyrir endann á, þar sem skuggi einræðis- herrans Rafaels Trujillos, sem myrtur var í maímánuði árið 1961, grúfir enn yfir landi og þjóð. Segir Berrellez það skoðun margra mikilsvirtra Dóminikana og sendimanna erlendra ríkja, þ.á.m. Banda- ríkjamanna, að verði óbreytt- ir borgarar ekki gersamleiga sviptir öllum vopnum, sem þeir hafa undir höndum og gerðar í landinu róttækar þjóðfélagsbreytingar, verði ekki um annað en sfcundarfrið að ræða í Dóminikanska lýð- veldinu. X- • •Sg'Sf Uppreisnarmenn, stuðnings- menn Juans D. Bosch fyrrum forseta, dreifðu vopnum og skotfærum til tugþúsunda manna, þar á meðal barna og unglinga, og hvöttu fólkið til að veita sér lið við að velta Donald Reid Cabral og þrigigja manna stjórn hans. Ekki er með öllu ljóst hversu víðtæk þátttaka fólksins var í hinum blóðugu átökum, en telja má víst, að þau vopn, sem því voru fengin, verði falin og geymd til seinni tíma. Menn minnast þess með ugg, er Ulises Hereux, sem var for- seti á árunum 1882—1899, vopnaði alþýðu manna, með þeim afleiðingum, að sífelldur >f Rafael Trujillo — skuggi hans grúfir enn yfir Dóminikanska lýðvel-dinu. ófriður ríkti í landinu næsfcu tvo áratugina. Síðan segir Berrellez: „Ekki virðist neinn vafi leika á því, að uppreisnin nú er sprottin af einlægri von dóminikanskr- ar alþýðu um að losna undan því ofríki, sem hún hefur búið við samfleytt í 121 ár. Gallinn er aðeins sá, að með sumum er sú von bundin valdafíkn. >eir eru vissulega til sem gjarnan vildu ná jafn trausfcum póli- tískum oig efnahagslegum völdum og Trujillo hafði þau 31 ár, sem hann var við völd. Þau fjögur ár, sem liðin eru frá því Trujillo var myrtur, hefur ekki gerigið á öðru en spillingu, ofbeldi, stjórnleysi og stjórnarbyltingum. Eina jákvæða tilraunin, sem gerð hefur verið fcil þess að koma þar á lýðræðislegu stjórnar- fari og bæta úr vesældar ástandi þjóðarinnar, fór út um þúfur í september 1963, þegar herforingjar hröktu frá völd- um Juan Bosch, sem kjörinn hafði verið forseti árið 1962 með miklum meirihluta at- kvæða. Ástæðurnar sögðu her- foringjarnir þá, að hann hefði hætfculaga vinstrisinnaðar hug myndir og náin samvinna við öfgamenn til vinstri gæti auð- veldlega leitt til þess að þar færi eins og á Kúbu. En það er útbreidd skoðun domini- kanskra embættis- og mennta- manna, að aðalástæðan hafi verið lagafrumvarp, sem stjórnin lagði fram, um heim- ild til handa til þess að hafa eftirlit með og jafnvel þjóð- nýta eignir ýmissa fjársterkra aðila, sem höfðu notið margs konar hlunninda í stjórnartíð Trujillos. — Og þar á meðal voru margir hinna eldri her- foringja landsins. Mætti frum- varp þetta sterkri andstöðu, en meðal öfluigustu stuðnings- manna þess voru vinstrisinn- aðir þjóðernissinnar og komm- únistar, sem töldu þessa ráð- stöfun nauðsynlegan undir- búning þess að koma á róttæk um þjóðfélagsbreytingum. Hinum eidri herforingjum reyndist auðvelt að telja her- inn á að við svo búið mætfci ekki standa — fyrr en varði yrði kommúnísk stjórn tekin við völdum í lýðveldinu. Þeim tókst að veita stjórn Bosch úr sessi, en byltingin endurvakti gremju almennings í garð hersins, sem hafði verið nijög svo óvinsæll í einræðistíð Trujillos. Ungir herforingjar gerðu sér ljósa hættu þessarar óvildar og sáu, að við svo búið gat ekki staðið til lengdar. Voru þeir því fúsir til sam- starfs við pólitíska leiðtoga lýðræðissinna, vinstri þjóð- ernissinna og jafnvel kommún ista um að taka völdin, jafnvel þótt þeir væru andvígir hrein- um kommúnisma. Hverjar svo sem lyktir þessa máls verða, er sú skoðun ríkjandi í Dóminikanska lýð- veldinu, að hinir blóðugu bar- dagar síðustu daga hafi í raun og veru engu breytt. Þeir hafa aðeins breikkað bilið miUi deiluaðila. Staðgóður friður í landinu sé því fyrst og fremst undir því kominn hvernig stjórnmálaforinigjar framtíðar innar bregðist við þörfum og kröfum fólksins um meirihátt- ar breytingar þjóðskipulags- ins. Eins og nú er háttað er geypivítt bil milli efnamanna og alþýðu dóminikansl#a lýð- veldisins — eins og svo víða í ríkjum S- og M- Ameríku. Þarna er um að ræða tvær al- gerlega andstæðar fylkingar, því varla getur heitið að nókk uð sé til, sem kalla mætti mið- stétt. Er það mál margra er- lendra sendimanna, að ástand- ið í landinu hafi sáralítið breytzt frá því Trujillo var myrtur — nema hvað íbúarn- ir eru nú allir meira og minna vopnaðir otg tortryggnari hver í annars garð en nokkru sinni fyrr. 'píkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingí frumvarp til Iaga um Landsvirkjun. Er þar gert ráð fyrir, að ríkið og Reykjavíkurborg myndi með sér samtök um Lands- virkjun, en önnur orkusvæði geti gengið inn í hana síðar. Hin nýja stórvirkjun við Þjórsá mun verða reist við Búrfeil. Er gert ráð fyrir, að hún framleiði 210 þús. kw. orku, og verði gerð í áföng- um. Einnig er gert ráð fyrir að orku verði veitt til starf- rækslu alúmínverksmiðju, sem framleiði 60 þúsund tonn á ári. í frumvarpinu er einnig kveðið svo á, að eigendum Laxárvirkjunar í Þingeyjar- sýslu sé heimilt að ákveða að Laxárvirkjun sameinistLands virkjun. Af hálfu Akureyrar- kaupstaðar hefur því verið lýst yfir, að hann sé ekki til- búinn að ganga að sinni í fé- lag við ríkið og Reykjavíkur- borg um Landsvirkjun, en óskar þess þó að eiga þess kost að gerast meðeigandi að Landsvirkjun síðar. Er gert ráð fyrir að sérstakt frum- varp um stækkun Laxárvirkj- unar verði lagt fyrir Alþingi það, sem nú situr. Hin nýja virkjun Þjórsár mun verða langsamlega stærsta orkuver íslendinga. Er hér um að ræða stórbrotna framkvæmd, sem hafa mun mikla þýðingu fyrir þróun at- hafnalífs á Suður- og Suðvest- urlandi. Hið nýja orkuver mun tryggja þessum lands- hlutum áframhaldandi næga ráíorku, og skapar jafnframt möguleika á þýðingarmikilli nýbreytni og fjölbreytni í ís- lenzku atvinnuh'fi. Virðist nú öruggt að efnt verði til stór- iðju með byggingu alúmín- verksmiðju í skjóli Búrfells- virkjunar. í framtíðinni mun þetta mikla orkuver vafalaust tengj ast orkusvæðum annarra landshluta, því sá tími mun tvímælalaust renna upp, að hinar ýmsu rafveitur landsins tengjast og skapa þar með vii':ð öryggi í raforkumálum þjóöarinnar. Stórvirkjunin í Þjórsá boð- ar nýjan tíma tækniframfara og uppbyggingar í landúiu. Þróunin í raforkumálunum heldur áfram hröðum skref- um. í öllum landshlutum hafa nú verið byggð raforku- vér og meginhluti lands- manna hefur þegar fengið af- not raforku. Að því er stefnt, að allir Íslendingar hafi fyrir árslok 1970 fengið raforku. Þegar þess er gætt, hversi strjálbýlt ísland er, verðu Ijóst, að mikill stórhugur o; framsvni hefur vocirkað stefi una í þessum málum. LÖND Á GJALD- ÞROTABARMI pkki er óeðlilegt þótt vav verði nokkurrar beiskj meðal sumra hinna nýfrjálsi þjóða í gárð fyrrverandi yfir þjóða sinna. Nýlenduskipu- lagið hefur margar syndir á samvizkunni, enda þótt hin gömlu nýlenduveldi hafi beitt sér fyrir uppbyggingu og framförum í mörgum þeim löndum, er þau stjórnuðu. Sem betur fer hefur yfirleitt tekizt góð samvinna milli hinna nýfrjálsu þjóða og hinna gömlu nýlenduvelda. Frá þessu eru þó nokkrar undantekningar. Er þar fyrst og fremst um að ræða lönd, þar sem áhrif kommúnista hafa verið mikil. í Afríku hef- ur t.d. Nkrumah, forseti Ghana, lagt meiri áherzlu á illindastefnu út á við, en eðli- lega þróun og uppbyggingu í landi sínu. Hann hefur tekið sér hið kommúníska skipulag til fyrirmyndar, gerzt alger einræðisherra og harðstjóri í landinu, en jafnframt lifað sjálfur í sukki og óhófi. Stefna Nkrumah er nú á leiðinni að gera Ghana gjaldþrota. í Indónesíu hefur Sukarnó forseti einnig talið það henta betur hinni örfátæku þjóð sinni að halda uppi stöðugum skæruhernaði og hótunum gagnvart nágrönnum sínum, en að byggja upp efnahag þjóðarinnar. Sukarnó þykist ekki vera kommúnisti, en beitir þó í hvívetna vinnu- brögðum þeirra. Hann daðrar á víxl við Peking og Moskvu og hefur þegið gífurlegt fjár- magn að láni og gjöf frá Was- hington. Glæfrastefna Suk- arnós gagnvart Malasíu, ó- hófleg eyðsla hans í vígbúnað og margs konar bruðl, er nú á leiðinni að eyðileggja fjár- hag lands hans. Hann hefur einnig látið Indónesíu segja sig úr Sameinuðu þjóðunum og virðist telja það líklegast til giftu fyrir Indónesa að steita hnefann framan í all- án heiminn, nema þá helzt leiðtogana í Peking og Moskvu. Allt er þetta atferli hinna tveggja leiðtoga þessara ný- frjálsu þjóða hið ógiftusam- legasta. Það er víti til að var- ast, enda virðist nú svo kom- ið, að fleiri og fleiri þjóðir í Afríku og Asíu missa samúð með vopnaskaki og yfirlæti þeirra Nkrumah og Sukarnó. Kommúnistar víðs vegar um heim syngja þeim hins vegar lof og dyrð. Gefur það að sjálf sogðu góða hugmynd um lýð- ræðisþroska þessara höfð- ihgjat*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.