Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. maí 1965 — Sfórvirkjun Framh. af bls. 13 Verðjöfnun í landinu eru 23 rafveitur, hver með sína gjaldskrá. Gjaldskráin er ákveðin af eiganda rafveit- unnar, en þarf staðfestingar raf- orkumálaráðherra til að öðlast gildi. Gjaldskrárnar eru jafnmargar rafveitunum að töiu, og svo til engar tvær eru eins. Gjaldskrá Héraðsrafmagns- veitna rikisins er hæst. Það þýðir að þeir sem búa í dreifbýiinu, ut- an orkuveitusvæða bæjarraf- veitna, svo og þeir sem búa i bæj um og kauptúnum Austurlands og einstakra annarra héraða, verða að greiða hærra verð fyrir raforku, en aðrir landsmenn. Þetta veldur óánægju og kröf- um um verðjöfnun, sem erfitt reynist að þagga niður. f>að,: er erfrtt að sannfæra bóndann, sem býr í kalifæri við Sogsvirkjun- ina eða Laxárvirkjun, um nauð- syn þess að hann þurfi að greiða hærra verð en bæjarbúar, sem búa í 50 km. fjarlægð frá virkj- uninni. Eða nágrannarnir sem búa uppi í Kjós. Annar þeirra hefir lent innan orkuveitusvæðis Rafmagnsveitu Reykjávíkur og greiðir sama verð sem Reykvík- ingurinn við Lækjargötu. Hinn er á orkuveitusvæði Héraðsraf- magnsveitna ríkisins og verður að sætta sig við drjúgum hærra rafmagnsverð. Þó er það svo að verðjöfnun tíðkast hjá öllum rafveitum, en aðeins innan sölumarka hverrar rafveitu fyrir sig. Þannig er það einnig á öðrum sviðum verzlunar. Einn líter af benzíni kostar seljanda meira ef aðeins 10 lítrar eru settir á bif- reiðina, heldur en ef 50 lítrar eru látnir renna í geyminn, og selj- andinn hefir einnig meiri kostn- að af þvi að afgreiða þessa 50 Mtra norður á Langanesi en á miðstöð viðskiptanna, Reykjavík. Samt er verðið hið sama. Selj- andi verðjafnar, en sú verðjöfn- un er aðeins innan hans fyrir- tækis. Hver rafveita hefir eitt verð, hvar sem er á orkuveitusvæði hennar. Það er dýrara fyrir raf- veituna að selja erkuna við götu, þar sam 40 metrar eru miili íbúð- arhúsa, en þar sem fjariægðin er aðeins 20 metrar, og enn dýrara ef íbúðin skyldi vera utan bæj- arbyggðarinnar. Að hafa hér stigsmun á raforkuverði yrði 6- framkvæmanlegt að dómi allra rafveitna. Þær gripa allar til verð jöfnunar, en aðeins innan sinna marka. Að verðjafna milli tveggja raf- veitna er ölJu vandasamara, því þar koma í spilið tvær sveita- eða bæjarstjórnir, sem að venju takmarka sinn sjóndeiidarhring við eigin sveitarmörk. Hvað þá ef 22 sveitastjórnir ættu að koma »ér saman um það hver ætti að aðstoða hverja með fjárframlög- um til raforkumála, eða að hve miklu leyti ætti að aðstoða ríkið til lækkunar á þess raforku- verði. Hér yrði vissulega um erfiða fæðingu að ræða, en við skulum þó samt athuga iítilsháttar hver útkoman yrði. Málið er mjög margtorotið þvi hver rafveita hefir þetta 15—20 verð, eftir því til hvers rafork- an er notuð. Þar sem nú rafveit- urnar eru 23 að töiu, er hér um að ræða 300—400 mismunandi verð í landinu, á einum og sama hlut — 1 kwst. Enn kemur það til að sölu- magn rafveitna skiptist mismun- andi á hina einstöku verðflokka. Til þess þó að gera sér ein- hverja hugmynd um þessa hiuti verður hér reiknað með meðal- söluverði, og rafveitum skipt í 3 flokka. Héraðsrafmagnsveitur rík isins, Rafmagnsveitur Reykja- víkur og aðrar bæjarrafveitur. Sala þeirra er þessi: Héraðsrafmagnsveitur ríkisins 85 millj. kwst. fyrir 62 millj. kr. Rafmagnsveita Reykjavikur 165 millj. kwst. fyrir 132 millj. kr. Aðrar bæjarrafveitur 152 millj. kwst. fyrir 95 millj. kr. Allar rafveitur 3V2 millj. kwst. fyrir 289 millj. kr. Út frá þessum tölum fæst með- alverðið: Hjá Héraðsrafmagnsveitum rík isins 114 aurar hver kwst. Hjá Rafnmagsveitu Reykjavík- ur 80 aurar hver kwst. Hjá öðrum bæjarrafveitum 62 au. kwst. Meðalverð allra rafveitna 78 aurar hver kwst. Á samanburðinum sést að það eru bæjarrafveiturnar, utan Reykjavikur, sem þurfa að hækka sitt verð úr 62 aurum í 78 aura til myndunar verðjöfnunar- sjóðs til styrktar Reykjavík og ríkinu til lækkunar á þeirra raf- orkuverði. Sjóður þessi þarf að vera 24 miiijónir króna og veita þyrfti Með auknu markáðssvæði fyr- ir orkuna geta virkjunarþrepin orðið stærri og kostnaður á afl- einingu því lægri að jafnaði. Sem dæmi um þetta mætti nefna virkjun á Norðurlandi. Virkjun þar, sem aðeins hefði markað í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslu yrði tiltölulega lítil. Viðhorfin myndu breytast til batnaðar ef markaður fyrir ©rk- una fengist einnig á Austurlandi, því þá gæti afleiðingin verið stærri, og enn myndu líkurnar fyrir hagkvæmri stórvirkjun á Norðurlandi batna ef tengingu væri komið á til Suðvestur- lands. Svipað gildir um stórvirkjun á Suðurlandi, ef markaðssvæði hennar næði einnig til annarra landshluta. þvi ekki á sama tíma. AUt þetta, margskonar mis- munandi aðstæður, gerir það að verkum að samtenging orkuveitu svæða, og þar með sameining markaðssvæða, eykur hag- kvæmni í raforkuvinnslu og starfrækslu raforkuvirkja. Auk þess eykur það öryggi um ótrufl- aðan resktur og dregur úr þörf á varastöðvum, sem oít er all- stór kostnaðariiður. Nú stendur fyrir dyrum stór- virkjun, væntaniega við Búrfell. Stofnkostnaður hennar er áætl- aður 10.000 krónur á hver kw vélaafls, og þykir það með því ódýrasta, sem völ er á. Fróðlegt er þó að taka þessa stofnkostnaðartölu til athugunar varðandi samstarf milli Búrfells, Sogs- og Laxárvirkjunar. Háspeimulinumastur. — 1 baksýn 'orhuverin viff Sog: Ljósafoss og Irafossstöff, nær. úr honum 20 millj, til ríkisins og 4 millj. til Reykjavíkurborgarj til þess að jöfnun fáist. Gera má ráð fyrir að mörgum þyki slíkt fjarstæða, og ei sízt hinum 22 sveitastjórum, sem fjalla myndu um það mál. Athygli skal þó hér vakin á, að reiknað hefir verið með með- alverði. Athygli skal enn á því vakin að þrátt fyrir verðjöfnun er ó- leystur hallarekstur Héraðsraf- magnsveitna rikisins, 3,9 miJlj., að ótöldum 28 millj. kr. halla Rafmagnsveitna ríkisins. Ef framfyJgja ætti kröfunni um verðjöfnun á þessum grund- velJi, getur afleiðingin tæplega orðið önnur en sú, að ein rafveita yrði sett á stofn fyrir allt landið. Nú mætti einnig hugsa sér að Jeggja skatt á aJJa raforkusölu í landinu, og verja honum til lækk unar á rafmagnsverði dreifbýlis- ins, niður í meðalverð. Ef sá skattur rynni óskiptur til Hér- aðsrafmagnsveitna ríkisins, þyrfti hann að vera 8,8%, en 10,5% ef hallarekstur hennar ætti einnig að hverfa. Núverandi söluskattur á raf- orkusöiu er 7,5% og þyrfti því heiJdarskattur á 'raforkusölu í landinu að verða 17—18%. Eftir stendur þó áðurnefndur 28 milJjón króna halli Stórvirk janir og orknmarkaffur Almenn raforkunotkun eykst nokkuð jafnt frá ári til árs. Orku verin er þó ekki hægt að auka eftir sama lögmáli, heldur í þrep- um af vissri stærð. Ef virkjun- arþrepin eru stór verður hluti af vinnslugetu orkuveranna óselj anlegur um nokkurn tíma, og óhagstæður 'fjárhagslegur rekst- ur verður fyrst í stað. Þá er brú- að bilið með rekstrarlánum og verðjöínun. Þegar írafoss í Sogi var virkj- aður var þrepið allstórt, og grip- ið var þá til verðjöfnunar yfir nokkur ár. Að visu kosta slíkar tengilín- ur töluvert fé. Lauslegar frum- áætlanir benda til þess að teng- ing miJli Norður- og Suðurlands, uhi 200 km. leið, með um 100.000 kw flutningsgetu, muni kosta 160 millj. kr. Árlegur rekstrarkostn- aður er talinn 10% eða 16 millj. kr. Ef slík tengilína er tekin sem einn þáttur í heildarkerfi raf- orkuvinnslunnar, þýðir það 2,5 aura aukakostnað á hverja kwst., miðað við núverandi orku- vinnslu. Með 7% árlegri aukningu raf- orkuvinnslunnar er þessi kostn- aður, að 5 árum Jiðnum, kominn niður í 1,8 aura á kwst Þó er einnig aðgætandi að sam tenging orkuvera eykur nýtingu þeirra, Nýting orkuvera, og raf- orkuveitna yfirleitt, ákvarðast af notkun kaupenda á hverjum tíma. Notkun er meiri að degi en að nóttu til. Hún er að jafnaði meiri á vetrum en á sumrin. — Orkuverin og veitukerfin verða nauðsynlega að byggjast fyrir mestu notkun. Hluta sólarhrings- ins af árinu eru þessi dýru mann- virki þvi ekki íullnotuð. Ein eldavél notar 5 kw af afli orkuvers. 10 þúsundir eldavéla af sömu stærð þó aðeins 2 kw hver af afli orkuversins. Þetta stafar af því að þótt allir borði mest um hádegi, þá verður þó mesta notkun eldavélanna á mismun- andi augnablikum. Rafmagnsreikningur hvers húsbónda þarf þó ekki að Jækka við þessa aukníngu og um leið og álag orkuversins 4-þúsund faldast aukast tekjur- þess 10- þúsund falt. Sams konar fyrirbrigði kemur í ljós við ýmsa aðra notkunar- flokka, svo sem varðandi véla- rekstur o.fl. Mesta rafmagnsnotkun til fisk iðnaðar er ekki á sama tíma sunnan og norðanlands. Hitastig- ið er ekki lægst á sama tíma beggja vegna jökla, og rafmagns notkun til mestu hitunar fellur Verðmæti hinna tveggja síðar- nefndu mannvirkja er nú bók- fært á um 6000 krónur hvert kíló watt, en áhvilandi skuldir nokk- uð minni. Vélaafl þeirra er sam- tals 101 þús. kw, en Búrfellsvirkj unar áætlað 110 þús. kw. Ef nú þessar þrjár virkjanir yrðu settar í einn félagsskap, rikis, Reykjavíkur og Akureyr- ar, og áðurnefnd tengilina miJli Suður- og Norðurlands byggð, yrði stofnkostnaður þeirra mann- virkja, eða réttara sagt áhvíJ- andi skuldir, um 1860 milljónir króna eða 8.800 kr. á kw, ásamt tengilínu. Með þessari tilhögun þyrfti Búrfell aðeins að standa undir 8.800 kr. stofnkostnaði á kw, í stað 10.000 kr. áður, og hinar virkjanirnar, og eigi sízt Laxá, fá hagkvæma lausn til að full- nægja aukinni raforkuþörf. Þegar rætt er um Búrfellsvirkj un er hún ávallt nefnd stórvirkj- un, en er hún í raun og veru svo ýkja stór? Það fer nokkuð eftir því hvers konar mæli- kvarða við notum. Ef miðað er við stærðina, við það sem fyrir er og hve stórt virkjunarþrep hér er um að ræða, berum það sam- an við það sem áður hefir verið, þá kemur dæmið þannig út: Á Suðvesturlandi aukast orku- verin árið 1937 um 275% Á Suðvesturlandi aukast orku- verin 1953 um 175%. Á Suðvesturlandi aukast orku- verin í þrjú önnur skipti um 21,5 —48,5%. Meðal stækkunarþrep á 28 ára tímabili er hér 115% í hvert sinn. Ef varastöðin við Elliðaár er meðreiknuð, sem eitt virkjunar- þrep, yrði meðaJtalan 76%, en. virkjunarprep ársins 1953 um 122%. Virkjun við Búrfell, með 110 þúsund kw þýðir aukningu sam- tengdra vatnsorkuvera á Suð- vesturlandi úr 95,5 kw 1 205,3 kw eða um 115%. Ef hinsvegar tengingu til Norðurlands yrði á komið væri virkjunarþrepiff 101%. Við sjáum af þessu að virkj- un írafoss árið 1953 var hlutfalls lega meira átak í virkjunarmál- um en BúrfelJ nú. Nú er í athugun um sölu á helmingi aí orku Búrfells til stór iðju, aluminverksmiðju. Árið 1953 var einnig orkufrek stóriðja á ferðinni, Áburðarverk- smiðjan h.f. Það má þó segja að örkusala til hennar hafi verið lítill fjárhagslegur stuðningur við virkjunina, því með því að hægt var að starfrækja hana með mjög breytilegu rafmagnsálagi, var henni, að mestu, seld afgangs- orka með mjög lágu verði. Árið 1963 er þannig orkuverð til verk- smiðjunnar 5,2 aurar á kwst. Það var því almenna notkunin, sem fjárhagslega bar uppi hið stóra virkjunarþrep á árinu 1953. Hinsvegar er það vissulega hagkvæmt, við virkjun við Búr- fell, að fá strax einn stóran orku- kaupanda, þvi það styttir þann tíma sem hluti af vinnslugetunni er óséljanlegur og hefir því áhrif til lækkunar á verði almennrar notkunar. Miðað við 7% árlega aukningu hennar styttist tími til fullrar nýtingar virkjunarinnar úr 10 í 6 ár. Að öðru Jeyti má álykta að full nauðsyn sé á því að hefja undir- búning að myndun eins samfellda markaðssvæðis raforkunnar um býggð landsins, að landið verði eitt raforkuveitusvæði. Þetta þýðir að byggðar verði stofnlinur, sem í fyrstu athugun verði miðaðar við 200 kw spennu, byggðar í áföngum, og tengi 1. Búrfell — Sogið Reykjavík 2. Búrfell — Akureyri — Laxá 3. Laxá — Egilsstaðir 4. Akureyri — Húnavatnssýslu 5. Húnavatnssýslu — Reykjavílc. Flutningsgetu þessara stofn- lfna þarf í meginþáttum að miða við jöfnunarstrauma orkunn- ar, en í færri tilfeJJum við heild- arnotkun markaðssvæða. Orku- verin mætti byggja í þeim Jands- bluta þar sem virkjunaraðstaðan er hagkvæmust, en ekki nauð- j synlega í næsta nágrenni aðal markaðar. Hver virkjun og hvert virkjunarþrep mætti vera stærra, vegna víðara markaðssvæðis, og því að jafnaði ódýrara á aflein- ingu. Á móti kostnaði við byggingu línanna kemur bætt hagnýting orkuvinnslunnar, og auk þess skapast möguJeiki til að Jeggja niður mörg af hinum litlu og kostnaðarsömu orkuverum, sem áður hefir verið minnzt á, varð- andi hallarekstur ríkisveitnanna. Enn skapast við þetta jöfnuður milli Jandsfjórðunga um orkuöfl- un til hvers konar iðnaðar og annarrar notkunar. Viljum komast í samband við góðan sölumann sem hefur aðstöðu til að selja á Kefla- víkurflugvelli mjög þekktar og útgengi- legar sport- og fólksbílategundir Egill Viihjálmsson hf. Sími 22240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.