Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLABIB
Miðvikudagur 5. maí 1965
VerSur loðdyraræhtarrnimvuruiA ai löpm?
f GÆR lauk 3. umræðu um frum
varp um loðdýrarækt í Neðri
deild, en þó var atkvæðagTeiðslu
frestað. Báru andstæðingrar
frurr.varpsins fram ýmsar breyt-
ingartillögur við fnunvarpið og
urðu enn um það miklar um-
ræður. Sökum þess að skammt
er nú til þinglausna, er óvíst,
hvort frumvarpið fái fullnaðar-
afgreiðslu á þessu þingi, því að
Efri deild á eftir að ræða það.
Má telja fullvíst, að andstæð-
ingar frumvarpsins þar kapp-
kosti að tefja það eftir mætti, en
auðsætt er, að þeir hafa reynt
eftir mætti að hindra framgang
þess í Neðri deild. Er ljóst, að
afstaða þingmanna til frumvarps
Ins fer fyrst og frerrst eftir per-
sónulegri afstöðu þeirra til frum
varpsins en ekki flokkslegri, því
að talsvert hefur gætt andstæðra
viðhorfa gagnvart frumvarpinu
innan viðkomandi stjórnmála-
flokka.
Loðdýrarækt
Benedikt Gröndal (Allþfl.) tal-
aði fyrstur í umræðunum um
frumvarp tim loðdýrarækt. —
Sagði hann, að atfgreiðsla þessa
máls við 2 umræðu hetfði leitt
í ljós að meiri hluti þingmanna
í Neðri deild væri frumvarpinu
fylgjandi og einkum hefði það
komið í ljós, að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins vseru málinu
fylgjandi.
Gerði Benedikt síðan grein fyr
ir breytingartillögum við frum-
varpið, sem hann flutti nú, um
að bætt verði inn í frumvarpið
málsgrein þess efnis, að leyfi til
minkaræktar verði aðeins veitt í
þeim sveitarfélögum, þar sem
minkurinn hefði þegar náð ör-
uggri fótfestu að dómi veiði-
málastjóra. I»essi tillaga væri í
samræmi við helztu rök flutn-
ingsmanna frumvarpsins um, að
minkurinn væri hvort sem er fyr
ir í landinu. Einnig bar Benedikt
fram breytingartillögu um, að
greiða skuli í útflutningsgjald
4% af fob verði þeirra minka-
skinna, sem flutt yrðu út og
skyldi gjaldið renna til vísinda-
legra rannsókna á lifnaðarhátt-
um villimdniksins.
Skúli Guðmundsson (F) sagð-
ist hafa í hyggju að leggja fram
breytingartillögu við frunwarp-
iS. Fór hann þess á leit við for-
seta deildarinnar, að sér gæfist
tóm til þess að ganga frá tillög-
um sínum og bað hann um, að
umræðum um frumvarpið yrði
frestað og það tekið fyrir á
næsta fundi deildarinnar. For-
seti deildarinnar, Sigurður
iBjarnason sagði, að þar sem
mjög skammt væri til þingslita,
þá yrði að ljúka umræðunni
þennan dag, ef þess ætti að vera
nokkur kostur, að mélið fengi
afgreiðslu í Efri deild. Var fundi
síðan frestað um stundarfjórð-
ung til þess að Skúli Guðmunds-
son gæti gengið frá breytingar-
tillögu sinni en siðan var fund-
ur settur að nýju.
Þar gerði Skúli Guðumndsson
grein fyrir breytingartillögum
sínum. Sagðist hann vera sam-
mála tillögu Benedikts Gröndals
um útflutning.sgjaldið og kvaðst
mundu greiða atkvæði með
henni. Hann gæti hins vegar
«kki fellt sig við fyrri breyting-
artillögu Benedikts. Þá skírskot-
aði hann til bréfs frá dr. Finni
Guðmundssyni, forstöðumanni
Náttúrugripasafnsins og las
nokkur atriði úr því, þar sem
sagði í niðurlagi, að ekki væri
kunnugt um þjóðhagslegt gildi
minkaræktarinnar. í þessu bréfi
kom fram sú tiillaga að minka-
rækt yrði aðeins leyfð í Vest-
mannaeyj um, með því að þá yrði
komið í veg fyrir tjón á náttúru
landsins að mestu leyti og í
Vestmannaeyjum félli til hivað
mesti fiskúrgangurinn í landinu.
Skýrði Skúli síðan frá breyting-
artillögu sinni, sem var á þá
leið, að við ákvæði til bráða-
birgða í fruinvarpinu bættist
við, að minkabú, sem leyfð
kynnu að vera, sikulu vera stað-
sett í Vestmannaeyjum. Hins
vegar kvaðst Skuli ekikert vita
um það, hversu Vestmannaey-
ingar yrðu hrifnir af því, að £á
minkinn til sín.
Guðlaugur Gislason (S) kvaðst
hafa greitt atkvæði með frum-
varpinu, ekki vegna neinnar
flokkslegrar afstöðu heldur
vegna þess að hann væri frum-
varpinu fullkomlega samiþykk-
ur, með því að hér væri um arð-
bæra atvinnugrein að ræða. —
Hann tók það fram, að hann áliti
kveðju Skúla Guðmundssonar til
Vestmannaeyinga fremiur kalda,
þar eð Skúli áliti minkinn skað-
ræðisvald, en samt væri það í
lagi, þótt Vestmannaeyingar
hefðu hann.
Vilhjálmur Hjálmarsson (F)
kvaðst hafa orðið undrandi við
afgreiðslu málsins í gærdag, hive
miklu fylgi þetta frumvarp ætti
að fagna. Sagði hann, að með till
liti til þeirrar reynslu, sem ís-
lendingar hefðu haft af innflutn
ingi erlendra dýra, þá þyrftu
veigamiklar ástæður að vera fyr-
ir hendi til þess að leyfa iim-
flutning minka. Það yrði að vera
unnt að sýna fram á, að siikt
hefði eitthvert þjóðhagslegt
gildi. Kvaðst Viihjálmur vera
efins í, að íslendingar myndu
geta gert sér mimkinn arðsam-
an á borð við aðrar þjóðir, sem
mikla reynslu hafa í minkaræikt.
Pétur Sigurðtsson (S) sagði
m.a., að ákaflega fátæikieg gagn-
rök hefðu komið fram gegn þeim
veigamiklu rökum, sem fyrir
hendi væru fyrir minkarækt-
inni. Þá gagnrýndi Pétur vara-
tillögu þá, sem fram hafði kom-
ið í bréfi dr. Finns Guðmunds-
sonar um, að veita einungis
heimild til þess, ef til kœmi, að
hafa minkarækt í Vestmannaeyj-
um og kvað slíkt lýsa lítilli um-
byggju gagnvart fuglalífinu þar.
Sagði Pétur enn fremur, að þær
breytingartillögur, sem fram
hefðu komið, ættu ekki erindi
inn í frumvarpið.
Kvaðst hann álíta að minka-
ræktin myndi hafa í för með sér
miklu meiri ágóða en tjón.
Hannibal Valdimarsson (Alþ
bl.) sagði m.a. að svo virtist,
sem útvegsmenn og bændur
hefðu sameinazt um þá skoðun,
að bæði sjávarútvegi og landbún
aði yrði mikið bjargræði að
minkaræktinnL A.m.k. hefði það
komið í Ijós meðal þingmanna
við aðra urnræðu frumvarpsins.
Kvaðst Hannibal undrast það,
að þetta mál yrði gert eitt af
aðaláhugamálum þingsins á síð-
ustu dögum þess nú. Sagðist
hann álíta það miklu brýnna að
sinna öðrum málum, og væri
betra að fresta þessu máli til
næsta þings og undirbúa það bet
ur. Bar hamn að lokum fram
breytingartillögu um, að í stað
loðdýraræktar í heiti frumvarps
ins komi minkarækt. Sagði hann
tilögur Benedikts Gröndals sjálf
sagðar, en þó væri tillagan um
að heimila minkarækt einungis
þar, sem minkur væri nú þeg-
ar fyrir, fullþröng.
Skúli GuðmundsSon (F) and-
mælti ýmsum ummælum Péturs
Sigurðssonar og Guðlaugs Gísia-
sonar. Sagði hann, að Guðlaugur
hefði frekar átt að flytja þakk-
arávarp til sín í stað þess að bera
sér það á brýn að hann væri að
senda Vestmannaeyingum kald-
ar kveðjur, með því að hann
vildi þó veita minkaræktinni
smugu með því að leyfa hana á
einum stað, þ.e.a.s. í Eyjum.
Lauk þannig þriðju umræðu
frumvarpsins, en atkvæða-
greiðslu var frestað.
ÖNNUR MÁL.
Gylfi >. Gíslason, menntamála-
ráðherra, mælti fyrir frumvarpi
um Húsmæðrakennaraskóla ís-
lands, og var því síðan vísað til
2. umræðu og menntamálanefnd-
ar. Frumvarpið hefur þegar ver-
ið samþykkt í Efri deild.
Frumvarp um breytingu á lög-
um um tékka var afgreitt til Efri
deildar.
Benedikt Gröndal, ,gerði grein
fyrir áliti menntamálanefndar
um frumvarp um breytingu á
lögum um Listasafn íslands, sem
vísað var til þriðju umræðu.
Sigurður Ingimundarson gerði
grein fyrir nefndaráliti um frum
varp um eftirlaun alþingismanna,
og var það afgreitt til þriðju um-
ræðu.
Jónas Pétursson gerði grein
fyrir áliti landbúnaðarnefndar
um frumvarp um sölu landsspildu
úr Garðatorfunni og var því
vísað til þriðju umræðu.
Birgir Finnsson gerði grein
fyrir áliti sjávarútveigsnefndar
um frumvarp Lúðvíks Jósepsson-
ar um breytingu á lögum um
bann gegn botnvörpuveiðum, sem
snertir sektarákvæði laganna.
Sagði Birgir Finnsson, að sjávar-
útvegsnefnd hefði orðið sam-
mála um að visa málinu til ríkis-
stjórnarinnar. í umræðum um
frumvarpið tók einnig til máls
Guðlaugur Gíslason og Lúðvík
Jósepsson og kvaðst hinn síðar-
nefndi hafa fallizt á þessa af-
greiðslu málsins.
Á síðari fundi neðri deildar,
sem haldinn var strax að loknum
fyrra fundi deildarinnar, var
frumvarp um breytingu á lögum
um Listasafn íslands oig frum-
varp um eftirlaun alþingismanna
bæði tekin til þriðju umræðu og
síðan afgreidd til Efri deildar.
EFRI DEILD.
Tekjuskattur og eignarskattur.
Ólafur Björnsson gerði grein
fyrir áliti meirihluta fjárhags-
nefndar um frumvarp um breyt-
ingiu á lögum um tekjuskatt og
eignaskatt, og sagði hann m.a., að
meiri hlutinn leggði til, að frum-
varpið yrði samþykkt til þriðju
umræðu, «n svo yrðu nokkur at-
riði tekin til athugunar milli
Helgi Bergs og Björn Jónsson
gerðu grein fyrir áliti minni
hlutanna, isvo og breytingartillög-
um. Var.frumvarpinu síðan visaij
til þriðju umræðu og allar breyt-
ingartillögur dregnar til baka til
þeirrar umræðu.
ÖNNUR MÁL.
Jóhann Hafstein iðnaðarmála-
ráðherra mælti fyrir -frumvarpi
um lausaskuldir iðnaðarins.
Þetta frumvarp hefur þegar verið
samþykkt af neðri deild. Var það
síðan samþykkt til annarrar um-
ræðu, og iðnaðarnefndar. Þá
gerði Jóhann Hafstein einnig
grein fyrir frumvarpi um dráttar
brautir og skipasmíðastöðvar, og
frumvarpi til ljósmæðralaga, sem
vísað var til annarrar umræðu
og nefnda. Loks var frumvarpi
varðandi skólakostnað vísað til
annarrar umræðu og nefndar.
Ásgeir Pétursson, sýslumaður
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu,
þriðji varámaður landskjörinna
þingmanna Sjál fstæðisiflokksins
tók í gær sæti á Alþingi í stað
Davíðs Ólafssonar, sem er á för-
um til útlanda. Fór fram rann-
sókn á kjörbréfi Ásgeirs Péturs-
sonar og var það síðan samþykkfc
samhljóða.
Búrfellsvirkjunin rædd
gær í efri deild
SÍÐDEGIS 1 gær hófst 1 Efri
deild 1. umræða um írumvarp
ríkisstjórnarinnar um Búrfells-
virkjun. Mælti Ingólfur Jónsson,
raforkumálaráðherra fyrir frum-
varpinu í ýtarlegri og yfirgrips-
mikilli ræðu, en af hálfu stjórn-
arandstöðunnar töluðu þeir Helgi
Bergs og Gils Guðmundsson. Var
frumvarpinu síðan vísað sam-
hljóða til 2. umræðu og fjárhags-
nefndar.
Ingólfur Jónsson hóf ræðu sína
með því að rekja virkjunarfram-
ivæmdir hér á
landi til þessa
dags í stórum
dráttum, og
sagði, að þetta
frumvarp væri
fram komið eftir
niklar og ná-
kvæmar rann-
sóknir, sem gerð
ar hefa verið á
síðustu árum á vegum raforku-
málaskrifstofunnar:
Ráðherrann vék síðan að
rekstursgjöldum í sambandi við
virkjuniní og sagði, að samkv.
áætlun, sem gerð hefði verið um
þau, kæmi í ljós, að stórvirkjun
upp á 210 þús. kw. væri ódýrust
í rekstri og miðað víð þá virkjun
yrði virkjunarkostnaður meir en
helmingi lægri, en ef miðað væri
við smávirkjanirnar. í Þjórsá
allri væri talið vera talsvert á 2.
millj. kw., sem mætti virkja með
góðu móti eða fjórði partur af
virkjanlegu vatnsafli á landinu.
Sérfræðingar teldu þó, að þrátt
fyrir marga virkjunarstaði Þjórs-
ár verði Búrfellsvirkjun það hag-
stæðasta, sem við ættum yfir að
ráða. Virtist öruggt að rannsókn-
ir, sem framkvæmdar hefðu ver-
ið, hefðu verið þannig úr garði
gerðar, að byggja mætti á þeim,
og þess vegna væri írumvarpið
flutt
Ráðherrann gerði síðan grein
fyrir efni frumvarpsins í einstök-
um atriðum og komst þar m. a.,
svo að orði að ekki mætti selja
til einstakra iðjufyrirtækja raf-
orku á það lágu verði, að það
gæti orðið til þess, að gera raf-
orkuverið til almennings dýrara
en annars hefði orðið. Undir k>k
ræðu sinnar sagði hann ennfrem-
ur, að nauðsynlegt væri að fá
þetta frumvarp lögfest nú áður
en þingi lýkur, til þess að mögu-
legt verði að skipa þessu nýja
fyrirtæki stjórn og að stjórnin
geti farið að undirbúa fram-
kvæmdir, gera útboð á mann-
virkjum og hefja undirbúnings-
framkvæmdir, Það er gert ráð
fyrir því, að ef virkjuð veifía
70 þús. kw. í fyrsta áfanga, þá
geti virkjunarfrámkvæmdum ver
ið lokið í árslok 1968. Verði hins-
vegar virkjuð 105 þús. kw í
fyrsta áfanga og samningar hafa
tek' við aluminíum.verksmiðju,
er . .. t ráð fyrir því, að virkjun-
inni verði ekki lokið fyrr en á
mioju ári 1969. Hinsvegar er gert
ráð fyrir því, að í árslok 1968
væri fullgerð ein vélasamstæða,
þannig að það mætti þá í árslok
1968 veita raforku frá þessari
nýju virkjun til almenningsnota
um Suður- og Suðvesturland.
Að lokum skýrði ráðherrann
frá því, að ástæðan fyrir því, að
frumvarpið kæmi svona seint
fram, væri, að málið hefði verið
í undirbúningi alveg fram til nú.
Nánar verður skýrt frá ræðu
Ingólfs Jónssonar hér í blaðinu
síðar.
Með þessu frv. væri lagt til,
að heimilað verði að virkja 210
þús. kw. Það hefur verið rætt
um það, að gera samninga við
Svisslendinga um alunnínvei'k-
smiðju eÆ þeir samningar eru £á-
anlegir, samningar, sem við get-
um gengið að. Aí því leiðir, að
við virkjun með öðrum hætti
heldur en annans væri, í L á-
fanga 105 þús. Er miðað við það,
að reist væri strax 30 þús. bortna
aluminverksmiðja, sem tæki þá
ca. helminginn af þessari virkj-
un í 1. áfanga. Síðar, ef samn-
ingar fást við Svisslendingana
er gert ráð fyrir, að alumín-
verksmiðjan yrði stækkuð upp I
60 þús. tonn og þá verði búið
að virkja upp í 210 þús. kw og
alumínverksmiðja af þeirri
stærð tæki ca. eða rúmlega helm
ingirm af Búrfellsvirtkj'uninni
fullvirtkjaðri.
Nú er ekkert vitað um það
enn þá, hvort samningar fást um
alumínveriksmiðjuna. Samning-
arnir eru ekki komnir á það stig,
að við getum nobkuð fullyrt um
það. En þá er sá möguleiki að
virkja við Búrfell með öðrurn
hætti og þá verður fyrsti áfang-
inn 70 þús. kw. Og þá verður
hiver kw.stund 12.9 aurar. í smá-
virkjunum hér á landi er reikn-
að hins vegar með að meðalverð
sé 20 aiura kw.stundin, t.d. hér
í Soginu og er því Ijóst, að um
allmikinn verðmismun er að
ræða.
Helgi Bergs kvað það sannar-
lega ekki vonum fyrr að ríkis-
stjórnin legði fram frumvarp um
nýja virkjun. Ekki hefði verið
ráðizt í neina stórvirkjun frá þvi
að virkjun Efra-Falls í Sogi hófst
fyrir 7 eða 8 árum, en sú virkjun
hefði verið tekin í notkun árið
1960 og verið um 27 þús. kw,
Miðað við orkuþörfina í landinu
hefði þessi síðasta stórvirkjun
ekki dugað til að halda í horf-
inu nema fram til ársins 1963,
Svo hefði þó verið fyrir að
þakka, að eftir hefði verið að
fullnýta írafoss og að nokkru
leyti Ljósafoss. Nú væri það hins
vegar uppurið og enn væru 3 til
3y2 ár þar til landsivirkjunin
kæmi til notkunar.
Helgi kvað þegar vera orðinn
Framh. á bls. 25.