Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 5. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 „Orðið", tímarit guðfræðinema UM þessar mundir hefur göngu sína nýtt tímarit, gefið út af Fé- lagi guðfræðinema, þ.e. deildar- félatgi stúdenta, sem stunda guð- fræðinám við Háskóla Islands. — Tildrög þessa máls eru þau, að 15. janúar s.l. ákvað félagsfund- ur, að hafin skyldi útgáfa tima- rits á vegum félagsins, samþykkti reglugerð þar að lútandi, og kaus ritstjóra og annan tveggja rit- nefndarmanna, en hinn útnefndi stjórn félagsins úr sínum hópi. Hlutu kosningu þeir Heimir Steinsson (ritstj.), Jón E. Einars- son og Sigurður Örn Steinigríms- son. — Samkvæmt reglugerð blaðsins skal ritnefnd fara þess á leit við prófessora deildarinnar, að einn þeirra verði henni ráðu- nautur um útgáfuna. Tókst pró- fessor Þórir Kr. Þórðarson það Forsíða hins nýja tímarits. verkefni á hendur þessu sinni, og hefur hann veitt ritnefnd mikils- verðan stuðning. Það var ritstjóri ORÐSINS, Ihins nýja tímarits, sem svo mælti á fundi með blaðamönnum í gær, sem haldinn var í kennslustofu Guðfræðideildar í Háskólanum. Ritstjórinn, Heimir Steinsson skýrði nánar frá útgáfunni á þessa leið: Skömmu síðar var hafina und- irbúningur að útgáfu þessari. Leitað var upplýsinga hjá prent- smiðjum, en að lokum horfið að því ráði að fela verkið prent- smiðjunni Hólum. — Ennfremur voru kannaðir möguleikar á fjár- hagsaðstoð til að hrinda útigáf- unni af stað. Varð niðurstaða þeirra umleitana sú, að Kirkju- ráð veitti ritinu mjög ríflegan fjárstyrk og Háskólaráð sama stuðning og venja þess hefur ver- ið að veita blaðaútgáfu deildar- félaga skólans. Að svo búnu hófst aðviðun efnis, og hafði meginhluti þess borizt í ofanverðum marzmánuði. Var þá tekið til við setningu blaðsins. Uppsetningu þess ann- aðist Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri, og er hún með ágætum. Prentun lauk hinn 29. apríl s.L Nafn blaðsins er „Orðið, miss- erisrit Félags guðfræðinema“. Á titilsíðu þess er táknmynd frá tímum frumkristninnar. Er það fiskur, en hann var í þann tíð einkenni kristinna manna, svipað og krossinn síðar varð. Á mynd- ina er letrað orðið IXÞYS með grísku letri, en það merkir fisk- ur, og jafnframt felst í stöfum þess skammstöfun orðanna Ieso- ys (Jesús), Xristos (Kristur), Þeoy (Guðs), Yos (Sonur), Soter (Frelsari). Mynd þessa gerði Hall dór Pétursson listmálari. Svo sem nafn ritsins gefur til kynna, er því ætlað að koma út tvisvar á ári hverju ,þ.e. haust og vor. Verður árgangurinn miðaður við háskólaárið. Þannig kemur að eins eitt blað út fyrsta árið, há- skólaárið 1964—65, en næsta haust kemur út 1. tbl. 2. árg. — Brýnasta verkefni ritnefndar á næstunni er söfnun áskrifenda, þar eð fjárhagur blaðsins í fram- tíðinni hlýtur að meginhluta að grundvallast á áskriftargjöldum. Verður blaðið m.a. sent guðfræð- ingum og öðrum áhugamönnum um guðfræði og stuðnings þeirra leitað. Verð blaðsins til áskrif- enda er kr. 150.00 árgangurinn, en í lausasölu kr. 80.00 Áskriftar- síminn er 15459 hjá Sigurði Erni Steingrímssyni. Af efni þessa 1. tölublaðs, má t.d. nefna Forspjall ritstjóra, en í því segir hann nánar um tildrög að útgáfunni. Kveður hann þá í guðfræðideild hafa sviðið það nokkuð, að eiga ekkert deildar- rit, eins og aðrar deildir Háskól- ans. Einnig er ritgerðarskylda mikil í deildinni, og er í ráði að birta beztu ritgerðirnar í ritinu. Upplýsti ritstjórinn, að 18 skyldu ritgerðir væru í seinni hluta og 2 í fyrra hluta. Stærsta ástæðan til útgáfu rits- ins væri þó máski sú, að hér á landi væri ekk-i gefið út neitt rit, sem hefði akademíska guð- fræði að höfuðviðfangsefnL Þá eru greinar um Paul Tillich og Existentialismann, Tveir sálm ar úr Saltara, þar eru á ferðinni nýjar þýðingar á sálmum ásamt ■ skýringum. Kirkjusöguleg ritgerð er þar um séra Jón lærða á Möðruvöllum og önnur úr Gamla testismentisfræðum. Ritgerð um hljóðfæri, sem getið er um í Biblíunni, fréttir frá Félagi guð- fræðinema, bókaþátturinn Libris sem sérstaklega er ætlaður guð- fræðingum úti á landi til að panta eftir. Einnig er rætt um nýja reglugerð um guðfræðinám til upplýsingar fyrir nýstúdenta. Ritstjórinn lagði áherzlu á, að ritið yrði gefið út á breiðum grundvelli og fjölbreitt að efni, svo að það gæti átt erindi til sem flestra, sem á þessum málum hefðu áhuga. Prófessor Þórir K. Þórðarson, sem er ráðunautur stúdenta um útgáfu þessa, sat einnig þennan blaðamannafund. Sagðist hann sérstaklega vilja taka fram, að kennarar deildarinnar fögnuðu þessu framtaki stúdenta. Guð- fræðideildin færi ekki varhluta af þeim straumum, sem úti fyrir blása, og stefnt væri að því að gera námið nýtízkulegra, svo að stúdentar gætu betur sinnt störf- um sínum í hinu íslenzka þjóðfé- lagi. Töluverð grózka væri í guð- fræðideildinni. Tímasókn væri góð, og stúdentar ræktu yfirleitt nám sitt af miklum áhuga. Rit- gerðarskylda stúdenta miðar að því að efla sjálfstæða hugsun þeirra og æfa þá í að setja fram hugsanir sínar á skipulegan hátt. Ef Orðið, hið nýja rit, er skoðað niður í kjölinn, sagði prófessor Þórir, þá er það vitnisburður um ferska vinda, sem hér blása. Sí- fellt þarf að leita að nýjum leið- um, því að svo örar eru breyting- ar í þjóðfélagi okkar. Ritstjórnarmenn hvöttu að lok- um sem flesta að gerast áskrif- endur að tímaritinu, og sögðust vera þeirrar skoðunar að ritið ætti erindi til margra, bæði guð- fræðinga og annarra áhugamanna um guðfræði. Yrði brátt sent út boðsbréf um ritið. Áskriftarsími er eins og fyrr segir: 15459, og þangað geta menn hringt og gerzt áskrifendur. I.Q.C.T. St. Mínerva nir. 172 Fundur í kvöld kl. 20.30. Séra Jakob Jón&son mætir á fundinum. Væntanlega síðasti fundur fyrir sumarfrí. Kaffi eftir fund. Æt. Tré og runnar Birki í ýmsum stærðum Silfurreynár — Ilmreynir. Úlfareynir — Hlynur. Álmur — Guliregu. Gljávíðir —. Alaskaviðir. Brekkuvíðir — Viðja. Alaskaösp — Rifs. Sólber — Síberiskt baunatré Heggur; Úlfaber; Snjóber. Snækóróna — Runnamura. Alparifs; Villirifs frá Alaska Dísarrunnar; DvergmistilL Rauðtoppur; Dúntoppur. Rauðbtaðarós, — Þyrnirós. Skráprós — Meyjarós. Böglinskvistur — Spiraea Henry. Spiraea Media; Rósastilkar GRÓÐRARSTÖÐIN Bústaðablett 23. VIIMIMA Verkamenn óskast nú þegar. — Upplýs- ingar hjá verkstjóranum í síma 15212. Fó5urblandan hf. Grandavegi 42. FLÍSALÉM EASYFIX —. FLÍSALÍM SERPOFUG — RAUFAFYLLIR SERPOREP — SPRUNGUFYLLIR Fæst í flestum byggingavöruverzlunum. Austin „Mini" Sendiferðabifreið t Snúningabifreið Heppilegasta og jafnframt liprasta bifreiðin í umferðinni. Hafið samband við umboðið GARDAR GÍSLASON HF. Bifreiðaverzlun. Verzlunarstarf Áhugasamur karlmaður eldri eða yngri getur fengið góða atvinnu sem afgreiðslumaður (sölumaður) í húsgagnaverzlun. Fjölbreytt og skemmtilegt fram- tíðarstarf. Tilboð sem greini frá fyrri störfum og öðru því er máli skiptir leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Stór verzlun — 7283“. Duglegir múrarar oskast Góð verk. — Upplýsingar í síma 16660 eftir kl. 7 á kvöldin. HUSQVARNA 2000 ♦ • Stillið á lit og saumið • J>afr er þessl elnfalda nýjung, sera kölluð er „Colormatic", sem á gkömm- um tíma hefur aukið rinsældir HUSQVARNA 2000 U1 stórra muna. •Belnn saumur, hnappagðt, bllndfaldur og úrval HUSQVARNA helmiHstaekí, saumavélár o. fl, mynztursauma er hægt að velja meö einu hand- g&L eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafnix«| taki. Þar sem það er sýnt & greinilegau' liáttj hér sem annarstaOar stöðugt vaxið vinsældir. I lituni, á „saumveljara"; Kynnlð yður þessa nýjung & svlðl sauma- ▼éla, og þér munuð komast að raun um að Husqvarnai er í fremstu röð enn, sem fyrr. \unnm íyfózehööon h.f. Saðurlandsbraut 16 - ReykjavikSimnefni: »Volver« - Slmi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.