Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 5. maí 1965 Danmörk og ísland í und- ankeppni í handknattleik? Enn ný tillaga um framkvæmd heimsmeistarakeppni kvenna Sigurmarkið ÚRSIJTALEIKUR ensku bik- Bremner fyrir Ueeds. Siffur- arkeppninnar fór fram s.l. markið skoraði Ian St. John laugardag og mættust þá fyrir Liverpool þegar 9 mínút- Liverpol og Leeds. Liverpool ur voru til leiksioka og er sigraði með 2 mörkum gegn 1 myndin tekin á því augna- eftir framlengdan leik. Að bliki er St. John hefur kastað venjulegum leiktíma loknum sér fram og skallað knöttinn, var staðan 0—0. Á 3. mínútu sem er á leið í markið. Áhorf- í framlengingu skoraði Roger endur að leiknum voru 100 Hunt fyrir Liverpool, en 8 þúsund og greiddu 89 þúsund mínútum síðar jafnaði Billy pund í aðgangseyri. Þórólfur Beck lék í Kaupm.höfn í gær „Víkíngarnir46 unnu 3:2, en ollu vonbrigðum HEIMSMEISTARAKEPPNI i handknattleik kvenna á að fara fram á þessu ári — undanleikj- um að vera lokið fyrir 30. júní og úrslitakeppni 8 liða að fara fram í Vestur-Þýzkalandi. — I keppni þessari er ísi. kvenna- liðið þátttakandi og er þvi fylgzt af áhuga með umræðum um fyr- irkomulag keppninnar, en ennþá er ekki búið að finna fastan grundvöll hennar. í upphafi kom fram sú tillaga að þátttökuþjóð- irnar þrjár, ísland, Bandaríkin og Japan, sem hafa yfir úthaf að sækja til keppninnar, myndu mæta til lokakeppninnar og heyja innbyrðis keppni um það hver þeirra kæmist í 8. sætið í úrslitakeppninni. t Undankeppni Eftir því sem Politiken segir nú frá, hafa Þjóðverjar (fram- kvæmdamenn keppninnar) ein- dregið mótmælt þessu og halda fast við að þeir eigi ekki að taka við nema 8 liðum til lokakeppn- innar — en ekki að annast um undankeppni. Vegna þessara mótmæla hefur nú komið fram ný tillaga í Aust- ur-Evrópu um framkvæmd keppn innar. Er hún sú, að allar þjóð- irnar er tilkynnt hafa þátttöku taki þátt í undankeppninni. Samkvæmt tillögunni eiga eftir farandi lönd að mætast í undan- keppninni: Danmörk—ísland. Sovétrikin—Svíþjóð. Tékkóslóvakía—Bandaríkin. Júgóslavía—Japan. f GÆRKVÖLDI léku Liverpool og Intemazionale Milan fyrri leik sinn í undanúrslitum í keppn inni um Evrópubikarinn í knatt- spyrnu. Leikurinn fór fram í Liverpool og unnu Liverpool- menn með 3—1. Hunt skoraði fyrsta markið eftir 3 mín. eri ítalir jöfnuðu á 10. mín. Gallagan náði aftur forskoti fyrir Liverpool á 30 mín. og stóð 2—1 í hálfleik. Um miðj- an síðari hálfleik einlék St. John Ungverjaland—A-Þýzkaland. Noregur—Holland og Pólland. Undanleikina á að leika „heima og að heirnan" — nema í þeim þremur tilfellum, þar sem þjóðir eiga hlut að máli, sem sækja verða yfir úthaf. ♦ Óvist hvort samþykkt verði Hefur „verið ákveðið" að sögn Politiken að þessi báðir und anleikjanna í þessum 3 tilfellum fari fram í Danmörku, Tékkó- slóvakíu og Júgóslavíu. Þessum síðasttöldu undanleikjum skal vera lokið 10 dögum fyrir úrslita keppnina, en hinum undanleikj- unum skal vera lokið fyrir 30. júní. Politiken fagnar því að Danir sleppi -þannig við „sumar- og haustleiki", en bendir á að sem Norðurlandameistarar í útihand- knattleik séu íslendingar miklu sterkari mótherjar heldur en Jap anir og Bandaríkjamenn. Blaðið ræddi við Fredslund- Petersen, formann danska hand- knattleikssambandsins og spurði hann álits á þessari breyttu skip- an keppninnar. Sagðist hann vart sjá aðra framkvæmanlega lausn á fyrirkomulagi keppninnar en þessa, þar sem Þjóðverjar neiti að sjá um undanleiki „úthafs- þjóðanna" þriggja. Hann bendir þó á að ekki sé'vist að „úthafs- þjóðirnar“ þrjár samþykki að leika báða leiki 'sína á „útivelli". Og enn bætir hann við — að þetta geti þó ekki verið vanda- mál hjá Dönum og íslendingum, þar sem íslendingar eigi ekki gegnum vörn ítalanna mjög glæsi lega og skoraði 3. markið. Síðari leikur liðanna verður í Milano á miðvikudaginn kemur og verða ítalir þá að vinna með 3 marka mun til að komast í úr- slit — en takist Bretunum að halda jöfnu eða jafnvel tapa með 1 marki þá eru þeir komnir í úrslit gegn annaðhvort Bene- fica eða Vasas frá Ungverjalandi, en þau lið hafa einnig leikið sinni fyrri leik og vann Bene- fica mðð 1—0 i Budapest. nægilega stóra keppnishöll og geti því ekki séð um leikinn. Hér má við bæta að þar sem leikirnir þurfa ekki að fara fram fyrr en í vetur má ætla að nýja íþróttahöllin verði komin í notk- un og hví skyldu þá ekki ís- lenzku stúlkurnar leika annan leikja sinna á heimavelli? Akranesmót í badminton UM s.l. helgi fór fram í fþrótta- húsinu á Akranesi fyrsta meist- aramót Akraness í badminton. Guðmundur Sveinbjörnsson formaður ÍA setti mótið með ræðu. Keppt var um verðlauna- gripi, sem Lárus Árnason og íþróttabandalag Akraness gáfu til keppninnar. Að þessu sinni var aðeins keppt í tveim greinum, einliða- og tvíliðaleik karla. Auk þess voru boðnir til mótsins fjórir af fremstu leikmönnum frá Tennis- og badmintonfélaigi Reykjavíkur og léku þeir nokkra sýningarleiki og vakti leikur þeirra mikla hrifningu mótsgesta. í einliðaleik léku til úrslita þeir Pétur Jóhannesson og Hall- grimur Árnason. Pétur sigraði örugglega með 15-3 og 15-7. í tví- liðaleiknum léku til úrslita þeir Hallgrímur Árnason oig Helgi Daníelsson á móti Pétri Jóhann- essyni og Henrik Haraidssyni. Hallgrímur og Helgi báru sigur úr býtum og sigruðu með nokkr- um yfirburðum fyrri, leikinn 15-7 en í þeim síðari var keppnin mjög hörð en honum lauk með sigri sömu aðila 15-12. Mótið fór í alla staði mjög vel fram. Meistaramótið íútihandknatt- leik MEISTARAMÓT íslands í úti- handknattleik fyrir árið 1965 verður haldið á tímabilinu júní— ágúst n.k. Keppt verður í Mfl. karla, Mfl. kvenna og 2. fl. kvenna. Þeir sambandsaðilar, sem áhuga hafa á að sjá um fram- kvæmd mótanna, skulu senda skriflega beiðni til stjórnar H.S.Í fyrir 10. maí n.k. í GÆRKVÖLDI fór fram í Kaup- mannahöfn knattspyrnuleikur milli „Vikinganna“ þ. e. liðs skip að norrænum leikmönnum sem gerzt hafa atvinnumenn í Skot- landi, og úrvalslið Kaupm&nna- hafnar, „Alliancen“ „Vikingarn- ir unnu með 3—2. Roald Jensen (norskur) 2 og Flemming Niel- sen. Mörk Kaupmannahafnar skoraði Egon Hansen. í hálfleik stóð 3—1. „Vikingaliðið' var skipað 10 dönskum leikmönnum og í fyrri hálfleik Norðmanninum Roald Jensen en í síðari hálfleik Þór- ólfi Beck. Áhorfendur voru 16500 og voru allir vonsviknir af leik „Vikinganna“, þó si'gur þeirra væri traustur. að auglýsing ' í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Aðeins einn „vikinganna" fékJt lof, Mogens Berg (áður B 1909) en hann lék nú miðvörð í fyrsta sinn og tókst stórkostlega vel. Einvígi hans við miðherja heima- liðsins, Ole Madsen, voru „við- burðir kvöldsins“. Upphaf leiksins var hátiðlegt. „Vikingarnir" gengu fylktu liði inn á völlinn í V-myndaðri fylk- ingu og héldu á blysum. Siðan var haldin stutt minningarræða vegna þess að liðin voru 20 ár frá því Danmörk losnaði undaa oki nazista. Athygli vakti að Qlasgow Rangers sendu „njósnara“ til leiksins með framkvæmdastjór- anum Scott Symon í broddi fylk ingar. Höfðu þeir fyrst og fremst augastað á Ole Madsen og mið- verðinum Jörn Madsen — þvl þeir eru sagðir hafa hug á að „kaupa1 þá. M0LAR NOSKA knattspymulandslið- Ið lék gegn „pressuliði11 í gær- kvöldi og vann landsliðið með 5—1 í skemmtilegum leik. Mun landsliðið óbreytt ganga til fyrsta landsleiks Norð- manna við Thailendinga. Liverpool-lnter 3:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.