Morgunblaðið - 06.05.1965, Side 8
8
M0RCUN3LADID
Fimmtudagur 6. maí 1965
Framh. af bls. 1
I. Inngangur.
Undanfarin ár hafa farið fram
athuganir á vegum ríkisstjóm-
arinnar á því hvort urmt væri
og hagstætt að koma upp hér á
landi aluminiumivinnslu eða öðr-
um orkufrekum iðnaði, er byggð
ist á hinni miklu ónotuðu vatns-
orku landsins. Aathuganir í þess
um efnum hafa annars vegar ver
ið í 'höndum sérstakrar nefndar,
Stóriðjunefndar, sem skipuð var
af iðnaðarmálaráðherra 5. maí
1961, en hins vegar í höndum
Raforkumálaskrifstofunnar.
Hinn 14. nóvember 1964 skilaði
Stóriðjunefnd ítarlegri skýrslu
til ríkisstjórnarinnar um alumin-
iumverksmiðju og stórvirkjun,
en þar eru störf nefndarinnar
og gangur viðræðna við erlend
aluminiumfyrirtæki rakin fram
ti* þess tíma. Skýrslu þessari
fylgdu allmörg fylgiskjöl, er
einkum fjalla um raforkumál og
srtórvirkjanir. Skýrsla þessi á-
samt fylgiskjölum var afhent
öllum alþingismönnum sem trún
aðarmál skömmu síðar, og eru
þær allar birtar hér rrreð sem
fylgiskjöl. Einnig var þingmönn-
um afhent framhaldsskýrsla
Stóriðjunefndar um málið, er
dagsett var 6. fébrúar 1966.
Það voru meginniðurstöður
skýrslu Stóriðjunefndar frá 14.
nóvember 1964, að aðstaða væri
fyrir hendi til að ná viðunandi
samningum um byggingu alu-
miniumverksmiðju hér á landi,
er gæti skapað fjárhagslegan
grundvöll stórvirkjunar við 3úr-
fell. Einnig virtist unnt að afla
nægilegs lánsfjár erlendis til
slíkrar virkjunar, en ástæða
væri til að ætla, að verulegur
hluti lánsfjárins fengist hjá Al-
þjóðabankanum. Varðandi nán-
ari greinargerð fyrir þessum við
horfum vísast til skýrslu nefnd-
arinnar, sem prentuð er hér með
sem fylgiskjal L
Á grundvelli fyrrnefndrar
skýrslu Stóriðjunefndar ákvað
ríkisstjómin, að haldið skyldi
áfram viðræðum við hið sviss-
neska fyrirtæki, Swiss Alumini-
um Ltd., svo og Alþjóðabankann
er leitt gætu í ljós endanlega,
hverra kosta gæti verið völ fyr-
ir íslendinga í þessum efnum.
Fyrstu fundirnir fóru fram dag-
ana 14.—17. desember í Zúrioh,
en í þeim tóku þátt bæði fulltrú-
ar frá Swiss Aluminium og
sendinefnd frá Alþjóðabankan-
um. Af hálfu íslenziku rikis-
stjómarinnar tóku þátt í við-
ræðunum dr. Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri, formaðúr Stór-
iðjunefndar, Eiríkur Briem, raf-
magnsveitustjóri, og Steingrím-
ur Hermannsson, framkvæmda-
stjóri Rannsóknaráðs ríkisins, en
þeim til aðstoðar voru Hjörtur
Torfason, lögfræðingur og dr.
Gunnar Sigurðsson, verkfræð-
ingur. Annar fundur með sömu
aðilum var haldinn í Washing-
ton fyrstu vikuna í marz þessa
árs, og voru fulltrúar íslenzku
ríkisstjómarinnar þá hinir sömu
og áður. Þriðji fundurinn var
svo haldinn dagana 31. marz og
1. apríl í Reykjavík, en til þess
fundar komu aðeins fulltrúar
frá Swiss Aluminium. Forustu í
þeim viðræðum af hálfu ríkis-
stjórnarinnar hafði Jóhann Haf-
stein, iðnaðarmálaráðherra, en
að öðru leyti tóku sömu menn
þátt í viðræðunum og áður að
viðbættum Brynjólfi Ingólfssyni,
ráðuneytisstj óra. Loks dvaldist
svo sendinefnd frá Alþjóðabank-
anum í Reykjavík dagana 12._____
22. apríl, en hún vann að loka-
athugunum Alþjóðabankans varð
andi Búrfellsvirkjun.
Allir þessir viðræðufundir hafa
orðið til þess að skýra mjög við-
horf í málinu, enda þótt loka
samningar hafi að sjálfsögðu
ekki getað farið fram og mörg
atriði séu enn óútkljáð. Verður
nú fyrst gerð grein fyrir helztu
atriðum, sem fram hafa komið
í þessum viðræðum, en síðan
verður gefið heildaryfirlit yfir
■ ar ■
efnisatriði málsins, eins og það
nú stendur.
Viðræðumar
síðan í desembei
Þegar Stóriðjunefnd gaf
skýrglu sína 14. nóvember 1964,
stóðu mál þannig að samkomu-
lagsgrundvöllur virtist hugsan-
legur við Swiss Aluminium um
byggingu 30 þús. tonna verk-
smiðju hér á landi, er keypti
raforku frá Búrfellsvirkjun
samkv. löngum orkusölusamn-
ingi. Svissneska fyrirtækið hafði
frá upphafi lagt áherzlu á það,
að það fengi raforku fyrir 8,6
aura eða 2 mill kWst., ef verk-
smiðja af þessari stærð ætti að
teljast hagkvæm hér á landi. Af
nefndarinnar hálfu var hins veg-
ar talið, að raforkuverðið þyrfti
að vera hærra, og taldi hún á-
stæðu til að ætla, að svissneska
fyirtækið fengist til að hækka til
boð sitt upp í 10,75 aura eða 2,5
mill á kWst., ef til alvarlegra
samninga kæmi. Það var meg-
intilgangur þeirra viðræðna, sem
fram fóru í Zúriah í desember,
að kanna hvaða samningum yrði
unnt að ná í þessum efnum.
í þessum viðræðum féllst
Swiss Aluminium á að raforku-
verð hækkaði upp í 10,75 aura
(2,5 mill) á kWst., en jafnframt
greiddi verksmiðjan fastan skatt
á tonn af aluminium, er væri í
samræmi við venjulega skatt-
lagningu á íslandi. Hins vegar
lögðu forstöðumenn fyrirtækis-
ins höfuðáherzlu á það, að slík
hækkun raforkuverðs væri ekki
samrýmanleg hagkvæmum
rekstri, nema unnt væri að
stækka verksmiðjuna tiltölulega
fljótlega upp í 60 þús. tonna árs-
afköst. Óskaði fyrirtækið ein-
dregið eftir því, að samnings-
bundinn réttur til slíkrar stækk
unar yrði fyrir hendi frá upp-
hafi. Eftir viðræðurnar í Zúrich
voru þessi nýju viðhorf tekin til
athugunar. Var sérstaklega reynt
að athuga, hvaða áhrif það hefði
á raforkukerfið, ef aluminium-
verksmiðjan yrði stækkuð innan
fárra ára upp í 60 þús. tonna árs
afköst. Lagði Stóriðjunefnd sér-
staka skýrslu um þetta mál fyrir
ríkisstjómina 6. febrúar 1965, en
hún fylgir hér með sem fylgi-
skjal II. Niðurstaða hennar var
sú, að það væri hagkvæmt að
byggja Búrfellsvirkjun í tveim-
ur áföngum í stað fjögurra, sem
áður hefðu verið ráðgerðir, og
sejja frá henni orku til alumin-
iumverksmiðju, er hefði 60 þús.
tonna ársafköst og einnig yrði
byggð í tveimur áföngum. Hin
örari uppbygging raforkukerfis-
ins eftir þessum leiðum mundi
m.a. skapa tækifæri til bygging-
ar annarrar stórvirkjunar fljót-
lega eftir Búrfellsvirkjun á
sterkum efnahagslegum grund-
velli.
Um þessi mál var frekar rætt
í viðræðum þeim, sem fram fóru
í Washington í byrjun marzmán-
aðar. Var þá m.a. á það bent af
hálfu íslendinga, að erfitt væri
fyrir þá að taka á sig þá óvissu
sem samningsbundinn réttur
Swiss Aluminium til stækkunar
upp í 60 þús. tonn mundi hafa
í för með sér. Mundi það þýða
miklu örari stækkun Búrfells-
virkjunar en ella, en aðstæður
gætu breytzt, þannig að slíkt
yrði erfiðleikum bundið. í sam-
bandi við þetta bentu fulltrúar
Alþjóðabankans á, að réttur
Swiss Aluminium til handa til
þess að stækka verksmiðjúna
mundi á engan hátt greiða fyrir
lántökum til virkjunarinnar,
nema um skuldbindingu væri að
að ræða. Ef fyrirtækið féllist
hins vegar á, að gerður yrði fast-
ur samningur um orkukaup til
60 þús. tonna verksmiðju, er
byggð yrði í áföngum, enda væri
þegar í upphafi gengið frá aJlri
lánsfjáröflun til 210 MW Búr-
felLsvirkj unax. Töldu fulltrúar
Afþjóð aba nk a ns, að bankinn
mundi verða reiðubúinn til þess
að auka lánveitingar til virkj-
unarinnar, svo að þetta yrði
kleift. Swiss Aluminium félist
fyrir sitt leyti á þessa tillögu
Alþjóðabankans, enda gæti
stækkunin upp í 60 þús. tonna
ársafköst farið fram í tveiimur
áföngum, er yrðu 16 þús. tonn
hvor.
Umræðum um þetta efni var
svo haldið áfram á fundum þeim,
sem haldnir voru í Reykjaví'k 31.
marz og 1. apríl s.l. og varð þá
samkomulag um það, að gengið
yrði út frá byggingu 60 þús.
tonna verksmiðju í þremur á-
föngum. Er nánar gerð grein
fyrir niðurstöðu þessara við-
ræðna hér á eftir. Á öllum þeim
þremur fundum, sem nú hefur
verið drepið á, var rætt um ým-
is önnur atriði, svo sem s’katta-
mál, lengd samninga, endurskoð
unarákvæði o.s.frv. Hefur þótt
heppilegast að draga saman nið-
urstöður þessara viðræðna allra
í eitt yfirlit, þar sem greinilega
komi fram öll helztu efnisatriði,
sem um hefur verið fjallað í við-
ræðum milli aðila síðan í des-
ember 1964.
Yfirlit um stöðu
viðræðna við
Swiss
AEuminium
1. Grundvallarskipulag
verksmiðjunnar.
Gert er ráð fyrir því, að hér
verði komið upp aluminium-
bræðslu til vinnslu á breinmálmi
úr aluminiumoxydi og öðrum
innfluttum hráefnum. Mun
Swiss Aluminium setja hér á
stofn dótturfélag til að byggja
og reka slíka verksmiðju, er
verði skrásett hér á landi sam-
kvæmt islenzkum hlutafélögum.
Swiss Aluminium mun sjá um
útvegun á öllu því fjármagni,
sem þarf til byggingar og rekst-
urs verksmiðjunnar, framleiðslu
hennar, útvegun á hráefnum og
sölu á afurðum. Er til þess ætl-
azt af hálfu íslendinga, að verk-
smiðjan verði jafnan rekin með
fullum afköstum eftir því sem
tæknilegar aðstæður leyfa, nema
sérstakir markaðsörðugleikar
komi til.
Stofnkostnaður aluminium-
bræðslu hér á landi með um 60
þús. tn. afköstum er áætlaður
sem næst 60 milljónum banda-
rískra dollara, eða sem svarar
2.500 milljónum íslenzkra króna.
Búast má við þvi, að fé þetta
verði að verulegu leyti lagt fram
í formi hlutafjár, eða allt að
helmingi. Annars stofnfjár verð-
ur að líkindum aflað með mark-
aðslánum í Sviss eða annars
staðar og með bundnum lánum
frá þeim aðilum, sem selja munu
tæki til verksmiðjunnar. Ráðgert
er, að Swiss Aluminium leggi
fram svo til allt hlutafé verk-
smiðjufélagsins. Það hefur þó
í athugun þann möguleika að fá
annað aluminiumfélag til- sam-
starfs um venksmiðjuna sem
minnihlutaeiganda í verksmiðju
félaginu, og áskilur Swiss Al-
uminium sér rétt til að semja
við slíkan samstarfsaðila með
samiþykki íslenzkra yfirvalda.
Að öðru leyti er ráðgert, að
hlutafé Swiss Aluminium og
hvers konar samningsréttindi
þess hér á landi verði ófram-
seljanlegt nema með samþykki
íslenzkra yfirvalda.
Verksmiðjufélagið yrði stofn-
að samkvæmt íslenzkum lögum,
sem fyrr segir, og yrði jafnframt
áskilið, að stjóm þess hafi að-
setur sitt hér á landi. Verður
það því innlent félag í hvoru
tveggja þessu tilliti. Swiss Al-
uminium er auk þess reiðubúið
að fallast á það fyrir sitt leyti,
að stjórn félagsins verði skipuð
íslenzkum ríkisborguruim aS
meirihluta til, en venja er víða
um lönd og áskilja slíkt um fé-
lög, sem stofnuð eru með er-
lendu hlutafé. Loks er gert ráð
fyrif því, að islenzka ríkisstjórn-
in flái beina aðild að stjóm fé-
lagsins, hvort sem um hlutafjár-
framlag verður að ræða af hálfu
íslendinga eða ekki, og eigi til
dæmis jafnan sem svarar tveim-
ur fulltrúum af sjö í stjórn fé-
lagsins.
Starfsgrundvöllur slíks fyrir-
tækis hér á landi er háður því,
að hægt sé að útvegá því næga
raforku við samkeppnishæfu
verði. Talið er, að verksmiðjan
muni þurfa sem næst 15 þús. k
Wst. af raforku fyrir hvert tonn
af málmi, sem þar verður fram-
leitt. Má búast við því, að orku-
kostnaður verksmiðjunnar verði
um 10—15% af heildarfram-
leiðslukostnaði, eða um 30% af
því verðmæti, sem bætt er við
hin innfluttu hráefni á þessu
framleiðslustigi. Þessi orka þarf
að vera stöðugt fyrir hendi, þann
ið að það afl, sem verksmiðjan
þarf að hafa til ráðstöfunar, nýt
ist væntanlega ekki minna en
sem svarar 8000 stundum á ári.
Gert er ráð fyrir þvi, að verk-
smiðjunni yrði látin þessi orka
í té frá Búrfellsvirkjun og sam-
tengdum virkjunum samikvæmt
sérstökum orkusölusamningi er
yrði uppistaðan í væntanlegum
samningum íslendinga við hinn
erlenda áðila. Með samningnum
yrði verksmiðjunni tryggð tiltek
in hámarksorka til langs tíma
og yrði verksmiðjufélaginu jafn-
framt gert skylt að greiða fyrir
ákveðið lágmarksmagn raforku
á ári hverju, hvort sem það nýt-
íst í verksmiðjunni eða ekki.
Með þessu móti er hægt að
tryggja hinni fyrirhuguðu Lands
virkjun fastar tekjur af orku-
að fjáröflun til virkjunarfram-
kvæmda hennar.
2. Staðsetning verksmiðjunnar.
í viðræðum við Swiss Alumin-
um hefur verið gerð ítarleg at-
hugun á mörgum staðsetningar-
möguleikum fyrir verksmiðjuna.
Hefur ríkisstjómin talið það
mjög æskilegt, að hægt yrði að
staðsetja verksmiðjuna þar sem
hún gæti stuðlað að auknu jafn-
vægi í byggð landsins. Það hef-
ur hins vegar komið ótvírætt í
ljós á síðustu fundum aðilanna,
að óhjákvæmilegt verður af
fjárbagslegum ástæðum að stað-
setja verksmiðjuna við sunnan-
verðan Faxaflóa, ef hana á að
byggja hér á landi á annað borð.
Hafa fulltrúar Swiss Aluminium
tekið það skýrt fram, að verk-
smiðjan þyrfti að fá mun hag-
stæðara raforkuverð, ef stað-
setja ætti hana utan þessa svæð-
is, þar sem stofnkostnaður henn-
ar yrði þá hærri og önnur að-
staða erfiðari. Á hinn bóginn
hafa fulltrúar Alþjóðabankans
bent á, að íslendingum yrði nauð
synlegt að fá hærra raforkuverð
í þessu tilfelli, þar sem stofn-
kostnaður raforkukerfisins yrði
'þá meiri. Á þetta sérstaklega við
um verksmiðjustæðið á Gáseyri
við Eyjafjörð, sem einkum hefur
verið talið koma til greina, en
ýmsa aðra staði hefur auk þess
orðið að útiloka vegna of mikils
tilkostnaðar við hafnargerð.
Af þessum ástæðum er nú gert
ráð fyrir því, að verksmiðjan
yrði staðsett við Straumsvík fyr
ir sunnan Hafnarfjörð, sem er
mjög ákjósanlegur staður í
flestu tilliti. Búizt er við, að þar
megi koma upp allgóðri höfn
fyrir þau 10-—20 þúsimd tonna
skip, sem annast mundu flutn-
inga að og frá verksrniðjunni,
með tiltölulega litlum tilkostn-
aði. Sérstök vegagerð vegna
verksmiðjunnar yrði að sjálf-
sögðu ónauðsynleg, og. nægilegt
vatn til starfrækslunnar er að
finna í næsta nágrenni staðarins
eða jafnvel á verksmiðjulóðinni
sjálfri. Aukakostnaður við lagn-
ingu háspennulína til verksmiðj-
unnar verður óverulegur, þar
sem notast má við háspennulín-
una til Reykjavíkur svo til alla
leið. Vegna hins óbyggða og ó-
ræktaða umhverfis er við þvi
búizt, að hægt verði að stilla
kostnaði af hreinsun á útblást-
urslofti verksmiðj unnar mjög í
hóf. Loks er þess að gæta, að
ekki verður teljandi þörf á sér-
stökum byggingum yfir starfs-
fólk verksmiðjunnar á þessum
stað, þar sem gera má ráð fyr-
ir, að starfsfólk verksmiðjunnar
á þessum stað, þar sem gera má
ráð fyrir, að starfsfólkið yrði yf-
irleitt búsett í Reykjavík, Kópa-
vogi eða Hafnarfirði. Starfslið
verksmiðjunnar er ekki svo fjöl-
mennt, að ástæða sé til að ætla,
að gera þurfi sérstakar ráðstaf-
anir í byggingarmálum í Reykja
vík og nágrenni þess vegna.
Enda þótt ekki hafi tekizt að
koma viðræðum um aðra stað-
setningu verksmiðjunnar á þessu
stigi á raunhæfan grundvöll, hef
ur það komið skýrt fram af
hálfu fulltrúa Swiss Aluminium
í viðræðum um möguleika á
starfrækslu norðanlands, að fé-
lagið mundi vera reiðuibúið til
að taka þátt í byggingu og
rekstri aluminiumverksmiðju á
Norðurlandi í helmingafélagi
við íslenzka aðila ef ríkisstjórn-
in hefði hug á því að koma upp
slíku fyrirtæki á síðara stigi til-
dæmis á næstu 10—15 árunru
Mundi Swiss Aluminium þá jafn
framt reiðubúið til að láta slkri
verksmiðju í té viðskiptalega og
tæknilega aðstoð með sanngjörn-
um kjörum.
3. Stærð verksmiðjunnar.
Niðurstaða viðræðnanna hefur
orðið sú svo sem áður greinir
að rétt sé að miða við, að sam-
ið verði þegar í upphafi um 60
þúsund tonna verksmiðju, er
byggð verði í tveimur eða þrem-
ur áföngum. í fyrsta áfanga
verði byggð ein 30 þúsund tonna
keraröð, er væntanlega geti tek-
ið til starfa í árslok 1968 eða á
árinu 1969. Síðan verði verk-
smiðjan stækkuð um Vi kera-
röð, ekki síðar en þremur árum
frá þvi, að fyrsti áfangi tæki
tiil starfa. Þriðji áfanginn mundi
svo bætast við þremur árum
síðar, í síðasta lagi, og yrði þá
fullum afköstum náð. Gert er
ráð fyrir því, að styttra geti orð
ið á milli áfanga, ef um bað
verður samkomulag milli aðila.
Ekki er þó við því búizt, að síð-
ari áfangar verksmiðjunnar geti
báðir tekið til starfa fyrr en á
3. eða 4. starfsári í fyrsta lagi.
Samið verður þannig um bygg
ingu verksmiðjunnar í 1. áfanga,
að hann verði fullbyggður á
þeim tíma, sem 1. áfangi Búr-
fellsvirkjunar, 105 MW, er til-
búinn til afhendingar á raforku,
Á þeim tíma verður verksmiðm-
félagið skuld'bundið til að greiða
fyrir það lágmarksmagn raforku,
sem því er skylt að kaupa tii
þessa áfanga, hvort sem hann er
þá tilbúinn til starfrækslu eða
ekki. Sami háttur yrði hafður á
um síðari, áfanga verksmiðjunn-
ar. Verðúr félagið í hvert sinn
skyldað til að greiða fyrir það
lágmarksmagn, sem svarar til
orkuþarfar þess áfanga, hvort
sem á því þarf að halda eða
ekki.
Um byggingu verksmiðjunnar
í 1. áfanga er þess að gæta, að
hún tekur mun styttri tíma en
bygging 1. áfanga Búrfellsvirkj-
unar. Er við því búizt, að ekki
þurfi að hefja byggingu verk-
smiðjunnar fyrr en 1—IV2 ári
eftir að hafizt er handa um Búr-
fellsvirkjun. Ástæða verður þvi
til að krefjast þess, að Swiss
Aluminium leggi fram geymslufé
eða aðra fullnægjandi tryggingu
fyrir því að það muni standa við
skuldbindingu sína um byggingu
verksmiðjunnar. Fulltrúar Swiss
Aluminium hafa talið sig reiðu-
■búna til að fallast á slíkt skilyrði
og hafa einkum rætt þann mögu-
leika, að félagið léggi fram trygg-
ingu sína í formi bankaábyrgðar,
4. Orkukaup og orkuverð
Það er grundvallaratriði f
skipulagi verksmiðjunnar. sem
fyrr segir, að fyrirtækið geri
samninga úm föst kaup á raf-
orku til langs tíma og skuldbindi
sig með þeim til að greiða fyrir
tiltekið lágmarksmagn raforku á
ári hverju, hvort sem það nýtist
í verksmiðjunni eða ekki. Er við
iþví búizt, að fyrirtækið verði
þannig skyldað til að greiðá fyrir
a. m. k. 450 millj. kwst. á ári
vegna 1. áfanga og 900 millj,
kwst. á ári eftir að verksmiðjan
er fullbyggð. Leyfileg hámarks-
notkun verksmiðjunnar verðL þá
á sama hátt 530 og 1060 kwst. ^
Framhald á bls. 23