Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 6
6 MORC U N BLAÐIÐ Sunfiudagur 30. maí 1965 t FREDERIK Nielsen útvarps- stjóri á Grænlandi hefur gert Mbl. þann greiða að rita fyrir blaðið fréttabréf og birtist hér hið fyrsta þeirra. Ekki er að efa að marga mun fýsa að fylgjast með því sem gerist hjá nágrönnum okkar, Græn lendingum, ritað af innborn- um Grænlendingi, þótt hann sé af evrópsku bergi brotinn. í LOK aprílmánaðar nú í ár fengu íbúarnir í Scoresbysundi heimsókn af sendinefnd frá V- Grænlandi. Sendinefndin var skipuð meðlimum verzlunar- nefndar landráðsins og embætt- ismönnum landsstjórnarinnar í Godtháb. Ferðin var farin um ísland fram og til baka. Fjörðurinn Scoresbysund er stærsti f jörður í veröldinni. Hann var heimsóttur þegar á 7. öld af hollenzkum hvalföngurum, en nafn sitt hlaut hann eftir skozku hvalföngurunum, föður og syni, er báðir bárum nafnið William Scoresby. Scoresby yngri kort- lagði fjarðarsvæðið um það bil árið 1S2Ö. Árið 1924 undirbjó hinn þekkti danski heimskauta- könnuður Ejnar Mikkelsen stofn- un eskimóanýlendu við mynni fjarðarins. Árið eftir komu fyrstu íbúarnir, um það bil 70 manns, frá Angmagssalik. Eftir 40 tímabii hefur íbúafjöldinn vaxið upp í um það bil 400 manns, sem býr á þrem stöðum. íbúamir lifa fyrst og fremst af selveiðum og hafa góða af- komu- og tekjumöguleika með sölu selskinna. Lengra inni í firð- inum eru einnig veiddir náhvalir. Bjamdýraveiðar eru einnig tals- verðar. Moskusuxar em inni í landi, en dýrin eru friðuð, en ibúunum er leyfilegt að veiða ákveðna tölu af uxunum nokk- um tíma að haustinu. Vegna borgaríssins er sigling mjög miklum erfiðleikum háð á þessum slóðum og getur aðeins átt sér stað mánuðina júlí og ágúst. En í aprílmánuði er flog- ið þangað frá Reykjavík með flugvélum Flugfélags íslands, sem lenda á ísnum úti fyrir bæn- m Flugsamgöngumar Flugsamgöngumar í Grænlandi verða stöðugt mikilvægari fyrir samband Danmerkur og Græn- lands, svo og fyrir samband bæjanna innbyrðis í GrænlandL Flugvöllurinn í Syðri-Straum- firði er miðpunktur fyrir flugið milli Grænlands og Kaupmanna- hafnar og flugið innanlands fer fram með flugvélum af tegund- unum Katalina og Otur. I>essar flugvélar verða nú leystar af hólmi með nýtízku þotuþyrlum, sem A/S Grönlandsfly fær frá Sikorsky flugvélaverksmiðjunum í Bandaríkjunum. 1 Godtháb er verið að byggja þyrluvöll og íbúðarhús fyrir starfsmennina og í hinum ýmsu bæjum úti um landið hefur einnig verið unnið að byggingu viðeigandi lending- arstaða. Um þessar mundir eru þyrlurnar í reynsluflugi og í byrjun júnímánaðar munu þess- ar þyrlusamgöngur hefjast opin- berlega. Miðpunktur flugsamgangnanna í sýðsta hluta Grænlands er Narssarsuak í Skovfirði, en þar er jafnframt bækistöðin fyrir ís- körmunarflugið. Það fer að öllu jöfnu fram með íslenzkum flug- vélum. Flugsamgöngurnar 'við Ang- magssalik í Austur-Grænlandi • Að þéra Kona nokkur á Akureyxi bið- ur Velvakanda fyrir opið bréf til Björns Bjarnasonar um þér ingar. Hún skrifar: £g las sauntal Morgunblaðs- ins við yður og þar sá ég, að þér morg undanfarin ár hafið fylgt þeirri góðu og gömlu reglu að þéra nemendur yðar. En mér sárnaði er ég las, að nú hefðuð þér gefizt upp, þar eð allir hefðu alltaf sagt þú. — Hvílíkur undur og ódæmi! Er alls óleyfilegi að taka að- eins örfáar mínútur frá námi í hverri kennslustund, til þess að kenna nemendum almenna kurteisi? — Viljið þér nú ekki reyna eítt árið enn, og hætta við að gefast upp, þér ynnuð þá þarft uppeldisstarf, öðrum kennurum til fyrirmyndar. Kær kveðja frá gamalli — en nú gleymdri kunningjakonu á NorðurlandL fer fram um bandaríska flug- völlinn við Kulusuk (Kap Dan). Samgöngurnar við Thule í nyrsta hluta Grænlands fara fram um hinn mikla flugvöll Bandaríkja- manna sem þar er. Veiðar og útgerð Síðastliðinn vetur gengu sel- veiðarnar mjög vel í þeim hluta Grænlands, þar sem hafið er ísi lagt á þeim tima. Vegna hins háa heimsmarkaðs á selskinnum hafa veiðarnar < orðið selföngurunum góð tekjulind. Sem kunnugt er hafa þorsk- veiðarnar í Grænlandi brugðizt á tveim síðustu árum. Frá árinu 1962, sem varð metaflaár. 'hafa þorskveiðarnar v e r i ð m e ð minnsta móti þrátt fyrir stöðuga • Tengsl milli viðmælenda Mig undrar ekki þó þessari norðlenzku konu hafi hnykkt við er hún las þessi ummæli. Sjálfur hugsaði ég: Jæja, nú er síðasta vígið fallið! Björn Bjarnason búinn að gefast upp líka og farinn að þúa. Og mér fannst eftirsjá að því. Samt sem áður er ég sjálfur löngu búinn að gefast upp. Kurteisi eða dónaskapur? Ég þarf að nota málið til að kom- ast í samband við annað fólk, láta það flytja á milli okkar skoðanir og tilfinningar. Og hvernig á maður að vera í sam- bandi við fólk, sem hrekkur frá, af því það finnur sig van- kunnandi um þéringar. Ef við blaðamennirnir mund- um t.d. koma vaðandi niður í eitthvert skipið og byrja á þvi að þéra næsta mann, þá mundi aldrei verða úr því nokkurt samtal, heldur aðeins nokkur þvinguð og kurteisleg orða- skipti. Engar upplýsingar og fjölgun veiðiskipannan. Menn hafa óttazt, að þorskurinn væri um það bil að hverfa frá strönd- um Grænlands sökum hins lága hitastigs í sjónum, sem verið hef- ur hin síðari ár, en fiskifræð- ingarnir geta enn sem komið er ekki sagt neitt ákveðið um það. En það lítur út fyrir að ástand- ið fari batnandi eftir því sem þorskveiðamar fram til þessa gefa til kynna. Frá 1. janúar til 1. maí nú í ár hafa veiðamar numið tæpum 900 tinnum, sem er um 46,7% aukning miðað við sama tímabil 1964, en er þó samt minna en árið 1936. En með þeim afla, sem verið er að landa þessa dagna, er óhætt að reikna með því, að aflinn verði meiri en á sama tímabili árið 1063. Fisk- veiðarnar hafa fram til þessa að- eins farið fram á þeim svæðum sem íslaus em, þ.e.a.s. við suður- hluta Vestur-Grænlands og að nokkru við Angmagsalik í Aust- ur-GrænlandL Af öðrum fiskveiðum, sem ein- hverja þýðingu hafa, má nefna rækjuveiðamar, en veiðitímimn er rétt hafinn. Vorveiðarnar á loðnu (angmagsat) og steinbít eru einnig nýlega hafnar. Fram til þessa hafa þorskveið- amar að mestu farið fram í fjörðunum og við strendumar með litlum fiskibátum, en nú er lagt kapp á að byggja stærri skip, sem geti stundað veiðar úti á fiskibönkunum, sem enn eru auðugir af þorski. Þó er á það bent af hálfu fiskifræðinganna, að hinar miklu veiðar erlendra togara á þessum svæðum kunni smátt -og smátt að hafa í för með sér verulega skerðingu á fiskistofninum. Þetta mál verður til umræðu nú í vor í hinni al- þjóðlegu fiskimálaráðstefnu í Halifax. Byggingamál Eitt af slagorðunum í hinu nýja Grænlandi er þéttbýlið. íbúarnir á litlu stöðunum eru hvattir til þess að flytja til þeirra staða, sem byggðir eru upp til að ekkert skemmtilegt spjall. Og þetta gildir ekki aðeins við höfnina, heldur nær alls staðar núna. Ég er á löngum tíma bú- inn av. læra, að það er meiri möguleiki til þess að ég fæli ekki fólk frá mér í upphafi samtals okkar, ef ég umsvifa- laust þúa það en ef ég er kurt- eis og þéra það. Það er nú staðreyndin í málinu. Og því á ég um tvennt að velja, og tek þann kostinn, sem betur gagnar þeim tilgangi sem samræðun- um er ætlaður — að flytja skipti á upplýsingum og mynda tengsl milli viðmælenda Hitt er svo annað mál, að ég hefði heldur kosið að geta þérað ókunnuga, án þess að þvinga þá. Og varðandi þá uppástungu bréfritara að kenn ari eigi að eyða nokkrum mín- ntiim af kennslustundinni í að kenna nemendunum kurteisi, þá er það út af fyrir sig afar fallegt — en ekki til nokkurs hlutar. Af hverju? Af því að þarna er um hálfvaxna ungl- inga að ræða, sem ekki lærðu Þotuþyrla í GrænJandi. Frederik Nielsen taka á móti íbúaaukningu. Og það ánægjulega er, að þegar hafa ekki svo fáir smástaðir ver- ið lagðir niður. Það er mikið byggt á þeim stöðum, sem eiga að vaxa, en bygging íbúðarhúsa hefur enn ekki haldizt í hendur við fjölgun íbúanna. Grænland er nr. 1 i heiminum miðað við íbúafjölg- un. Höfuðstaðurinn Godtháb hef- ur á fáum árum vaxið svo, að hann telur nú 5 þúsund íbúa, og íbúarnir munu verða 12 þúsund árið 1975. Bygging einbýlishúsa hefur svo til verið hætt, en í staðinn eru byggð sambýlishús með mörgum íbúðum. Nú er verið að byggja 6 hæða hús, sem verður með 120 íbúðum, og á komandi árum mun þeim fara fjölgandi. Godtháb, 12. maí 1965. Frederik Nielsen. að þéra í uppvextinum, vegna þess að foreldrar þeirra kunnu ekki heldur að þéra, svo þeim væri það eðlilegt. Og þegar þessir unglingar fara að ala upp sín böm, hörfar öll fjöl- skyldan umsvifalaust frá, ef einhver skyldi verða eftir, sem þérar. Mér þótti semsagt sorglegt að heyra, að heiðursmaðurinn Bjöm Bjarnason væri líka bú- inn að gefast upp, eins og við öll hin — en varla er hægt að undrast það. • Ég er ekki íslenzkur Morgunblaðið fékk dálítið ó- venjulegt bréf um daginn. Það var a.m.k. langt að komið, með frímerkjum með krókódíla- myndum og áletrunin Argen- tína. Sendándinn heitir Gaspar Ballarini og hann skrifar: Heiðraði herra, Ég er ekki íslenzkur, en það er nú svo, að ég er að læra að tala og skrifa íslenzku. Ég þakka yður, senda þér mig einn Morgunblaðið — Virðingar- fyllst G. Ballarini. ps. Ég tala spænskur. Hann hlýtur að þykja skrýt- inn fugl í sínu landi, þessi mað- ur sem tekur upp á því að leggja á sig allt þetta erfiði til að læra að skrifa íslenzku Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- im vér einnig rafhlöður fyrir leifturlýós, segulbönd, smá- mótora o. fl. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.