Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 31
Sunnudagur 30. max 1965 MORGUNBLADID 31 Síldarrannsóknarleið- angur Ægis út af V-N- og Austurlandi ' í gær barst Mbl. eftirfarandi fréttatilkynning frá fiskideild- inni um rannsóknarleiðangur Ægis, út af Vestur- Norður- og Austurlandi á dögunum. Leiðangursins hefur verið get- ið að nokkru í fréttum undanfar- ið, og verður hér því aðeins stiklað á stóru um helztu niður- stöður hans Hafísinn, fyrir Vestfjörðum reyndist ekki nær en í meðalári. Aftur á móti var mikill ís fyr- ir Norðurlandi, eins og vænta mátti, allt austur að Kolbeins- ey, en þar fyrir austan varð ekki yart við ís allt að 120 sjómílur norður af Melrakkasléttu. Um hitadreifinguna í sjónum er í stórum dráttum það að segja (sjá skýringarmynd 1), að fyrir Vesturlandi var hiti í með- allagi, þ.e. 6-7°. Fyrir Norður- landi vestanverðu gsetti áhrifa íssins, og var sjávarhiti í yfir- borðslögunum þar 0-1°, eða um 3° undir meðallagi. Neðan við 50 metra dýpi var sjávarhiti á sömu stöðum allt að 4-5°, sem er meðalhiti. Þessa sjávar gætti einnig yfir landgrunninu austar á svæðinu. En að öðru leyti var ástandið fyrir Norðurlandi aust- anverðu á annan veg háttað. Þar var sjávarhiti einnig yfirleitt um 0° og allt niður í 1,8° undir frost marki. Er það 3-4° undir meðal- lagi. En hér virðist ekki vera um áhrif íss í næsta nágrenni að ræða, heídur er pólstraum- urinn, sem nefndur er Austur- Islands straumur, óvenju kaldur. Hefur svo lágt hitastig ekki mælst í sjónum á þessum slóð- um þau s.l. 16 ár, sem rannsóknir þessar hafa verið gerðar. Straum urinn nær allt frá yfirborði sjáv- ar niður í 150-200 metra dýpi. Á skýringarmynd 2 má sjá sam- aniburð á útbreiðslu þessa kalda sjávar í 50 metra dýpi í meðal- ári og í vor. Áihrif Austur-ís- lands straumsins eru greinilega mjög mikil að þessu sinni. At- hyglisvert er, að engan is var að sjá í þessum kaldx sjó. Þörungamagn í hafinu vestan Íslands virtist mjög lítið, nema alveg upp við landið. Aftur á móti var talsvert þörungamagn fyrir öllu Norðurlandi og einnig í Austur-íslands straumnum djúpt út af norðaustanverðu landinu. Rauðuátumagn var alls staðar mjög lítið vestan Melrakkasléttu en á djúpmiðum út af norðaust- anverðu landinu var talsverð áta á stóru svæði. Þá var einnig tals verð rauðáta út af Austfjörðum norðanverðum. Síldar varð fyrst vart hinn 21. maí um 190 sjómílur ANA af Langanesi. Torfurnar voru þarna í austurjaðri Austur-íslands straumsins eins og greinilega kemur fram á skýringarmynd 2. Hinn 22. maí fundust allmargar torfur um 130 sjómílur austur af Langanesi, og hafði sá hluti síld- argöngunnar þá gengið inn í kalda sjóinn. Fyrsta veiði sum- arsíldarvertíðarinnar fékkst á þessu svæði tveimur dögum síð- ar eða hinn 24. maí. Hinn 25. og 26. maí fundu síldarleitarskipin Hafþór og v.s. Ægir svo margar stórar torfur 76 sjómílur og 56 sjómílur út af Dalatanga eins og skýringarmynd tvö sýnir. Virð- ist þannig vera óvenjumikið síld armagn á stórum torfum á all- stóru svæði austur og ANA af landinu. Athuganir á sýnishomi, sem tekið var af fyrstu veið- inni sýna, að hér var einkum um síld af norskum uppruna að ræða. Næstu daga mun síldar- lei’tarskipið Hafþór fylgjast með síldargöngunni út af Langanesi og hinn 1. júní mun v.s. Pétur Thorsteinsson einnig hefja síld- arleit. Þá mun v.s. Ægir fara í aðra rannsóknaferð hinn 1. júní og verða þá endurteknar rann- sóknir út af Vestur- Norður- og Austurlandi áður en hinn sam- eiginlegi fundur norskra, rúss- neskra og íslenzkra haf- og fiski- fræðiriga hefst á Seyðisfirði hinn 21. júní. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 Bifreiðavarahlutir 8 Kæliskápar 5 Önnur heimilistæki 5 Þingnefnd sú, sem fjallaði um tillögu forsetans, ákvað í s.l. viku að ganga feti framar, en hann hafði gert ráð fyrir, og fella niður að auki sölu- skatta að upphæð 900 milljón ir dala, og fella þá alveg nið- ur í einu lagi söluskatt af bif reiðum. Munu bifreiðaeigend- í DAG kl. 15 verður opnuð i húsakynnum Handíða og myndlistarskólans að Skip- holti 1 sýning á tei-kningu barna. Er hér um að ræða teikningar, vaxkrítarmyndir og litmyndir, alls um 60 tals- ins, sem 40 börn hafa teiknað. Flestar myndanna eru gerð- ar af börnum úr Mýrarhúsar- skóla undir handleiðslu aðal- teiknikennara skólans, Arth- urs Ólafssonar, en hann er nemandi í teiknikennaradeild Handíða og Myndíistarskól- ans. Auk þess eru myndir eft- ir börn úr æfingadeild Hand- íðaskólans og Myndlistar- skólans. Eru flest börnin, sem myndir eiga á sýningunni á aldrinum 10 til 12 ára, en einnig eru myndir eftir yngri nemendur. Á fundi með fréttamönnum sagði Kurt Zier, að sýningin gæfi góða hugmynd um teikn ingar barna, þegar ímyndun- arafl þeirra væri frjósamt og teikni og tjáningarhæfileikar þeirra nytu sín einna bezt. Sýningin verður opin til þriðjudags eftir hvítasunnu milli kl. 14 og 22 daglega. Á myndinni sést Kurt Zier skóla stjóri með eina barnateikniu* una. ur hafa lagt hart að þingnefnd inni í því efni. Gert er ráð fyrir, að frum- varpið verði tekið til af- greiðslu í fulltrúadeildinni snemma í júní, en nokkru síð ar í öldungadeildinni, þar sem gert er ráð fyrir harðari um ræðum um málið. Ottawa, 29. maí — AP Forsætisráðherra Indlands, Lal Bahadur Sjhastri, kemur í fimm daga opinbera heim- sókn tii Kanada 10. júní n.k. „Leikritið IViinkarnir64 BÓKAFORLAG Helgafells hefur nýlega sent á markaðinn nýtt leikrit eftir Erling E. Halldórs- son, sem hann nefnir „Minkarn- ir“. Leikritið er í tíu myndum og koma þar við sögu margar persónur. Bókin er 149 bls., prerit uð í Víkingsprenti. „Minkarnir" eru þriðja leikrit Erlings E. Halldórssonar, þeirra sem prentuð hafa verið. Fyrsta leikritið hér „Dómsmálaráðherr- ann sefur“ og kom út 1961, en tveimur árum seinna kom svo „Reiknivélin“, en það leikrit var jafnframt sýnt af leikflokkum Grímu sama ár. Einnig hafa kafl- ar úr þeirri sýningu verið kvik- myndaðir. Erlingur E. Halldórsson hefur um árabil unnið að leiklist, bæði sem höfundur og leikstjóri. Hef- ur hann stjórnað fjölda sýninga hjá leikfélögum víðsvegar um landið, og auk þess hefur hann dvalizt ytra við nám og þjálfun, m.a. við Brecht-leikhúsið i Berlín. HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Si lOÖ GERIÐ SKIL í DAG I DAG, sunnudag, verður skrifstofa happdrættis Sjálf- stæðisflokksins opin frá kl. 10 —12 f.h. og kl. 14—18 e.h. — Nú líður óðunt að því, að dreg ið verði í þessu stórglæsilega happdrætti. Með því að kaupa miða fyrir aðeins 100 krónur eignist þér ntöguleika á pví að hreppa vinning. Dregið verður um tvær handarískar fólkshifreiðir af gerðinni Ford Fairlaine, að verðmæti santtals 660 þús. kr. Er óhætt að fullyrða að hér sé um að ræða glæsilegasta bílahapp- drætti ársins. Auk þess, sem miði veitir möguleika á happdrættisvinn ingi, vinnst einnig það, að þér styðjið baráttu Sjálfstæð isflokksins í landsmálum. Notið tírnann í dag og gerið skil. Sírni happdrættisins er 1 71 00. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.