Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. má 1965 Kristín Magnús: llm námið í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins — og rangfærðar sögusagnir um skólann S V O virðist sem Sigurður A. Magnússon sé ekki alls kostar ánægður með núverandi náms- tilhögun í Leiklistarskóla Þj óð- leikhússins. Að sögn fræðimanns ins fer nú sama og engin kennsla fram í skólanum, t.d. er engin kennsla í taltækni. Einnig verða kennararnir oft að leggja niður kennslu svo mánuðum skipti vegna anna við hlutverk í Þjóð- leikhúsinu. Þó eru þessi frávik ekki sök kennaranna sjálfra né heldur má sakfella þá fyrir nið- urlægingu skólans, því hér er verið að deila á skólastjóra og aðra forráðamenn, sem enga þekkingu eða menntun hafa í leiklist. Að sjálfsögðu er svo ávöxturinn af 14 ára starfi ömur leiga rýr og skólinn í heild þjóð- inni til skammar. Þetta er í stór- um dráttum þær þungu ákærur, sem Sigurður A. Magnússon ber skólann. Menn mættu nú ætla að þegar jafn veigamikið mál sem þetta er tekið til meðferðar, þá hafi ákærandi að sjálfsögðu rannsak- að málið alveg niður í kjölinn, aflað sér þeirrar raunhæfu þekk- ingar, sem völ er á, og síðan geti ákærandi skýrt, hvernig málin ættu að vera, ef rétt væri á haldið. Nei, þannig aflar okkar æru- verðugi ákærandi sér ekki fróð- leiks. Sögusagnir og ágizkanir, sem ekki eiga við rök að styðj- ast, eru fræðimanninum meira að skapi. í uppjiafi voru ákærurn ar byggðar á sögusögnum Har- alds Björnssonar, leikara og fyrrverandi kennara, en þar sem tveir vetur eru nú liðnir síðan hann hætti að kenna við skólann, hefur fræðimaðurinn látið ‘sér lynda að nota ágizkanir sem uppi stöðu í ákærur sínar. Þessi aðferð við rannsókn í ákærumáli var notuð fyrr á öldum, eða á tímum galdraofsókna og hindurvitna. í nútíma menningarþjóðfélagi eru það STAÐBEYNDIR, orð sem hægt er að sanna með rökum, sem almenningur trúir á og not- ar til uppbyggingar í leit sinni að fræðslu. Til útskýringar máli mínu er hér smá dæmi: Ákær- andi segir orðrétt í grein sinni „Um' Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins" rituð í Morgunblaðið þann 12. maí sl.: „Þannig fer t.d. ekki fram kennsla í undirstöðu- atriðum eins og taltækni.“ Nú vilja nemendur í L.Þ. halda því fram, að ein aðalnámsgrein þeirra í vetur hafi verið taltækni og að kennari þeirra, Gunnar Eyjólfsson, leikari, hafi notað mjög ákveðnar kennsluaðferðir. Eru þessar kenningar og kennslu aðferðir í taltækni notaðar við nokkurn annan leiklistarskóla? Jú, þetta sama kerfi er notað í stærsta leiklistarskóla Bretlands, Royal Academy of Dramátic Art í London. Þess má geta, að það hefur tekið Breta nokkra manns- aldra að finna sem nákvæmust svör við því, hvernig kenna eigi taltækni. Þrátt fyrir þessar óve- fengjanlegu staðreyndir má vera, að • okkar æruverðugi ákærandi og fræðimaður, Sigurður A. Magnússon, vilji enn fullyrða, að ekki fari fram kennsla í und- irstöðuatriðum eins og taltækni við Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins. í stað rangfærðra sögusagna og ágizkana vil ég nú koma með staðreyndir. Hvað í raun og veru fer fram í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins í dag. Nauðsynleg undirbúnings- menntun í leiklist Allar aðalnámsgreinar, sem kenndar eru í Royal Academy of Dramatic Art, eru kenndar í Leik listarskóla Þjóðleikhússins. Kennslustundir í R.A.D.A. eru sex, fimm daga vikunnar í tvö ár, en tvær til þrjár kennslu- stundir, sex daga vikunnar í þrjú ár hjá L.Þ. Þetta sýnir að R.A. D.A. er stofnaður sem fullgildur skóli (heilsdags skóli) en L.Þ. ekki. Nú má að sjálfsögðu at- huga, hvort ekki sé tímabært að breyta stofnskrá skólans, eða jafnvel stofna einn ríkisleiklistar skóla í stað þeirra tveggja leik- listarskóla, sem eru starfandi hér í borg. En það er algjör óþarfi að svívirða þann leikskóla sem nú er rekinn á vegum Þjóðleikhúss- ins. Miðað við fjölda kennslu- stunda lætur skólinn fyllilega í té það, sem ætlazt er til, eða með öðrum orðum, kennsla fer fram í öllum undirstöðuatriðum til menntunar leikara í leiklist. Svo er það annað mál, hvort nemandi fær nnægilega margar kennslu- stundir í hverri námsgrein til þjálfunar í gefnum verkefnum. Kennarar Aðalkennarar í vetur voru fimm að tölu og aukakennarar fjórir. Kennsla fór fram í tólf námsigreinum. Aðalkennararnir að undanskildum Einari Krist- jánssyni, -söngvara, hafa hlotið menntun í leiklist hjá tveimur stærstu leiklistarskólum í Lond- on, (R.A.D.A. og Central School of Speech and Drama). Ákær- andi, Sigurður A. Magnússon, fullyrðir að „niðurlæging skól- ans“ sé ekki sök kennara. Hvern- ig er hægt að koma með svona fullyrðingu af manni, sem aldrei hefur kynnt sér, hvernig við kennarar högum kennslunni? „Niðurlæging skólans" gæti ver- ið sök okkar kennaranna vegna vanþekkingar og lélegra kennslu aðferða. Kenningar, sem ég lærði í improvisation hjá Charles Maro witz í In-Stage Workshop, sviðs- tækni hjá Peter Barkworth í R.A.D.A. og hreyfingar hjá fjöl- mörgum starfandi kennurum í London, geta verið eintóm vit- leysa og ekki komið að neinu haldi í menntun leikara hér á landi, þó þessar kenningar séu viðurkenndar góðar á mörgum stöðum erlendis. Hvort núverandi kennarar í L.Þ. „taka námið al- varlega" eða ekki, getur sá einn dæmt um, sem setið hefur í tím- um og jafnframt verður að gera þá‘ kröfu, að sá hinn sami maður beri fullt skyn á kenningar og kennsluaðferðir, sem notaðar eru í viðurkenndum erlendum leik- listarskóla í dag. Ákærandi dæmir og mjög harð lega, að fyrir getur komið, að kennaraskipti eigi sér stað í ein- hverri námsgrein. Nú hefur þessa þrjá vetur, sem ég hef kennt við skólann, aldrei verið skipt um kennara, nema að fyrirlögðu ráði. Kennaraskipti eiga sér mjög oft stað í ýmsum námsgreinum, sem kenndar eru við R.A.D.A. og þykir það auka á þekkingu nemenda í þeim námsgreinum. En að sjálfsögðu eru vissar tækni námsgreinar, sem varhuga-vert er að skipta oft um kennara í, og myndi ég segja, að full tillit sé tekið til þess í L.Þ. Nemendur Um leið og fræðimaður vor, Sigurður A. Magnússon, heldur þvi fram að ekki sé veitt nauð- synleg undirbúningsmenntun í leiklist í L.Þ. hefur hann sagt, að um níu starfandi leikarar hjá Leikfélagi Reykjavíkur hafi ekki hlotið menntun í leiklist og séu þar með „þjóð sinni til skamm- ar“. Þessu get ég ekki verið sam- mála. Margir af þessum leikur- um, s#m og fleiri leikarar, er útskrifast hafa frá L.Þ., eru álitn ir mjöig góðir leikarar af leik- húsgestum, samstarfsfólki og sér fróðum möíinum. Þeir nemendur, sem útskrifuð ust í fyrravor frá 1..Þ. hafa allir verið svo lánsamir að hafa feng- ið hlutverk. við leikhúsin í vetur. Ég er ekki óánægð með frammi- stöðu þeirra, þó að sjálfsögðu vanti þá reynslu. Hvaða leiklist- arskóli útskrifar nemendur, sem hafa reynslu að baki sér? í viðleitni ákæranda vors, Sig- urðar A. Magnússonar, að svara fyrirspurn núverandi nemanda í L.Þ. segir meðal annars: „vona ég að háttvirtir níu nemendur láti sér röksemdirnar lynda, þó þær kunni að stangast á við hug- myndir þeirra um fullgildan leik listarskóla.“ Nei, „röksemdir“ fræðimannsins stangast ekki á við „hugmyndir nemanda. 1 fyrsta lagi finna nemendur lítil rök í skrifum háttvirts fræði- manns, en mikið af hugmyndum, sem nægja myndu í sögur. í öðru lagi þurfa nemendur ekki á hugmyndum að halda um leik- listarskóla, þeir eru í leiklistar- skóla. í þriðja lagi gerðu núver- andi nemendur í L.Þ. sér ljóst, áður en þeir sóttu um inngöngu, að skólinn er ekki rekinn sem fullgildur skóli (heils dags skóli) þar sem kennslustundir eru að- eins tvær til þrjár sex daga vik- unnar. Stjórn og skólastjóri „Niðurlæging skólans* á svo' að sjálfsögðu að vera sök skóla- stjóra og annarra forráðamanna, að sögn fræðimannsins. Ég get ekki lýst vantrausti á stjórn forráðamanna L.Þ. Allar námsgreinar, sem taldar eru nauðsynlegar í undirbúnings- menntun leikara, eru kenndar við skólann. Skólastjóri hefur valið aðalkennara, sem hlotið hafa menntun í leiklist frá tveimur þekktustu leiklistarskólum Bret- lands og sem þar af leiðandi hafa lært undir sama kennslukerfi. Einnig hef ég alla tíð fundið mik- inn áhuga hjá skólastjóra til að bæta og efla allan aðbúnað skól- ans. Tillögur, sem verða mættu skólanum til bóta, hafa ávallt verið teknar til gaumgæfilegrar athugunar af skólastjóra. Eftir fimmtán ára reynslu hefur skóla- stli óri að sjálfsögðu aflað sér þekkingar í starfi. Sérmenntaðir menn í stjórn leiklistarskóla hafa verið fáir hér á landi fyrir fimmtán árum og eru enn. Orsök og afleiðing níðskrifa um L.Þ. Hver er orsök þeirra níðskrifa, sem skrifuð hafa verið um L.Þ. undanfarna tvo vetur? Á fundi þeim, sem Haraldur Björnsson sagði upp stöðu sinni sem kenn- ari við skólann, kom það greini- lega í ljós, að hann sagði upp starfi vegna þess, að honum var ekki úthlutað ákveðnu hlutverki í leikriti þann vetur. Ég var við- stödd þennan fund ásamt fleiri kennurum, sem geta borið vitni orðum mínum til sönnunar. Það er að vissu leyti skiljanlegt, að Haraldur vildi ekki eyða sínum dýrmæta tíma eingöngu við kennslustörf, en þær svívirðing- ar, sem hann hefur látið dynja yfir L.Þ. eru af allt öðrum tOiga spunnar en raunverulegri óá- nægju með starfsemi skólans. í rauninni aötti það að efla þró- un leiklistar á íslandi að gamall maður horfir reiður um öxl. Þessi mikli leikari gæti bent okkur á það sem betur mætti fara í leik- listarmálum, en sú gagnrýni yrði að vera byggð á heiðarlegum og heilbrigðum grundvelli. Þær sví- virðingar sem skrifaðar hafa ver ið um Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins eiga ekkert skylt við orð ið gagnrýni. Hver er svo afleiðing níðskrif- anna? Óheilbrigt andrúmsloft sem gæti valdið stöðnun í fram- för leiklistar á íslandi. — Eskimóar á Isafirði Framhald af bls. 10 Ég hitti Ejnar Mikkelsen og Ebbe Munck í Reykjavík fyrir skömmu og rifjuðum við upp- endurminningar frá því, þegar þeir komu til ísafjarðar fyrir 40 árum. Ég fullyrði, að at- burður þessi, koma Eskimó- anna til ísafjarðar, er einn eftirminnilegasti, sem ég hef lifað. Allt var þetta indælis iólk, sem gaman var að kynn- ast. Scores'bysund er nyrzti bær Grænlands, og hef ég séð margt um bæinn skrifað í dönskum blöðum. Þar segir Ejnar Mikkelsen frá því, að hann fari ekki einn til Scores- bysund í ár. Skipsdrengurinn frá því fyrir 40 árum verði einnig með, en það er sendi- herrann í Thailandi, Ebba Munok. Sjálfur er Mikkelsen nú 85 ára. Ég á ýmsar gamlar myndir frá þessum tíma, og vafalaust eru þær í fárra höndum, og því gaman að prenta þær i Mbl. á ný. ísfirðingar eru enn mitt fólk, og þegar ég kem til ísafjarðar, eru margir sem heilsa mér oig segja: Vertu velkomin heirn, sagði frú T'hyra að lokum. Fr. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.