Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 30. maf 1965 EFTIR ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON SÍÐASTLIÐIÐ haust gafst mér kostur á að heimsækja Libanon, eitt af Arabalöndun- um við botn Miðjarðarhafsins, og dvelja í landinu í vikutima í boði ferðaskrifstofu rikisins þar (National Office og Tour- ism). Með í ferðinni var blaðamaður frá Luxembourg. Tveir umboðsmenn Loft- leiða, Robert Mehrabien i Beirut og Einar Akrann 1 Luxembourg, höfðu milli- göngu um ferðina og veittu aðstoð hvor á sínum stað. Ferðinni héðan var fyrst heitið til Luxembourgar með þeim glæsilega farkosti „Vil- hjálmi Stefánssyni“. Enginn verður svikinn af að kynnast Einari Akrann og samstarfsmanni hans Jean- Pierre Thill í Luxembourg. „Þú og ferðafélaigi þinn, Arthur Colback frá Luxem- burger Wort farið með Lux- air til Parísar, en þaðan með LIA til Beirut“, sagði Akrann, „en á morgun fer Thill hérna með þig í bílnum sínum og sýnir þér landið.“ Luxembourg er lítið land, en sannarlega þess virði að það sé skoðað. Það er margt vit- lausara fyrir íslendinga, sem fljúga með Loftleiðum til Luxemborgar — og ætla það- an áfram — að staldra við einn til tvo daga í landinu. Hæglega er hægt að aka um það þvert og endilangt á ein- um degi, upp með þýzku landamærunum, yfir að þeim belgisku og suður til þeirra frönsku. Að vísu er ekki ör- uggt að það skarti alltaf því- líkri litadýrð haustsins sem í þetta sinn, en ég trúi ekki að nokkur verði fyrir vonbrigð- um. • LUXAIR Ferðamenn komast mjög auðveldlega á klukkutíma frá Luxembourg til Parísar, svo er Luxair fyrir að þakka. Luxair er lítið flugfélag, jafnvel á ís- lenzkan mælikvarða. Það á aðeins eina flugvél, Fokker Friendship, sömu tegundar og Flugfélag íslands hefur nú keypt. En Luxair gerir sann- arlega sitt með þeirri einu vél, — flýgur flesta daga kvölds og morgna til Parísar og til baka og um miðjan dag- inn til Frankfurt í Vestur- Þýzkalandi. Auk þess er ein ferð í viku til Palma og Nizza. • MEÐ LIA FRÁ PARÍS LIA — Lebanesa Inter- national Airways — notar Boeing-þotu á flugleiðinni París-Milano-Beirut, og er ekki nema fjóra klukkutíma í förum. Þjónustan þar um borð er sérstaklega elskuleg og viðurgerningur allur til fyrirmyndar. Nei, þeir fæla örugglega ekki frá þá far- þega, sem einu sinni hafa ferðazt með þeim. Annars er samkeppnin á þessari flug- leið mjög hörð. Mörg stærstu flugfélög heims halda uppi áætlunarflugi þangað og flug- völlurinn í Beirut er árlega notaður af yfir 80 erlendum fluigfélögum auk hinna fjög- urra, sem í landinu eru. • NOKKRAR SVlPMYNDIR Hér verður ekki gerð til- raún til að lýsa Libanon, eða þjóðinni, sem byggir það sér- stæða land, til nokkurrar hlít- ar, heldur aðeins brugðið upp nokkrum svipmyndum úr vikudvöl í landinu. — Fyrstu kynnin lofuðu sannar- lega góðu — við Arthur Col- back vorum sammála um, gð hjartanlegri móttökur hefð- um við aldrei fengið við kom- una til nokkurs erlends lands. • BEIRUT — GÖMUL BORG OG NÝ Ég komst fljótt að því að ég hafði gert mér rangar hug- myndir um Beirut. Að sönnu vissi ég, að vestræn menning hafði fyrir löngu sett svip sinn á borgina, en ég hélt að hún bæri miklu meiri austur- landasvip en hún gerir og borgarbragurinn væri allt annar. Þetta er nýtízku borg í mjög örum vexti — meira að segja svo örum að ekki hefur gefizt tími til að full- gera götur Og gangstéttir út- hverfanna frekar en hér í Reykjavík. Þar getur hvar- vetna að líta nýjar stór- byggingar, fullgerðar eða í smíðum. Mest eru þetta fjöl- býlishús og svo hótel og skrif- stofubyggingar. Það vekur athygli hve öll þessi hús eru stílhrein og létt yfir þeim. Þeir þurfa örugglega ekki að skammast sín fyrir arkitekt- úrinn þar. Seinna fengum við að vita, að þegar borgin fór að vaxa svo ört, sem raun er á, hafa verið gerðar sér- stakar ráðstafanir til þess að heildarsvipur hennar yrði fagur — og að í húsunum sé sameinuð ítölsk og austur- lenzk byggingarlist. Þessi fyrstu kynni af land- inu sýndu, að hér voru engir fátæklingar að byggja — og seinna fengum við líka stað- fest að í landinu ríkir hin mesta velmegun. En Beirut, sem telur um 600 þús. íbúa, er einnig göm- ul borg — og í þeim hluta borgarinnar tvinnast saman á sérstæðan hátt nýi tíminn og sá gamli. Bílamergðin er mik- il, og hvergi hef ég á einum stað séð jafnmargar bílateg- undir og aðra eins keyrslu. Og þetta er um allt, ekki að- eins í miðborginni heldur einnig allt út í úthverfin. Undravert er hversu hratt mennirnir keyra í öllum þess- um þrengslum. Og hávaða- samari umferð hef ég aldrei kynnzt, þar blandast saman hemlaískur og hornablástur, því flautan er ekki spöruð. • TALAZT VIÐ MEÐ HLJÓÐMERKJUM Og það sem mig furðaði mest var, hve snurðulaust umferðin gekk. Að sjálfsögðu eru hér umferðarlög eins og annars staðar, en bílstjórarn- ir héldu ekki síður í heiðri sín eigin lög, sem þeir fóru eftir. Áberandi var, hve mikinn þátt þeir áttu sjálfir í stjórn um- ferðarinnar með handabend- ingum og flautunni. Kom það ekki sízt í ljós í umferðinni á þjóðvegunum. Ég hafði það stundum á tilfinningunni, að þeir bókstaflega töluðust við með hljóðmerkjum. En innan um öll þessi ósköp birtast svo við og við menn eins og aftan úr grárri forneskju með körfur á baki eða aðrar byrðar, sem þeir hafa slegið um 61, sem síðan er spennt fram yfir ennið. Þeir lögðu * óhikað út í um- ferðina og komust hindrunar- laust yfir götuna án minnstu fyrirhafnar. Þá bregður og fyrir konum í sari og með andlitsblæjur, mönnum með hinn sérstæða arabíska höfuðbúnað og gömlum „arabahöfðingjum" í skósíðum kuflum með rauð fes á höfði. • I MOSKUNNI MIKLU Fyrir manh, sem aldrei hefur komið í mosku fyrr, er mjög athyglisvert að heim- sækja moskuna miklu í Beir- ut. Hún er upphaflega reist af Rómverjum, var kirkja á tímum krossfaranna, en síðan gerðú Arabarnir hana að musteri Múhameðs. Allir verða að draga skó af fótum sér áður en gengið er þar inn. Þar er fjöldi manna að ræða Frá baðstað í útjaðri Beirut. Þar fá.menn notið sólar og blííðviðris mikinn hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.