Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. jíiní 1965 ORGUNBLAÐIÐ ^ SYRTLINGUR, snikjugosio frá Surti, heldur stöðugt áíram og herðir sig heldur. Um hvítasunnuhelgina var bjart veður og fagurt, svo það sást langt að. Á hvítasunnu- dag gátu Vestmannaeyingar séð alla leið að heiman frá sér, þegar lát varð á gosinu, að eyja var búin að skjóta upp kollinum og mynda svo lítinn kúf. En á annan í hvíta sunnu var sá kúfur horfinn ofan í gíginn, en eftir var kraginn í kring, enda gjallið og askan enn sem komið er ákaflega laust efni. Hefur gosið hert sig og rifið sig upp gegnum eyjuna. Töldu sumir Vestmannaeyingar að þeir hefðu fundið jarðskjálfta- kipp seint á hvítasunnukvöld og gæti það staðið í sambandi I fjörunni á Surtsey. Horft á gosið í Syrtiingi. Ljósm. Sigurgeir. yrtlingur sig við sprengingu i gígnum, en jarðskjálftamælirinn í Reykja vík mældi engan kipp. Síð- degis í gær hafði svo aftur hlaðizt upp skeifumynduð eyja opin til suðurs, 10 m. á.hæð. Á annan hvítasunnudag var ákaflega kyrrt veður og bjart og stóðu gufubólstrarnir af gosinu beint upp í loftið og breiddu sig þar út, eins og risastórt hvítt kálhöfuð á himninum. Þetta sást langt að. Ljósmyndari blaðsins í Vestmannaeyjum fór út að gosinu með lóðsbátnum og tók myndir. Sænskir sjón- varpsmenn voru þar að taka kvikmyndir, menn frá björg- unarsveitinni í Eyjum að setja upp bjarghringi og stjaka, til notkunar ef einhver félli í Gosið í Syrtlingi var kröft- ugt og í eitt skipti sást hvar svartur öskústrókurinn stóð samfelldur í nokkrar mínútur nokkur hundruð metra upp í loftið. Annars komu svartar öskutrjónur upp, að því er ':¦¦¦> •:>'-' W--¦¦¦'¦.¦ ¦ Þessa mynd tók Adolf Hansen þegar Syrtlingur var að byrja aS gjósa. gjár eða sjóinn, og arkitekt og formaður Surtseyjarfé- lagsins að ganga frá vali á stað undir húsið, sem er í smíðum í Eyjum og verður sett upp innan skamms í eyj- unni, enda eiga að vera þar verðir í sumar. virtist úr tveimur gígum, en hurfu svo í hinn mikla hvíta gufumökk. Strax og hverri hrinu linnti, mátti sjá hvernig sjórinn sogaðist ofan í gíginn og fossaði að úr öll- . um áttum — alveg eins og þegar Surtsey var að fæðast. USSR sendir nýja flaug til mánans — talib, oð nýju forskoti sé náb, takizi tilraunin — fyrri tilraun mistókst Askan streymlr upp i nýju gosstöðvunum. Myndin er tekin í Surtsey. Vestmannaeyjar í baksýn. Moskva, 8. júní — AP-NTB 1 dag var skotið á loft í Sovétríkjunum nýrri eld- flaug, „Luna 6", sem ætlað mun að lenda á mánanum. Takist tilraunin, er talið, að Sovétríkin hafi enn á ný náð forskoti á sviði geimsiglinga. Tilkynningin um geimskot- ið var birt skömmu eftir, að forseti Sovétríkjanna, Anast- as Mikoyan, hafði fært Banda ríkjamönnum hamingjuóskir í tilefni af geimferð þeirra McDivitts og White. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að ætlunin sé að láta „Luna 6" lenda á mánanum, og senda þaðan myndir til jarðar. Staðfesting hefur þó ekM feng- izt á þessu. Minnt er hins vegar á, að sá hafi verið tilgangux til- raunar, sem gerð var fyrir mán- uði, en mistókst. Þá var tilkynnt, að reynt yrði á nýjan leik, inhan skamms. Ekki hefur verið sagt frá því, hvaðan „Luna 6" var skotið á loft. Hins vegar segir fré/ttastof- an TASS, að hér sé um að ræða lið í áætlun Sovétríkjanna um könnun himingeimsins. „Luna 6" er búin sjálfVirkum vísindatækjum. Er flaugin hafði náð um 1000 km hæð, skömmu eftir hádegi í dag (ísl. tími), var frá því skýrt, að hún væri því sem næst á réttri braut, og öll tæki í bezta lagi. Þá hafði þeg- ar verið hafizt handa um að vinna úr upplýsingum, sem bor- izt höfðu. Margþrepa eldflaug var notuð við geimskotið. STAKSTEINAR Tíminn og skattamálin t ritstjórnargrein Timans i gær er rætt um skattamálin og full- yrt, að ofsköttun á öllum sviðum í tíð Viðreisnarstjórnarinnar sé höfuðorsök verðbólgunnar. Þar segir m. a.: „Halldór E Sigurðsson rakti það í eldhúsdagsræðu sinni, hvernig ofsköttunarstefnian hefur leitt til dýrtíðar, sem reynt hef- ur verið að mæta með auknum niðurgreiðslum. Þannig leiðir of- sköttunin til niðurgreiðslna, nið- urgreiðslurnar svo til nýrra skattaálaga, og þannig koll af kolli. Til niðurborgana var variff 115 millj. kr. árið 1958, en nai er varið til þeirra á f járlögum 543 millj. kr. Hækkunin er hvorki meira né minna en 330%. Hér er þó ekki öll sagan sögð, þvi að fjölskyldubæturnar má einnig telja til niðurgreiðslu á dýrtíð- inni, enda reiknaðar ttl frádrátt- ar á framfærsluvísitölunni. Dýr- tiðin hefur átt megintþátt i því að hækka útflutningsuppbætur landbúnaðarins o. s. frv. Ofsköttunarstefna ríkisstjórnar imnr hefur þannig leitt til stór- felldrar dýrtíðar og vixlhækk- ana, og ríkisstjórnin virðist erig- in ráð sjá önnur en að halda áfram á þessari braut. Hún er orðin þreytt stjórn og úrræða- laus og hefur ekki áhuga á öðra en hanga við völd, hvernig sem allt veltist. Slík stjórn getur ekki leitt til annars en glundroða og upplausnar". Gamall Tímasiður Við lestur þessarar ófögru lýs- ingar hljóta menn að minnast þess, að sárafáir alþingismenn hafa borið fram fleiri tillögur en einmitt Halldór E. Sigurðsson, þar sem krafizt er stóraukinna útgjalda ríkissjóðs á flestum sviðum, án þess þó að þess sé að nokkru getið, hvernig f jár eigi að afla til þeirra. Og að gömlum Timasið, þá er sá háttur á hafður um alla talnameðferð að taka ekki tillit til breytts verðlags, cn þess konar samanburður er auð- vitað með öllu óraunhæfur. — Tímaliðinu fer illa að tala nm ofsköttun, því að aldrei hafa skattaálögur verið óréttlátari og miskunnarlausari en einmitt Þeg- ar núvemndi formaður Fram- sókmarflokksins, Eysteinn Jóns- son, fór með fjármál ríkisins. Sundraður henti- stefnuflokkur Einkar háfleyga lýsingn i Framsóknarflokknum gat að líta í Degí á Akureyri fyrir skömmo. Þar segir m.a.: „Framsóknarfl. er sprott- inn úr íslenzkum jarðvegi og er megmstefna hans byggð á því að setja vinnu og þekkingu f öndverðu en gera f jármagnáð að þjóni. Samvinnustefnan og hug- sjónir ungmennafélaganna er kjarni hennar". Enda þótt samviniuuhreyfingin hafi víða um heim náð góðum árangri varðandi vörudreifingu í strjálbýli, þá verður ekki með góðu móti séð á hvern hátt er unnt að byggja á henni þjóð- málastefnu heils stjórnmála- flokks. Þetta hefur hvergi sann- ast betur en einmitt á Framsókn- arflokknram, en hann hefur ávallt rekið einstæða hentistefnn í flestum málum og komið fram af meira ábyrgðarleysi en nokk- ur stjórpmáliaflokkur annar á ts- landi. Foringjar þessa flokks- ræksnis jafnt sem óbreyttir flokksmenn ern nm flest svo sundurþykkir, að flokkurinn get- ur ekki einu sínmi samið ein- földustu stefnusrá í allra helzta þjóðmálum, án þess að hún sé svo loðin, að hana megi skílja á a.m.k. þrjá vegu í öllum megin- atriðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.