Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 17
Miðvikuctagur 18. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Sigtirður Samúelsson prófessor: Hjarta og æöasjúkdómar og orsakir þeirra Eftirfarandi grein birtist í nýju hefti af „Hjartavernd“ og er birt hér xneð leyfi höfundar: HJARTA- og æðasjúkdómar eru nú lang algengasta dánarorsök- in með þjóð vorri, og gerast þeir sjúkdómar mannskæðari með hverju árL Þótt vér höfum enn ekki náð nágrannaþjóðum okkar hvað tíðni dauðsfalla af þessum orsökum viðkemur, mjókkar það bil með ári hverju, *vo að láta mun nærri að við séum sem stendur um 10% lægri ( dánartölu þessara sjúkdóma en þær. Samkvæmt íslenzkum heil- briigðisskýrslum hafa hjartasjúk- dómar aukizt um 75% á tuttugu- áratímabilinu 1041-61, og er þar dánartala hjartasjúkdóma miðuð ■við 1000 lifendur. Við nánari at- hugun eru fyrst og fremst krans- seðaájúkdómarnir, sem hafa margfaldazt, og aðallega á síð- asta áratugnum. Augljóst er því, að þessi „farsótt“, ef svo má segja, er seinni til að ná sér niðri á íslendingum en nágranna þjóðum vorum. Öllum læknum og vísinda- mönnum, sem glíma við orsakir þessa svæsna sjúkdóms er það Ijóst, að þær eru mangþættar og margslungnar. Efst eru á dag- *krá breyttar lífsvenjur svo sem: Kyrrsetustörf. Reykingar. Aukin líkamsþyngd. Aukin tíðni háþrýstings, sykur sýki og fitu í blóðL , Aukin fita í fæðunnL Ættgengi. Kyrrsetustörf Láta mun nærri að aðeins röskur helmingur þjóðarinnar vinni nú hörðum höndum eða ■tundi erfiðisstörf. Er það eitt mikil breyting frá því sem var fyrir -40-50 árum, er um fjórir fimmtu hlutar þjóðarinnar stund uðu erfiðisstörf. Gjörbreyting befur einnig orðið með aðbúnað allan, svo sem hlý og góð húsa- kynni, skjólgóð föt og mildari veðráttu. Allt þetta dregur úr orkuþörf líkamans og hitaein- ingaþörf hans úr fæðunni. í>ví miður minnkar ekki matarlyst fólks við ofangreind gæði og góðar aðstæður, og þar sem fitu innihald fæðunnar virðist hafa aukizt á síðari áratugum, en það atriði ræði ég nánar síðar, er eðlilegt að margir stækki á þver- veginn, sem ekki gæta sín. Ég vil taka fram, eins og ég hef áður gjört opinberlega, að þeir sem vinna erfiðisstörf brenna að jafnaði allri þeirci fitu, sem þeir borða og þurfa því ekki að velja mat sinn með til- liti til þessa. Aftur á móti ber þeint helming þjóðarinnar, sem kyrrsetustörf stunda, að vera á varðbergL Jteykingar Enginn hugsandi maður dreg- ui lengur í efa, að reykingar eru hættulegár æðakeríi og lungum, enda mun það fullsannað. Til eru frá Bretlandi og Bandaríkjunum nákvæmar skýrslur, sem sýna að þeir, sem til lengdar reykja tuttugu cigarettur eða fleiri á dag, hafa helmingi meiri tíðni kransæðasjúkdóms og dauða af þeim völdum, heldur en þeir «em reykja ekki. i Landspítalan- um héfur verið athugaður 100 nnánna hóþur kransæðasjúklinga og komizt var að líkri niður- stöðu. Aukin líkamsþyngd Öflum élf ljóst að mikil Ifkams- þyngd sökum fitu hefux í för með sér mikið álag á hjarta- og æðakerfi, og reyndar sleppur ekkert líffæri við raun, ef um offitu er að ræða. Hverjum ein- um sem fitnar um of, ber skylda til sjálfs sín og’ fjölskyldu sinn- ar vegna, að megra sig og halda líkamsþyngd sinni sem næst því, sem eðlilegt er talið. Takist það ekki af eigin rammleik þá leita læknisráða. í þessu sambandi þarf að leggja áherzlu á, að grípa skal sem fyrst til varnarráðstafana gegn offitu, vegna þess, að því léttara er við hana að losna, því skemur sem hún hefur staðið, og. þá veldur hún líka óverulegum breytingum á líffærunum, sem jafna sig fljótlega, þegar líkams- þyngdin er komin í rétt horf. Hafi hinsveigar offita staðið um áratug eða lengur, geta verið komnar sjúklegar breytingar í hjarta- og æðakerfi, jafnvel þótt einkenni þess séu ekki farin að láta á sér bera. Erfiðasti hjallinn er þó sú mikla þrekraun, sem slíkur einstaklingur verður að ganga í gegnum til að ná af sér spikinu, og verður það vart gjört nema á sjúkrahúsum, þar sem læknar leita bæði líkam- legra og andlegra orsaka offit- unnar. Háþrýstingur, sykursýkl og fita í blóði Þegar rannsakaðir eru hópar fólks, kemur í ljós að á síðustu áratugunum fer tíðni háþrýst- ings mjög í vöxt. Læknar eru sammála um að háþrýstingur hef ur í för með sér aukna tíðni kvilla frá hjarta oig æðakerfi. Er því mikils virði að háþrýstingur sé greindur sem fyrst og áður en tjón hefur af hlotizt, enda þá hægt að beita hann lækningaað- gerðum. 1 þeim löndum, þar sem fram- kvæmdar hafa verið rannsóknir á fólki með tilliti til hjarta og æðasjúkdóma og samtímis gjörð- ar rannsóknir varðandi sykur- sýkL hefur komið á daginn, að þeir sem haldnir eru kransæða- sjúkdómi hafa hærri tíðni sykur- sýki, bæði á leyndu og greini- legu stigi, heldur en þeir sem ekki hafa einkenni um kransæða sjúkdóma. Er þetta freistandi við fangsefni og langt frá því að öll kurl séu komin til grafar. Þegar talað eru um fitu í blóð- inu er venjulega átt við fituefni sem heitir „cholesterol", sem læknar nota til ákvörðunar, meðl annars vegna þess hve auðvelt er mæla það. Einnig eru gerðar mælingar á ýmsum fitusýrum í blóði, sem notaðar eru samtím- is cholesterolmælingum á flest- um sérhæfðum rannsóknarstof- um. Hækkun cholesterolfituefn- is í blóði er talin hafa í för með sér tilhneigingu til hjarta- og æðasjúkdóma og aukinnar tíðni þeirra. Finnist hækkun cholester ols í blóði verður að beita varn- arráðstöfunum, svo sem breyt- ingu á mataræði og öðrum lækn- isaðigerðum. Aukin fita í fæðunni Hér á landi er til ráð að nafni manneldisráð. Frá árunum 193«- 1940 eru til skýrslur um mann- eldisrannsóknir, sem sýna að um og yfir 40% af orkumagni fæð- unnar er fengið frá fitunni. Mun þetta að líkindum hærri tala en þá gerðist með nágrannaþjóðum okkar. Síðan munu ekki hafa birzt skýrslur frá manneldisráði, en óskandi væri að slík skýrslu- gerð hæfist aftur um svo nauð- synlegan þátt rannsókna hverju þjóðarbúL Sigurður Samúlesson Ekki þarf að ætla að fitumagn fæðunnar hérlendis hafi minnk- að, heldur aukizt og skulu færð rök að þvL í Morguniblaðinu þ. 14/3 1965, birtist grein með töflu um neyzlu nokkurra landbúnaðarafurða ár- in 1934, 1950 og 1960 á íslandi og nokkrum löndum í Evrópu og Bandaríkjunum. Birtist hún hér með leyfi höfundar (Gunnars Bjarnasonar, ráðunauts). a.m.k. hjá þeim hluta þjóðarinn- ai, sem léttari störfin stunda. Ættigengi Það uggvænlegasta við tíðni dauðsfalla af völdum kransæða- sjúkdóms er það, áð fyrir því verða karlar á bezta aldri, um og yfir fertugt, og er aukningin hvað mest á áratugunum 40-50 ára og 50-60 ára. Við rannsóknir hefur fundizt, að viss þáttur ætt gengi er hér á ferðinni í víkjandi en ekki ríkjandi mæli. Hinsveg- ar sést ekki v'ottur ættgengi hjá því fólki, sem fær einkenni um kransæðasjúkdóm um oig yfir sextugt og verður því að álykta að hér sé um ellisjúkdóm að ræða. Annars staðar í blaði þessu er þess getið að fundizt hafi kransæðabreytingar á mismun- andi stigi í helming þeirra banda rískra hermanna er féllu Kór^ustríðinu og gjörðar voru krufningar á, og var meðalaldur þeirra 22 ár. Þetta sést einnig á ungu fólki, sem ferst af slysför- um í hinum ýmsu vestrænu lönd um. Sýnir þetta ljóslega að þessi sjúkdómsófagnaður er far- inn að búa um sig allt frá ung- lingsárunum og ber því að haga varnarráðstöfunum samkvæmt þvL Lokaorff Hvetja þarf fólk til meiri líkamlegrar áreynslu og sérstak lega þann hluta þjóðarinnar, sem NEYZLA nokkurra Iandbúnaffarafurffa árin 1934, 1950 og 1960 I nokkrum löndum. Á töflunni koma í ljós lífsvenjubreytingar þjóðanna. Mjólk (smjör Kjöt und.sk.) Egg Mjölv. Sykur Kg. Lítr. Kg. Kg. Kg. 1. ísland 1934 51 216 120 46 1950 »0 349 105 39 1960 80 330 5? 45 2. Noregur .... 1934 38 188 119 30 1950 37 523 7 116 37 1960 37 300 8 79 39 3. Danmörk 1934 75 167 94 50 1950 56 170 7 98 38 1960 73 230 10 79 47 4. Bretland .... 1934 60 100 94 50 1950 46 160 12 101 35 1960 71 180 15 84 50 5. Bandaríkin .. 1934 62 221 93 43 1950 71 238 20 75 45 1960 95 210 20 66 41 6. Frakkland .. 1934 53 86 124 24 1950 54 92 9 117 22 1960 74 160 11 107 32 7. Svíþjóð .... 1934 47 250 96 43 1950 m 237 10 886 47 1960 49 230 10 71 41 litla líkamlega áreynslu hefur. Skynsamleg áreynsla hressir bæði sál og líkama, hreinsar blóð ið með að lækka í því cholester- olfituefnið og viðheldur eðlilegri líkamsþyngd. Hvað fituinnihaldi fæðunnar viðvíkur er ástæða til að athuga nánar hvers konar mjólkur og kjötafurðir eru á boðstólum hér landi. Aðeins fæst mjólk með 4% fituinnihaldi auk mjólkur- dufts og undanrennu, sem oft er erfitt að fá í útsölustöðunum. Æskilegt væri að til væri einnig mjólk með 2% fitu. Ekki virðast áfir vera á markaðnum, þótt ljúffengar séu. Ostagerð hefur batnað á síðari arunum. Ekki hef ég rekizt á nema 30% og 45% osta. Eðlilegt væri að hér yrði breyting á og meiri tilbreytni. Þá kem ég að kjötframleiðsl- unni. Er þar efst á baugi okkar góða lambakjöt, sem er svo feitt að sá almenningur sem ég þekkþ fleygir ekki óásjálegum kílóa- fjölda af fitu úr því lambakjöti, sem hann kaupir. Það er kunn staðreynd, að unga fólkið er fremst í flokki með þessar að- gerðir. Það er tímanna tákn. Við sem þekkjum nautakjöt eins og það, sem selt er erlendis, viljum af skiljanlegum ástæðum sem minnst tala um það kjöt, sem selt er sem nautakjöt hérlendis. Veit ég að ég mæli fyrir munn margra neytenda er ég ber fram þá frómu ósk, að íslenzkum land- búnaði yrði sem fyrst veitt að- staða til nautgriparæktar á ný- tízkulegan hátt. Sama gildir um svínarækt. Alifuglarækt þarf einnig að aukast, þótt batnað hafi til muna á seinni árum. Sem betur fer munu forystu- mönnum íslenzks landbúnaðar ljós þau vandkvæðg sem skapast við offramleiðslu mjólkurafurða og hafa varað við þeim. Eðlilegast væri að beina fram- leiðslunni inn á fjölþættari braut ir, þar eð með því móti fer sam- an hagur neytenda og framleið- enda. Taflan sýnir að fslendingar eru greinilega hæstir í mjólkur- drykkju með 330 lítra á mann á ári. Er slíkt áhyggjuefni, þeg- ar vitað er að tæpur helmingur þjóðarinnar stundar ekki erfiðis- störf, og má því ætla að sá hópur fólks hefði nóg að bíta og brenna þótt það hætti slíku mjólkur- þambi, en notaði mjólk aðeins á eðlilegan hátt. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef fengið frá Hagstofu. ís- lands, hefur aukning neyzlu kindakjöts, smjörs og sykurs á öllu landinu áratuginn 1953 til 1962 verið svohljóðandi: Aukning neyzlu kindakjöts: 75% Aukning smjörneyzlu: 62% Aukning sykurneyzlu: 35% Aukning íbúatölu þjóðarinnar: 20% Samkvæmt íslenzkum heil- brigðisskýrslum árið 1960, var dagleg neyzla mjólkurafurða hvers einstaklings í Reykjavík tæpur einn lítri. Er þetta alvar- leg staðreynd, þegar tekið er til- lit til, að gæðamat mjólkur fer eftir fitumagni hennar og eins hinu, að aukning kjötneyzlu hef- ur stórlega vaxið, og er þá fyrst og fremst um að ræða hið feita lambakjöt, sem flokkað er á sama hátt og mjólkin. Hvað syk- urneyzlu viðvíkur, erum við einn ig meðal þeirra hæstu í heimin- um. Get ég því ekki annað séð en að fituhlutfalíið í almennu fæði okkar sé uggvænlega hátt. í stuttu mali Moskva, 14. júní — NTB. Moskvublaðið Pravda segir í dag, að það verði að líta þá á- kvörðun Johnsons, Bandaríkja- forseta, mjög alvarlegum augum, að láta bandaríska hermenn taka beinan þátt í bardögum í Viet- nam. Telur blaðið, að hér sé um hættulega þróun að ræða, og geti farið svo, að til styrjaldar á borð við Kóreustyrjöldina komi af þessum sökum. Efnarannsókna- stofa á Akureyri AKUREYRI, 14. júní. — Um þessar mundir er aff taka til starfa ný efnarannsóknastofa á Akureyri, sem hefut hlotiff nafn- iff Efnarannsóknastofa Norffur- lands. Henni er komiff á fót fyrir atbeina Ræktunarfélags Norður- linids og, forstöffumaffur hennar er Jóhannes Sigvaldason, lic. í jarffvegsfræffi frá Landbúnaffar- háskólanum í Khöfn. Hugmyndinni var fyrst hreyft á aðalfundi R. N. 1962 og síðan hefur verið unnið að undirbún- ingi málsins. Húsnæði hefur ver- ið tekið á leigu í Efnaverksmiðj- unni Sjöfn og auk þess geymslú- •rými í húsi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á Gleróreyrum. R. N. er samtök búnaðarfélag- anna í Norðlendingafjórðungi og rannsóknarstofunni er einkum ætlað að starfa í þágu bænda á því svæði. Hún mun fást við efnarannsóknir á jarðvegi og ábuiði og einnig á heyfóðri og öðru fóðri handa búfé, gegn vægu gjaldi. Þá mun hún leið- beina bændum um notkun á- burðar og fóðurbætis í samræmi við niðurstöður rannsókna á ein- stökum sýnishornum. Rannsókn- artæki öll eru af yönduðustú gerð. Vænta fórráðamenn góðrar samvinnu við Atvinnudeild Há- skólans, sem einnig hefur sams- konar rannsóknir með höndum, én kemst ekki yfir öll verkefnL sem að henni berast. Efnarannsóknastofu Norður- lands er komið á fót eingöngu með frjálsum framlögum, sem nú nema einni milljón króna. Þar af hefur R. N. lagt fram 370 þúsund, KEA 250 þús. og Bún- aðarfélag íslands úthlutaði 300 Iþús. kr. í þessu skyni af fé því, sem SÍS gaf til kaupa á rann- sóknartækjum í þágu landbúrt- aðarins í tilefni 50 ára afmælis- ins. Þá hefur KÞ heitið 100 þús. kr. á 4 árum og öll búnaðarsam- böndin á Norðurlandi hafa heitið framlögum, einnig kaupféllögin í Skagafirði. Búið er að tryggja rekstur stof unnar þetta ár, en ennþá er óráð- ið um framtíðarrekstur. Senni- lega verður hún sjálfseignar- stofnun, fyrst um sinn a.m.k. undir umsjá R.N. Efnarannsóknastofa Norður- lands mun án efa valda tíma- mótum í búskap í fjórðungnum, enda mun hún leitast við að finna svör við og lausn á ýmsum vandamálum bænda og kynna Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.