Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 19
/ Miðvikudagur 16. júnf 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Árbók Ferðafélagsins ARBÖK MCMLXV. Norður- Þingeyjarsýsla, Tjörnes og Strönd eftir Gísla Guðmundsson. 160 bls. 52 ljósmyndir og 2 upp- drættir, 7 litmyndir. Útg: Ferða- félag íslands. Reykjavík 1965. Einar Benediktsson ólst að nokkru leyti upp í Þingeyjar- sýslu, svo sem kunnugt er. Hann hreifst af náttúrufegurð Ihéraðsins og orti kvæði um ýmsa sérkennilaga og merkilega staði þar um slóðir. Flestir eru Iþeir staðir í norðursýslunni. Þannig orti Einar um Ásbyrgi, £31áskógaveg, Dettifoss, Grettis- ibseli og Hljóðakletta. Öll eru þau kvæði stórbrotin. En yrkis- efnin eru þeirra verð. Þau eru ekki síður mikilfengleg. íslenzkt landslag býður ekki ells staðar upp á mikla tilbreyt- ingu. En í Norður-Þingeyjar- sýslu ber margt fyrir augu. Þar hefur náttúran stillt upp flestum sýnishornum, sem fyrirfinnast í fslenzku landslagi. Þar eru hrjóstrug klungur og víðáttu- miklar sandauðnir. Þar eru skjól eælir gróðurreitir þar sem vaxa fleiri tegundir plantna en annars etaðar á landi hér. Þar eru hrika leg gljúfur og fallþungir fossar, eem sóa orku sinni ár og síð, engum til hagsbóta. Og þar eru ekki síður indælir blettir, þar sem ferðamenn geta notið lífs- ins í súmri og sól. Norður-Þingeyjarsýsla er 1 raun og veru nyrzta sýsla lands- ins, því þaðan skagar í haf út nyrzti tangi þess og snertir sjálf- an heimskautsbaug. í sýslunni er líka ein þeirra sveita, sem hæst liggja yfir sjávarmál á landinu, það er Hólsfjöllin. Veðurfar í sýslunni er breytilegt ekki síður en landslagið. Kalt getur blás- ið, þegar hann er við norðrið og ís liggur fyrir landi. Hins vegar imun óvíða hlýrra, þegar sólfar er og sunnanátt. í Norður-Þingeyjarsýslu eru margir merkismenn upprunnir. Þar fæddist Skúli fógeti. Og þaðan voru þeir Kristján Fjalla- skáld og Jón Trausti. Óhætt er að segja, að ekki hafi aðrir höf- undar verið meira lesnir fyrir og eftir síðustu aldamót. Þegar Kristján birti kvæði sitt, Detti- foss, nítján ára gamall, varð hvort tveggja frægt á samri stund, skáldið og yrkisefnið. ís- lenzkum skáldum hafði ekki áð- ur hugkvæmzt að yrkja um fossa. Jón Trausti skrifaði sögur sín- ar af svo miklum frásagnar- þunga og svo miklu andriki, að aðrir hafa ekki hingað til gerzt honum fremri í þeim efnum. Nú hefur Ferðafélag íslands gert héraði þessara manna skil að sínu leyti, því árbókin, sem út er komin, fjallar einmitt um Norður-Þingeyjarsýslu. Höfund- Ur er Gísli Guðmimdsson. Árbækurnar hafa nú komið út samfellt í þrjátíu og sjö ár. Það er þegar mikið safn og — dýr- mætt. Flestar eru bækurnar góð- ar, fáeinar ágætar. Nokkurn veg inn fast form hefur skapazt um gerð þeirra, þannig að þær eru í vissum skilningi hver annarri iíkar. Þar fyrir er ekki vanda- iminna að semja þvílíkt rit, svo vel sé. Þar verður margs að gæta. Ritið verður að vera ná- kvæmt. Þó má það ekki vera bvo nákvæmt, að ókunnugur sjái þar ekki skóginn fyrir trjám. Bók Gísla Guðmundssonar inni heldur hvort tveggja, leiðarlýs- in.gu og héraðslýsingu. Inn í lýsingarnar eru svo felldar frá- sagnir um landnám, auk þjóð- sagna og munnmæla, sem tengd eru viðkomandi stöðum. En fyrst og fremst er ritið leiðarlýsing. Höfundur fylgir veginum, byrjar ferðina vestur á Tjörnesi og heldur austur á Langanesströnd (fyrrnefnda sveitin er raunar í Suður-Þing., en hin síðarnefnda í Norður- Múl.). Ferðina endar höfundur svo uppi á Hólsfjöllum. Bkki verður annað sagt en höfundur komizt vel frá þessu verki. Frásögn hans er lipur og annmarkalaus. Og varla þarf að efa, að hún sé traust, þar eð höfundur er fæddur og uppalinn í héraðinu og hefur síðan starf- að í þágu þess um langt skeið. Helzt þykir mér ábótavant, að höfundur gerir ekki ávallt nægi- lega grein fyrir sögnum þeim, sem hann fellir inn í lýsingarnar, en segir þær eins og þær væru sannar, þó um munnmælasögur sé að ræða. En sá ágalli kemur ekki að sök, ef lesandinn er hið Gísli Guðmundsson minnsta kunnugur slíkum fræð- um. Hins vegar þykir mér höfund- ur helzti hlédrægur, leggja otf lítið af sjálfum sér í verkið. Þá sakna ég þess, að svo kunnugur maður, sem hann hlýtur að vera, skuli ekki geta fleiri merkra manna héraðsins, lífs og liðinna. Norður-Þingeyjarsýsla hlýtur að hafa átt sína framtaksmenn og sveitarstólpa ekki síður en önn- ur héruð. Slíkra manna er ein- mitt getið í m-örgum árbókun- um, til dæmis bókum Jóns Ey- þórssonar um Húnavatnssýslur. Ferðamenn, sem á annað borð nenna að leggja bæjanöfn á minnið, vilja líka vita, hverjir 'hafa gert garðinn frægan. Sitthvað fleira mætti til tína. En í heild er verkið samvizku- lega unnið. Og mest er um vert, að höfundi hfefur tekizt að gera það vel læsilegt. Frágangur bókarinnar er vand aður, prentun góð, pappír ágæt- ur. Að venju eru margar myndir í bókinni, bæði litmyndir og svarthvítar. Kápan er einnig prentuð í litum — í fyrsta sinn. Langflestar myndirnar eru teknar af Óskari Sigvaldasyni, en hann ferðaðist um héraðið með höfundinum. Myndir Óskars eru misjafnar, sumar fyrsta flokks, aðrar lak- ari. Yfirleitt virðast beztar þær myndirnar, sem teknar eru í nálægð, eins og myndin af vall- argarðinum á bls. 94 og myndin af hrútnum á bls. 131. Það er hreint afbragð, hvað sá „strembi leiti bekri af Öxarfjarðarheiði“ hefur setið vel fyrir. Allgóð er og myndin frá Hljóðaklettum á bls. 41. Hins vegar gef ég lítið fyrir austursýn af Auðbjargarstaða- brekku á bls. 14. Sú mynd er ámóta greinileg og prentmyndir gerðust fyrir svo sem fimmtíu árum. Sama er að segja um myndina af Jökulsárbrúnni á bls. 138. Sú mynd er í fyrsta lagi alls ekki nógu skýr. Til dæmis er vegurinn handan árinnar næstum ósýnilegur. Ókimnugur kynni að ætla, að þar væri alls enginn vegur. I öðru lagi gefur Anna Katrín Steinsen — Minning D. 9. 6. 1965. Haustið 1958 í Kaupmanna- höfn. Ég átti að kynnast fyrstu mágkonu minni, Önnu Steinsen. Ég var taugaóstyrk og gagnrýn- inþví að mér fannst ekki hver sem var nógu góð handa bróður mínum. En jafnskjótt og ég sá Önnu, hreifst ég af glaðværð hennar og glæsibrag. Sú hrifning hefur varað í þau tæpu sjö ár, sem við þekktumst, og þróaðist í einlæga vináttu. Á þessum árum kynntist ég mannkostum Önnu, tryggð hennar og höfðings lund, hugrekki og viljastyrk. Anna var mér alltaf sem bezta systir. Þar bar engan skugga á. En nú á sigurhátíð sólarinn- ar, þegar öll náttúran er að vakna til lífsins, er h-ún hrifin á brott. Og þótt allir heimsins sólargeislar biðji þess, þá vaknar hún ekki framar til þessa lífs. Við, sem héma megin stöndum og spyrjum ráðþrota, hver séu rök tilverunnar ,eigum aðeins minningarnar eftir. Það eru bjartar minningar um góða og hugrakka konu. Anna Katrín var fædd í Reykjavík 17. febrúar 1935, dótt ir hjónanna Kristensu Sigurgeirs dóttur og Vilhelms Steinsen bankafulltrúa. Manni sínum, Þor valdi Jónssyni, kynntist hún í Kaupmannalhöfn, og þar voru þau búsett fyrstu árin. Þau eign- uðust tvær dætur, Guðrúnu Mörtu og Elsu Sigríði, sem nú eru fimm og fjögurra ára. , Ég kom oft á heimili þeirra í Kaupmannahöfn, sem bar smekkvísi og alúð Önnu vitni. En markmið þeirra var að flytja til íslands, og oft ráðgerði Anna ferðalög og útilegur, sem fara skyldi í hér heima. Þau fluttu heim um haustið 1961. Það var vinum og vandamönnum mikið fagnaðarefni. Þau eignuðust ind- ælt heimili og framtíðin virtist brosa við. En fyrr en varði syrti að. Fyr- ir tveim árum kenndi Anna þess sjiúkdómis. sem dró hana til dauða. Þessi tvö ár hafa verið bið milli vonar og ótta. Allan þennan tíma sýndi Anna fágætt hugrekki og stillingu. Engan skyldi gruna, að hún ætti við dauðans kyöl að stríða. Hún var eftir sem áður hrókur alls fagn- aðar í vinahópi, meðan henni var gefinh máttur til að leyna þján- ingum sínum. En við getum ekki gert okkur í hugarlund þá hug- arkvöl, sem hún hefur mátt líða. Við sjáum ekki né skiljum til- gang þessa heims. Okkur virðist harðýðgi og óréttlæti, að ung kona er hrifin frá óloknu dags- verki. Ef til vill er einhver æðri tilgangur, sem okkur er hulinn. Ég bið til guðs, að Anna hafi hlotið þá hvíld og þann frið, sem hún þráði. Guð styrki föð- ur og móður, sem nú öðru sinni sjá á bak dóttur í blóma lífsins. Guð gefi, að litlu stúlkurnar verði föður sínum sólargeislar í lífinu og lini sársasta tregann. Við skulum reyna að trúa því, sem þær segja: „Mamma er eng- ill á himnum hún verður aldrei gömul og er alltaf falleg." Annar er horfin. Hún tæmdi þann beizka bikar, sem að henni var réttur. Hún nýtur nú einn- ig launanna, ef nokkurt réttlæti er til. „Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf.“ (Stefán frá Hvítadal.) E. S. J. Alsherjar Drottinn erfitt er að skilja, alveldi þitt og stjórn þíns helga vilja. Ofraun það verður vizku sljórra manna veg þinn að kanna. Líknsami faðir, lát þú okkur skilja líknsemd og hjálp æ stjórna þínum vilja. Aflið hið mikla er okkar högum breytir ást og náð heitir. Ástríki faðir, okkur dóttur góða ástin þín gaf, og var hún meðal fljóða yndisleg dóttir elskuleg sem kona. Afl okkar vona. Ástin þín gjöf þá aftur tekið hefur. Annað og fegra líf þú henni gefur. Föðurást þín er fremri elsku móður. Faðir vor góður. Dæturnar hennar annast þú og leiðir eiginmanns vegu sitjórn þín sífellt greiðir. Sannlega muntu sorgartár öll þerra signaði Herra. Barn okkar kæra, hvílir við þitt hjarta. Huggun þín sendir vorsins geisla bjarta. myndin enga hugmynd um stær# brúarinnar. Ætla mættd, að áia væri smáspræna og brúin væri mannvirki af klénna taginu. Þegar stór mannvirki eru mynd- uð, þarf að stilla upp einhverj- um alkunnum stærðum til við- miðunar, til dæmis fólki eða bílum. Litmyndin framan á kápunni er ljómandi falleg. Þar að auki er hún gott dæmi um margvis- lega náttúrufegurð sýslunnar: silfurtær lækur, sem liðast á milli grænna harðbala, birki- kjarr með sólmerluðu, vaxgljáu laufi, risadrangur í líki ljóns- hauss — stórkostlegur sfinx; í bakgrunni gulgrár melur. Yf- ir hvelfist himinninn, heiður, blár, djúpur. Mynd þessa tók Óskar í Hlj óðaklettum. Á bls. 36/37 er önnur lit- mynd frá Hljóðaklettum, tekin af Einari Þ. Guðjohnsen. Sú mynd er regluleg að formi, allt að því geometrisk, líkt og ljós- myndarinn hafi reiknað út hlut- föllin, um leið og hann tók myndina. — Einar hittir í mark, þegar hann hleypir af. En mynd hans hefði mátt fylla út í síð- una. Breiðar spássíur eru úrelt þing. Þá er þarna litmynd úr Ás- byrgi, tekin af Sigurði Þórar- inssyni, myndir af Skinnastað, Rauðanúp og • Öxarfirði eftir Óskar og mynd af Melbugsá í Hólmatungum eftir Magnús Jó- hannsson. í öllum þessum myndum er litadýrð, birta, sveitasæla. Lita- dýrðin er kannski öllu meiri en í raunveruleikanum. En það ger- ir ekki svo mikið til. Fátt vekur þægilegri tilfinningu en horfa á góða mynd af fögru landslagi. Ef eitthvað er notalegra, þá er það að hafa landið sjálft fyrir augum og njóta þess. Erlendur Jónssón Böl allt er horfið; báðar okkar dætur blessast þú lætur. Við viljum einnig hvíla við þitt hjarta hér meðan dveljum, sízt af öllu kvarta. Hrekur á flótta sorgarmyrkrið svarta sólin þín bjarta. Kærleikur þinn er okkar skilning ofar, algæzku þína gjörvallt skapað lofar. Lífsstjórnan þinni lúta tímana raðir. Lifandi faðir. Kveðja frá foreldrum. Plastbalar Plastfötur Galv. balar Galv. fötur. Hafnarstræti 21. Sími 13336 Suðurlandsbr. 32. Sími 38776 Keflavík - Suðurnes Bakpokar; ferðatöskur; ferða útvörp; filmur og framköllun; gassuðutæki; gaskútar; mynda vélar; picnic-töskur; sjúkra- f kassar; sjónaukar;' sólgler- augu; sólkrem og sólarolía, — sólstólar; sóltjöld; svefnpokar; veiðileyfi; veiðiútbúnaður; — vindsængur; tjaidborð; tjald- stólar; tjöld. KYNDILL Keflavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.